Tíminn - 06.11.1959, Qupperneq 9

Tíminn - 06.11.1959, Qupperneq 9
fíIVIINN, föstudaginn 6. nóvember 1959. fl ESTHER WINUHAM: | sama. Þetta gerði hana enn | feimnari, og hún dirfðist ekki I að líta á hann. 11 Kennslu-I Þau gengu samtímis inn í | matvagninn og settust bæði 1 við sama tveggja manna borð | ið. En hann hóf þegar að | leysa krossgátu og gerði ekki I minnstu tilraun til að í brjóta upp á viðræðum. II Nú sá hún, að andlit hans í; var með afbrigðum góðlegt. | Augun voru umgirt hláturs- | hrukkum, og öll persónan | gneistaði af viljastyrk. Hann |, brosti til hennar, er þau í gengu til klefans að hádegis- | j verði loknum, og hún gerði | sér ekki ljóst, að hún horfði wiiiiiiiiiiiiu.i.iiiin,ii,i,llliilll.4iimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiliim,II,iiuiiiiii,111,11,,,„,„„„„„,„„„„7, aðeins kuidaiGga á liann ?llum bænum, mundu mig i um að taka hann ekki alvar- ! lega. Þegar klukkan var orðin1 tólf ,og hvergi bólaði á Fran-; kie, spurði Klara: — Bunduð þið þetta fast- I mælum? | — Nei, svaraði Júlía hnugg : in. — Hann bara spurði, hve- j nær hann fengi að sjá mig' gitur. Ég svaraði, að ég hefði ekkert að gera í dag, og þá lofaði hann að hringja klukk an ellefu. — Þannig hefði ég ekki tal- að í þínum sporum, sagði Klara. — Það er fram úr hófi fá- vizkulegt áð gera ungum manni uppskátt, að maður ha-fi ekkert við tímann að gera annað en að bíða eftir upphringingu frá honum. Herrar okkar daga eru ógeðs- lega sjálfbirgingslegir, og það er að mestu leyti stúlkunum að kenna. Margar þeirra eru jafnvel nægilega vitlausar til að láta kyssa sig í fyrsta skipti, sem þær eru úti með karlmanni! Júlía sjóðhitnaði af blygð- un, og í fyrsta skifti á æfinni leyndi hún nokkru fyrir móð ur sinni ur sinni. Nú mundi hún ekki segja henni hvað í bilnum skeði, hvað sem í boði væri. — Við biðum til þrjú, hélt Klara áfram, — og hafirðu ekkert frá honum heyrt þá, gleymum við honum og förum í bíó. Þegar klukkan sló þrjú, hafði hann ennþá ekki hringt. — Nú förum við, mamma, sagði Júlía, og reynai allt hvað hún gat til að leyna vonbrigð um sínum. — En leiðinlegt að hann skyldi hafa þig að fifli. Ég vona að þú takir þér það ekki of nærri. — Auðvitað geri ég það ekki, mamma! En þó væri gremjulegt, ef ég væri ekki heima þegar hann hringdi. Eg bvst við, að hann hafi fundið upp á einhverju öðru. Síminn hringdi um leið og þær fóru út úr dyrunum, og Júlía hljóp inn aftur. Rödd hennar lýsti sárum vonbrigð um, er hún sagði: — Frú Dixon vill tala við þig, mamma. Samtalið varð fremur langt, og Júlía heyrði, að þser ræddu um tilvonandi sumarfri henn ar á Ashbourne. — Hún býst við þér á laug- ardag, sagði Klara, er þær gengu út aftur. — Þú ferð úr á Wickhurst, sem er fyrsta biðstöðin, þegar komið er framhjá Bartington. Þangað kemur bill og sækir þig. Fáðu þér hádegisverð í matvagn- inum, því það stittir ferðina dálítið. Að sýningu lokinni hafði Júlía ekki hugmynd um, hverskonar mynd þær höfðu séð. Hún vildi fara heim án tafar, því að hver vissi nema Frankie hefði hringt á meðan þær voru úti? Jafnskjótt og þær voru komnar inn úr dyrunum, hljóp hún fram í eldhúsið og spurði Prudence, hvort nokk- ur hefði hringt og spurt um hana, á meðan þær voru fjar verandi. — Nei, svaraði Prudence áhugalauist. — Nú skal ég koma með teið inn til ykkar. Júlía hvarf til síns eigin herbergis, því að einmitt nú þorði hún ekki að tala við móður sína. Hún horfðist á- kveðið í augu við sjálfa sig í speglinum. — Afglapinn þinn! hvæsti hún. — Þér skal ekki leyfast að gráta! Heyrirðu það! Gráttu ekki ! Síðan gekk hún hnarreist fram til tedrykkjunnar. 4. KAFLI. Klara varð að fara á æf- ingu á laugardagsmorgun og mætti á stöðinni á síðasta augnabliki til að kveðja Júlíu. Hún keypti henni far á þriðja farrými, en þegar þar reyndist vera troðfullt, fylgdi hún henni inn á fyrsta farrými og sagði henni að kaupa sér viðbótar miða, er vagnsögumaðurinn kæmi. Andartaki síðar blés lestin til brottfarar, og varð Júlía því fegin, því að jafnvel þótt hún væri að fara i frí og væri vön ferðalögum, gerðu kveðjustundirnar hana ætíð dapra í bragði. Þegar vagnsögumaðurinn kom og hún keypti sér viðbót armiða, virtust allir nær- staddir stara á hana, svo að henni leið illa lengi á eftir. Henni hafði ekki gefizt tóm til að afla sér nokkurs lestr- arefnis, svo að hún hafði ekki annað að gera en að horfa út um gluggann eða að laumast til að kíkja á sam ferðafólkið. Beint á móti henni sat maður í glæsilegum, ljósum sumarfötum. Andlit hans var hulið á bak við dagblað, en hún grunaði hann um að gefa henni gætur í hvert skipti sem hann fletti. Hún uppgötvaði kimnisglampa 1 augum hans, ekki háðsleg- an, sem betur fór, heldur aðeins vinsamlegan. Svo mikið sá hún, að hann var bláeýgður og svarthærður og óvenjulega dökkur á hörund. Þjónninn frá matvagnin- um kom inn og safnaði pönt- unum fyrir hádegisverð, og er hún hafði komizt að í annarri umferð, heyrði hún, að maðurinn pantaði hið Þegar hún fór úr lestinni í Wickhurst, náði hún í burð- arkarl, er skyldi bera töskur hennar að bílnum. Utan stöðvarinnar beið glæsilegur bíll og bílstjóri hjá, og hún sannfærðist þegar um, að hann biði hennar. — Komið þér frá Ash- bourne? spurði hún. En bílstjórinn olli henni vonbrigðum með því að svara kurteislega: — Nei, þvi miður, ungfrú. Júlía svipaðist um í full- komnu ráðaleysi, því þar var engan annan bil að sjá, ekki einu sinni leigubíl. — Ég átti von á bíl að sækja mig, sagði hún. — Ég er á leið í heimsókn til frú Dixon. — Ég þekki bílstjóra henn ar, ungfrú, og hann hefur ekki komið hingað. — Vitið þér, hvort hægt er að ná í leikubíl hér einhvers staðar? — Hér er aöeins um einn að ræða, og hann er úti að keyra. En ef til vill kemur hann fljótlega til baka. | — Gæti ég orðið yður til einhverrar hjálpar? spúrði rödd að baki hennar. í Hún snerist á hæli og sá ; brosandi andlit samferða- manns síns. — Eigið þcr þennan bíl? — Já, ég gæti kannske skilað yður eitthvað áleiðis? — Sjálf átti ég von á bíl, en hann er enn ókominn. Er mögulegt, að lestin sé á undan áætlun? — Nei, hún er þvert á móti tíu mínútum of sein. Hvert viljiö þér fara? — Til Ashbourne. — Nú, það kemur þá ágæt- lega heim, því aö ég ek fram hjá hliðinu þar á leiðinni til mins húss. Hafið þér aiokkurn farángur? — Jú, einn burðai'karlanna á aö vera á leiðinni með hann. Kærar þakkir fyrir hjálpsemina! Ég veit fekki, hvað ég hefði átt aö taka til bragðs, ef þér hefðuð ekki komið’ mér til bjargar. — Það er engrar umræðu viröi. Setjið yður bara inn; ég skal tala við burðarkarl- inn. Þegar hann settist við hlið hennar, rétti hún honum sex penný. — Hvað á ég að gera við þetta? spurði hann.. .... tsparið yður hiaup ú mllil noargra verzlajiaí WltlM 4 «1UM «tWMi -Austurstræti . Hefi opnað tannlækningastofu að ^ ] Skjólbraut 2, Kópavogi. SkoSun og viðgerð á tönnum skólabarna í Kópa* vogskaupstað fer fram kl. 9—12 f. h. og er sá tfrm ekki ætlaður öðrum. Almennur viðtalstími er kl. 2—7 e. h., nema Iaug* ardaga. ÚLFAR HELGASON, tannlæknir. Sími 11998. I Klæðskerar Reykjavíkurhöfn óskar eftir tilboði í föt og kápur handa 20 mönnum (hafnsögu-véla og vatnsmönn- um hafnarinnar). Tilboð ásamt efnissýnishorni sendist hafnarskrif- stofunni fyrir 30. des. n. k. Hafnarstjórinn. ) Bújörð til sölu Jörðin Merkigil í Hrafnagilshreppi er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús, fjós fyrir 32 kýr og hlaða„ sem tekur 1500 hesta af hevi, hvort tveggja nýlegt. Tún allt véltækt, vel ræktað. Stærð ca. 30—35 hektarar. Ræktanlegt land mikið. Sími. Rafmagn frá Laxárvirkjun. Jörðin liggur 14 km. frá Akur> eyri. Vélar og bústofn getur fylgt, ef öskað er. Venjulegur réttur áskilinn. Allar upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar PALL JONSSON, Merkigili. Sími um Grund. Frímerkjasafnarar: Þann 25. nóv. n. k. verða gefin út tvö sett af frí- merkjum. Eins og áður annast ég án sérstaks endurgjalds álímingu og sé um stimplun á fyrstadagsumslögum fyrir frímerkjasafnara. Ég get enn bætt við nokkrum föstum áskrifend- um. Forðist biðraðir og óþægindi. Látið mig annast um þetta fyrir ykkur. Tekið á móti pöntunum i síma 2-49-01 kl. 6—8 síðdegis alla virka daga. Safnarar utan Reykjavíkur, gerið svo vel að skrifa sem fyrst. JÓN AGNARS, Pósthólf 356, ! Reykjavík. Blaðburður Ungling vantar til blaoburðar í HÁTEIGSVEG Afgreiðsla TÍMANNS Flyt hjartans þakkir öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs- afmæli mínu 12. október s. 1. Bið þeim blessunar guðs um ókomin ár. Ingimundur Gíslason, Bakka, Grundarfirði. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.