Tíminn - 06.09.1959, Page 6
6
T í MIN N, sunnudaginn 6. septembi'r 1959.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINM
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarin*»om.
Skrifstofur f Edduhúsinu við Llndargðtm
Símar: 18 300,18 301,18 302,18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamena).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 3SS
Prentsm. Edda hí. Sími eftir kl. 18: 13 Ml
Hvað er vinstri stefna?
SVO margt hefur verið
rætt um hægri stefnu og
vinstri stefnu á undanförn-
um árum, og skýringar í
þessum efnum verið svo mis-
munandi, að það mun næsta
óljóst fyrir mörgum, hvað
átt er við með þessum hug-
tökum.
Á þingi í sumar urðu um
þetta nokkur orðaskipti, eink
um milli Einars Olgeirssonar
og Þórarins Þórarinssonar.
Einar hélt fram í þeim um-
ræðum, að flokkur hans hefði
bezt sannað vinstri stefnu
sína í verki, með því, að berj
ast fyrir háu kaupgjaldi.
Þórarinn hélt því fram, að
kaupgjaldsbaráttan ein gæti
ekki þjónað vinstri stefnu,
nema að vissu marki, og þó
allra sízt, ef hún færi út í
öfgar. í svarræðu, sem hann
hélt, fórust honum m. a.
þannig orð:
„Ég skal þá víkja að því,
sem frá mínu sjónarmiði er
fyrst og fremst sönn vinstri
stefna. Meginstefnurnar í
þjóðmálunum snúast alveg
sérstaklega um það, hverjir
það eru, sem eiga að ráða
yfir fjármagninu, yfir at-
vinnutækjunum og yfir verzl
uninni. Það er takmark í-
haldsstefnunnar, að yfirráð
in yfir fjármagninu, atvinnu
tækjunum og verzluninni séu
höndum mjög fárra aðila.
Það er aftur tilgangur vinstri
manna eða sannrar vinstri
stefnu, að yfirráðin yfir
þessu séu fyrst og fremst í
höndum fólkslns sjálfs.
Ég held, að þaö sé kannske
auðveldast að skýra það,
sem fyrir Framsóknarmönn
um vakir í þessu sambandi,
með því að rifja upp atriði,
sem kemur fram í bók, sem
hv. þm. (Einar Olgeirsson)
hefur skrifað um þjóðveldi
íslendinga tii forna, og sem
er að mörgu leyti merkileg
bók. Hv. þm. dregur þar upp
mynd af því, að hið gamla
þjóðveldi íslendinga, hafi
verið fuilkomnara þjóðfélag
heldur en nokkuð annað,
sem þá var uppi í veröldinni.
Hvað var það, sem átti sinn
meginþátt í því, að hans
dómi, að þetta þjóðfélag okk
ar var svona fullkomið? Og
hvað var það, sem átti svo
sinn þátt í því, að þetta þjóð
félag hrundi að verulegu
leyti til grunna? Skýring
hans á þessu er sú, að hið
gamla, íslenzka þjóðveldi
hafi fyrst og fremst verið
byggt upp af stétt sjálfs-
eignarbænda. Hún hafi skap
að þetta merkilega þjóðfé-
lag. í öðrum löndum hafi
bændastéttin á þessum tíma
skiptzt í stórbændur og
leiguliða. Sú stéttaskipting
hafi átt sinn þátt í því, að
þjóðfélag annarra þjóða á
þeim tíma var ekki jafn-
merkilegt og okkar þjóðfé-
lag. Það var hin fjölmenna
stétt sjálfseignarbænda, sem
liélt höfðingjunum í skefj-
um og tryggði hina heil-
brigðu þróun í þjóðfélaginu.
Þegar svo kemur fram á 12.
og 13. öld, breytlst þetta. Þá
fer kirkjan að leggja undir
sig ýmsar jarðeignir, þá fara
einstakir höföingjar að
leggja undir sig jarðeignir,
þá rís upp stétt stórbænda í
landinu, og leiguliðum tek-r
ur stórkostlega að fjölga.
Það var m. a. þessi þróun,
sem varð þess valdandi, að
það skapast hér meira höfð-
ingjavald í landinu heldur
en áður, og innbyrðisdeilur
þesS og þjónkun við erlent
vald áttu svo sinn þátt í því,
að grafa grunninn undan
þjóðveldinu.
ÉG HELD, að meö því að
rifja þetta upp, þá bregði ég
kannske beztu Ijðsi yfir það, •
á hvern hátt viö Framsókn-
armenn teljum, að byggja
eigi upp þjóðfélagið og
hvernig hin rétta vinstri
stefna sé í framkvæmd. Tak
markið er, að stuöla að því,
að það séu sem allra flestir
einstaklingar í þjóðfélaginu,
sem hafi svipaða aðstöðu og
sj álfseignarbændastéttin
hafði á tímum þjóðveldisins,
að sem allra flestir einstak-
lingar verði efnalega sjálf-
bjarga og andlega frjálsir.
Og við trúum ekki ,aö það
verði gert eftir kokkabókum
hins ameríska kapitalisma
eða hins rússneska komm-
únisma, heldur með því að
taka það til fyrirmyndar,
sem við finnum bezt í okkar
gamla þjóöveldi og hv. þm.
hefur dregið svo skýra mynd
upp aí i bók sinni og sem ég
hef nú lauslega minnzt á.
Með því að byggja verzlun-
arhættina og atvinnuhætt-
ina upp á þann hátt, að sem
allra flestir einstaklingar
verði efnalega sjálfbjarga og
andlega frjálsir, þá treyst-
um við bezt heilbrigt þjóð-
félag í þessu landi. Þetta
verður bezt gert með því, að
það verði viðhaldið einka-
rekstri í landbúnaöi og ýms-
um smærri atvinnurekstri,
en allur hinn stærri atvinnu
rekstur verði sameign fólks-
ins í gegnum félagsskap
þess, kaupfélög, önnur sam-
vinnufélög, bæjlaiTélög o.s.
frv. og ríkisvaldið eigi svo
kannske sumar hinar allra
stærstu eignir. í verzluninni
verður að hafa hið sama
fyrirkomplag, að verzlunin
sé sem mest í höndum fólks-
ins sjálfs í gegnum félags-
skap þess, en þar rísi ekki
upp neitt voldugt kaup-
mannavald. Með því aö færa
valdið yfir atvinnutækj un-
um, yfir verzluninni, yfir
fjármagninu, sem mest í
hendur fólksins sjálfs á
þennan hátt, þá byggjum viö
áreiðanlega upp hina beztu
þjóðfélagshætti á íslandi.
VINSTRI STEFNAN bygg-
ist á því, að færa valdið yfir
fjármagninu, yfir atvinnu-
tækjunum, yfir verzluninni í
hendur fólksins í landinu. ,
Eldleínr meistari látinn
★
Myndhöggvarinn Jacob Epstein
lézt siðast i ágúst, 78 ára a3 aldri,
Hann hafSí um langt árabi! verið
eldlegur meistari. Pólskir foreldr-
ar hans voru innflytjendur til
Ameríku og settust að á bakka
Manhatían við Austurá. Brátt flutt-
ust þeir þó ofar í auðsaelii hverfi
með batnandi efnahag, en Epstein
hélt áfram að synda með rottun-
um í Austurá og óx þar á légg.
Hann nam siðar í listaskóla á Man
hattan og vann sér rýrar íekjur
til viðurværis nieð teiknun. Um
tvítugt komst hann til Parísar og
varð náinn vinur og nemandi
Brancusi myndhöggvara. Síðar káus
hann sér starfsvang í London; og
auðgaði Bretland að stórbrotnum
höggmyndum. Um hann stóð jafn
an styrr, oft hneykslun almennihgs
og gagnrýnenda, en oftar aðdáun
á þessum eldlega meistara. — Svo
hné hann í valinn af hjartasl,agi
fyrir nokkrum dögum, þar sem
hann var að vinna að höfuðmýnd
af Margréti prinsessu í vinnustófu
sinni.
Það er um þetta, sem árekstr
ar hafa verið á undanförn-
um árum. Það er um þetta,
sem árekstrar koma til meö
að verða á komandi árum.
Það er í sambandi við slik
mál eins og þessi, sem reynir
á um þaö, hvort við erum
sannir vinstri menn eða
ekki.“
Hér birtast myndir af nokkrum verkum Epsteins. — Efst til hægri
tr myndin Örlög — fræg stytta í Philadelphia. — Efst til vinstri
er Epstein að vinna að mynd af Maugham. — Á miðri síðu til
hægri er styttan Nótt, fræg í aðdáun og hneykslun, — og neðst-«
eru myndir hans af Kristi og Maríu mey og barninu.