Tíminn - 19.09.1959, Qupperneq 12
Tilraun til að gera samstarf
framleiðenda og neytenda að engu
Samkomur Framsóknar
manna um helgina
Athugasemd frá framleitJsluráíi landbúnaíiar-
ins vegna broítfarar fulltrúa neytenaa úr sex
manna nefndinni
Blaðinu barst í gær eftirfar-
andi athugasemd frá fram-
teiðsluráði landbúnaðarins:
„í tilefni af bréfi því og til-
kynningu, sem stjórnir Al-
|>ýðusambands íslands, Sjó-
mannafélags Rej'kjavíkur og
Landssambands iðnaðarmanna
fengu birta í dagblöðunum í
dag um verðiagningu landbún
aðarvara, þykir Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins rétt að
skýra mál þetta í stuttu máli
út frá sjónarmiði framleiðslu-
fáðs.
Verkefni sexmannanefndarinnar
er samkvæmt lögum, aS finna
grundvöll, sem feli í sér, að bænd
Sir Anthony Eden
alvarlegaveikur
NTB-London, 18. sept. —
Sir Anthony Eden fyrrv. for-
sætisráðherra Breía, liggur
mjög veikur á sveitasetri sínu
í Pewsey í S-Englandi.
Sir Anthony hefur lengi verið
mjög heilsuveill, sem kunnugt er.
Hann er með mikla hitasótt og
er þetta í annað sinn að hann
veikist með skömmu millitoili. —
Veikindi hans nú eru talin mjög
alvarleg.
Kíúbbfundur
Framsóknar
manna
Klúbbfundir Franisóknar-
manna í Reykjavík hefjast á
mánudaginn kemur, og verða í
Framsóknarliúsinu ujjpi kl. 8,30.
Fundir þessir hafa undanfarna
vetur verið mjög vicsælir og oft
fjölsóttir og þar rædd ýmis mál.
Nú er fyrir hendí betra og
stærra húsnæði en áður, og því
er ástæða iil að hvetja Fram-
sóknarmenn til að sækja fund-
ina.
ur hafi sambærilegar tekjur við
aðrar vinnandi stéttir og sem verð
lagning í heildsölu og smásölu
geti hvílt á. Þessi grundvöllur er
í rauninni reikningur yfir gjöld og
tekjur bús af ákveðinni stærð. Er
þetta undirstáðan að verðlagning
unni.
Hins vegar ber Framleiðsluráði
landbúnaðarins að ákveða heild
sölu- og smásöluvers á landbúnað
arvörum í samræmi við þennan
grundvöll.
Þessi lagafyrirmæii hafa ver
ið í gildi frá árinu 1947 og alian
þann tíma sem liðin er síðan, hef
ur sexmannanefndin starfað sam
kvæmt þeim. Full'trúar neytenda í
nefndinni hafa öll þessi ár unnið
að þessum málum í anda laganna,
þar til haustig 1958, að þeir vildu
einnig hafa afskipti af störfum
framleiðisluráðs, hvað verðlagning
una snertir. Það virðist vera, að
fulltrúar neytenda í nefndinni hafi
haustig 1958 lagt annan skilning
í hlutverk si'tt í sexmannanefnd
inni en áður, þannig að þeim bæri
einnig að hafa áhrif á ákvörðun
Framleðsluráðs um heildsölu- og
smásölukosnað.
í áðurnefndri tilkynningu frá
stjórnum nefndra samtaka kemur
fram, að þær láti fulltrúa sína í
sexmannanefndinni hæ'tta þar
störfum, m. a. vegna þess, að
Framleiðsluráð hafi á s. 1. hausti
bætt 85 aurum ofan á hvert kg.
dilkakjöts, sem sel't var á innlend
um markaði, til þess að standa
straum af útflutningi á dilkakjöti.
Framleiðsluráð hefur þó verið
sýknað í undirrétti í máli út af
þessu.
Út af þessu vill framleiðsluráð
taka fram áð vegna tilfærslu verðs
milli búvara lefddi þetta ekki tzl
neinnar hækkunar á útsöluverði
kjötsins og var í fullu samræmi
vig grundvöllinn. Framleiðsluráð
ið getur því ekki fundið réttmætt
■tilefni hjá samtökunum til þe.ss að
láta fulltrúa sína hætta sörfum í
sexmannanefndinni og lítur fyrst
o gfremst á það, sem tilraun til
að gera merka löggjöf um sam-
starf framleiðenda og neytenda í
þessum málum óvirka.
Sverrir Gíslason,
Jón Sigurðsson, Einar Ólafsson,
Páll Metúsalemsson, Bjarni Bjarna
son, Helgi Pélursson, Pétur Otte
sen, Sveinbjörn Högnason, Jón
Gauti Pótursson.“
Kosningaskrifstofurnar.
Kosningaskrifstofa Framsókn-
arflokksins vegna kosninganna
úti á. Iandi er í Edduhúsinu,
Lindargötu 9a, 3 hæð.
Flokksmenn eru beðnir a‘ð
hafa samband við skrifstofuna
sem allra fyrst og gefa upplýs-
ingar um kjósendur, sem dvelja
utan kjörstaðar, innan lands eða
utan, á kosningadag. — Símar:
16066 — 19613.
Kosningaskrifstofan á Akureyri
Framsóknarfélögin á Akureyri
liafa opnað kosningaskrifstofu
í Hafnarstræti 95, og eru símar
hennar: 1443 og 2406. Þá hafa
1 félögin efnt til 50 kr. veltu til
fjársöfnunar í kosningasjóðinn,
og eru stuðningsmenn hvattir
til að koma í skrifstofuna og
taka þátt í veltunni.
Hverfisstjórar.
Hverfisstjóra- og trúnaðar-
mannafundur verður í Fram-
sóknarhúsinu miðvikudaginn 23.
september. Fundarefni: Al-
þingiskosningarnar í liaust. —
Munu efstu menn listans, þeir
Þórarinn Þórarinsson og Einar
Ágústsson, mæta á fundinum.
Áríðandi er að liverfisstjórar
og trúnaðarmenn mæti vel og
taki með sér aðra stuðnings-
menn listans.
+ ic Sjálfstæðisflokknum
mun nú loks hafa tckizt að
berja saman lista sinn á Aust
urlandi eftir miklar þjáning-
ar. Stríði um efsta sætið
milli Sveins á Egilsstöðum
og Einars Sigurðssonar, virð
ist hafa lokið með því, að
flokksstjórnin greip til Jónas
ar Péturssonar tilraunastjóra
og setti hann í efsta sæti. Er
talið að Einar verði í öðru
sæti, en Sveinn fyrirfinust
ckki á listanum.
Framsóknarmenn í Norður-
landskjördæmi evstra halda
skemmtisamkomur um þessa
helgi á Akureyri laug'ardags-
kvöld og Húsavík sunnudags-
kvöld. Hefjast báðar samkom
urnar kl. 9 síðdegis.
Skemtunin á Akureyri verður
að Hótel KEA. Ingvar Gíslason
lögfr. setur skemmtunina, þá verð
ur 'Spiluð Framsóknarvist og góð
v&?ðlaun veitt. Ræðu flytur Karl
Kristjánsson, alþ.m. og Karl Guð
nnuidsson leikari skemmtir. Þá
verður dansað til kl. 2,
Skemmtunin á Húsavík hefst kl.
Samvinnan breytt
að útliti og efni
Rifstjéri er séra
Tímaritið Samvinnún er nú
komin út í nýjum búningi.
Séra Guðmundur Sveinsson,
skólastjóri, hefur tekið að sér
ritstjórn tímaritsins og hefur
hann mótað ritinu nýjan svip,
bæði að útliti og efni. Er ritiö
mjög vel úr garði gert, að efni,
broti og prentun, og án efa
vandaðasta tímarit, sem hér
hefur veriö gefið út til þessa.
Það er prentað í fjórum litum.
Það var þegar á árinu 1896, að
samvinnumenn hófust handa um
Feitt er ketið
á Fjöllum
Grímsstöðum 18. sepl.: Heyskap
má nú heita lokig og eru menn
að hirða það seinasta af hánni af
íúnunum. 13—18 stiga hiti hefur
verið hér síða«t liðna þrjá daga.
Eru menn heyjaðir með allra bezta
móti. Göngur hefjast 19. septemb
er. Sláturfc verður flu'tt á bílum
til Kópaskers eins og að undan
förnu. 15—16 hundruð fjár verð
ur slátrað úr sveitinni að þessu
sinni. Lokið er að byggja fjögra
kílómetra veg milli Sandár og Sel
ár í Möðrudal, en árnar voru báð
ar brúaðar í sumar. Er vegavinnu
flokkurinn að hætla störfum. Verk
stjóri við þessar framkvæmdir var
Steindór Erlendsson. Áætlunarferð
um hefur nú fækkað niður í tvær
í viku. KS
GuSmundur Sveinsson
útgáfu rits. Nefndist það „Tímari
kaupfélaganna" og kom út í tvö
ár, 1896 og ’97. Var Pétur Jónsson
frá Gautlöndum ritstjóri þess. Síð
an lá útgáfustarfsemin niðri um
nokkurra ára bil, en 1907 hefur
Tímarit Kaupfélaganna aftur
göngu sína og er Sigurður Jónsson
frá Yztafellið ritsljóri þess til árs
ins 1917, er hann verður ráðherra.
Breytf um nafn
1917 tekur Jónas Jónsson frá
Hriflu við ritstjórn tímaritsins og
1925 er nafni ritsins breytt og
því gefið nafnið Samvinnan. Jónas
Jónsson ritstýrði tímaritinu allt til
ársins 1947, en á árunum 1927
til 1931, er Jónas var ráðherra,
var Þorkell Jóhannesson, núver-
andi Háskólarektor ritstjóri þess.
1947 tekur svo Ifaukur Snorra
son við ritstjórn Samvinnunnar.
Gerði hann gagngerar breytingar
á efni ritsins og hvarf það þá frá
því að vera barátturit Samvinnu
fólaganna, rit um samvinnumál og
verzlunarhætti, yfir í heimilisrit.
Haukur Snorrason stýrði Sam-
vinnunni til ársins 1951, en þá tók
Benedikt Gröndal við ritstjórn
hennar og hafði ritstjórn á hendi
til ársins 1959.
Nýr svipur, nýtt efni
Nú hefur séra Guðmundur Sveins
son tekið að sér ritstjórn Samvinn
unnar og fitjar hsnn upp á ný-
breytni við útgáfuna. Greinar um
Samvinnumál hverfa svo til alveg
úr ritinu og efni þess verður ein
göngu almenns eðlis. Ritið breytir
mjög útliti og verða 16 síður lit-,
(Framhald á 11. síðu) I
9 á sunnudagskvöld. Karl Krist
jánsson alþ.m. setur skemtunina,
Gísli Guðmundsson alþingism. og
Ingvar Gíslason lögfr. flytja ræð
ur og Karl Guðmundsson Ieikari
skemmtir. Hljómsveit frá Akureyri
leikur fyrir dansi.
Rússar standa
með Indverjum
NTB-Nev; Dehli, 18. sept.
Svo er að sjá sem Rússar ætli
fremur en hitt að styðja mál-
síað Indverja í deilunni við
Kína.
Kumar Ghosh formaður ind-
verska kommúnistaflokksins hef-
ur dvalizt i Moskvu síðustu daga.
Þaðan símað' hann í dag tillögu
til flokks sín^ um að lýsa því yfir,
að MaeMahon-iínan, sem Indverj-
ar telja skilja lönd Kina og Ind-
lands, sé róttmæt. Þykir víst, að
þetta sé gert í samráði við rúss-
neska ráðamenn. Þyk:r og fleira
benda til þes^, að Rússar telji Ind
verja hafa réttinn sin megin í
máli þessu.
Bandaríkjamenn
skutu gervi-
hnetti upp í gær
NTB-Cape Canaveral. 18.
sept. — Gervihnöttur Banda-
ríkjanna frá í morgun sendir
nú reglulega hljóðmerki til
jarðar.
Er talið, að frá honum muni
fást mikilvægar upplýsingar um
segulsvið jarðar, geislun frá sól-
inni og fleira, sem honum er sér-
slaklega ætlað að rannsaka. Hnett
inum var skotið upp með Vanguard
eldflauf
Ný málverkasýn-
ing i Mokka-
kaffi
Friðrik K. Guðjónsson hefur
opnað sýningu á vatnslitamyndum
í Mokkakaffi á Skólavörðustíg.
Ifann sýnir 10 landslagsmyndir og
eru þær allar til sölu. Friðrik
lærði í teikniskóla Þórarins Þor-
lákssonar, Muggs og Stefáns Eiríks
sonai’. Iíann rekur málverka- og
myndainnrömmun að Skólavörðu
stíg 7.c
Að borga eða borga ekki
Stutt saga úr
18 ára gamall piltur utan
af landi hefur skvrt biaðinu
frá eftirfarandi um viðskipti
sín við bifreiðaumboð hér í
Reykjavík:
Kunningi hans hér í Reykjavík
pantaði fyrir hann fólksbifreið hjá
umboðinu í vor. Bifreiðin kom til
landsns snemma í ágúst og var
flutt fil eigandans skömmu síðar.
Strax við fyrstu rigningar komu
fram lekgallar á bifreiðinni þann
viðskiptalífinu
ig, að vatn streymdi inn með aft
urrúðunni og niður í sætið. Þá
lak meg hurðinni öðru megin. Eig
andinn hafði þegar samband við
aðstoöarmann sinn hér í Reykja
vík, sem fór til umboðsmanna og
tilkymrti gallana. Framkvæmda-
stjórinn sagði manninum að til-
kynna eigandanum, að hanp skyldi
koma með bílinn; umboðið myndi
sjá um viðgerð honurn að kostn
aðarlauisu, þar scm um greinilega
verksmiðjugalla væri aö ræða.
Bauðst framkvæmdastjórinn
meira að ségja til að taka þátt í
í'lutningskostnaði, ef drengurinn
gæti ekki komið með bílinn sjálf
ur.
Á verkstæðiö
Á sunnudagskvöldið kom
drengurinn meg bílinn til Reykja
víkur. Daginn eftir fór hann með
hann á verkstaeði umboðsins, og
var kunningi hans með honum.
Þeir höfðu ial af verkstjóra og
skýrðu frá lekanum og ummælum
framkvæmdarstjórans, en fengu
þau svör, að verkstæðið hefði
enga menn til að gera við þetta
(Framhald á 11. síðu)