Tíminn - 30.08.1959, Page 7
t í MI N N, sunnudaginn 30. ágúst 1959.
3*
- SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
Tuttugu ár síðan heimsstyrjöldin seinni hófst - Hitler gerði allar árásir í nafni „réttlætisins“ f
Kjördæmabyltingin og „réttlætið“ - Næstu skrefin - Árásirnar á samvinnuhreyfinguna - Samj-
vinnufélögin og strjálbýlið - Stóreignaskatturinn og Sjálfstæðisflokkurinn - Stéttin, sem
• • ,
stjórnar „réttlætisbaráttunni“ - Orlagaríkar kosningar framundan
TUTTUGU ÁR eru liðin um
þessar mundir siðan heimssty.'j-
öldin síðari hófst. í tilefni af því
hafa heimsblöðin birt undanfar
ið' meira og minna langar frá-
sagnir um þá atburði, sem þá
gerðust, ásamt hugleiðingum og
ályktunum um þá •lærdóma,sem
draga megi af þeim.
Meðal þess, sem rifjað hefur
virið upp í þessu sambandi er
það, að Hitler hóf styrjöldina
eins og aðrar árásir sínar í nafni
„réttlætisins“. Árásir sínar und-
irbjó Hitler jafnan þannig, að
hann setti af staö allar áróðurs-
vélar Þýzkalands til þess að lýsa
því smáríkinu, sem hann ætlaöi
sér að ráðast á, eins og
hættulegu yfirgangsríki, er beitti
Þjóðverja ofríki og ofbeldi og
ætlaði sér að þröngva kosti
þeirra enn meira. Ef Þjóðverjar
vildu ekki eiga enn verra á
hættu, yrðu þeir að ráðast gegn
þessu ranglæti og þeim árásar-
fyrirætlunum, sem hér væru yf-
irvofandi. í „nafni réttlætisins"
yrði að hefja sókn með vopna-
valdi, ef annað nægði ekki.
Ef menn rifja upp áróður naz-
ista frá þessum árum, án þess
að kynna sér önnur gögn, geta
þeir vart ályktað annað en að
Hitler hafi verið friðsamur
maður og réttlátur. Árásir þær,
sem hami hafi gert á aðra, hafi
fyrst og fremst verið sprottnar
af því, að hann hafi ekki unað
óréttlæti. Öll barátta hans hafi
beinzt gegn yfirgangi annarra.
Hann hafi þjónað „réttlætinu“
af lífi og sál.
Þegar menn athuga hinsvegar
staðreyndirnar frá öllum hlið-
um, veröur hinsvegar ekki ann-
að hægt en að setja gæsalappir
um „réttlætið“, sem Hitler barð-
ist fyrir.
Kjördæmabyltingin
og „réttlætið”
Saga Hitlers er liðin, en það er!
hinsvegar ekki úr sögunni, að
menn berjist i nafni réttlætis-
ins, þegar þeir eru að koma fram
hæpnum málum. Hitler eignað-
ist marga lærisveina á þeim
tíma, er veldissól hans skein
sem hæst.
Nýlega er t. d. lokið harðri
baráttu hér á landi, sem beind-
ist aö þvi að leggja niður öll
þáverandi kjördæmi, nema
Reykjavík. Þetta var gert í nafni
réttlætisins. Það var rétt, að hé:-
þurfti að jafna nokkuð hlut
manna með fjölgun þingsæta í
þéttbýlinu, en það var auðvelt
aö gera, án þess að leggja niö-
ur kjördæmin. Samt var niður-
lagning þein-a kallað réttlætis-
mál.
Fyrir þeim mönnum, sem
beittu sér fyrir niðuflagningu
kjördæmanna, vakti vissulega
allt annað en réttlæti. Þeir töldu
sig geta styrkt völd sín, pólitísk
og fjárhagsleg, með þessum
hætti. Gömlu kjördæmin hefðu
átt þátt í því, að strjálbýlið
hefði fengið meira fjármagn til
framfara og framkvæmda en
ella. Þetta fjármagn væri betur
komið í bi’áski stórgróðamann-
anna. ,,Réttlætið“, sem fyrir
þessum mönnum vakti, var m. ö.
o. að taka af þeim, sem stóðu
höllum fæti, en auka hlut þeirra,
sem þegar höfðu mest fyrir.
Hjá því getur ekki farið, að
þessi málflutningur minni á
málflutning Hitlers, þegar hann
Var að undiroka smáríkin, Marg-
ír helztu forustumenn kjördæma
byltingarinnar stunduðu nám í
ríki Hitlers og hafa bersýnilega
lært fleira en námsgreinar sínar.
Mynd þessi er frá Mjólkárvirkjuninni, sem tók til starfa á þesu ári, en þaðan kemur nú orka og ljós til
æ fleiri byggðarlaga á Vestfjörðum. Mjólkurárvirkjunin var reíst í tíð vinstri stjórnarinnar og var einn
þátturinn í því starfi hennar að efla jafnvægi í byggð landsins öllum landsmönnum beint og óbcint til Iiags
bóta. Auðmenn Sjálfstæðisflokksins eru þó andvígir þeirri stefnu, því að þeir vilja sjálfir fá til umráða það
fjármagn, sem áður hefur runnið til landsbyggðarinnar. Þessi stefna þeirra kom glöggt í ljós við afgrciðslu
fjárlaganna í vetur, þegar framlög til frainkvæmda út um land voru stórlækkuð, einkumþó til rafvæðingar-
innar. Þessu verður haldið áfram í enn ríkari mæli eftir næstu kosningar, ef auðmenn Sjálfstæðisflokksins
eflast að völdum.
Næstu skrefin
Nú er því lýst yfir af þeim,
sem stóðu fyrir kjördæmabylt-
ingunni, að hún hafi aðeins ver
ið „fyrsta skrefið“ í réttlætis-
átt. Heildsalablaðið Vísir fer svo
ekki dult með það, hver næstu
skrefin eigi að verða. Á máli Vís-
is heita þau „réttlæti“ í verzl-
unarmálum og skattamálum. í
verzlunannálum á „réttlætið"
að beinast að þvi að afnema
„sérréttindi“ kaupfélaganna,
samkv. frásögn Vísis. Það fylgir
hinsvegar ekki frásögn Vísis,
hver þessi „sérréttindi" eru,
enda mun aðstandendum blaðs-
ins ofraun að benda á þau.
Þetta sérréttindatal Vísis er
leikur til að reyna að réttlæta
þá fyrirætlun, að hlutur kaup-
félaganna skuli stórlega skertur
til hags fyrir auðstéttina. Þetta
má vitanlega ekki segja berum
orðum, heldur verður að kalla
þetta „réttlæti" og „afnám sér-
réttinda'1. Svona talaði Hitler
lika, þegar liann var að ráðast
á Pólland.
Árásirnar á sam-
vinnuhreyfinguna
Því fer vissulega fjarri, að
Vísir uppljóstri nokkru leyndar-
armáli, þegar hann boðar árás
á kaupfélögin sem næsta skref
i framhaldi af kjördæmabylting
unni. Bæði Mbl. og Vísir eru nú
búin að halda uppi mánuðum
saman skiplögðum árásum á
samvinnuhreyfinguna, sem hið
eina auðvald og auðhring lands-
ins. Þetta er gert, þótt vitanlegt
sé, að samvinnuhreyfingin hafi
ekki nema 10—15% af innflutn-
ingsverzluninni og enn minna
af atvinnurekstrinum. Yfirgnæf
andi meirihluti verzlunarinna:
og nær allur atvinnurekstur bæj
anna er í höndum einkafyrir-
tækja. Eignahlutíöllin eru svo
þannig, að fjórir einstaklingar
eiga samanlagt jafnmiklar eign
ir og S.Í.S. og 29 einstaklingar
eiga samtals fimm sinnum rneiri
eignir en S.Í.S. Frá sjónarhæð
þess „réttlætis", sem Morgunbl.
og Vísir tala um, er hlutur einka
aöila þó ekki nógu mikill.
Þessvegna verður í nafni „rétt-
lætisins" að þrengja kosti sam-
vinnuhreyfingarinnar og draga
þá starfsemi og fjármuni, sem
hún hefur haft með höndum, í
hendur einkaaðila.
Það á að vera annað skrefið á
réttlætisbrautinni, næst á eftir
kjördæmabyltingunni.
Samvinnuhreyf-
ingin og strjálbýlið
Saga seinustu áratuga er
næsta glöggur vitnisburður um,
hvaða afleiðingar það hefði fyr-
ir dreifbýlið, ef sá tilgangur
heppnaðist að koma samvinnu-
hreyfingunni á kné, næst á eft-
ir gömlu kjördæmunum.
Kaupfélögin hafa ekki aðeins
gerbreytt verzlunarháttum strjál
býlisins frá því, sem áður var.
Þau hafa víða orðiö helzta lyfti-
stöng framfara og atvinnurekst
urs þar. Einkaaðilar, sem þar
hafa starfað um skeið, hafa tal-
i ið arðvænlegra að ávaxta fé sitt
j i ýmsri braskstarfsemi í þétt-
; býlinu. Þeir hafa því hætt at-
| vinnustarfsemi sinni í strjálbýl-
j inu, lagt niður atvinnurekstur
í sinn þar og flutt gróða sinn
burtu. Ef kaupfélögin hefðu
ekki hlaupið í skarðið, væri nú
víða komin auðn á þessum
stöðum. Kaupfélögin hafa þann
ig tvímælalaust reynzt strjál-
býlinu meiri lyftistöng en nokk-
uð annaö og þó alveg sérstak-
lega þeim byggðarlögum, er
staðið hafa höllustum fæti.
Samt er því nú haldið fram,
að það sé alveg sérstakt „rétt-
lætisjnál" að lama þau og veikja,
svo að hægt sé í staöinn að auka
hlut þeirra einstaklinga, sem
þegar hafa mest fjármagnið og
bezta aöstöðuna. Minnir þetta
ekki helzt til mikið á „réttlæt-
istal“ Hitiers?
Stóreignaskatí-
urimi
Rétt er svo að minnast nokkr-
um orðum á eitt „réttlætismál-
ið“ enn, sem blöð Sjálfstæðis-
flokksins hafa gert sér tíðrætt
um. Það er „réttlætiö" í skatta-
málum. Hér er átt við stóreigna-
skattinn. Það er eini skattur-
inn, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefir barizt á móti. Allir aðrir
skattar hafa verið ákveðnir með
fullu samþykki hans. Stórgróða-
mennirnir hafa reynt allar leið-
ir, sem þeir hafa talið færar til
að hnekkja stóreignaskattinum.
Þeir telja hann mesta ranglæti,
sem lengi hafi átt sér stað á ís-
lanid, og hafa ekki viljað við
það una, að Hæstiréttur hefir
úrskurðað hann í fullu samræmi
við stjórnarskrána. Svo langt er
nú gengið, að reynt er að
hnekkja þessum úrskurði Hæsta
réttar með málskoti til mann-
réttindanefndar Evrópu, enda
þótt slíkt geti engum gert gagn
nema f jandmönnum okkar í land
helgisdeilunni.
En stóreignamenni:nir virðast
þó ekki allir trúaðir á réttlæti
mannréttindanefndarinnar en
Hæstiréttur. Því er nú skírskot-
að til kjósenda og þeir beðnir að
styðja að réttlæti í skattamál-
unum. Ekki þykir þó rétt að
oi’ða það berum oröum, að rétt-
lætið, sem átt er við, er afnám
stóreignaskattsins! |
Stóreignaskatturinn er fólg-'
inn í því, að maður, sem á meira
en eina millj. kr. eign skuldlausa, l
veröur að greiða nokkurt brot af í
því, sem umfram er, til þeirra, i
sem verst eru settir. „Réttlæt- j
ið“, sem íhaldið berst fyrir í
skattamálunum, er að afnema^
þennan skatt á hina ríku, en'
afleiðingarnar yrði vitanlega
þær, að þyngja yrði í staöinn
byi’ðar þeirra, sem verr eru
staddir. Er þetta „réttlæti" ekki
í ætt við „réttlæti“ Hitlers?
Stéttin, sem stjórnar
„réttlætisbarát-
með afnámi kjördæmanna, og
fylgja á eftir með því að draga
úr framkvæmdum í strjálbýi-
inu, veikja kaupfélögin, ógilda
stóreignaskattinn og öðru slíku
„réttlæti“ i þágu þeirra, sem
bezt eru settir í þjóðfélaginu?
Svarið er einfalt. Veröbólgan,
sem hér hefir ríkt seinustu ára-
tugina, hefir komið fótum untí-
ir stærri og öflugri auðstétt en
áður hefir þekkzt hér á landi.
Hún ræður yfir 80—90% af verzl
uninni, hún ræður yfir nær öll—
um meiriháttar atvinnurekstri
bæjanna, hún á nær allaf lielztu
fasteignir landsins. Hún hefu:
komið sér upp hringum, sem
fara með meira og minna ein-
okunarvald og enga reikninga
þurfa að birta, þótt landsmenn
alla varði rekstur þeirra, sbr.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þetta nægir henni þó ekki. Þess-
vegna vill hún ryðja kaupfélög*-
unum úr vegi. Þessvgena vill hún
afnema stóreignaskattinn. Þess-
vegna vill hún fá fjárrnagnið,
sem nú rennur til strjálbylisins,
til braskstarfsemi sinnar.'
Þessi stétt ræður alveg yfir
Sjálfstæðisflokknum. Hún á blöð
hans. Hún leggur til fjármagnið
í flokkssjóðinn. Hún beitir at-
vinnuyfirráðum sínum til að
afla honum fylgis í kosningum.
Ef hann fær yöldin, á haiin áð
tryggja henni framgang .þéirra
„réttlætismála", sem lýst er hér
Að sjálfsögðu kemur þessi
stétt ekki til dyranna eins og
hún er klædd. Til þess að draga
athyglina frá henni, eru blöð
hennar látin halda uppi árásum
á S.í.S. sem eina auðvald lands-
ins. Andstæðingarnir eru stimpl
aðir bersyndugir, en sjálf er hún
hrein af allri spillingu. Og fyr-
irætlanir hennar eru klæddar. í
búning „réttlætisins". '.
unni”
Það, sem rakiö er hcr aö fram
an, gefur vissulega fullt tilefni
til þess að spyrja: Hverjir
eru það annars, sem standa
á bak við alla þessa „rétt-
lætisbaráttu“, er fyrst hófst
Örlagaríkar
kosningar
Sú kosningabaráttu, sem nú
er framundan, er ein hin ör-
lagaríkasta, sem hefir verið háð
á íslandi. Hin nýríka auðstétt
mun ekkert láta ógert til þess
að tryggja flokki sínum sem
mestan sigur. Hún mun leggja
honum til ótakmarkað fjár-
magn. Húir mun beita öllum at-
vinnuyfirráðum sinum til hins
ítrasta. Blöð hennar ifiunu
halda uppi meiri blekkingastarf
semi en nokkru sinni fyrr, öll-
um meðulum vei’ður beitt, jafnt
leyfilegum sem óleyfilegum.
Ef markmið auðstéttai’innai
tekst, er næsta augljóst af því
„réttlætis“-tali hennar, sem et’
rifjað upp hér að framan, hvað í
vændum er. Það verður dregiö
úr framförum í strjálbýlinu, svo
að aúðstéttin fái meira fé t;;.
umráða. Það verður þrengt að
starfsemi kaupfélaganna, svó að
auðstéttin geti fært út yfirráo
sín á þann hátt. Stóreignaskatt-
urinn verður afnuminn. Þannig
verður allt gert til að tryggja
alveldi hennar í landinu.
Gegn þessu hefir fólkið í
strjálbýlinu og annað frjálslynt
fólk í landinu ekki nema eitt
ráð. Það er að fylkja sér um
einn flokk og skapa þannig
sterka, samhenta fylkingu gegn
íhaldinu — fylkingu, er heldur
uppi merki frjálslyndis, únfbótá
og jafnvægis í byggð landsins.
Þessi flokkur er Framsóknar-
flokkurinn. f seinustu kosning-
um efldist hann meira en nokk-
ur flokkur annar. Sú þróun
mun halda áfram í kosningunum
nú. Um aðrar raunhæfar leiðir
er ekki að ræða til að stöðva
vaxandi yfirgang auðstéttarinn-
ar og tryggja stjórnarfar frjáls-
lyndis og framfara í landinu.'