Tíminn - 01.12.1959, Blaðsíða 4
T I J>U N N, þriðjudaginivtlitxieseinber i!959
IIKlíMMIMHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUUIimillllllimMimmiHIIHfllllll
iHMiiimmiimiiiiiiiiiiiiiimiiumiiMHuiimiiHuimMiiiiMB?
Útyifandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarlnssom.
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301,18 302, 18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 32S
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13 Mt
Jl i
Þögn Ingölfs
EKKI MUN hjá þvj fara,
að umræð'ur þær, sem fram
hafa farið á Alþingi undan-
farna daga munu vekja þjóð
arathygli. Tvö mál hafa bor-
ið þar hæst. Annað er það
áform stjórnarflokkanna, að
fresta nú Alþingi um tveggja
mánaða tíma, hitt er bráða-
birgðalögin um búvöruverð-
ið.
Eins og mönnum er í
fersku minni voru, hinn 18.
sept. s.l., gefin út bráða
birgðalög um verð á land-
búnaðarafurðum, þar sem
svo var fyrir mælt, að smá-
söluverð það á landbúnaðar
afurðum, sem kom til fram-
kvæmda 1. marz s.l. skyldi
gilda óbreytt frá tímabilinu
frá 1. sept.—15. des. Sam-
dægurs mótmælti stj órn
Stéttarsamb. bænda laga-
setningunni og taldi að með
henni væri freklega gengið
á rétt bænda. Daginn eftir
gildistöku laganna birti mið
stjórn og þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins yfirlýsingu í
Morgunblaðið. í yfirlýsing-
unni segir m.a. að ekki hafi
reynst unnt að ná samkomu
lagi um verðið og því sé ekki
við annað að miða, en þann
grundvöll, sem i gildi hafi
verið. Svo segir:
„Samkv. þeim grundvelli
hefði verðlag landbúnaðar-
afurða nú átt að hækka um
3,18%. Sú hækkun er hlið-
stæð því eins og ef kaup
launþega hækkaöi vegna
hækkunar visitölu fyrir
verðhækkanir og þess vegna
annars eðlis en beinar grunn
kaupshækkanir". Segja að-
standendur yfirlýsingarinn-
ar að eðlilegast hefði verið
að greiða niður þessar verð-
hækkanir en á það hefði ríkis
stjórnin ekki viljaö fallast.
Og loks:
„Af framangreindum
ástæðum lýsir Sjálfstæðis-
flokkurinn yfir því, að hann
muni á Alþingi leggja til að
bændum verði bætt upp það
tjón, sem þeir af þessum sök
um verða fyrir“.
TVEIMUR dögum ertir
útkomu bráðabirgðalaganna
lýsti miðstjórn Framsóknar
flokksins, yfir því, að hún
teldi lögin gerræði og flokk
urihn mundi beita sér gegn
samþykkt þeirra á Alþingi.
ítrekaði þá Sjálfstæðisflokk
urinn yfirlýsingu sína. Þegar
þar var komið, krafðist Fram
sóknarfl. þess að Alþingi
yrði kallað saman til að
fjalla um málið, þar sem að
sýnt þótti að lögin hefðu
ekki meiri hluta fylgi á
á þingi. Forsætisráðherra
neitaði.
Nú er komin ný ríkisstjórn
þar sem Sjálfstæðismaður er
landbúnaðarráðherra. Hefði
nú mátt ætla, að Sjálfstæð-
isflokkurinn krefðust þess
að lögin yrðu þegar lögö fyr
ir þingið og stæði við sín
stóru orð um að folla þau.
En hvað gerist? í stað þess
að leggja lögin fyrir þingið
fram tillögu um að þlngi sé
eins og skylt er, ber stjórnin
frestað þar til í janúarlok.
Og þó falla bráðabirgðalögin
úr gildi 15. desember. Hvað
tekur þá við? Ný bráðabirgöa
lög?
S.L. LAUGARD. flutti
Skúli Guðmundsson ræðu
um þetta mál og sagði þar
m.a.:
„í sambandi við þær end-
urteknu yfirlýsingar, sem
Sjálfstæðisflokkurinn gaf út
í september vil ég leyfa mér
að spyrja hæstv. landbúnað-
arráðherra hvað hann sé bú
inn að gera eða ætli að gera
viðkomandi greiðslu á þeim
uppbótum, sem flokkur hans
lofaði að leggja til að bænd-
um yrðu greiddar. Er ráð-
herra búinn að tilkynna
framleiðsluráði landbúnað-
arins að bændur muni fá
þessi umræddu 3,18% uppbót
á verð þeirra afurða, sem
þeir hafa selt siðan lögin
komu til framkvæmda? —
Telur ráðherra slg þurfa sér
staka heímild frá Alþingi til
að greiða þessar bætur eða
telur hann lagaheimild fyrir
hendi? í yfirlýsingum Sjálf-
stæðisflokksins, sem ég áðan
vitnaði til, virðist : koma
fram sú skoðun, að þörf sé
sérstakrar samþykktar um
þetta. Sé það rétt, þá vil ég
enn spyrja landbúnaðarráð-
herra: Ætlar hann ekki aö
leita eftir slikri heimild á
Alþingi nú þegar? Það mál
þarf að fást afgreitt áður en
þingi verður frestað ef- til
þess kemur. Er nú komin til-
laga frá forsætisráðherra
um þingfrestun. Er þar lagt
til, að þingi verði frestað
mjög bráðlega, allt fram til
síðustu daga janúarmán.
En það væri hin mesta
óhæfa að láta bændur bíða
eftir bótagreiðslum allan
þann tíma“.
EKKERT SVAR fékkst
frá Ingólfi. Þingið fær ekkert
að vita um áform ríkisstjórn
arinnar annað en það, að
hún ætlar að losa sig við það.
Hvernig lýst mönnum á
vinnbrögöin?
Og fari nú svo, að þingið
verði sent heim, án þess að
bráðabirgðalögin verði lögð'
fyrir það, eða heimild sam-
þykkt til greiðslu þessara
3,18% til bænda, hvað æ'tlar
ríkisstjórnin þá aö gera? A1
mennar ráðstafanir í efna-
hagsmálum verða þá ekki
tilbúnar. Ætlar stjórnin þá
að gefa út ný bráðabirg'ða-
lög, binda verðið áfram? —
Ingólfur hefur svarað því
einu, að hann muni fara að
lögum. En hvernig ætlar
hann að gera það. Það virð-
ist. mikil krossgáta úr því
sem komið er. Og hvernig
ætlar Sjálfstæðisflokkurinn:
að efna lQ,fof$ sín? :
ERLENT YFIRLIT
M’-'5' IfiSk'íí 'V;-j ••:<-. j
Árangurínn af för Eisenhowers fer 1
eftir, hvaða boðskap hann flytur (
Forseti Bandaríkjanna byrjar ferííalag sitt á fimmtudaginn til 10 landa. I
AndstætJingr hans hafa vantrú á ferðalagi hans
A FIMMTUDAGINN kemur
byrjar Ejsenhower fors&ti ferða
lag til 10 landa í iþremur heims-
álfum. Ferðalag þetta mun taka
þrjár vikur og er hið lengsta,
sem nokkur forseti Bandaríkj-
ann ahefur farið í meðan
hann gegndi embætti. Það er
því að vonum, að þetta ferða-
lag vekur mikið umtal og at-
hygli.
Margt hefur þegar verið
rætt og ritað um það, hver sé
tilgangurinn með ferðalagi
Eisenhowers. Að tmiklu leyti
er það að sjálfsögðu farið í
áróðursskyni. Öðrum þræði er
því ætlað að styrkja tengsli og
vináttu milli Bandaríkjanna og
þeirra þjóða, sem Eisenhower
heimsækir. Hinum þræðinum
er því ætlað að styrkja forset-
ann og flokk hans heima fyrir
með tilliti til forsetakosning-
anna á næsta ári. Af þaim
ástæðum hafa stjórnarandstæð-
ingar í Bandaríkjunum takmark
aðan áhuga fyrir þessu ferða-
lagi. Þannig lét Dean Acheson,
sem var utanríkisráðherra Tru-
mans, þannig um rnælt nýlega,
að ferðalag þetta væri eins og
farið út í loftið. Meðan forset
inn fylgdi ekki neinni ákveð
inni stefnu í alþjóðamálum,
heldur hringlaði sitt á hvað,
gæti ekki náðst neinn jákvæður
árangur af slíku ferðalagi. Hins
vegar kynni það að vekja um-
tal og athvgli á persónu forset-
ans, en slíkt gæti reynzt vafa-
samur árangur fyrir Bandar.
ef ekki reyndist neitt á bak við.
LÖNDIN, sem Eisenhower
heimsækir, eru vissulega þann
ig valin, að tæpast veitir af því,
*að Bandaar. reyni að treysta
sambúð sína við þau. Mörg
þeirra eru nábýlíslönd Sovét-
ríkjanna, en önnur eru í vissri
hættu vegna ásóknar kommún
ismans.
Fyrsta ríkið, sem Eisenhower
heimsækir, er Ítalía, en þangað
kemur hann á föstudaginn. Þar
fer með völd veik íhaldsstjórn,
er telur Ítalíu réttilega setta
til hliðar í samtökum vestrænnr
þjóða. Þar er stærsti kommún
istaflokkurinn vestan tjalds.
Annað ríkið, sem Eisenhower
heimsækir, er Tyrkland. í þessu
nábúaríki Sovétríkjanna ríkir
nokkur uggur varðandi það, að
Bandaríkin kunni að reynast of
tilslökunarsöm í samningum
við Sovétríkin, ef til kemur. Þá
búa Tyrkir við mikla fjárhags-
lega erfiðleika og þurfa mjög
á aukinnl aðstoð Bandaríkj-
anna að halda.
Þriðja landið, sem Eisen-
hower heimsækir, er Pakistan.
Þar er ástandið að ýmsu leyti
svipað og í Tyrklandi.
Fjórða ríkið, sem Eisenhower
kemur til, er Afghanistan. Hér
er um að ræða hlutlaust ríki,
isem nýtur bæði efnahagsaðstoð
ar frá Sovétríkjunum og Banda
ríkjunum. Stjórnendur þess
munu leggja áherzlu á að fylgja
hlutleysisstefnunni áfram. För
Eisenhowers þangað er ekki
sízt merkileg fyrir það, að hún
oer þess merki, að Bandaríkin
ætla í framtíðinni að kappkosta
ekki síður góða sambúð við
■>, ••
Eisenhower
hlutlausu ríkin en bandalags-
ríki sin.
Þetta sést þó kann-lce enn
betur með heimsókn Eisenhow-
ers til fimmta landsins, sem
hann heimsækir, en það er Ind-
land. Þar mun hann dveljast
lengst, enda mun óþætt að
segja, að það sé aðalerindi
ferðalags hans að heimsækja
Indland. Stjórn Indlands mun
áreiðanlega leggja -mikla
áherzlu á, að hún muni fylgja
hlutleysisstefnu áfram og ekki
bindast í nein bandalög. Þrátt
fyrir það má búast við batn-
andi sambúð milli Indlands og
Bandaríkjanna og að Bandarík-
in auki efnahagslega aðstoð
sína - þar. Bandaríkjamönnum
er að verða betur og betur
ljóst, að Indland er í dag helzti
varnargarðurinn gegn komnnún
ismanum í Asíu.
Sjötta ríkið, sem Eisenhower
heimsækjr, er íran. Þar er
ástandið að ýmsu leyti svipað
og í Pakistan og Tyrklandi.
Sjöunda ríkið, sem Eisen- =
hower kemur til, er Grikkland. |
Það er af mörgum ástæðum I
talin fremur veikur hlekkur í |
keðju NATO-ríkjanna, m. a. |
vegna þess, að Kýpurmálið get- i
ur enn átt eftir að hafa örlaga- i
ríkar afleiðingar.
Á leiðinni frá Grikklandi má =
segja, að Eisenhower heimsæki |
áttunda ríkið, þótt hann komi i
þangað ekki. Hann mun fara á |
herskipi frá Grikklandi til |
Frakklands, þar sem hann |
mun sitja fund æðstu manna 1
vesturveldanna. Meðan hann er I
á herskipinu, mun hann fá 1
heimsókn Bourguiba, forseta í |
Túnis, og þeir ræðast við um i
'vandamál Túnis og Norður- |
Afríku. Eft:r að hafa setið fund |
inn í París, mun Eisenhower 5
halda til Spánar. Tilgangurinn |
■með þeirri hejmsókn á vafa- 1
lítið að vera eins konar upphót =
vegna þess, að Spánn er eins f
konar olnbogabarn vestrænnar i
’samvinnu, fær t. d. ekki inn- =
göngu í NATO.
Seinasta ríkið, sem Eisen- |
hower heimsækir, er Marokkó. |
Sú heimsókn er ekiki sízt at- |
hyglisverð vegna þess, að |
Bandaríkjamenn munu bráðlega |
yfirgefa öflugar hernaðarstöðv- 1
ar þar, er þeir láta af hendi i
vegna hlutleysisstefnu Mar- |
okkós. Bersýnilegt er, að Banda §
rikin vilja ekki láta það leiða |
til neinna friðslita. Vafalaust |
mun Eisenhower ræða við |
soldáninn í Marokkó um svip- i
uð efni og hann hefur áður |
rætt um við forseta Túnis.
ÞAÐ ÞARF ekki að draga í |
efa, að Eisenhower muni hvar- i
vetna verða tekið vel í þessu 5
ferðalagi. Jafnvíst er og það, |
að hann muni vinna sér per- =
sónulega hylli með franikomu |
sinni. Hitt er svo annað mál, |
hvoirt hann muni styrkja að- |
stöðu Bandaríkjanna með ferða |
laginu. Það fer eftir því, sem |
hann hefur að segja, og því, |
sem han.n telur sig geta lofað. ' =
Að því leyti hefur Dean Ache- |
son rétt fyrir sér. Ef valda- |
mönnum í viðkomandi löndum -f
finnst afstaða Eisenhowers eitt- |
hvað óskýr og fyrirheit hans |
óákveðin, getur árangur ferða- \
lagsins orðið tvísýnn fyrir |
Bandaríkin.
Eins og áður ’-segir, mun |
Eisenhower-í heimleiðinni sitja |
fund æðstu manna vesturveld- |
anna í París. Tilgangur þess |
fundar er að reyna sámræma I
sjónarmið vesturv'-Manna áður =
en haldinn verður fundur |
æðstu manna stórveldanna. Það f
verk getur reynzt vandasamt, |
■en um það verður ekki rætt |
að þessu stnni. Þ. Þ. =
UIIIIIHIIIIHHHHIIIIIHIIIIHIIIIIIIHIIIIHIHIIIIIHIIHHIIHHHHHIHHHIIHIIIHHMilimiMM | ||| 11111111111IIIIIII11■ 1111111111111IIIlllllllllllIIUMllllMtmilIIIIIIIII11111111111111111111111111111
Krustjoff til
Búdapest
NTB—Búdapest, 27. nóv.
Krustjoff kemur tiLBúdapest
á 8. flokksþing kommúnista-
flokksins þar.
Þetta var opinberlega tilkynnt
í dag. Verður Krusfjoff formáð-
ur fjölmennrar sendinefndar frá
rússneska kommúnistaflokknuin,
en hann er framkvæmdastjóri
flökksíns jafnframt , forsætisráð-
herraembættinu.
Frumvarp á Alþingi um. flug-
samgöngur við Siglufjörð
Einar Ingimundarson, Gunn-
ar Jóhannsson, Ólafur Jóhann-
esson, Jón Þorsteinsson og
Gunnar Gíslason flytja þings-
ályktúnartill. um flugsam-
göngur við Siglufjörð. Er till.
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fara fram athug-
un á, með hvaða hætti flugsam-
göngur verða helzt tryggðar við
Siglufjörð. Skal athugun þessari
v'era • lokið, áður en reglulegt Al-
þingi -1960 kemur saman“.
1, grg. segir að sjóflúgsamgMlg-
um við Siglufjörð hafi verið hald-
ið uppi um 15 ára skeið en stop-
ulum og ótryggum. Hafi Flugfélag
ið annazt þessar ferðir en nú sé
hin eina sjóflugvél þess' að verða
ónýt og því séu horfur á, að flug-
samgöngur á sjó leggist niður á
| næstunni nema eitthvað sé gert en
I það væri Siglfirðingum og öðrum
til stórkostlegs baga. Flutnings-
menn till. ielja trúlegt að flug-
samgöngur við Siglufjörð verði
bezt tryggðar með því, að gera þar.
flugvöll fyrir meðalstórar eða
smærri Iandflugvélar; er önnuðust' .,
flutninga til stærri .nágrannafug-
ÍValla, á Akuveyri og-Sauðárkróki..