Tíminn - 07.10.1959, Blaðsíða 3
T í MIN N , íniðvikudaginn 7. október 1959.
3
Þeir sömdu friö en högg-
iö kom í skáldsögunni
EJets konar framhald af „SóEn rennur upp“,
skréfaB af gömlum vini Kemingways
Á öndverðu ári 1924 átti
maður að nafni Harald Loeb
þetta: 1) lítið tímarit, sem hét
Kústurinn, 2) ástmey, 3) hand-
rit að skáldsög'u sem útgef-
andi hafði lofað að prenta með
því skilyrði. að höfundur bætti
inn í öllum ákveðnum og ó-
ákveðnum greinum, sem hann
af ásettu ráði hafði sleppt, 4)
vin, sem hét Ernest Heming-
way, en sá kallaði Loeb einn
af skárri strákum allra tíma“.
Við lok kjötkveðjuhátíðarinnar,
sem fram fór í Pamplona á Spáni
árið 1925 höfðu mál' þannig skip-
azt, að Kústurinn var farinn á
hausinn og ástmærin horfin.
Skáldsagan var enn óprentuð og
vinátta Hemingways hafði kólnað
til það mikilla muna, að Loeb var
notaður sem fyrirmynd að Robert
Cohn í skáldsögunni „The Sun
Also Rises.“
Fræg nöfn
Harald Loeb hefur nýlega ritað
endurminingar sínar og er þar að
finna góða lýsingu á lífi „hinnar
glötuðu kynslóðar" á árunum
milli 1920 og 1930. En Harald átti
til ríkra að telja. Faðir hans var
kaupsyslumaður í Wal Street og
móðir hans af Guggenheimættinni.
Harald komst fljótt á þá S'koðun,
að það andrúmsloft, sem auðkýf-
ingar hrærðiust í, væri andlega
kæfandi. Hann kvaddi því kóng
og prest og réðst í vegavinnu til
Alberta í Kanada. Seinna gerðist
hann bóksali og loks útgefandi að
tímariti. Mikið af frægum nöfnum
kemur við sögu í endurminning-
um hans. Þar segir frá Ezra Pound
og harls fáránlega klæðaburði og
James Joyce, is'em ekki var fáan-
legur til að ræða um annað en
franska matargerð. Þar er líka
getið um Tristan Tzara, sem stjórn-
aði hinum fagurfræðilega þenkj-
andi Bolshevikum með því að
sveifla einglirni sínu.
Samkvæmin
Og svo segir frá gleðskap „Glöt-
uðu kynsióðarinnar". Harold minn-
ist þesis', þegar Isadora Duncan,
þrifieg miðaldra kona, skálaði
fyrir ástinni og lífinu. Eitt kvöld-
ið tóku tveir kumpánar sig til og
báru á bál allar bækur, sem þeim
ekki 'líkaði. Þá getur Harald um
listamannaballið þegar hann dans-
aði við eiginkomu vinar síns, en
sú var aðeins klædd grænu púðri
og svörtu belti. Sennilegt er þó,
að Harald hefði aldrei orðið fyrir-
mynd að söguhetjiu í skáldverki
Hemingways, ef Duff Twitchell
hefði ekki eitt sinn litið í spegil-
inn á Sélect Café í París og sagt
með lágri, seiðmagnaðri röddu:
Hún er dásamleg — og átti þá við
ástina. Duff var óhófsmanneskja
á ást og vín. Hún og maður henn-
ar Pat Swazey lifðu á ávísunum
frá Englandi og drukkiui kampavín.
Duff kallaði ókunniuga „elskan“,
hafði aðals-titil og var fyrirmynd
að hinni kunnu skáldsagnapersónu
Hemingways, Lady Brett Ashley.
Þótt Hemingway væri hamingju-
samlega giftur í þá tíð, hafði Duff
slík áhrif á hann, að hann varð
fjúkandi vondur, þegar Duff og
Harald stungu af saman og sáust
ekki í hálfan mánuð.
Geymdi höggið
Saud Ben Jeluvi prins af Arabiu
— mikill spiiamaður
Á kjötkveðjuhátíðinni í Pamp-
'lona sauð upp úr. Pat og Duff
voru búin að taka saman aftur,
en hinn ásts'júki Harald gat ekki
sætt sig vio, að ævintýrið væri
úti. Hann fór að ergja Hemingway
með því að úthúða nautaati. Síðj
asta kvöld hátíðarinnar gengu þeir
inn í hliðargötu til að útkljá þar
sín deilumál. En uppgjörið fór út
<um þúfur. „Mig langar ekkert til
að lemja þig“, sagði Harald. „Ekki
mig heldur“, sagði Hemingway.
Skáldið geymdi hins vegar höggið
og galt það velútilátið í bókinni
The Sun Also Rises.
Loeb er nú 67 ára, roskirin og
ráðsettur hagfræðingur.
Dularfullur sheik
á ferð í K.höfn
Austrænn leyndardómur
hvílir yfir hinu 2V2 hæða hót-
eli „Þrír fálkar* í Kaupmanna-
höfn. Þar hefur hinn 45 ára
gamli arabiski prins Saud Ben
Jeluvi setzt að ásamt fríðu
föruneyti. Hann er frændi Ibn
Saud Arabíukóngs og hefur
með sér á reisunni þrjátíu
manna fylgdarlið, þar á meðal
kvennabúr, lífvörð og yfir-
böðul.
Harald Loeb glímir við naut á kjötkveðjuhátíð
Hann hatar flest
ar sínar myndir
Henry Fonda segist hata
Hollywood. Hann hefur aldrei
farið dult með fyrirlitningu
sína á kvikmyndabænum.
Hann hefur leikið í yfir sextíu
kvikmyndum og segist vera
óánægður með þær allar nema
svona fimm til sex. Fonda er
54 ára gamall, sinaber og
Henry Fonda
gagn.rýninn á sjálfan sig
mjúkur í hreyfingum.
Kvikmyndaleikarinn er mað-
ur hreinskilinn og' hefur gert
eftirfarandi játningu í blaða-
viðtali varðandi afskipti sín af
kvikmyndum.
Stoltur
— Ég er ekki í skátahreyfing-
unni, segir Fonda. Ég segi það, sem
ég hugsa. Og sannleikurinn er sá,
að ég fyrirlít flestar þær kvikmynd
ir, sem ég hef leikið í. Það kemur
mér í illt skap, þegar fólk fer að
'tala um þessar myndir. Kannske
hef ég leikið í eins og einni eða
tveimur góðum myndum. En ég
hef aldrei grætt neina peninga á
þeim. Tökum t. d. „Tólf reiðir
menn“, sem ég framleiddi. Ég var
stoltur af henni. Ég fékk verðlaun
fyrir þetta um allan heim. Það
kom bara enginn til að horfa á
myndina. Ég .stórtapaði á þessu.
(í’ramhald á 9. síðu)
Rokkið horfið, en
Séga í þess stað
Rætt víð Rigmor Hanson, danskennara
Tíðindamaður blaðsins
hitti hinn góðkunna dans-
kennara, frú Rigmor Han-
son nýlega og innti hana
frétta úr heimi danslistar-
innar. Rigmor er nýkomin
heim úr ferðalagi um
Frakkland, ítalíu, England
og Danmörku, þar sem hún
kynnti sér nýungar á sviði
samkvæmisdansa.
' — Nýjasti dan's'inn heitir
séga, segir Rigmor, og er upp-
runninn frá eyjunum Réunion
og Maurice í i'ndverska hafiniU'.
Þetta er ákafiega fjörugur og
líflegur dans, nokkuð sérkenni-
legur. Takturinn er mjög hrað-
ur og minnir helzt á taktinn í
samba.
Annars heitir dansinn, sem
nú er mest í tízku paso-double,
og er hann mikið dansaður á
skemmttetöðum erlendis.
Alls staðar þar sem ég kom
á skemmtistaði, heldur Rigmor
áfram, voru siuðrænir dansar
vinsælastir, cha-cha, rumba,
samba, calypso 0. s. frv. Roklc-
ið virðist alveg dautt, og er nú
hvergi kennt í dansskólum.
Rigmor Hanson
Dansskólinn hefst
— Ég mun starfrækja dans-
skóla í vetur eins og undan-
farið og tekur hann til starfa
um helgina og verður til húsa
í Góðtemplarahúsinu. Mun ég
kenna nýjustu dansana í öllum
flokkum nema í yngstu flokk-
unura, þar verða kenndir barna-
dánsarnir (gömlu dansarnir).
Byrjendum verða kenndir
frumdansarnir, vals, tango, fox-
trott og Jive (þ. e. það s'em
-unga fólkið kallar „tjútt“.
Þessir dansar vei’ða líka
hafðir með í franxhaldsflokk-
xxnum. Fólk á öllum aldri hef-
Prinsinn va-r í Stockhólmi til að
leita sér lækninga við hjartaisjúk-
dórni. Segir sagan, að hann sé nú
heill heilsu. Á heimleið fékk hann
þá flugu í kollinn að staldra við
í Höfn. Vafamál er þó, hver hefur
verið tilgangurinn með þeirri við-
dvöl, því að hann hefur ekki kom-
ið út fyrir hússins dyr í Höfn.
Bara ein — og þó
— Saud prins á bara eina konu,
sagði Ibráhim vesir, túlkur prins-
ins. Kanns'ke er þetta rétt hjá ves-
írnum, en alla vega eru sjö kven-
imenn með í förinni. Konurnar
hafa heila hæð á hótelinu. Þeirra
•er gætt allan sólarhringinn af vopn
uðum vörðu/m, sem klæddir eru
iskrautlegum litklæðum. Konurnar
voru sóttar út á flugvöll og keyrð-
■ar heim á hótel í einkabíl Sauds.
Rúður bílsins eru þannig gerðar,
að hægt er að sjá út en ekki inn
í bílinn. Að utan líta rúðurnar út
eins og spegill. Konurnar voru
svartklæddar með blæjur fyrir and-
litum. Fjórir grannvaxnir verðir
gættu þeirra á leiðinni. Farið var
með þær bakdyramegin inn á hót-
elið og síðan hefur ekki ein einasta
sézt utan dyi-a og ekki einn gluggi
verið opnaður á hæðinni, þar sem
þær búa. Þjónustustúlkur hótelsins
færa þeim matinn að dyrum, en
þá taka þrælar við og koma honum
áleiðis til móttakanda. Aðeins einu
isinni hefur einni þjónustuphmni
'tekizt að kíkja á herlegheitin. Aðal
frúin sat á risastórri sæng og hin-
ar sex höfðu raðað sér í kring.
Spilamaður
Aldur kvennanna gat stúlkan
ekki gizkað á, en þær voru allar í
góðum holdum. Þær eru aldar á
'góðum xnat og hreyfa isig lítið, H'ins
vegar hefur prinsinn tvo eirikarit-
ara kvenkyns. Þær eru franskar og
miklu löguleg.ri í laginu en þær
arabisku.
ur lært að dansa hjá mér. Mér hef
ur alltaf fundizt skemmtilegt að
kenna löndum að dansa, því að
þeir eru svo fljótir að læra og
músikalskir.
Innritun í skóla Rigmors fer
fram í dag og næstu daga í
sírna 13159.