Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 3
3 X í MIN N, laugardaginn 24. október 1959. Andlegur faðir rithöfunda hinnar týndu kynslóðar millistríðsáranna Truman Capote hefur skrifað bók um skáld- id Ezra Pound, sem | Hinn ungi ameríski ritliöfund- ur Truman Capote hefur nýlega ritað bók um skáldið Ezra Pound. Hér fer á eftir kafli úr þessari bók: Hann er fæddur árið 1885 í Idaho. Ger'ðist seinna skólakenn- ari.Var fljótlega rekinn frá starfi. Leitaði huggunar hjá sér andlega skyldum erlendis. Hann var 23 ára og var nærri dauður úr hungri í Feneyjum. Þar lifði hann á kartöflum, þegar hann gaf út sína fyrstu bók A LUME SPENTO. Vinur hans Yeats skrifaði svo um hann: „Hann er óheflaður og þrjózkur og hann særir alltaf tilfiuningar fólks, cn ég álít að hann hafi í sér brot af snillingi. Ilann er líka samúðar- fullur." Á árunum 1909 til 1920 bjó liann fyrst í London og siðan París og hjálpaði þá vinum sín- um á margan hátt. Það var Pound, sem Elliot til- einkaði bók sína, Eyðimörkin. Þa’ð var Pound, sem safnaði peningum til að Joyce gæti Iokið við Ulysses. Hemingway, sem ekki er van- ur að tala mikið um vinsemd annarra, hefur gefið honurn eft- irfarandi vitnisburð:“ Og svo höf- um við Pound;, sem er mikið skáld. Hann ver fimmta hluta af tíma sínum í skáldskap. Ilinu ver hann í að lijálpa vinum sín- um. Hann ber skjöld fyrir þá, þegar á þá er ráðizt, hann lætur skrifa um þá í tímarit, og hann fær þá lausa úr fangelsi. Ilann lánar þeim peninga. Hann selur málverk þeirra. Hann skrifar greinar uni þá. Hann kynnir þá fyrir efnuðum koiium. Hann fær útgefendur til áð taka bækur þeirra. Hann vakir alla nóttina lijá þeim, þegar þeir eru veikir og hann er vottur á erfðaskrám þeirra. Hann lánar þeiin fyrir sjúkrahúskostnaði og hann telur þcim hughvarf, þegar þeir eru „kynnii iistamenn fyrir efnuóum konum“ að hugsa um sjálfsmorð. Og þeg- ar allt kemur til alls eru nokkrir þeirra, sem ekki reka rýtinginn í bakið á lionum.“ Samt sem áður lieppnaðist honum að semja Cantos og að reyna krafta sína, árangurslaust að vísu, sem myndhöggvari og málari. En liagfræði greip liug lians æ fastari tökum („Sagnfræði án hagfræði er hrein vitleysa“.) Árið 1939 var liann ofstækis- fullur fasisti og byrjaði að lialda fyrirlestra um fasisma í útvarp- ið í Róm. Fyrir þetta var hann stimplaður föðurlandssvikari Amerískir hermenji handtóku hann árið 1945. Hann var hafður í haldi í Pisa. Nokkrum mánuðum síðar, rétt áður en réttarhöldin yfir honum fyrir landráð áttu að liefjast, var hann úrskurðaður geðveikur. Næstu tólf ár dvaldi hann bak við lás og slá á St. Elizabetli spítalanum við Washingtou. Með- an hann dvaldist þar, fékk hann The Pisan Cantos útgefin og vann Bollingen verðlaunin. Rigningardag í april 1958 stóð Pound, gamall maður með ösku- grátt skegg, fyrir framan dóm- arann Bolitha J. Laws og hlust- aði á þann dóm, að sjálfur gengi hann með ólæknandi geðsjúk- dóm. Ólæknandi væri hann, en þó ekki hættulegur. Á eftir sagði Pound: „Sérliver maður, sem getur lifað í Banda- ríkjunum er geðveikur“, og undirbjó för sína til Ítalíu. Myndin er tekiu nokkrum dög- um áður en hann sigldi. Ríkasti maður heims kaupir sveitasetur Ríkasti maður heims, olíu- miiljónamæringurínn Paul Getty hefur nýlega keypt eitt af elztu of fegurstu sveitasetr- um í Englandi, Sutton Place, sem áður var í eigu hertogans af Sutherland, Sutton Place var byggt árið 1530 af sir Richard Weston, einum af gæðingum Hinriks 8. og var eitt sinn eign biaðakóngsins Northcliffe. Landeignin er 1000 hektarar og á henni er fjöldi af minni bóndabæjum. Við herragarðinn er sundlaug og tennisvöllur. Hinn 66 ára gamli Paul Getty, sem sagður er heimsins ríkasti maður, er orðinn þreyttur á að búa á hóteli. Hann hefur búið til sl^íptis á Ritz í London og Georges V. í París. Hins veg- ar hefur hann ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár. írskur að ætt Hann er írskur að ætt og gekk fyrst í ’iáskólann í Kaliforníu og Poul Getty fór síðan í Oxfordháskóla. Hann er sagður hafa ni.argt aðstoðar- fólks á hóteli sínu og það þýðir að reikningurinn verður nokkuð hár. Sutton Place er í Guilford, nálægt London svo að stutt er fyrir hann að fara í vinnu sína. Hvað borgar svo milljónamær- ingur fyrir að búa á Ilótel Ritz? Fraœhald á bls. 8. EZRA POND Lætur austur og vestur leiða saman hesta sína á nýjan leik Höfuiulur „Brúarinnar yfir Kwai-fljófiÖ“ skrifar nýja skáldsögu Pierre Bouiile höfundur sögunnar „Brúin yfir Kwai- fljótið" hefur skrifað nýja skáldsögu, „Stúlkan Ling". Enn lýsir hann sama umhverf- inu: frumskóginum og efnið er það sama: sambúð Evrópu- mannsins og Austurlandabú- ans. Bókin fjallar um skæru- liðastúlkuna Ling, sem er tek- in til fanga af frönskum plant- ekrueiganda og alin upp í góð- um, kristilegum anda. Hún svíkur að lokum eiginkonu plantekrueigandans í hend- urnar á stnum fyrri félögum, kommúnistum og stingur sjálf af með eiginmanninum til Evrópu. Bókin lýsir því, hvernig sömu aðferðum er beitt bæði í hinum kommúnistisku og kapitalisku her- búðum. Á báðum stöðum er hin- um óhlýðnu refsað harðlega og á báðum stöðum rikir sama hræðsl- an við könnunarferðir æðsta manns, hvort sem hann er skæru- liðaforingi eða plantekrueigandi. Borin er saman hin púritanska trú Ameríkana sem krefst kærleiks og samúðar með meðbræðrum og trú kommúnista, sem krefst opinberra skrifa í formi sjálfs- gagnrýni. Hnefahögg Bókin er hnefahögg í andlit allra þeirra, sem eru að strita við að bæta heiminn. — Lítum nú á s'túlkuna Ling, segir Pierre Boulle. Fyrst reyn- irðu að gera hana að góðum og fórnfúsum meðlim uppreisnar- hreyfingarinnar, sem leggur allt í sölurnar fyrir málstaðinn, jafn- vel fjölskyldu og persónulegar til- finningar. Þetta heppnast næstum því. Þar næst er reynt að gera hana að góðum Bandaríkjamanni, sem kemur fram við alla af sömu elsku legheitunum. Einnig þetta heppn- ast næstum því. En svo skeður svolítið, sen enginn hafði tekið með í reikninginn. Ling verður ástfangin. Og stúlka, sem er ást- Pierre Bouille fangin, er eins og kunnugt er reiðu búin til alls, jafnvel til að svíkja velgjörðarmenn sína. Ástin eyði- leggur allar hinar fögru lífsregl- ur, sem Ling höfðu verið innprent- aðar. „Manneskjunni breytið þið aldrei og allra sízt konum“, segir Pierre Bouille með ískaldri hæðni. „Svo getið þið komið hlaupandi og reynt alls konar undralyf til að betrumbæta heiminn. s i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.