Tíminn - 06.09.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1959, Blaðsíða 5
TÍMINN, sunnudaginn G. septembcr 1959. i’ w ------GRÓÐUR OG GARÐAR Ingólfur Davíðsson, grasafræðingur segir ferðasögu af Vestfjörðum Gömul vindmylla i Vigur, malaði fyrst korn, en síðar notuð til rafmagnsf.ramleiðslu. Þorskafjarðarheiði er held- ur ömurleg yfirferöar í sudda rigningu og þoku. Gróður er litill og helzta tilbreytingin eru smávötn og tjarnir, sem koma í ljós hér og hvar milli mela og urðarása. Við mætt- um ríðandi manni Langadals- megin; en slíkt og þvilikt er orðin næsta sjaldgæf sjón á íslenzkum þjóðvegum. Bíll- inn leysir hestinn af hólmi. Víða heyrist véladynur, veldi fáks í rústir hrynur. Feðra okkar var hann vinur, vænsti þjónn og raunabót. Gróa fornir götuslóðar, gleymist hestamenning þjóð- ar. Bóndinn nú í bifreið ljóðar, birtir hreyflum vinarhót. Brautir nýjar bílar geysa, byggð úr fjötrum vegir leysa. Túnin stækka, týnist veisa, tæknin sigrar holt og grjót. Bakkasel er í eyði. Talsverð túnrækt er i Langadal og á Langadalsströnd, en garðrækt sáralítil og garölaust með öllu á mörgum bæjum. Menn lifa á sauöfjárrækt og kúabú eru nokkur, þar sem aöstaða er til að flytja mjólk til fsafjarðar með Djúpbátnum. Haft er eftir miklum túnbónda, „að kartöfluát 'væri leiður ávani.“ Menn voru að striða honum á garðieysi! Á Melgraseyri heíur lengi verið mikil garörækt og er nokkur enn, og á Laugalandi í Skjaldfannardal er verið að byggja 250 fermetra gróður- hús í jarðhitamýri. — Yfir Kaldalón er aðeins fært um háfjöru. Fór Ármúlamaður á undan á dráttarvél og vísaði leið yfir hinar breiðu leirur, þvi að frá merkjum hafði enn ekki yerið gengiö snemma í ágúst. Þarna er Drangajökull að baki og kernbir víst æði oft snjó fram af honum á vetrum yfir Snæfjallaströndina og færir allt í kaf. En gróöursælt er samt hið neðra. Mun oft stillt og all-hlýtt á sumi’rm á þessuin slóðúm. Jörðin kemur surns staðar græn undan s.njó á vorin og gróðurinn þýtur upp. Nú var allt vafið í grasi á láglendi, en fjallahlíðar gróð urlitlar hið efra og skaflar þar á víð og dreif. Var búsæld arlegt að sjá, t. d. á Bæjum, Unaðsdal og Tyrðihnýri og staðið í byggingaframkvæmd um. Æðey liggur skammt und- an landi græn og gróðursæl. Þar búa þrjú barnlaus syst- kini, öll um' og yfir sjötugt. En líflegt var í gamla bænum. Þarna dvöldu 8 eða 10 „sum- arbörn“ og vaf sagt að þau hefðu stundum verið fléiri undanfarin sumur. Og þrenn hjón gistu þar þessa nótt á fornum slóðum. í Æðey er mikið æöarvarp, túnrækt og garðrækt. Vantar bráðum ungan og dugmikimr mann til að taka við þessari gömlu hlunnindajörð. Vigur er önnur hlunninda- jörðin frá, en þar hefur aug- legur sonur tekið við búsfor- ráðum. Ræktun er mikil í Vig ur og æðarvarp. TaliÖ var fyrr um gagnslaust að reyna þar kartöflurækt. En Siguröur, hiim alkunni klerkur og þing- skörungur, braut ísinn. Hon- um heppnaðist kartöílurækt- in og ritaði um það á sínum tíma í Búnaðarritið greinina: „Brekkan mín“. Sunnan Djúps er garðrækt- in mun jafnmeiri. Á ísafirði eru töluverðir „bæjargarðar" og svo er einnig í Hnífsdal, Bolungavík, Súðavik, á Flat- eyri, Þingeyri o. fl. kaupstöö- um Vestfjarða. Jarðhitagarö- ar eru á nokkrum stöðum, t.d. á Reykjanesi, í Heydal, Reý’kj arfirði við Arnarfjörð og við- ar. En víöast er jarðhitinn lítt eða ekki nýttur til rækt- unar. Sandgarðar allmiklir eru á stöku stað, t. d. við Höföa í Dýrafiröi Hvallátra, og að Strandseljum inn frá Ögri. Var þó miklu meiri hart- öflurækt fyrir fáum áratugum á Strandseljasandinum en nú. Kartöflur þykja sérlega bragð góðar úr sandi eins og kunn- ugt er. En fleira kemur og til. Víða urn land er boriö of mik- iö köfnunarefni í kartöflu- garðana.Kartöflugrösin verða þá rnjög gróskumikil, en kart- öflurnar mun bragðverri og vatnsmeiri en ella. Kalí og forfórsýruáburð má ekki skorta, ef matargæði karlafl- anna eiga að haldast. Allvíða er tröllamjöl boriö í garöana (svo sem viku eftir aö kart- öflurnai- eru settar niður), til að halda arfanum í skefjum- framan af sumri. En ekki má nota tröllamjölið í óhófi, því aö þá hefur það slæm áhrif á bragð kartaflanna. Verður og að minnast þess, að tröllamjöl ið verkafað nokkru leyti sem köfnunarefnisáburður. En hóf leg notkun tröllamjöls léttir talsvert baráttuna við arfann, eins og alkunnugt er. Karmex er annað nýrrá illgresiseyö- ingarlyf, sem ögn hefur verið notað síðustu árin, en með all misjöfnum árangri. Virðist það lyf æði vandmeðfarið og má engu skeika um notkun þess, svo ekki hljótist verra af. Það getur eytt arfa, á því er enginn vafi. En allvíða sá- ust skemmd gulflekkótt kart- öflugrös, þar sem það hafði Tröllahlöð á Reykjanesi verið notað, og uppskeruvon- ir virtust sáralitlar í slíkum görðum, þar sem eitthvað var í ólagi með notkunina (blönd un, eða notkunartíma o. fl. ástæður). Kann Carmex fremur að vera gott gereyð- ingarlyf, en hentugt arfaeyð- ingarlyf í kartöflugöröum, enn sem komið er. En vænta má betri lyfja eða bættra • geröa af þeim gömlu. — Er- lendis eru gerðar áburðartil- raunir i sambandi við bragð- gæði ’tómata og virðast þær benda til hins sarna og getið var um við kartöflurnar, þ.e. ofmikið köflunarefni dregur úr bragögæðum, en nægilegt ltalí bæt'ir bragðið stórum. Blómagaröar og trjálundir eru við nokkra bæi á Vest- fjörðum, t. d. í liinum breiðu byggöum Dýrafjarðar og Ön- undarfjarðar. Einnig hér og hvar á afskekktari stöðum, svo sem á Sellátrum og í Trost ansfiröi. Setur bjarnarkló . víða svip á blómagarðana, vöxtuleg vel meö stóra, hvita blómsveipina. — Tæknin hef ur haldið innreiðina. Jeppar og dráttarvélar (eða annað- hvort) eru á flestum bæjum, og aðeins á einum stað sáum við félagar hest undir bögg- um. Það var á útengi aö Skaröi í Bjarnarfirði. Vegir eru sums staðar all rosalegir, en „jafnvel inn til hárra heiða, hrikaleiðir bilar skeiða.“ Liggur vegurinn ým- ist utan í snarbröttum hlíð- um, eöa alveg niðri í fjöru undir standbjörgum, t. d. á „Spillinum" í Súgandafirði og undir Svarthömrum utan við Bíldudal — já, í „gegnum gat“ til Súðavíkur. En skemmtilegt er að ferðast á þessum slóðum. Veiði er all- víða í ám og munu margar leigöar kaupstaðabúum. — Byggðin færist heldur saman óg afskekktir bæir fara í eyði, • i) mm »< t. d. milli Auðkúlu og Lokin- hamra við Arnarfjörð — nyrztu Vestfjarðasveitirnar. Búsældarlegt' er þó víða og hlunnindi. „Hvort viltu lield- ur sætabrauð eða selakjöt?“ var sagt viö mig á einum bæn- um. Var ég fljótur að velja selakjötið. Maimafla skortir víða til aðdrátta. Mun nú t.d. lrætt að nytja Látrabjarg. Virðast hinir 4 eða 5 bændur á Hvallátrum aðallega lifa af um 700 sauðfjár og nokkúrri garðrækt. Sjór litt sóttur sök um mannfæðar. Féð er vænt og mun ganga úti aö mestu, en allmikil vanhöld verða stundum á því í bjarginu. Eru þess jafnvel dæmi, að hestar hafi hrapað fram af stöllum. — Fornt mólag kemur þarna fram milli blágrýtislaga. — Á Hnjóti í Örlygshöfn sýndi Eg- ill bóndi mér óvenju heilleg- an og fallega;n steingerving með skýrum blaðförum (trjá- lauf), fundinn í Selárdal. Kvað þar vera talsvert af slik um og mun jarðfræðingum þykja fróðlegt að athuga. Eg- ill á lika fallegt safn gamalla muna. — Á Sellátrum sá ég Vestfirzkur grindah jallur Seljalandi í Álftaíiröi). (á fallegar blómateikningar,sem sem frú Guðrún Einarsdóttir hefur gert (og sett á dúka) ög skrautlega kassa og rannna alsetta kuöungum og smá- skeljum úr fjörunni. Veður var sæmiíegt, en þó heldur sólarlitiö meðan á ferðinni stóð, aðeins óveður einn dag. Var þá kveðið í gamni: „Komust þeir í krappan dans í Kollafirði. í heiftarregni og stríðum stormi, stunduðu leit að hnúðarormi. Þá var ekki girnilegt að gramsa í görðum. í vonzku bændur velling átu, veðurtepptir inni sátu!“ NmV.WAV.V.VÖV.VAVV.V.V.V.V.V.V.V.VM'AW I Laugardalsvöllur a n í dag kl. 4 leika K.R. AKRANES Dómari Jörundur Þorsteinsson •— Línuverðir: Baldur Þórðarson og Árni Niálsson. Þetta er síðasti leikur íslandsmótsins og einn af stórleikjum ársins. : Mótanefndin lUVAV.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VVVV.'.V.W.V/Wv Áuglýsingasími TÍM ANS er 19523 Gúmmistimpla r Smáprentun 10615 Hverfisgötú 50 ■ Reykjerik Hafnflrðingar! Hafnfirðingar! Karlakórinn Þrestir vantar söngmenn, aðallegr. tenora. Uppl hjá Þórði B. Þórðarsyni í sínn, 50325- — 50083. Verzlunin GNOÐ selur málningu frá þremur verksmiðjum. Fyrir eftirtalin hverfi er fljótlegast að kaupa málninguna í verzluninni Gnoð. — Fyrir Vogana, Langholtið og Heimana. Ennfremur fyrir Sogamýrar og Bústaðahverfi. Bvggðina frá Blesugróf að Háaleitisvegi. Verzlunin Gnoð stendur við Langholtsveg og Suðurlandsbraut. Verzlunin Gnoð selur snyrtivörur, smávöru, vinnufatnað. barna fatnað og metravöru. VERZLUNIN GNOÐ, Gnoðavogi 78, sími 353P?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.