Tíminn - 16.08.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1959, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, sunmidaginn 16. ágúst 1959. Krókaieið Bjarna Benediktssonar að engri niðurstöðu Ritstjóri Morgunblaðsins, Bjarni Benediktsson, sagði í Reykjavíkurbréfi blaðs síns í fyrra mánuði um- buðalítið, að úrslit síðustu alþingiskosninga t.d í Þing eyjarsýslum og Stranda- sýslu bæru með sér, að þar væri ástandið nú svip- aðast og í járntjaldslöndun- um. Gallinn væri sá, að í þessum héruðum hefði með flokkskúgun og fjár- '•málavaldi tekizt að hindra eðlilegan skoðanaágreining. í Tímanum 2. ágúst mælt ist ég til þess. að Bjarni Benediktsson, — sem ég met mikils, þótt við séum í mörgu skoðanalegir and- stæðingar, •— færði rök fyr ir gífuryrðum sínum. Lagði >2g í því sambandi fram nokkrar spurningar til þess að hasla völlinn. Skoraði m. a. á ritstjórann að tilgreina dæmi þess, að í mínu hér- aði hefði verið beitt ..flokks ; kúgun“ eða „fjármálavaldi'. Auðvitað vissi ég vel, að : " f ngin greind, þekking eða lærdómur getur réttlætt ■ fidíýrðingar ritstjórans, af • því að þær eru staðlausir - ••jstaiir, og þess vegna minnti ég’ hann jafnframt á leið v ái’engskaparins: að beiðast ■ ^fsökunar. Með því að gera ý það. hefði ritstiórinn kom- izt að mestu ókalinn úr ógöngunum, og málið verið útrætt af minni hálfu. Nú hefur ritstjórmn í ' síðasta Revkjavíkurbréfi Morgunbl. varið löngu máli í að tala kringum þessi efni. Þar er öllu svo á dreif drepið, að sumir hafa jafn- vel haldið því fram, að þetta tal eigi að gild.a sem afsökunarbeiðni. Við nán- ] ari athugun hljóta þó allir i að sjá, að það er — bvert á móti — tilraun til þess ] að .komást hjá því að beið- . ast, afsökunar. ^ýÞarna er til pess gripið, að.j’.'réndurbirta kafJa úr ;iæðú,'sem Bjarni Benedikt- j ' sorr»k;ýííð hafa haldið á hér- ; ’ aðsmóti Sjálfstæðismanna á ITúsav-jk 1958. Þetta virðist i h.áfá Terið vénjuleg ræða i ;Sjálfstaeðismann$ uni það, iþð'"ýSjáÍfstæðismenn séu , ;ýjfeirýstúnni vaxnir“ — stað 5 foéi-ð'.éins og sagt er stund- ! ~ liin'-ntrrfivdd léikrit, — '^fetí-'sannar sú ræ?a ann að e»-áð Bjarni Benedikts- spn-heíur fyrr en nú talað af sér um sama efni cg bæt ir það ekki hans hlnt. Annars ætla ég alls ekki á þessu stigi málanna að þreyta lesendur með bví að rekja slóð ritstjórans í seinna Reykjavíkurbréfinu. Það er óþarfi. ÖII hans ganga þar er krókaleið að engri niðurstöðu. Þó vil ég benda á sporin hans á einum stað, því að þaðan, sem hann er þá staddur, gefur nokkra sýn. Hann er í þetta sinn 'að snúast í kringum spurning- ar mínar um hvaða dæmi hann geti nefnt um flokks- kúgun í Þingeyjarsýsiu eða beitingu fjármálavalds þar. Dæmi getur hann að sjálf- sögðu engin nefnt, en hon- um verður að orði: „í einu helzta lýðræðis- blaði heimsins stóð nýlega þessi setning, sem enginn lýðræðissinni mun mót- znæla: „Kommúnisminn þrífst bezt þar sem engin and- staða er og þar sem hægt er að breiða út lygar hans, án þess að sannleikurinn heyrist. —,—:—“ Við skulum slá því föstu, að þetta sé rétt Og fréttir hafa hermt, að í járnf jalds- londunum komi fram í kosningum 99 9% meiri hluti. Hann fæst þá með einhæfri boðun, fjármála- valdbeitingu og flokkskúg- un, sem jafnvel ógnar lífi manna. Þannig býr einræðið til meirihluta. Okkur Biarna greinir ekki á um, að slíkur meirihluti sé óheilbrigður. Hins vegar er svo lýð- ræðið líka innan sinna vé- banda að reyna að skapa meirihluta að leiðum frels- isins, bekkingarinar og þroskans. Vili Bjarni Benediktsson upplýsa, hvað meirihluti lýðræðisins má vera mikill til þess að hann geti samt talizt lieilbrigður? Má hann ekki vera 66— 72%, eins og hann var t, d. í Þingeyjarsýslum og Strandasýslu við síðustu alþingiskosningar? Má hann kannske ekki vera meiri en um það bil 51%. eins og meiri hluti Sjálfstæðisfi. í Reykjavík . yar? Va,r. sá meirihluti betur fenginn, af því að har.n var lítill? Sumir telja, að hann hafi fengizt með herkjubrögð- um, og ekki tilkostnaðar- laust. Ritstjórinn er í kröggum. Hann getur ekki staðið við hin stóru orð sín. Ég er ekki hefnigjarn. En þó finnst mér, að hann megi ekki sleppa við refsingu. Hæfilega refsingu fyrir hann 1 samræmi við mann- bótastefnu í refsimálum, tel ég það, að ég býð hon- um hér með vinsamlegast í kynnisför með mér um ætt- arhérað okkar beggja Þing- eyjarsýslu, sem hann skort- ir tilfinanlega kynni af. Hann velji sjálfur viðkomu á þeim bæjum, er harn kýs, til viðræðu við fólkið. Þá getur hann þreifað á því, hvort Þingeyingar þekkja ekki .,sannleik“ þann sem hann hefur tekið að sér ,,að breiða út“ fyrir stjórnmála- fiokk sinn. (En í Reykja- víkurbréfinu má heyra, að hann óttast að þeir séu fá- fróðir um hann). Enn fremur getur hann þá fengið að heyra, hvernig almenningur í því héraði, sem lengsta reynslu hefur af samvinnuhreyfingunni, lítur á hana — og hvers vegna það aðhyllist hana. Um leið væri líka auðvelt fyrir hann, án mikillar fyr- irhafnar að lilera sérstak- lega, hyernig fólki þa^ geðj ast að „samvinnuskrifun- um“ í blöðum Sjálfstæðis- flokksins, og gert óbindr- aða tilraun til þess að færa því heim sanninn um að í þeim skrifum sé einJæg og hrein þjóðhollusta á ferð- inni og enginn maðkur í mysu. Eftir slíka kynnisför þyk ist ég fullviss um að Bjarni Benediktsson leyfir sér ekki einu sinni að ympra á því, að fólkið í Þingevjar- sýslu sé fáfrótt og kúgað til samstilltra kosninga af flokksræði og' fjávmála- valdi. Mér þætti vel fara á því, ef kynni af Þingeymgum heimafyrir, gætu gert Bjarna Benediktsson bjart- sýnni en hann virðist vera nú á félagsþroska manna og mátt frjálsrar, sjálf- stæðrar hugsunar til þess að eyða ágreiningsefnum þeirra og gera þá lýðræðis- lega samstilita 15. ágúst 1959. Karl Kristjánsson. Trujilio foringi upp- reisnar gegn Castro Castro ber Bandaríkin jiungum sökum NTB — HAVANA 15. ágúst. Fidel Castro, forsætisráðherra á Kúbu, hélt í gærkvöldi sjón- varpsræðu í Havana út af þeim atburði, er menn hans tóku í gær flugvél með vopn til andsæðinga Castros, en vél- in kom frá Domikanaríkinu. Sagði hann þar, að Trujillo forseti væri forsprakki upp- reisnar íhaldsaflanna gegn sér, og einig réðst hann harka lega á Bandaríkin. Castro sagði, ag flugvélin, sem tekin hefði verið, hefði verið ein af fjórum vopnaflutningavélum á vegum andbyltingarsinnanna, stuðningsmanna Batista. Hefðu þrjár lcomið frá Dominikrinaríkinu en ein frá Miami í Bandaríkjun- Um, Kvaðst Castro liafa vissu fyr ir því, að Trujillo einvaldsherra í Dominikanaríkinu kostaði þessar aðgerðir og stjórnaði þeim. Hefði Kúbustjórn verið lcunnugt um þetta atferli hans allt frá því viku síðar en Batlsta flýði lnndið. Hefði Trujiilo sent bæði innrásarlifi og vopn til Kúbu. Castro sagði í ræð unni, og hló við, að það hefi verið bandarískur embættismaður, isem kom upp um ferðir flugvélar innai,. í gær. Ef Kúbumenn hefðu getað þagað um þann atburð, hefði verið hægt að taka bæði Tujillo sjálfan og helztu uppreisn arforingjana innaoi skamms á sama hátt. Bandaríkjamen sekir Castro réðst einnig harðlega á Bandaríkin, en hann sagði, aiS fjölda bandarískra embættismanna væri fullkunngt um, að flogið væri frá Miami til Kúbu með vopn og flugrit á vegum andbyltingar- mannanna. Gerðu þeir þó ekkert til að hindra þetta, og væri það sorglegt, því að Kúbumenn vildu gjarna eiga góð samskipti við Bandaríkin. Frá happdrættinu Vinningar: 1. Tveggja lierbergja íbúð, fok Iield, Austurbrún 4, I Rvk. 2. Mótorhjól (tékkneskt). 3. ‘ 12 manna matar-, kaffi- og mokkrstell. 4. RiffiU (oHrnet). 5. Veiðisíöng. 6. Herrafrakki frá Óltímu, Laugavegi 20 7. Dömudragt frá Kápunni, Laugavegi 35. 8. 5 málverk, eftirprentanir frá HelgafeUi. 9. Ferð meg Heklu til Kaup- mannahafnar og heim aftur. 10. Ferð með Loftleiðum íil Englauds og heim aftur. Allar upplýsingal• varðandi happdrættið eru gefnar á skrif stofunni í Framsóknarhúsinu, sími 24914. Ski-ifstofan er opin 9—12 og 1—5 alla daga nema laugardaiga 9—12. ’ Giæsilegt félagsheim- ili vígt í Kelduhverfi Skúiagarður er bæði félagsheimiii og heima- visfarskóii Sunnudaginn 9. ágúst var vígt eitt af fullkomnustu félagsheimil- um landsins, Skúlagarður í Keldu- hverfi. Sambyggður félagsheimil- inu er heimavistarskóli fyrir sveit- Indverjar öttast X I7* aogerðir Kma NTB—Nýju Dehli 15. ágúst. Haift er eftir áreiðanlegum heimildum að Kínvérjar ‘séu nú að byggja fjölmarga flugvelli í Tibet næst Indlandi, og veldur þelta Ind- verjum áhyggjum. Einnig eru Kín verjar að leggja vegi til þessara flugvalla og á þessum framkvæmd um að verai lokið fyrir veturinn. , V ' TÞaðir okkar, ' Matthías Þórðarson ' J.Ú fyrrv. skipstjóri og ritstjóri andaðist í Kaupmannahöfn, fimmtudaginn X3. þ. m. Jarðarför hans fer fram frá Marienbjergskapellu, Gentofte, þriðjudaginn 18. þ. m. kl. 3. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginríiaður minn, faðir og tengdafaðir Arinbjörn Þorvarðarson frá Keflavík andaðist í Landakotsspítalanum 14. þ. m. Ingibjörg Pálsdóttir synir og tengdabörn. Stálu straumbreyti S. 1. laugardag milli kl. 12. og 18 var brotizt inn í vélbátinn íslend ing við drátlarbraut Bátanausts hjá Elliðaárvogi. Stolið var 50 „starlpalrónum", 3 neyðarblysum, straumbreyti og heyrnarlólinu frá talstöð bátsins. Var heymartólið slitið frá talstöðinni. Fyrir hálfum mánuði var skelli- hjóli, NSU R-483, stolið frá Hólm- garði 9. Hjólið er grátt að lit. Ranrisöknarlögreglan biður þá, sém kynnu að veita upplýsingar uxn þessa stuldi að láta frá sér heyra. Fjórir uppvísir að innbrotum Rannsóknarlögreglan heíur nýlega upplýst mörg innbrot framin hér í Reykjavík fyrir skömmu, og hefur þegar verið skýrt frá þeim hér í blaðinu. Fjórir rnenn hafa orðið upp- vísir að þessum innbrotum, þrír í Sögina h.f. og í byggingavöru- verzl. ísleifs Jónssonar, sama búsi. Einn þeirra hafði brotizt inn i Sögina í vor. Tveir mannanna frömdu innbrot í Hamoiðiuna og iveir í Sindra. Annar þeirra sem brauzt inn í Hampiðjuna, stal kvikmyndatökuvél úr mannlausri bifreið á Baldursgötunni ásámt öðrum, sem fór í Hampiðjuna. Ei-nn mannanna situr í gæzlu- varðhaldi, en hann var nýkominn af Litla-Hrauni. ina. Skúlagarður er hin reisuleg- asta bygging, er stendur á fögrunx stað því nær miðsvæðis í Keldu- hverfi. Vígsluafhöfnin fór fram meS glæsilegum mannfagnaði að við- stöddu fjölmenni. Samtímis fór fram afhjúpun minnismerkis um Skúla Magnússon landfógeta, en við liann er Skúlagarður einmitt kenndur. Skúli var Keldhverfing- ur eins og flestum mun kunnugt. Minnismerki þetta gerði Guðmund ur Einarsson frá Miðdal fyrir Þing eyingafélagið í Reykjavík. Ýtar- legar mun verða sagt frá Skúla- garði hér í blaðinu síðar. Síldarverksmiðjurnar (Framhald af 1. síðu) illmæli þeirra, sem ótrú hafa látið í Ijósi á þessum fram- lcvæmdum, hafa fallið um sjálf sig. Af ölfum þeim þarf- legu framkvæmdum, sem bíða nú úriausnar, virðist það eiti hið allra brýnasta að haida áfram með fullum krafti þess- um framkvæmdum á Austur- landi. Þetta mál hefur ekki ein- ungis stórfellda þýðingu fyr- ir framtíð Austurlands held- ur einnig fyrir sjávarútveg allra landsmanna og þjóðina* í heild. A. M. K. 26 fórust í gær og 200 slös-- uðust í fel.Iiþyl í Paranaliéraði í Brasitíu. 126 MANNS fófust af völdum felli- bylsiris í Japan, 700 eru slasaðir en 128 er salcnað. Enn er ekki til fulls vitað um afdrif margra fiskisikipa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.