Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.10.1959, Blaðsíða 12
Reykjavík 4 st. Annars staSar á landinu 3—7 st. Laugardagur 24. október 1959. „LIIÐIN TIL BÆTTRA LÍFSKJARA” Léttir til með norS- vestan kalda. Sititj. OLL AÐ VERDA SKATTLAUS íhaldið hefur lýst því yfir að það berjisf fyrir afnámi ailra beinna skatta. Leið þess til bættra lífskjara er að gera eftirtalin fyrirtæki skattfrjáls og velta gjöldum þeirra á herðar almennings íhaldið í Reykjavík ætlar að ganga af göflunum út af „útsvarsfrelsi" Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, en útsvarsfrelsi SÍS er raunverulega til- hæfulaust með öllu. Á sama tíma og íhaldið ræðst að SÍS, lýsir það því yfir í stefnuskrá sinni fyrir þessar kosningar, að það berjist fyrir afnámi allra beinna skatta. Það þýðir að gera fyrirtæki eins og Eimskipa- félag íslands skattfrjálst, en í ár greiðir það 854.169 kr. í tekjusk. og 2.811.000 kr. í útsvar. Þessi leið til bættra lifskjara þýðir einnig að gera fyrirtæki eins og ísbjörninn h.f. í Hafnarhvoli skattfrjálst, en það greiðir í ár 209.678 kr. í tekju- sk. og 632.400 kr. í útsvar. Lífskjaraleið íhaldsins er líka fólgin í því að gera fyrirtækið Sameinaðir verktakar, Aðalstræti 6 (Mbl.-húsið) skattfrjálst, en í ár er því gert að greiða 639.330 kr. í tekjusk. og 281.000 í út- svar, og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, til húsa á sama stað einnig skattfrjálst, en í ár greiðir hún 421.600 kr. í útsvar. í stefnuskrá sinni boðar íhaldið skattfrelsi Skelj- ungs h.f. í Hamarshúsinu, en í ár greiðir það 528.432 kr. í tekjusk. og 1.686.600 kr. í útsvar. Slippfélagið greiðir 378.750 kr. í tekjusk. og 749.600 kr. í útsvar í ár. Stefnuskrá íhaldsins um útsvarsfrelsi nær einnig til þess. Egill Vilhjálms- son h.f. greiðir 135.289 kr. í tekjusk. og 388.800 kr. í útsvar. Olíuverzlun íslands h.f., Hafnarstræti 5, greiðir 191.773 kr. í tekjusk. og 1.95.600 í út- svar. Útsvarsfrelsi fyrrgreindra fyrirtækja þýðir einfaldlega það, að skattabyrðunum er í einni eða annarri mynd velt á herðar almennings. Það er svo eftir að vita, hvort almenningur er sam- þykkur stefnuskrá íhaldsins um, að þetta sé leiðin til bættra lífskjara. m pj wmm Slippurlnn Egill Vilhjálmsson Olíufélag Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.