Tíminn - 06.09.1959, Page 1
Landhelgismálið og stjórn-
nrsálaviðhorfið — bls. 7.
13. árgangn.*.
Syrgjendur dansa eftir jarðarfarar
jazzi, bls. 3.
Gróður og garðar, bls. 5.
Dauði Epsteins, bls. 6.
íþróttir, bls. 10.
191. blaS.
Fimmtán ár
I dag eru 15 ár liðin síðan
gamla Ölfusárbrúin slitnaði niður
öðru megin með þeim afleiðing-
um, að tveim vörubílar, sem á
henni voru, féllu niður í ána
ásamt bílstjórunum, sem óku
þeim. Brúin var orðin mjög lé-
leg og menn höfðu veigrað sér
við að fara yfir hana, þegar
hvasst var, vegna þess hve hún
rólaði til. Báðir bílarnir voru frá
Kaupfélagi Árnesinga og var ver
ið að draga annan þeirra til við-
gerðar á Selfossi, en hann hafði
bilað í Reykjavíkurferð. Sá sem
dreginn var kom niður á hjólin
og stóð upp úr vatni, en hinn
féll á hvolf í hyl í ánni og var
það hin mesta mildi, að bilstjór
inn skyídi komast lífs af. Að
sjálfsögðu varð mjög erfitt um
allar samgöngur austur, þegar
brúin var farin og varð að taka
upp gamla lagið, að ferja yfir
ána varning og fólk. Gekk í því
þófi unz nýja brúin stóð full-
byggð, mikið og fagurt mann-
virki, sem hvorki rólar til í vindi
né skelfur undan umferðinni. A
annarri síðu blaðsins i dag er
frekari upprifjun á þeim atburði
þegar gamla brúin fór.
Norskur síldvelðibátur
fórst með 10 manna áhöf n
Síys<$ varð á Seyðisfjart&ardýpi í fyrra-
Framboð Fram-
sóknarflokks-
ins i Reykjavík
Framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík var ákveðið á
fundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í gær. Listi flokks-
ins er skipaður eins og hér segir:
1. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Hofsvallagötu 57
2. Einar Ágústsson, lögfr., Bergstaðastræti 77
3. Unnur Kolbeinsdóttir, frú, LönguhlíS 11
4. Kristján Thorlacius, deildarstj., Bólstaðarhlíð 16
5. Kristinn Sveinsson, trésm., Bogahlíð 12
6. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, Bugðulæk 15
7. Dóra Guðbjartsdóttir, frú, Aragötu 13
8. Kristján Friðriksson, iðnrekandi, Bergstaðastræti 28A
9. Eysteinn Þórðarson, skrifstofumaður, Kleppsveg 16
10. Jón D. Guðmundsson, verkam., Hofteig 28
11. Kristján Benediktsson, kennari, Bogahlíð 12
12. Elín Gísladóttir, frú, Sundlaugaveg 28
13. Sverrir Jónsson, flugstjóri, Dyngjuveg 5
14. Einar Eysteinsson, iðnverkam., Mosgerði 8
15. Bergljót Guttormsdóttir, frú, Lynghaga 8
16. Hannes Pálsson, bankar., Karfavog 56
17. Sigurður Sigurjónsson, rafv. Teigagerði 12
18. Kristján Þorsteinsson, stórkaupm., Skógargerði 6
19. Björn R. Einarsson, hljómsveitarstjóri, Sörlaskjóli 46
20. Guðni Ólafsson, flugumferðastjóri, Laugarnesveg 102
21. Jón ívarsson, forstjóri, Víðimel 42
22. Guðlaug Narfadóttir, frú, Stigahlíð 6
23. Sigurjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, Grenimel 10
24. Séra Sveinn Víkingur, Fjölnisveg 13
Hann hefur veikt
samningastöðu Dana
segir Berlingske Aftenavis, sem ávítar Krag fyrir
ummæli hans um handritamátð í Reykjavík
Frá fréttaritara Tímans í
Kaupmannahöfn í gær.
Morgunblöðin hér í Höfn
birta ummæli Jens Otto Krag
utanríkisráðherra, er hann við
hafði á blaðamannafundi 1
Reykiavík um handritamálið.
Þar sagði hann m. a segja blöð
in, að H. C. Hansen og hann vœru
sannfærðir um, að lausn myndi
finnast á málinu, og tíminn ynni
fyrir íslendinga, 4 Danmörk-u væri
vaxandi áhugi fyrir því aí koma
til móts við óskir ísiendinga.
Erfiðari samningar
Þessi ummæli Krags hafa orð
ið lilefni forystugrcinar í Bcrl.
Aftenavis, þar sem segir m. a.:
„Þessi ummæli geta aðeins auk
ið vandkvæðin á því að komast að
samningum. Þótt herra Krag
bætti þvi við. að íslendingar gætu
varla vænzt þess, að Danir upp
fylltu kröfur þeirra að fullu, lief
ur hann með þeirri yfirlýsingu
sinni, að tíminn ynni fyrir ís-
lendinga og að í Danmörku væri
vaxandi áhugi fyir því að koma
til móts við íslendinga, styrkt ís
lendinga í óhnikanlegri afstöðu
þeirra í málinu.
Þann dag, sem málið kemur aft
ur til samninga milli rikisst.iórna
Dana og íslendinga, hafa Danir
veikt stöðu sína fyrir fram með
þessum ummælum. Þótt utanríkis
ráðherrar vilji gjarnan sýna öðr
um þjóðum vinsemd í orði, verð
ur hin diplómaíiska kurteisi' að
kunna sér takmörk.“ — Aðils.
kvöld — tvö lík hafa fundi/t
Eskifii'ði: Um sjöleytið í fyrra
kvöld skeði það slys á Seyðis
fjarðardýpi, að norskf síld-
veiðiskip, Myrnef frá Ála-
sundi. fórst og með* því öll á-
höfn, 10 manns.
ft'
Skipið hafði verið um þrjár
vikur á síldveiðum við Au$t-
flrði, og mun hafa verið full-
fermt. Neyðarköll heyrðust
frá skipinu, en ekki náðist
samband við nálæga bata í
tæka tíð. Ekki er vitað með
vissu um orsök til slyssins, en
þess er helzf getið til, að það
muni hafa verið með of mikið
á delcki. Versta veður var á
þessum slóðum.
Tvö lík hafa fundizt á floti
og var það annar norskur bát
ur, sem fann þau. Myrnef frá
Álasundi var gamall bátur, en
var endurbyggður 1948, burð
armagn var 109 tonn. Á.J.
ögulegasta flugferöin
Eins og Tíminn sagði frá 3. sept.
hefur hann ákveöið að efna til
verðlaunasamkeppni um söguieg
ustu flugferðina með islenzkri
flugvél á íslenzkum eða erlendum
leiðum. Er þetta gert í tilefni af
40 ára afmæli flugsins. Ritgerð-
irnar mega ekki vera yfir 15 vél-
ritaðar siður, en gerir ekki til
þótt þær séu nokkru styttri. —
Handrit þurfa að hafa borizt
blaðinu fyrir 1. nóv. þar sem ráð
gert er að verðlaunaritgeröir birt
ist í jólablaði Timans. Handrit
auðkennist dulnefni, en rétt nafn
fylgi í iokuðu umslagi.
Verðlaun verða hin glæsileg-
ustu:
1. Flugferð til Kaupmannahafn-
ar og heim, ásamt uppihaldi
erlendis í viku.
2. Flugferð fram og aftur milli
hvaða tveggja staða sem vinn
andi kýs sér á innlendum á-
ætlunarleiðum flugvéla.
Rifjið nú upp skemmtilegustu
eða sögulegustu flugferðina og
bregðið upp af henni Ijóslifandi
mynd í skemmtilegri frásögn.