Tíminn - 30.08.1959, Page 2
T í MIN N, sunnudaginn 30. ágúst 1959.
75 ára á morgun:
itorri Sigfússon
fyrrv. námsstjóri
Snorri Sigfússon fvrrum skóla-
■ jóri. og námsstjóri er 75 ára á
íorg- u. 31. ágúst. Þó að hann sé
rleiKus staddur á þeim degi, skal
:að t'KKÍ undir höfúð 'eggjast, að
í_ ; g se ui honum heii"aóskir við
-ejtnau áfangastað œvinnar. Ég
eit. d mikill fjöldi manna. ungir
“ g gamlir, karlar og konui víða
m . d, mundu af iieilum huga
ilja iaka undir þessai óskir, því
- ð heu' fslendingar eru margir,
. om t.Kkja Snorra Sigfússon af
fspurn eða persónulegum kynn-
nt) ■ ‘U fáir menn eru vinsælli en
ar. . <jnda fáir sem taka mönn-
•m <-nis opnum huga og liann og
; áir n •tium tryggari. Á langri ævi
.efu íiann komizt í snertingu við
nikíim fjölda manna og kunnað
Ö'i aast þeim og munað kynn-
ti vei. Kennslumáiin eru ævi-
cai’i uans, og í þeim liefur liann
•otid hæfileika sinn? sem bezt
.iátti verða, hann h<~fur verið á
fhni réttu hillu þar þó að mað-
r med’ hans lyndiseir kunn mundi
•jálísagt hafa gengið alhuga að
ivérjú því starfi, sem honum
i.éfb'i . erið trúað fvrir. Áliugi hans,
ífsfjör og starfsvilji er af þeirri
egúnd. sem ekki dofí-.ar með ár-
'íriúm, heldur logar enn glatt eins
<g á æskudögum, og það er ekki
it'ið sagt, þvi að Snorri varð á
ih'éa aldri gagntekinn af fögrum
íúg'sjónum og brennaodi vilja til
ð styrkja hvert gott niálefni og
áta gott af sér leiða. í félagsmál-
trij er hann því einn hinn bezti
-ijSsmaður, samvinnugóður, ósér-
ílífinn, fórnfús fyrir málefni og
nálstað. Þar íil og með hrók-
ír alls fagnaðar, hress í bragði og
étfur í geði, maður söngs og heil-
rrígðrar gleði. Jákvæð lífsafstaða
íefur alla tíð verið einkenni lians
jg markað störf hans. en jafn-
ramt reynzt honum sú yngilind
ð aldurinn hrín ekki á honum.
pví er við brugðið, hve Snorri
•Sigfússon er enn röskur á fæti,
éttur í viðmóti og ungur í anda.
Skólamenn vorir munu minnast
Srior-ra Sigfússonar á þessmn degi,
ridá hafa þeir oft sagt og sýnt,
ð }>eir kunna að meta ævistarf
iáns, sem náð hefur til landsins ’
lis á einn eða annan hátt. í þess-
ri. stuttu afmæliskveðju er ekki
meining mín að rekja það allt,
mda kunna þar margir betur skil
. Snorra Sigfússyni er margt
,:-tð þakka, en ég læt nægja að
; aefna það eitt sérstaklega af hve
; djúpri tryggð hann hemr alla ævi
; ækt sambandið við á haga sína í
vdvarfaðardal norður. Áhugi hans
fiær til allra landsins byggða og
i tarfssvið hans sem skólamjanns
í ar lengst af utan fæðingarsveit-
ar hans. En hvar sem hann hefur
starfað, á Flateyri, Akurevri eða
í Reykjavík. liefur hann ávallt
munað uppruna sinn og átthaga.
Og meira en niunað, hann hefur
fylgzt af vökulum huga með öllu
því, sem þar gerist og notað hvert
fækifæri til þess að rækja göm-
rl kynni. Búsettur í fjarlægð er
iann ætíð sem heimamaður þar
nyrðra. Alltaf er hann boðinn og
búinn til þess að leggja hönd á
plóg, ef um hag eða lieiður gömlu
sveitarinnar e'ða sveitunganna er
að lefia. Hann er og manna fróð-
astur um sögu Svarfaðardals að
fornu og nýju og kann betri skil
á mönnum og ættum þar í sveit
en flestir aðrir. Sú tröllatryggð,
sem Snorri tók ungur við átt-
haga sína og stendur drengilega
við enn þann dag í dag, mun
vera næsta einstök i sinni röð,
og ég íheld mér sé alveg óhætt,
þótt umboðslaus sé, að færa hon-
um þakkir fyrir þetta í nafni sveit
unga olckar beggja, hæði þeirra
sem heima eru og þeirra sem hér
éru búsettir.
Á þessum afmælisdegi Snorra
Sigfússonar þakka ég honum
tryggð og vináttu við thig og mína
og óska honum og fjölskyldu hans
allra heilla.
Kristján Eldjárn
Indver jar beygja
sig ekki fyrir
ofbeldi
Lundúnum, 29. ágúst. Ind-
versku blöSin fordæma flest
ofbeldi Kínverja við ianda-
mæri Indlands.
Hindustan Time segir til dæmis
að það sé engin ástæða til þess
ag Indverjar kaupi sér frið við
Kínverja á kostnag sæmdar lands
ins. Indland hafi á að skipa öflug
um her ef því sé að yskipta og
eigi líka volduga vini. Önnur blöð
taka í sama streng.
Þá hefur indverski herinn .sett
upp nýjar bækistöðvar við norð-
auslur landamærin og verða nú
allir landamæraverðir þar undir
stjórn hersins.
Peldngstjórnin hefur ekki minnst
á ræðu Nehrus í gær, en þar fór
hann hörðum orðum um herhlaup
Kínverja og sagði, að viðeigandi
gagnráðstafanir yrðu gerðar.
Yiðleguátbúnaði
stolið
I Klukkan tvö í fyrrinótt var svefn-
poka stolið við anddyri B.S.Í. Eig-
andinn varð að koma'utan af landi
og lagði pokann frá sér meðan
hann svipaðist um eftir leigubíl.
Þegar liann kom aftur, var pokinn
horfinn.
Ferðafélagar mannsins voru
farnir, og fáir á ferli við bifreiða-
stöðina. Svefnpokinn er með ein-
um rennilás langs og tveimur
þvers. Hann er gulleitur, gamall og
var í grænum hlífðarpoka með
handfangi og viðfestu alúmín
spjaldi imerktu T.Ó.M. 74. Inní
pokanum var græn vindsæng, teg
und Siesta, isvæfill og köflótt sæng
'urver. Þessi viðleguútbúnaður er
allmikils virði.
Ef einhver kynni að hafa tekið
þetta í misgripum eða orðið var
við þessa hluti, er hann beðinn að
hafa samband við ransóknarlög-
regluna.
AUSTFJARÐASÍLDIN
AUGLÝSIÐ
í TÍMANUM
160 farþ. míllilanda-
fiugvéla til Akureyrar
Sefur í rúmi forsætis-
ráðherra að Chequers
Engum erlendum þjóShöfíingja vertJiÖ fagnaft
í Bretlandi eins innilega og Eisenhower
Lundúnir, 29. ágúst. — Eis-
snhower forseti kom til Lund
jna í morgun og tók Macmill-
an á móti honum á flugvell-
num. Gifurlegur mannfjöldi
hyllti Eisenhower hvar sem
iann fór.
Þeir Macmillan forsætisráðherra
Dg Eisenhower óku í opinni bifreið
:rá Lundúnum til Chequers, sveita
;eturs brezka forsætisráðherrans.
Vav mikill mannfjöldi meðfram
yeginum og var forsetanum ákaft
'agnað. Er talið að enginn þjóð-
riöfðingi erlendur hafi fyrr né síð-
tuw fengifj svo innilegar móftökur
•• í Bretlandi, sem Eisenhower í þess
ari för.
Forsetinn og Macmillan munu
í dag og morgun sitja á viðræðu-
fundum og hið sama gera utan-
ríkisráðherra,. þeirra, Herter og
Selwyn Lloyd. Ekki sinna þeir þó
allan tímann stjórnmálum. For-
setjnn mun fara í ökuferð um ná-
grennið, en þárna eru einhverjar
fegurstu sveitir í Bretlandi. For-
'Setinn hefur sérstaka vinnustofu
og er þaðan beint símasamband
við Washington. Hann mun sofa
í rúrni, sem' annars er ætlað fyrir
forsætisráðherra Bretlands og er
þaff riijog forn og frægur gripur.
í fyrramálið fara þeir í kirkju
og hlýða messu. Þá nuin Eisen-
hower gróðurseija tré að Chequers
sem yera á til minningar um komu
hans þangað.
Síðdegis í fyrradag lokaðist
Reykjavíkurflugvöllur vegna
þoku. Siðdegis kom millilanda
flugvélin Hrímfaxi frá Kaup-
mannahöfn og Glasgow, og
varð vélin að fara til Akur-
eyrar og lenda þar.
Dakodavél Flugfélags íslands
varð einnig veðurtéppt fyrir norð
an. Millilandaflugvél frá Loftleið
um varð einnig ag fara norður fil
Akureyrar til lendingar. Urðu
hótelin þar að sjá 150—160 manns
fyrir gistingu í einu, af þessum
sökum. Var margt þeirra útlend-
ingar. Reykjavíkurílugvöllur varð
ekki fær aftur fyr,. en í morgun,
og kornu flugvélarnar að norðan
fyrir eða um hádegið.
Dakotavél Flugfélagsins, sem
ætlaði til Reykjavíkur frá Egils-
stöðum síðdegis í fyrradag, varð
að hverfa frá lendingu, en lent'i
síðan á Kefiavíkurflúgvelli. Kom
<sú vél einig til Rcykjavíkur í morg
un.
Auglýsi'ð í Tímanum
(Framhald af 1. síðu)
samaniagt sé um 100 000 mál á
sólarhring.
Ailar ríkisverksmiðjurnar
standa við norðlenzkar hafnir,
enda var síldveiðin eins og fyrr
getur nicst fyrir Norðurlandi,
þegar uppbygging ríkisverksmiðj
anna stóð scm hæst. En á und-
anförnum árum hefnr síldveiði-
svæðið verið að færast æ aust-
ar og austar. Fyrir nokkrum ár-
uin má seeja að austurtakmöi-k
síldarsvæðisius liafi verið við
D’granesf'ak. Nú eru austur-
mörkin komiu allt suður undir
Hvalbak.
Við þessa tilfærslu síldarmið-
rnna hefur skapazt nýtt vanda-
mál, eða réttara væri kannske að
segja, að gamalt vandmál hefði
að nýju vaknað til lífsins. Þeir,
sem stunduðu síldveiðar allt fram
til ársins 1946 muna eflaust eftir
margri töfinni við að bíða eftir
löndun. Oft var beðið vikum sam-
en, já allt upp í hálfar, mánuð, því
verksmiðjurnar höfðu engan veg-
ínn undan flotanum, l:.vað vinnslu
snerti, og þrær þeirra voru yfir-
fullar, Þetta vandamál tókst rík-
inu að leysa, hvað Norðurlands-
síldina snertir, en fvrir Austur-
landi stendur þetta enn óleyst.
Ég er ekki einn um þá skoðun að
í suinar hafi mikil auðævi farið
forgörðum fyrir þjóðarbúið, af
þessum orsökum. Síðan síldveiði-
flotinn kom á miðin sunnan Langa
ness í ágústbyrjun hafa skipin oft
og einatt verið í góðri síld.
En sá böggull Iiefur fylgt
skammrífi, að jafnskjótt og ein-
hver síld hefur borizt að landi,
hefur gamla vandamálið skotið
upp kolliuum, allt orðið yfirfullt
og mörg sldpin orðið að bíða
sólarhringum saman, allt upp í
'8—<i sólarhringa, og setju þá
oft og einatt af sér góða veiði-
daga. Þetta liefur átt sér stað
þráft fyrir nýja síldarverksmiðju
á Vopnafirði, aðra í Neskaup-
stað, og mikia stækkun verk-
smiðju og þróa á Seyðisfirði.
Það er líka tilfellið að mikið af
því sem veiðzt liefur á Austur-
svæ'ðinu f sumar hefur veiðzt
sunnan Gerpis. Hefur því stytzt
verið til liafua á Eskifirði og
Neskaupstað.
Þegar ofan á þetta hefur svo
bætzt, að inni á sjálium Reyðar-
firði, allt innundir mynni Eski-
fjarðar, hafa skip fengið ágætis
veiði, þá er ekki nema von að
augu þeirra er við síldarútveg
fást liafi mjög beinzt að Eskifirði.
Þegar þar á ofan bæcist að hafn-
arskilyrði á Eskifirði eru mjög
góð, þá er það ekki óeðlilegt að
það er ríkjandi rödd meðal síld-
veiðisjómanna, að á Eskifirði
verði reist allt að 5000 mála verk-
smiðja, með góðu þróarplássi.
Eins og sakir standa er starfrækt
á Eskifirði litil verkrmiðja, sem
getur í hæsta lagi brætt úr 800—■
850 málum á sólarhring. Verk-
smiðja þessi er eign Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar h.f., og uppruna-
lega hyggð sem beinamjölsverk-!
smiðja. Verksmiðjan stendur á ó-
þægilegum stað í bænim, ofan að-
algötunnar, spöl frá bryggju, og
þarf að aka ailri bræðslusíldinni (
á bílum frá höfninni upp til •
bræðslunnar. Húsakynni verk-1
smiðjunnar eru gömul. léleg og
þröng. Hún er sem sagt ekki til
frambúðar. Þróarpiás? verksmiðj-
unnar er um 3000 mál, og er þá
með talið bkágabirgðaplan, sem
byggt var nú í sumar. og liefur
verið notað í þróarstað.
í sumar liefur þessi litla verk-
smiðja revnzt alltof lítil, svo
lítil að skip liafa þurft að bíða
upp undiír viku eftir Iöndun.
B
En þau liafa leitað Eskifjarðar,
af þremur ástæðum: 1) Þangað
var stytz taf miðunum, 2) þar
var góð og örugg höfn, og 3)
allar hinar Austfjarðaverksmiðj
urnar voru yfirfullar.
En það er svo sem ekkert undr
unarefni, þótt síldin heimsæki
þessar slóðir. Síðustu áratugi
19. aldarinnar og á öiulverðii
þessari öld var geysimikil siid
við Austfirði. Austfirzku bæirnir
hyg'gðust upp vegi.a sfldveið-
anna. Inni á Reyðaifirði var þá
moksíldveiði ár eftir ár.
Ég hef minnzt hér á vandamál,
sem bæði' mér sem þetta rita og
fjölda annarar manna þykir nauð-
syn, að úr verði bætt. Einhverjir
kunna .að segja sem svo, að það
sé nú víst nóg komið af þessum
verksmiðjum, sem svo standi alllaf
auðar. Þjóðin hafi engin efni á
þessu. — Ég vil leyfa mér að
segja: „Verksmiðjuskorturinn er
dýrari en verksmiðjurnar.
Hingað til hafa Ríkisverksmiðj-
urnar enga verksmiðju reist á
Austurlandi. Nú er augljóst, a‘ð
mikil og brýn þörf er þar á aukn-
um verksmiðjukosti. Uppbygging
slíkra mannvirkja er dýr og ekki
á færi einstaklinga, eðn fátækra
sveitarfélaga að stofnsetja þau, án
stórlegrar hjálpar frá ríkisvaldinu.
Enda má segja að slík mál snerti
þjóðina alla, en ekki það sveitar-
félag eitt, .sem mannvirkið á að
rísa i.
Eg vona ag þeim, sem fara með
hin æðstu völd í þessu þjóðfélagi
verði vandi sá, sem þessi greiri
fjallar um, jafn augljós, þótt þeir
standi í fjarska, og okkui', sem
höfum í sumar og undanfarin siun
ur horft á hann með okkar eigin
augum. Ríkisvaldið verður að rétta
hér hjálparhönd. það er réttmætt
ósk og sanngjörn krafa allra
þeirra, sem hér eiga hlut að máli,
en það er í þessu tilfelli þjóðin
öll.
Yfirlýsing
VYamHald af 1 ffflul
í að færa konu varnarliðsmanns
til iblóðtöku eftir að hún hafði
neitað blóðtökunni.
Utanríkisráðnneytið tók málið
þegar upp við sendiráð Bandaríkj-
anna og krafðist þess. að full-
nægjandi ráðstafanir yrðu gerðar
til að koma í veg fyrir að atburð-
ir sem þessir endurtækju sig og
að þeim, sem ábyrgð bæru á of-
beldisaðgerðunum gegn íslenzku
löggæzlumönnnunum yrði refsað.
Málði er nú endanlgea leyst og
eru niðurstöður þess eftirfarandi:
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hef
ur viðurkennt skyldu varnarliðs-
ínanna til þess að gr.ngast undir
blóðraimsóku og jafnfranit
skyidu lækna varnarliðsins til
þess að framkvæma slíka rann-
sókn sé þess óskað, m.ö.o. að
farið verði í einu og öllu eftir
íslenzkum uinferðarlöguin. Rík-
isstjórn Bandaríkjanna harmar
atburðinn 5. ágúst og liefur lýst
því yfir, að liún muni gera allt
það sem í hennar valdi stendur
til þess að koma í veg fyrir að
slíkir athurðir endurtaki sig og
að ölluni, sem sekir kunna að
reynast, verði refsað. Yfirmaður
varnarliðsins, Pritcliard hers-
höfðingi, hefur gengið á fund
utanríkisráðherra og látið í ljós
einlægan harm sinn yfir að
þessi alvarlegi atburður skuli
hafa átt sér stað. Utanríkisráð-
herra hefur jafnframt verið
tjáð, að yfirmaður sá, sem tal-
inn er bera aðalábyrgðina á því,
að herlögregla var kölluð út, sé
fariini af landi burt "
(Frá utanríkisráðúneytinu.)
,.,.V/AV//.,A,.V.V/.,.V.VA%VAV.V/.V.VAVAW.V.V
Jarðarför konu minnar, móður og tengdamóður,
Svövu Hermannsdóttur,
er andaðist 25. þ. m., fer fram að Kaupangi, miðvikudaginn 2. sept.
Jarðarförin hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu að Ytrl
Varðgjá kl. 1 e. h.
Tryggvi Jóhannsson, börn, tengdabörn.