Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 2
T í iVI I N N , laugardaginn 24. október 1959. IIIIiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiilinifilllill iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Orðsending til Finn- boga R. Valdimarss. FINNBOGI minn, ég sé á skrif- um þínum í Keili frá 22. okt. s.l., að þú hefur verið örvita af vonzku, er þú fœrðir línur þínar um íbúðarmál'in í letur. Þar ásakar þú mig um íhalds- þjónkun og undirgefni við E.v- stein Jónsson. Félagar okkair úr Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi og víðar í kjördæminu, nefna mig hins vegar kommúnista. A þessu sérðu, hversu erfitt lífið getur stundum verið. Það er hvorki tími né rúm í blaðinu til þess að rökræða við þig um lánamál húsbyggjenda, og læt ég mér því nægja að visa til greinar minnar í síðasta tbl. Ingólfs , sem þú hnekkir ekki í einu einasta atriði, með skrifum þínum í Keili. Ég þori óhræddur að leggja verk flokka okkar í lánamálum húsbyggjenda í kaupstöðum og kauptúnum undir dóm kjósenda og um persónuleg afrek þin í þeim mál'um hef ég ekki heyrt. Tillögu minni um að bæjar- stjórn Kópavogskaupstaðar beitti sér fyrir því, að fá reglugerðar- ákvæði Hannibals bróður þíns niðurfellt, þar sem það skapaði húsbyggjendum í Kópavogi, og reyndar í öllu Reykjaneskjör- dæmi, miklu minni rétt en öðr- um tókst þú þannig, að þú neit- aðir að taka hana á dagskrá bæjarstjórnarfundar í febrúar s.l. af því að nokkra klukkutíma vantaði upp á, að hún bærist með tveggja sólarhringa fyrir- vara, og ekki nóg með það, hún komst heldur ekki á dagskrá tveggja næstu bæjarstjórnai’- funda. iÞú segir að ég sé ekki lík- legur „fremur en hundtík“ til þess að gera uppreisn gegn Ey- steini Jónssyni. Öllum öðrum en þér fer. betur að skrifa svona. Hvenær hefur þú gert uppreisn gegn húsbændum þínum, komm- únistunum í Alþýðubandal'aginu? Stóðstu t. d. ekki drengilega við hlið bróður iþíns, Hannibals, þeg- lar kommúnistarnir spcirkuðu honum af lista sxnum í Reykja- vík og dæmdu hann í pólitíska útlegð? Svo þykist þú þess um- kominn í persónulegum viðtölum við jnenn, að 'tala um „helvítis kommana“, sem þú átt þó allt þitt undir! Það er drengskapur, sem á við þig. Með beztu kveðju, Kópavogi, 23. október 1959. Jón Skaftason. „....................„„„...........'""" Kínverjar drepa tugi indverskra hermanna Ný ofbeldisárás inn fyrir landamæri Indlands Lundúnum, 23. okt. Ind- /erska stjórnin tiikynnti í áag, að fyrr í þessari viku ihefði kínverskt heriið ráðizt nn fyrir landamæri Indiands <og kom til harðra átaka við indverskra landamæraverði. Lauk átökunum svo að Kín- verjar drápu 17 indverska iögreglumenn, særðu þrjá alvarlega og tóku auk þess allmarga höndum. Flokkskaffi Framvegis verður afgreitt miðdegiskaffi í Framsóknar- ttúsinu írá klukkan 3—5 á daginn. • Svo <sem kunnugt er gerðu Kín verjar fyrr í haust hvaS eftir ann að herhiaup inn fyíir landamæri Indlands. Tóku þeir nokkrar fram varðsstöðvar og halda þeim enn. Jafnframt gerði Pekingstjórnin heyrum kunnugt, að híxn teldi stór landsvæði, <sem hingað til hafa verið viðurkennd sem indvenskt land, tilheyra Kina. Iferhlaupið var <að þessu sinni gert í Ladak-héraði um 65 km. sunnan við landamæri Tíbets og Indlands. Indverska stjórnin til- kynnir, að hún hafi sent harðorð mótmæli og krafizt þess að þess um síendurteknu ofbeldisárásum verði hætt og herteknuin mönn- unx skilafj þegar í ;stað. Indlands- •stjórn hefur sem kunnugt er lengi verið hlynnt Pekingstjórninni og flutt málstaö honnar á alþjóða- vettvangi. Sú vinátta hlýtur nú aðdyína, enda er almenningur í Indlandi æí'ur yfir árásum þess um. Yfirlýsing Að gefnu tilefni í Morgun- biaðinu — í dag, 23. október — vii ég undirritaður, sem annast alla daglega póstaf- greiðslu fyrir Samband ísl. samvinnufélaga, taka fram eftirfarandi: Ég hef tekið það sem sjálfsagðan hlut að spara samstarfsmönnum mínum ferð niður í pósthús með einka-ábyrgðarbréf, þegar um slíkt er að ræða, með því að stimpla bréf þeirra og senda með öðrum pósti frá Sam- bandinu, — að sjálfsögðu gegn greiðslu stimpilkostnað- -v J J & I?. arms. X B B-listinn X B Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru sem hár segír: 'VESTURBÆR: Vesturgötu 55A. SKJÓLINj Ncsveg 65, kjallara. ÆGISSÍÐA og niígr.: Kvisthaga 3, risliæð. HVERFI NR. 11—12: Ásvajlagötu 52, sími 12391. HVERFI ÍNR. 13: Hringhraut nr. 1—92, sími 32617. MIÐBÆRINN: Framsóknarliúsið, Fríkirkjuvegi 7, sínii 16638. LAUGARNESHVERFI: Rauðalæk 39, sínú 35246. HEIMA- og VOGAHVERFI: Álfheimum 60, sími 35770. VOGAHVERFI: Nökkvavogi 37, sími 35258. SMÁÍBÚÐAHVERFI: Skógargerði 3, sími 35262. HLÍÐARNAR: Barmahlíð 17, kjallari. Sími 10295. MOSFELLSSVEIT, Leirvogstunga, sími um Brúarland. Áríðandi er, að stuðningsfólk B-!istans hafi sem mest samband við skrifstofurnar. Flokksstarfiö i bænum Kosningaskrlfstofa B-listans er í Framsóknarhúsinu II. liæð og er opin frá ki. 1,30—22,00. Símar 15564 — 19285 — 12942 — 18589. BLISTINN Reykjavík, 23. okt. 1959. f.h. Póstdeildar S.Í.S. Oskar Einarsson Enginn árang- ur af ieitiuni Eins og frá var sagt í blaðinu í gær, er óttast um afdrif mótor bátsins Maí frá Húsavík, sem fór á veiðar aðfaranótt s.l. fimmtu- dags. Þegar báturinn var ekki kominn að landi síðdegis í fyrra dag, var hafin leit að honum, en ekkert hefur enn fundizt. utan hluti af ódreginni línu hans. Leit inni var haldið áfram í gær oa; tóku þát-t í henni 3 bátar og ein flugvél, en árangur varð enginn. Hvasst mun hafa verið á þeim slóðum sem báturinn var, en hann var mej lélega ballest, og er talið að þegar bæði fiskur og iína var á dekki hafi yfirvigtin verið of mikil, og bánum hvolft. Tveir menn voru á bátnum. ÞJ. Efnilegur fram- bjóðandi Ýmsir efnilegir,- ungir menn eru nú í kjöri fvrir Framsóknarflokk- inn. Einn í fremstu röð þar er Helgi Bergs, verkfræðingur. Þegar íslendingar finnas't i fjar- lægum löndum, kvnnast þeir oft meira á nokkrum dögum, en á mörgum árum í nábýli heima á landinu sínu.. Svo var um okkur Helga Bergs, þegar fundum okkar bar saman austur í Asíu, þar sem Helgi starfaði um skeið fyrir Sam einuðu þjóðirnar, við að kenna mönnum þar eystra, einkum frysti húsabyggingar og ýmislegt er lýt ur að kælingu matvæla. Varð ég var við, að Helgi hafði getið s'ór þar mjög góðan orðstýr og hóldu allmargir samstarfsmenn hans og ýmsir starfsmenn Samein uðu þjóðanna Helga samsæti og leystu hann þar út með gjöfum -—• einmitt meðan ég var þarna. Átti ég tal við einstaka þessara manna og voru þeir fullir af dá- læti á Helga. Sögðu þeir, að ef við ættum marga líka hans þarna vestur á íslandi, þá hlyti þessi litla þjóð að vera sérstök fyrir- myndarþjóð. Sjálfur kynntist ég I-Ielga mjög mikið á þessari rúmri viku, er ég dvaldist með honum ■— stundum á heimili hans. í stuttu máli sagt hefi ég sjaldan á lífsleiðinni kynnzt öðrum eins indælisdreng í hugsun og framkomu sem Ilelga. Fær maður og stórhuga, heilbrigð ur maður, ágætur íslendingttr. Eg held að næstum hver kjósandi á Suðurlandsundirlendinu kjósi Helga Bergs, þekki þeir hvern ágætismann þeir eiga þar völ á að kjósa nú i kosningunum. Vigfús Gúðniundsson. h4 m mæm BJARNI BEN: „Ætli ég sé ekki vel a3 þvi kominn að stinga á mig barnafrádrætti fyrir ein fimmtíu börn. — Maður stendur sig svo vel í „lífskjarabaráttunni". Námskeið í Ju-do Vegna fjölda áskorana hef- ur Glímufélagið Ármann á- kveðið að gangast fyrir nám- skeiði í Jrn-do, sem er nú- tíma sjálfsvarnaraðferð, end- urbætt úr Jiu-jitsu. Jiu-do er tiltölulega auðlært í aðalatriðum, og eini'öld aðferð til að verjast ofbeldismönnum, er óneitanlega valda oft meiðslum á saklausum vegfarendum. En dá- lítil þekking á Jiu-do gelur oft komið í veg fyrir óhöpp og óþæg- indi. Sjálfsvarnarbrögðin eru kennd víða um heim, og þykir sjálfsagt. Jiu-do er kennt fjóra tíma í vi'ku hjá Ármanni, við mikla að- ■sókn. Kennslunni er skipt í þrjá flokka. Ákveðið er að Jiu-do verði sýningaríþrótt á Olympíuleiktm- um 1960 pg keppnisíþrótt 1964. Þeir, sem áhuga hafa fyrir að iæra iþróttina, ættu ekkiað sleppa þessu einstaka tækifæri, þar sem Ármanni hefur tekizt að útvega reyndan kennara. Námsskeiðið í Jiu-do stendur yfir í tvo mánuði, kennt verður einu sinni í viku. Að sjálfsögðu geta nemendttr æft sig sjálfir eftir að þeir hafa lært brögðin. En áríðandi er að vera með frá J byrjun. Kennslan byrjar á fimmtu daginn kemur >kl. 9.30 e. h. í fim-] leikasal Miðbæjarskólans, og kenn’ ari verður Japaninn Matsoka Sa- wamura. 24 ÍHALDIÐ senclir út EINKA- bréf til allra kjósenda í bæn- um, undirritað af 24 forustuniönnum sínum. Og innihaldið var nteðal annars þetta: „MEÐ HVERJUM DEGI VERÐUR LJÓSARI SÚ ÓSKAPLEGA SUNDR^ UNG, ÓREIÐA OG SPILL- ING“. Þetta er alveg rétt hjá ihald- inu, en þetta vita allir og meira en það. En talan 24 er táknræn og, hún mun verða það í þessum kosningum. Forustumennirnir ertt 24 sem undirrita bréfið — 24 lán veitti Rjarni Ben. einka- vini sínum til að byggja 24 íbúðir, og tala íhaldsþing- manna tnun að loknunt þessum kosningum verð 24 þingmenn. A.B.C. Sjáðf boðaliðar Þeir stuSningsmenn B-listans er starfað geta á kjördag eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofuna nú þegar i síma 12942. JTANKJÖRSTAÐARKOSNING: Kosningaskrifstofa Framsóknar- ílokksins vegna kosninga xiti á landi er í Edduhúsinu, Lindar- götu 9 A, 3. hæð. Gefið sem allra fyrst upplýsingar um kjós- endur, innan lands og utan, sem verða ekki á heimakjörstað á kjördag. Opið kl. 10—10. Símar 16066 — 14327 — 19613. ÁKUREYRI: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna á Akureyri er Hafnarstræti 95, símar 1443 og 2406. Munið 50 kr. veltuna. Á Akureyri fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram hjá bæjar- fógeta alla virka daga frá klukkan 9—12 f. h., kl. 1—4,30 e. h. og kl. 8—10 e. li. Á laugarclögum er kosið kl. 9—12 f. h. og 4—6 e. h. Á sunnudögum cr kosið frá kl. 1—3 e. h. SELFOSS: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna í Árnessýslu er að Austurvegi 21, sími 100. Gefið upplýsingar um fjarverandi kjós- endur, KEFLAVÍK: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er á Framnesvegl 12. opin kl. 1—7 og 8—10, síntar 864 — 94 og 49. KÓPAVOGUR: Kosningaskrifstofa Framsóknarraanna er að ÁJfhóls- veg 11, símar: 15904, 23577, opin kl. 2—10 síðd. VESTMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er á Skólaveg 13, sími 797, opin kl. 10—10. SAUÐÁRKRÓKUR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna I Skaga firði er ó Hótel Tindastól. Opin alla daga. AKRANES: Skrifstofa Framsóknarmanna er að Skólabraut 19. Sími 160. HAFNARFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er é Austiirgötu 1, sími 50192.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.