Tíminn - 06.11.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.11.1959, Blaðsíða 5
Trí JiI N N’, föstudagitin 6. npvember 1959. I A leiksviðinu sjáum við nokk- tirs konar eftirlíkingu hins raun veruiega lífs, stundum nákvæma eftirlíkingu, sem kallað er, en etundum brevtta í margvíslegar myndir. En er þetta ekki til ó- nýtis barizt, getur sjónleikurinn nokkru sinni vei'ið raunsönn mynd af lífinu sjálfu? Um það ef- ■ast ítalska skáldið Luigi Pirand- ello, — og þegar sú grunsemd hefur tekið hug hans að leikstarf- ið alit sé unnið fjmir gýg, þá ieyfir hann sér að bregða upp lík- ingu eða andhverfu sjónleiksins, sem er í senn fróbærlega frumleg og snjöll. Hin venjubundna leik- starf-emi er að hans dómi ekki annað en fölsun veruleikans, —- og — ef veruleikanum er ætlað að breytast í sjónleik, er þá nokk- uð meiri fjarstæða að hugsa sér að skáidskapurinn geti breyízt í raunveruleik? Þessa hugmynd birtir Pirandello í leikriti því sem hér er sýnt, Sex persónur leita höfundar. I-Iann teflir fram annars vegar hinum ósanna leik raun- verulegra manna, en hins vegar hinu raun.sanna lííi skáldverksins. Yrkisefnið kaliar á skáld, persón- ur leikritsins heimta þann rétt sinn að fá að lifa áfram á leik- sviðinu, og ryðjast inn i leikhús þar .sem verið er að æfa annað leikrit Pirandellos við litla vel- þóknun flytjenda. Þær fara þess á leit að leiks-íjóri haldi áfram sögu þeirra sem höfundurinn sjálf ur hefur gefizt upp við í mið.iu kafi og neitar að ljúka þrátt fyrir ákafan bænarstað persónanna ejálfra. Ilvert um sig reyna þau, frá sínum sjónarhóli, a'ð segja leik stjóranum glefsur þeirrar harm- sögu sem þegar er liðin, ef vera mætti að áhugi hans vaknaði. Og svo fer að lokum að áhugi han.s lifnar, og skáldaþrá til að skapa það leikrit sem í persónunum býr. Smám saman rennur hin liðna saga upp fyrir augum áhorf- enda, hinar höfuðlausu „persón- ur“ .segja frá, og sýna stöku at- riði harmleiksins, hinir „raunveru legu“ leikendur og leikstjóri reyna að leika þau eftir — við misþóknun hinna „óraunveru- legu“ fyrirmynda sem eigi þola slíka afskræmingu, — og fyrr en varir veit áhorfandinn ekki leng- ur sitt rjúkandi ráð í þes.sum margslungnu víxlbrögðum skáld- skapar sem raunar er veruleiki, og veruleika sem raunar er blekk- ing. En á leikvangi blekkingar- innar er ekki rúm fyrir þessar raun.sönnu persónur og harma- sögu þeirra, leikmenn og leik- stjóri tálsýnarinna,. hljóla að gef ast upp á sama hátt sem höfund- urinn áður. „Árið 1923 er ár Pirandellos", skrifaði franskur leikrýnandi þeg- ar „Sex per.sónurV var frumsýnt í París — og færð'i höfundinum heimsfrægð í skjótri svipajn. Á upplausnarárunum eftir fyrri heimsstyrjöld hrópuðu menn á nýjar stefnur í listum og endur- mat fornra menningarverðmæta. í leiklr.stinni svareði Pirandello þessu kalli eftirstríðsáranna frem- ur en nokkur annar með þessu leikriti (og öðru sem birtist skömmu síðar, Hinrik IV.). Tækni leikritsins er ekki að öllu leyti ný, en henni var fagnað sem al- gerri nýjung og hressandi blæstri inn á stirðnað leiksviðið. Og það er ánægjulegt að finna, að enn í dag, eftir alla,. þær margvíslegu kúnstir og brögð sem beitt hefur verið í leiklistinni á undanförnum áratugum, er þetta leikri't ferskt og frumlegt, nálega .sem nýtt úr deiglunni. 1 Segja má að Pirandello vegi hér að sjálfri leiklistinni, er hann leitast vig að sýna vanmátt henn- ar til að túlka hið raunverulega líf. ,,Sex persónur" hefur verið kall að „leikritið sem kveða skal niður öll leikrit“ — og vissulega er því ætlað að kveða niður þau leikrit sem látas-t vera lifandi eftirmynd veruleikans, en í byrjun aldarinn- ar hafði eindregin raunsæisstefna verið drottnandi í leikbókmennt um heimsins. Hitt er svo annað mál, hvort Ibsen eða Pirandello er á réttari vegi. Leikritið „Sex persónur" flytur dellos um líf og iist, veruleika og skáldskap, og samsiunginn þeim boðskap er hugmynd hans — eða spurning — um mannlegt eðli, mannlegan per.sónuleika, sem ligg ur eins og rauður þráður um síðari leikrit hans. „Hver eruð þér?“ segir faðirinn við leikstjór- ann, og sömu spurningu leggur Pirandello fyrir sjálfan sig og aðra. Maðurinn er það sem hann þykist vera — eða það sem aðrir halda hann vera ■— í dag — en annar á morgunn —■ svona í sínum mg Gisli Halldótsson og Þóra Friðriksdóffir. personur leita * í Gísli Halldórsson og Guömundur Pálsson. Leikstjóri: Jón Sigurb;örnsson augum — en annar í minum aug um — og enn annar í þínum. Leitin að hinu sanna eðli manns- ins verður meginhugsun þ&ssara leikrita Pirandellos. í einu þeirra er aðalpersónan leikkcna sem hef ur þann starfa að gera imyndun að veruleika — eða veruleikann að blekkingu (sbr. „ Sex persón- ur“); hún hræriut á sviðinu og er því eigi ein kona, heldur margar og ólíkar. Leiíin að eigin persónu leika birlist þarna sem brenn- andi þrá aðalpersónu skáldverks ins. í leikritinu :.Líkneskjan“ er efnið enn hið sama: Rithöfundur einn hefur öðlazt frægð og fast mótaða mynd í vitund lýðsins, honum hefur auk heldur verið reist vegleg myndastytta. En sjálfur þykist hann annar maður en almannarómur vill vera iáta, og leitast einnig við að verða annar maður. En það lánast aidrei, hann er og verður ætíð sama líkneskjan. Hugmyndir lýðsins hafa klappað hann í stein. Vera má að sumum þæt'li heim speki miðlungi fengileg, ef hún væri óstudd af skáldsnilli Pirand ellos. Og þótt hugmynd hans um andhverfan samleik og baráttu ■skáldskapar og veruleika sé snjöll og sífersk þá verður því ekki neitað ag höfundur gengur æði langt í þessu leikspili innan leiks ins, hann fær ekki stillt sig um að beiía því í .sibreytilegri mynd, og loks má svo fara að áhorfand inn taki að sjá nokkuð við hrekkj unum og finni tómarúm að baki þeirra. — Óumfjallaður er þá einn þáttur þessa leikrits, sem frá höfundarins hálfu hefur með sínum hrífandi leikbrögðum og máttuga inntaki átt því hlutverki að gegna að.ginna áhorfendur til að taka við heimspekilegum boð- .skap leikritsins. En þó kann þessi þáttur að rísa yfir annað og vei'ía leikritinu mest gildi þegar tímans tönn hefur unnið að fullu á heim spekikenningum höfundarins Smátt og smátt les hann saman brot hins hálflokna leikrits „per.3Ónanna“. unz áhorfendum hefur birzt átakanlegur harmleik ur undir yfirborði gamanleiksins: Gáfaður maður, cn margræður og torræður í eðli, hofur gert tilraun ir á fóiki sínu, sem trkizt hafa héldur en ekki inna. Hann hefur tekið son sinn burt frá móður- inni og sent hann í sveit til upp eldis, í því skylii, >segir hann sjálfur, að gera soninn hraustan og sterkan. Þegar hann verður var vig hlýtt, en saklaust sam- band ritara sín.s og eiglnkonu. sendir hann ritarann úr vistinni og síðan þreýtandi konuna á eftir hontim. Þau hafa eignazi þrjú ó- skilgetin börn, þegar fylgimaður- inn fellur frá. Faðirinn kynnist stjúpdótturinni í gleðihúsi því sem hann vitjar að staðaldri, og flytur síðan moðurina með lausa- börn sín inn á heimili sitt. Stjúp- dóttirin kvelur bæði sjálfa sig og föðurinn með því að rif.ia í sífellu upp hinn smánarlega atburð gleði itússins. Að leikslokum farast yngstu börnin voveiflega, stjúp- dóttirinn strýkur að heiman, en eftir sitja vonbitinn faðir, harm- buguð móðir og löggetinn sonur þeirra sem jafnan hefur sýnt þeim og systkinum sínum hina mestu lítilsvirðingu. Svo farnast þeim föour sem hyggst taka sér drottinlegt vald og rjúfa eðlis- lægar og löghclgaðar lifsvenjur mannanna. Því er ekki að leyna, að sýn- ing Leikfélags Reykjávikur hefur ekki tekizt svo vel sem skyidi að þessu sinni. Munu bæði leikstjóri og leikendur eiga þar nokkra .sök, cn hitt veldur og miklu að við- fangsefnið er ákaflega erfitt. Guðmundur Pálsson fer með hlutverk leikstjórans. Mér þótti hann leika of ákaft, og framsögn hans var full hröð og óskýr. Eg er að vísu ókunnngur háttalagi telks.jóra á æfingum, en ég get hugsað mér að þeir megi ekki ý":» eintóman hryssingsskap, heldur ei.nnig noklcra lagni og lipurð. Fóðurinn leikur Gísli Halldórs- soa, og þ.vkir mér hann ekki taka hiutvcrk sitt ag öllu -leyti réttuin tökum. Honum er búið half-ójarð- neskt yfirbragð og látæði, iíklega til þess að sýna að þarna ,sé ekki um „raunverulega“ persónu að ræða. En nú er þessum manni einmitt ætlað að ,.ýna raunveruleik skáldskaparins, og fer þá ekki vel á þo u látæði. Auk þess á hann , — samkvæmt mánari fyrirmæl- um höfundar sjált's — að vera nokkuð breytilegur í framkomu, vafalauvt 1:1 að sýna -- eða dylja — hið margrácða eðli sitt, en þettá sýnir Gísli alls eigi. Þóra Friðríksdóttir leikuv stjúp- dóttiriná. og hefur ekki tekizt nó?u vel til um val hennar í hlut verkið. Þóra er heilbrigð og róleg íslenzk stúlka, en ég hef hugsað mér að þcösi persóna ætti að vera taugaveikluð og þanin af blturri lífsreynslu, hvarfiandi milli ærsla fullrar kátinu og djúprar sorgar. Áróru Haildórsdóttur lánast nokkurn vegin að sýna okkur ó- læknandi sorg þeirrar móður sem allt hefur misst, og Steindór Iljör- leifsson leikur .skilgetna soninra af mikilli prýði; hann hcfur, að mínu áliti, skilið hlutverk .sitt al- veg rétt. En mest dáðist ég að litlu börnunum tveim, sem stóðu grafkyrrar við hlið nóður sinnar allan leikinn á enda af ótrúlegri þolinmæði. ,T. K. Dregií verSur á þri'Sjudaíf í 11. flokki. — 1.102 viimingar a«S upphæð 1.405.000 krómir. ASfeins fveir heilir endyriiý]9inardagar eftir. a Ía *J>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.