Tíminn - 19.11.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.11.1959, Blaðsíða 4
4 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinssoa. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasíml 19 523. - Afgreiðslan 12 32J Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13 94C Glíma við eigin afglöp ’ MORGUNBLAÐIÐ ræðir það nú dag eftir dag með stóryrtum lýsingum, hvílíkt afreksverk það muni nú vera að taka við stjórn landsins, því að ástandið í efnahags- málunum sé svo bágborið. — Morgunblaðið kennir aðal- lega um „arfinum“ frá vinstri stjórninni, og telur hann erfiðan viðureignar. En Morgunblaðið gleymir því, að til er annar „arfur“ sem er yngri og mun valda tilvon- andi ríkisstjórn meiri vanda en hinn fyrri. Það er arfur sá, sem kratastjórn Sjálfstæð isflokksins skilur eftir sig. Um hann segir Mbl. aðeins: „Síðan hafa aðeins verið framkvœmd bráðabirgðaúr- rœði til stöðvunar verðbólg- unni. Kaupgjald og verðlag var að visu lœkkað lítillega til þess að stöðva verðbólgu- Jcapphlaupið. E?i meginráð- stafanir hafa verið fólgnar í því að auka verulega niður- greiðslur á verðlagi. En í því felst eins og alþjóð skilur nú áreiðanlega betur en áður, engin varanleg lœkning á því meini, sem nú þjáir is- lenzkt efnahagslíf“. HÉR er vægt að orði kom izt, þó að íhaldið þori ekki annað en viðurkenna hald- leysi þessara bráðabirgðaráð stafana, og stjórnarflokkarn- ir vita það eins og aorir, að það eru þessar lcákráðstafan ir, sem skapa meginhluta þess vanda, sem nú er við að eiga. Lítum nánar á málin. — Vinstri stjórnin fór frá vegna þess að samstaða náð- ist ekki með þáverandi stjórn arflokkum um framhald var anlegra ráðstafana í efna- hagsmálum. Stjórnin hefði þó mjög auðveldlega getað setið áfram, ef hún hefði að eins haft sömu úrræði og A1 þýðuflokksstjórnin, sem við tók, að hlaupa í gamla farið og auka niðurgreiðslurnar að mun. En Framsóknarflokkur inn neitaði að fara þá leið. Hann krafðist framhalds staðgóðra úrræða á þeim grundvelli, sem lagður var vorið 1958, en þegar þau feng ust ekki, baðst Hermann Jónasson lausnar. Helzti „arf úrinn“ sem sú ríkisstjórn skil aði af sér, voru nokkrir millj ónatugir í rekstrarafgangi rfkisins. Og þessi „arfur“ gerði stjórn íhalds og krata fært að framkvæma kákráð- stafanir sínar.. Það varð fangaráðið að kasta þessu fé í niðurgreiösluhítina í stað þess að verja því til nytsamr ar uppbyggingar, eins og Framsóknarmenn lögðu til og venja hafði verið. ÁN þess að fá pennan gilda sjóð í „arf“ hefðu niðuargreiðslurnar orðið erf iðar, og að minnsta kosti komið miklu harðar niður á þjóðinni. Og það var síður en svo nokkurt snillibragð, sem íhaldsstjórn Alþýðuflokksins fann gegn dýrtíðinni. Það hefði víst hver einasta ríkis- stjórn — og vinstri stjórnin líka — hæglega getað gengið sömu braut, ef hún vildi vinna það fyrir setu í ráð- herrastólum eitt ár, að eyða sjóðum þjóðarinnar i niður- greiðslu verðlags og aðrar kákráðstafanir, sem gerðu byrðarnar aðeins enn þá þyngri í framtíðinni. Þessi leið var stjórn Hermanns Jónassonar sannarlega opin ekki síður en öðrum, en hann neitaði að kaupa stjórn sinni líf með þeirri skulda- söfnun á reikning framtíðir innar. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hikuðu hins vegar ekki við það að nóta slíkan lífeyri til stjórn arsetu í heilt ár, en það ligg- ur ljóst fyrir, að það var einmitt „arfur“ fyrrverandi ríkisstjórnar, tekjuafgang- ur rikissj óðs, sem hjálpaði núverandi ríkisstjórn að stjórna með niðurgreiðslum í heilt ár. Þessir flokkar ættu því miklu fremur að þakka „arfinn“ en kenna öðrum um þau afglöp, sem þeir hafa sjálfir drýgt. Það er einmitt misnotkun,, arfs- ins“ sem nú er þyngsta lóðið á vogarskál ógæfunn ar, svo að syrtir í ál fyrir komandi ríkisstjórn. Það sem verst'er við að fást í dag, eru afleiðingar þess, að um síðustu áramót tók við ríkisstjórn, sem ekki hik aði við að sigla hraðbyri þær ógæfuleiðir, sem fyrr- verandi ríkisstj órn neitaði að fara — veg taumlausra niðurgreiðslna. Vandi þeirr ar ríkisstjórnar sem nú er verið að mynda, verður því að mestu glíma við eigin af- glöp. Ekki af baki dottnir ÞAÐ I,EYNIR sér ekki, að brezkir togaraútgerðar menn eru síður en svo ánægð ir með hinar ágætu ísfisk- sölur íslenzkra togara í brezk um höfnum að undanförnu, og þykir þar hafa bætzt grátt ofan á svart. Virðist auð- sætt, að þeir hyggist leita til rikisstjórnarinnar um ráð stafanir til þess að koma í veg fyrir að íslendingar flytji fisk á brezkan markað. Formaður sambands fiski Skipaeigenda í Fleetwood, H. Atkinson lét t.d. svo um mælt í ræðu s.l. föstudag að því er The Fishing News segir: „Það er óhugsandi, að ríkis stjórn okkar telji sig geta horft aðgerðalaus á það, að jafnframt því, sem við miss um öll hin helztu fiskimið, sem við höfum nýtt undan- farið, þá taki aðrar þjóðir fiskinn af þessum miðum og flytji hann á markað okkar“. Af þessu sést, að brezkir togaramenn hafa enn. í huga aðgerðir gegn löndun ísl. T í MIN N, fimmtudaginn 19. nóvember 1959, Norðlenzki skólinn Nýlega er komin út á vegum Menningarsjóðs bók með þessu nafni, sem Sigurður Guðmundsson skólameistari Menntaskólans á Afcureyri hafði lengi unnið að og að mestu gengið frá skömmu áður en hann dó. Eftirmaður, hans við 1 Menntaskólann nyrðra, Þórarinn ! Björnsson, skólameistari, hefur bú ' ið handritið undir prentun og að öllum frágangi, innra sem ytra er þetta hin merkasta bók. i ! Ég verð að játa, að ég hef oft tekið mér bækur í hendur, um uppeldis- og skólamál, en þó lesið fæstar þeirra til enda. En þó þessa bók Sigurðar skólameistara fór á annan veg, hana las ég spjald anna milli, án þess að áhugi fyrir | efni hennar dofnaði. Kemur þar einkum til hinn mikli fróðleikur um skólamál landsins fyrr og síðar, sem hún geymir, og hin Ijósa fram setning höfundar á þróttmiklu, fallegu og nær því alltof alþýðlegu máli. Mannlýsingar Sigurðar skóla meistara eru lika óvenjulaga glögg ar, maður kynnist þar lifandi mönn um með kostum þeirra og einstaka göllum. Þar er bæði skýrt frá þrautseigju og miklum afrekum, og líka frá mistökum, sem stund- um henda góða og greinda og menntaða menn. i | Bókin hefst með lýsingu á þeim vesældar og armæðutímum þegar Hólaslcóli er lagður niður, Auðunn arstofa rifin ogbiskupstóll tekinn af á Hólum og prentverkið burtu flutt. En síðan er sögð saga hinnar þrotlausu baráttu fyrir því að stofna skóla á ný á Norðurlandi, unz sigur vannst og skóli var sett ur á stofn á Möðruvöllum í Hörg- árdal og Jón A. Hjaltalín kvaddur heim frá Englandi til að veita hon um forstöðu. Ég hef kynnzt mörg- um gömlum Möðruvellingum á ferðum mínum um landið og oft undrazt hve margir þeirra báru af öðrum 'samtíðarmönnum að mennt- uri og framkomu. Skólinn á Möðru völlum hafði mótað þá þannig. Ef lærdómur og menntun fylgjast að Ðráttarbraut í Stykkishólmi Stykkishólmi í gær. — Hafnar- nefnd Stykkishólms lætur nú fara fram athugún á byggingu dráttarbrautar fyrir 600—900 1. skip í svonefndri Skipavik, sem er skammt vestan við kauptún- ið. — Að dómi sérfróðra manna er aðstaða öll þarna góð og er nú unnið að kostnaðaráætlun og frekari athugun. Þetta er orð ið mjög aðkallandi nauðsynja- mál, því báta- og skipaflotinn á Snæfellsnesi fer mjög ört vax andi. En á Nesinu er aðeins ein dráttarbraut fyrir 50—60 lesta skip, og verða því öll skip þar yfir, að leita til Reykjavíkur. KG togara hliðstæöar löndunar banninu forðum daga, hvað ! sem úr verður. Jafnframt þessu stendur gefur það öryggi og þeir, sem h\rort tveggja hafa hljóta að verða frjálslegri í framkomu en hinir, sem hafa farið þess á mis. Mont og menntun getur aldrei farið saman hjá einni mannveru. „Möðruvalla- montið“, sem Sigurður skólameist ari ræðir talsvert um í bók sinni, hef ég ekki orðið var við hjá þeim Möðruvellingum, sem ég hef kynnzt. í bókinni er fjöldi ágætra mann lýsinga. Jón A. Hjaltalín kemur þar mjög skýrt fram, allmjög mót- aðnr af langri dvöl með Englend- ingum, en þó ósvikið íslenzkt há- karlaformannseðli inn við beinið, maður, sem kunni bezt við að stjórna skútunni sjálfur í stað þess að láta hásetana — skólapiltana — ráða stefnunni. Þá er og stórvel gerð myndin af Stefáni Stefáns- syni kennara og síðar skólameist ara, glæsimenninu og kennara af Guðs náð. Og ógleymanlegur verð ur svipur alþýðufræðarans Guð- mundar Hjaltasonar, hins óeigin- gjarna hugsjónamanns. Margir koma við sögu í þessari bók, konur og karlar, sem gott er að kynnast og saga norðlenzka skólans er rak in þar til hinu milda taikmarki er náð: Réttinum til að útskrifa stúdenta, sem gátu haldið þaðan áfram í æðstu menntastofnunina, háskólann. Óbeinlínis lýsir þessi stóra og góða bók höfundi sínum Sigurði Guðmundssyni ágætlega vel og það verður ékki dregið í efa að 'hann hefur verið einn allra merkasti skólamaður landsins. En, énda þótt þessi bók, Norðlenzki skólinn, sé ágæt í alla istaði, má þó segja með miklum rétti, að í hana vant- aði síðasta kaflann: Kaflann um Sigurð Guðmundsson skólameist- ara Því þetta tímabil sem hann lýsir þar er eiginlega ekki til enda rakið fyrr en hann hverfur frá Menntaskólanum og nýr maður tek ur við. Það er stórþakkarvert af Menningarsjóði að hafa gefið þessa ágætu bók hins látna meistara út. Og vel færi á að ekki yrði látið dragast of lengi að skrifa og gefa út kaflann um Sigurð Guðmunds- son, meðan hann er mörgum mönn um enn í fersku minni. Ragnar Ásgeirsson. ASalftindur Kennarafél Husstjórn ; svo yfir leyndarráðstefna i sem brezka stjórnin hefur boðað til í London með full trúum þeirra ríkja, sem sam stöðu eiga með henni í land helgismálum og vilja berjast gegn óskoraðri 12 mílna land helgi. Eru ríki þessi að undir búa samstöðu sína, vörn og sókn á sjóréttarráðstefnunni á næsta ári. Þetta eru athygl isverðar fréttir fyrir islend inga, og þeir hljóta að hug leiða, hvort nokkuð svipað hafi verið gert til þess að treysta málstað 12-milna ríkj anna og mynda sameigin- lega vígstöðu þeirra. Aðalfundur félagsins var hald- inn að Laugarvatni, dagana 22.— j 25. ágúst s.l. Fundinn sóttu 33 j skólastjórar og kennarar frá hús- mæðraskólunum og hússtjórnar- deildum gagnfræðastigsins. Skólastjóri Húsmæðrakennara skóla íslands, frk. Helga Sigurðar dóttir. som hefur Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni á leigu j annag hvort sumar fyrir skóla sinn, sýndi félaginu þá velvild að hýsa fundarkonur í skólanum og veita þeim beina .Kann félagið henni, svo og kennurum og nem endum skólans alúðar þalckir fyr ir hinar ágætu móttökur. Fundarstjórar voru þær Hall- dóra Sigurjónsdóttir og Dagbjört Jónsdóttir, og ritarar Dagrún Kristjánsdóttir og Þorgerður Þor geirsdóttjr. Aðal umræðuefni fundarins var „mark og mið húsmæðrafræðsl- unnar“. Var fundarkonum skipt í hópa, sem ræddu um málið hver í sínu lagi og skiluðu síðan áliti á sameiginlegum fundi. Umræð- ur urðu miklar og' þótti þetta fyr- irkomulag takast vel. Helztu niðurstöður umræðn- anna voru að vinna beri afí því að hafa kennsluna sem fjölþætt- asta og hagnýtasta — og tll þess, að það megi takast, þurfi að nota nýtízku kennsluaðferðir og búa skólana kennslutækjum og áhöld um í samræmi við nútíma kröfur. Voru fundarkonur sammála um, að skólarnir væru á réttri leið, að því tilskyldu, að kennarar fylgd- ust vel með nýjungum og hag- nýttu þær við kennsluna. Rætt var um þörf á nýjum og endurbættum kennslubókum og stjórn félagsins falið að kjósa nefnd til þess afj sjá um útgáfu nýrra kennslubóka. Þá var rætt um fjölbreytni í mataræði og nauðsyn á hollum matvenjum, skólareglur og launa mál. Mikil óánægja kom fram á fund inum um launakjör húsmæðra- skólakennara. Töldu fundarkonur það nauðsynlegt réttlætismál, að 'kennarar við húsmæðraskóla fengju sömu laun og gagnfræða- skóla fengju sömu laun og gagn fræðaskólakennarar. Óviðunandi væri það launamisrétti, er nú væri ríkjandi ,enda mjög erfitt að fá kennara að húsmæðraskól- unum af þeim sökum. Er svo langt gengið, að orðið hefur að ráða danska kennara a^ skólunum á þessu hausti. Hliðstætt launamis- rétti á sér stað við Húsmæðra- kennaraskóla íslands. Laun kenn ara þar eru þau sömu og gagn- fræðaskólakennara, en kennarar við Húsmæðrakennaraskóla ís- lands eiga .tvímælalausan rétt til þess að vera í sama launaflokki og kennarar við Kennaraskóla ís- lands. Auk þess hefur hingað til hvílt sú kvöð á kennurum Hús- mæðraskóla fslands að vinna kaup laust annað hvort sumar. Að fundi loknum gengu fulltrú ar fundarins fyrir menntamálaráð herra til áherzlu kröfum sínum um kjarabætur. Fundarkonur ’ lýstu ánægju sinni yfir hinni nýstofnuðu Vefn aðarkennaradeild í Handíða- og myndlistarskólanum, því að óvið unandi er, að vefnaðarkennarar verði að sækja menntun sína til annarra landá. Skortur er nú á vefnaðarkeinnurum. Ýmislegt var til fróðleiks á fundinum: Aðalsteinn Guðjóns- son, verkfræðingur, flutti erindi með myndum, um lýsingu í skól- um og heimilum. Hjalti Geir flutti erindi, með myndum, um Kristjánsson, húsgagnaarkitekt, húsbúnað. Halldóra Eggertsdóttir námsstjóri, flutti erindi, með myndum, um húsmæðrafræðslu í Bandaríkjunum. Þá var sýni- kennsla í matreiðslu, sem Katrín Helgadótir, skólasjóri, og Dag- björt Jónsdóttir, húsmæðrakenn- ari, önnuðust. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Halldóra Eggertsdótt ir, formaður; Bryndís Steinþórs- dóttir, ritari; Jakobína Guðmunc(s dóttir, gjaldkeri, og meðstjórnend ur þær Helga Sigurðardóttir, Katrín Helgadóttir, Dagbjört Jóns dóttir og Guðrún Jónasdóttir. Töluvert fennt í Keldu- hverfi Kópaskeri, 12. nóv. — Ekki er vitað með vissu um fjánskaða af völdum óveðursins, en sennilega hefur töluvert fennt í Kelduhverfi, lítið í Axarfirði og eitthvað í Núpa sveit. Leita menn nú mjög að fé sínu en ekki er útséð um árangur enn. Tveir bátar slitnuðu upp í veðr- inu, uppskipunarbátur kaupfélags- ins og trillubátur. Trillubáturinn er eyðilagður, en uppskipunarbát- urinn lenti upp á isléttum sandi. Ekki er hægt að fullyrða, hvort skemmdir hafa orðið á honum, því að hann getur hafa rekið í grjót áður en hann lenti í sandinum. Hér er mikill snjór og haglaust með öllu. Bílar hafa brotizt hingað 'framan úr Axarfirði en ekki úr Kelduhverfi. Tveir menn lágu úti í sæluhúsi á Axarfjarðarheiði á mánudags- •nótt, en komust. til byggða á mánu dag. .Margt fólk bíður hér eftir Esjiuini austur um land. Þ. B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.