Tíminn - 19.11.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.11.1959, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 19. nóvember 1959. Jón Brynjólfsson, 1. formaður Um þessar mundir eru liðin sextíu ár síðan Fríkirkjusöfn- uðurinn í Reykjavík var stofn- aður, en það sama ár var ■ KFUM stofnað, enda fór þá j um vakningaralda til eflingar trúarlífi Ástæðan til stofnun- ar Fríkirkjusafnaðar er talin hafa veríð sú fyrst og fremst, að ýmsum þótti ríkið sitja yfir rétti kirkjunnar. Þetta sama ár var gjald til kirkju og prests lækkað með lögum, og ,,offrið“ eitt var 4 kr. og Mrkjugjöld öll miklu hærri að tiltölu en nú er. Nokkrir menn tóku sig þá til og létu bera um bæinn undirskrifta- skjal. Texti þess var á þá lund, að undirritaðir væru óánægðir með ýmislegt innan þjóðkirkjunnar og teldu frikirkjufyrirkomulag heppi- legra, ig vildu taka þátt í slofnun fríkirkjusafnaðar. Stofnendur safnaðarins eru tald- ir 28, en talið er að það sé tala þeirra, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni. Um 250 manns gengu þegar í söfnuðinn við stofn- un hans 19. nóv. 1899. 1 fyrstu safnaðarstjórn áttu sæti Arinbjörn Sveinbjörnsson bókbindari, Þórður Narfason trésmiður, Sigurður Ein- arsson, verkamaður, Jón Brynjólfs- son kaupmaður og Gísli Finnsson,- járnsmiður. í safnaðarráði voru Jón G. Sigurðsscm og Ólafur Run- ólfsson. Fyrsti prestur safnaðar.ins var Lárus H. Halltíórsson, gáfu- og Jiæfileikamaður, sem verið hafði prófastur á Valþjófsstað og þing- maður Norðmýlinga um tíma. Hann viidi helzt ekki nota prests- skrúða eða tón og taldi tildur og prjál. Hann var heitur trúmaður en óánægður með siðareglur þjóð- kirkjunnar. Hann hætti þó fljót- lega prestsskap og gerðist kennari við Lærða skólann. Eftir að þeir höfðu byggt kirkj- lina við Tjörnina var þar hið sama guðsþjónustuform við haft og í ÞjóðkLrkjunni. Helgisiðabók henn ar hafa og frikirkjuprestar allir síðan notað. Söfnuðurinn var stofn aður á öldungis sama trúargrund- velli og nefndur frá upphai'i því heiti, sem hann enn ber: H:nn evangeliski Lútherski Frikirkju- SÖfhuður í Reykjavik. _ í 'afmælisgrein einni lýsir séra Árni Sigurðsson hlutverki hans á þessa leið: „Frík.söfn. er samtök kristinna manna, sem vúja vinna að því sama, sem kirkja Krists frá upphafi vega sinna hefur num ið að: að veita andlega upplýsingu, trúarlega fræðslu, uppörvun og hvatning til góðs og bróðurlegs samfélags lífs, huggun og styrk í erfiðleikum og and'streymi, fagr- an og bjartan skilning kristindóms ins í lífi og dauða. Fríkirkjusöfn- uðurinn vill kjósa isér til handa sem sannkiristnum söfnuði, sem mesta sjálfstjórn og athafnafrelsi og trúir því að frelsið sé hollast og heillavænlegast þeim, sem með kunna að fara“. Eflaust hefur sr. • Árni komið hér prýðilega orðum að hugsun þeirra, er voru i þess- um samtökum frá byrjun. Og þess ari stefnu hefur síðan verið haldið fram alla tíð. Fríkirkjusöfnuðurinn á nú 60 ára sögu. 'Ekki verður hún sögð hér nema i fáum dráttum, enda hefur hún á fyrri ínerkisafmælum jverið rakin allýtarlega. Einnig er nú í prentun saga Kvenféiags Frí kirkjunnar, sem Jón Björnsson rith. hefur tekið saman. Þar koma fram helztu atriðin í sögu safnaö- arins til þessa dags. Kvenféalgið Sr. Lárus Halldórsson an dag, þá fór óðum að fjölga í söfnuðinum. Prestur hafði hann áður verið í Selvogi, Holtaþingi og Ö'lfusi. Sjálfur segist hohum hvor öðrum bróðurhönd í öllu starfi, og hefur svo jafnan verið“. Sókn varð svo mikil í hina nýju kirkju, að sama árið og hún var fullsmíðuð var ákveðið að lengja hana nærri því um helming. Hún var 20 álnir á lengd og 18 á breidd og kostaði 18,000 kr. Bæta skyldi nú við hana 15 álnum, hvað gert var á næsta ári- eftir upp- drætti Rögnvalds Ólafssonar og kostaði sú viðbót 12,500 kr. Sr. Ólafur vígði hana í 2. sinn 12. nóv. 1905. Alltaf stækkaði söfnuð- urinn. Þegar sr. Ólafur lagði niður prestskap við Fríkirkjuna hér 1922 og sr. Árni Sigurðsson var kosinn, voru 4000 manns á kjör- skrá. Var þá farið að tala um að stækka þyrfti kirkjuna enn. Og 1924 þegar söfnuðurinn var 25 ára var það igert í þriðja sinn og í það, form, sem hún nú hefur. Bætt var, við hana myndarlegum kór, steypt j um og hvelfing hækkuð um 5 áln’ ir eða upp í 15. — Um 1100 manns rúmar hún í sæti og er það lang- rnesta sem nokkur kirkja og sam Sr. Ólafur Ólafsson , voru 5900 á kjörskrá. En þar höfðu kosningarétt allir, sem orðnir voru 15 ára. Þannig mun einnig hafa verið þegar sr. Árni var kosinn í R.vík sextugur Stofnaíur af mönnum, sem fjótti sjöld ríkis- kirkju fjung og voru óánægðir meS starfsemi og helgisiÖi hjóðkirkjunnar komuhús hér á landi tekur. Hall- grímskirkjan fyrirhugaða á aðeins; að fara frarn úr henni um 100 manns. Uppdrátt að þessari breyt ingu og stækkun Fríkirkjunnar gerði Einar Erlendsson húsameist ari, en yfirsmiður var Sigurður Halldórsson. sem síðan varð um langt árabil formaður safnaðar-1 stjórnar. Sr. Ólafur vígði hina end urbyggðu kirkju í 3. sinn 21. des. 1924. Flann var þá að vísu hættur þjónustu fyrir 2 árum, en sjálf- sa.gt hefur þótt að hann vígði hana í þetta sinn eins og áður. Sr. Árni Sigurðsson var kosinn- fríkirkjuprestur 23. júní 1922 og vigður 27. júní. Á hans prestskap- artíð (1922—1949) hélt söfnuður 'nn enn lengi áfram að vaxa og náðj þá því fjölmenni, _sem hann hefur mest haft. Sr. Árni hafði líka flest það til að bera, sem glæsilegan. klerk má prýð'a — útlit, gáfur og lærdóm. Hann var og raddmaður ágætur og gat predikað af tilfinningahita ekki síður en forveri hans — þó með öðrum hætti. Hann stofnaði 1942 kristi- legt fé'lag ungra manna Fríkirkj unnar og hélt fundi með þeim annan hvern sunnudag yfir vetr- ármánuði, en barnaguðþjónustu þess í milli. Föstumessur flutti hann alla laupföstu á miðvikudags kvöldum og er svo enn. Þegar sr. Árni féll frá mjög um aldur fram 1949, þá mun hafa verið í söfnuðinum á 9. þús. manns. Við prestskosninguna í byrjun árs 1950 1922. Allir, sem búa innan lögsagn arumdæmis Reykjavíkur, Seltjarn- arneshrepps cg Kópavögsbaejár hafa rétt til að vera í Fríkirkju- söfnuðinum — ef þeir vilja, og um alR þetta svæði er hann dreifð ur nú- Árið 1926 varð Páll ísólfsson organisti við kirkjuna og var það til 1939. Þá tók Sigurður bróðir hans við. Hann er organisti nú og verður vonandi enn lengi. Fyrsti organistinn var föðurbróðir þeirra Jón Pálsson (1903—15), næsti var Pétur Lárusson Halldórssonar frí kirkjuprests (1913—19) og sá þriðji Kjartan Jóhannesson (1917 —26). AUir hafa þessir 5 menn veitt söínuðinum mikla og góða þjónustu. Einníg hefur kirkjan alltaf haft góðum söngkór á að skipa. Árið 1935 var byggt íbúðarhús fyrir prestinn. Það 'S-tendur við Garðastræti. í þvi er lítil kapella til að skíra i cg gifta. Fyrir nokkr um árum voru ný hitunartæki sett í kirkjuna. Kostaði það yfir 60 þúsund krónur. Og nú nýlega rafi.nagnstæki til að hringja með klukkunum. í þessum fra-mkvæmd um safnaðar:ns að kalla öllum er varla ofmælt að kvenfélag hans hafi verið lífið og. sálin. Þá hefur ekki heldur Fóstbræðraféla.gið, sem stofnað var 1950, látið sinn hlut eftir Lggja. Þó að það félag eigi sér ekki enn langa sögu, hef (Framh. á 7. siðu.) Sr. Þorstelnn Bjarnsson FRIKIRKJAN er aðeins sex árum yngra. Um! svo frá í minningaritinu: „Ýmigust starfsemi safnaðarins og vöxt skal urinn og m'sskilningurinn, sem þessa getið: áður hafð bóiað á ekki svo lítið, eyddist og hvarf eins og nætur- A prestskapararum sr. Larusar þoka.n fyrir morgunsól: góð- og voru guðsþjónustur haldnar í vingjarnleg samvinna hófst á milJi Góðtemplarahúsinu, Hin fyrsta var I Þjóðkirkju- og fríkirkjuprestanna; flutt 1. sunmudag í jolafostu eða, studdu þeir hvor annan og réttu 3. des. 1899 og mun siðan h'afal verið messað hálfsmánaðarlega.; Sr. Lárus gaf einnig út anánaðar- ■ritið „Frí!kirkjan‘‘ í hálft fjórða !ár 1899—1902. Merkisrit, sem nú er í fárra eigu. Áður en konungleg staðfesting fékikst fyrir safnaðar- mynduninni höfðu .stofnendur orð ið að heita' því að koma sér upp viðunandi híbýlmn til guðþjón- ustuhalds, sem allra fyrst. Höfuð verkefnið var því að sjálfsögðu kirkjubygging. Þétta reyndist býsna anikið átak. Söfn. var fá- mennur í byrjun og ekki heldur af !efnafólki saansettur. Kirkjan var því ekki komin upp fyrr en í ái’slok 1903. Þá var sr. Lárus hætt ur -prestskapnum, en sr. Ólafur Ólafsson tekinn við. Hann var •einnig þegar frægivr "iklerkur,. ér hann varð ’ frikirkj up.restur. Og .eft ir að kirkjan varr fullgerð, sem hann sjálfur vigði 22. febrúar 1904 i ■og var síðan messað í -hvera helg- Sr. Árnl Slgurðsspn ára: Ingíbjörg Daníelsdóítir á VigdísarstöSum í dag er 80 ára Ingibjörg Daníels dóttir, búsfreyja á Vigdísarstöðum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún fæddist að Hrtausakoti í Miðfirði og foreldrar hennar voru Daníel Jósíasson og Kristín Guð- mundsdóttir. Ingibjörg ólst upp hjá móður sinni til 12 ára aldurs, en fór þá að vinna fyrir sér og var í vistmn í Vatnsdal og víðar í Austur-Húna vatnssýslu fram yfir tvítugsaldur. Árið 1904 igiftist hún - Sigurði Bjarnasyni frá Vigdísaiistöðum. Fyrstu hjúskaparárin voru þau á Brákku í Þingi og á Hjallalandi, en fluttust þaðan að Vigdísarstöð- um árið 1906 og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Þau munu hafa sett ■saman bú.af litlum efnum og jöi-ð- in, sem þau fengu til ábúðar, er ■lítil, og var á þehn tíma kostarýr. Má það kallast þrekvirki hjá þeim hjónum, að framfleyta stóru heim ili vlð þær aðstæður. Þau eignuð- ust, mörg þörn og auk eigin barna ólust upp hiá þeiim nokkur fóstur- börn. Gamait fólk átti líka gott athvarf á heimili þeirra. Umhyggj an- fyrir börnum og gömlu fólki ber glöggan - vott um mannkosti þeirra hjóna, Ingibjargar og Sig- urðar. S'gurður á Vigdísarstöðum lézt árið 1941. Ein af dætruim þeirra Vigdísar- staðahjóna, Kristín, dó á þrítugs- aldri en sex börn þeirra eru á lífi. - Þau eru: Frúnaiin, búsettur í Reykjavik. Sigríður á Vlgdísarstöðum. Hún var gift Magnúsi Sigurgeirssyni, en hann lézt 1943. Börn þeirra cru þrjú, til heim'lis hjá móður sinni. Margrét á Vigdísarstöðum. Bjarni, bóndi á Vigdísarstöðum. Hólmfríður og Sigurlaug, giftar og búsettar í Reykjavík. Á Vigdísarstöðum er snyrtilegur og góður búrekstur hjá börnum Tngibjargar. Þar hafa verið gerðar miklar umbætur á síðari árum, svo að iörðin ber nú gott og gagn- samt bú. Á þessuna bæ hefur Ingi- björg átt heima síðastl. 53 ár og þar hefur hún gott skjól hjá börn- um sínum á elliárunum. Enn mun henni sjaldan falla verk úr hendi, ■þrátt fyrir háan aldur. Hún spinn- ■ur og priónaa-. og alltaf hafa börn- in .og. áðrir .þörf fyrir s'kjólgóð^r flíkur,- Þannig heldur gaanla kon- an áfraan að vinna og hlynna afl öðruaai meðaai kraftarnir endast. i ■ Góðir verði henni- ævidagarnír, sem eftir ea-u. Hún vea-ðskuldar það. 1 Skúli Guðmundsson. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.