Tíminn - 08.12.1959, Qupperneq 5
TÍMI N N,^þriðjudagLnn 8. desember 1959.
8
í haust sem leið birti Örlygur
Eálfdánars'on, fræðslufulltrúi SÍS,
greinar og myndir í Tímanum, er
snertu Vopnafjörð. Var í þessum
greinum m.a. getið Bustíarfells,
en heimsókn í Bustarfell vekur nú
yfirleitt geysilega athygli ferða-
manna. 'Frá síðasta sumri er þess
sérstaklega að minnasí, að þang-
að komu forsetahjónin, herra Ás-
geir Ásgeirsson og frú Dóra Þór-
hallsdóttir, og munu hafa þótzt
gera góða ferð. Frambjóðandi Al-
þýðuflokksins í Austfjarðakjör-
dæmi, Bjarni Vilhjálmsson mag-
ister, sagði, að tvennt hefði orðið
sér athyglis- og aðdáunarvert á
Austurlandi í þeirri framboðsferð,
sem hann átti þarna um allt Aust-
urland. Það var kornrækt Sveins
á Egilsstöðum og að koma í Bust-
arfeil. Slíkjir gerast nú yfirleitt
vitnisburðir um Bustarfell.
Metúsalem Metúsalemsson varð .
70 ára að aldri á síðast liðnu ári,'
án þess að þess væri í nokkru |
minnzt nema sem fréttar í útvarpi,
og langar mig því til að gera
nokkur skil á bóndanum í Bust-'
arfelli og þeirri sögu, sem liggur 1
því til grundvallar, að svo merki-
icgt bykir að koma í Bustarfell.
Það fvlgir náttúrlega, að þetta á
að gera í stuttu mái, eins og
bezt þvkir í blaðagreinum, en sá ■
hængur á, að þetta er fyrst og
•fremst efni í langt mál. Nokkuð
bætir það úr skák, að ég hef áð-
ur gert þessu efni nokkur skil í
bókinni um íslenzka bóndann, en
þar er frá því sagt, að Bustarfell
er nú á tímum annað elzta óðals-
setur í landinu. í því liggur
stærsta skýringin á Bustarfelli i
dag, að það er löng saga sam-
felld, sem þaðan er að segja: Hér
er fvrst og fremst um gamlan bæ
að ræða, og hvernig lætur ekki
fóíkið, sem búið er að rífa alla
gamla bæi og keppir að því að
komast í hirðs'krúðahallir. í kvæði
sínu, Bræðrabýli, gjörði Stephan
G. Stephansson hugtakið að eld-
ast til bóta. Þetta er nokkuð ný-
stárlegt í h'eimí, þar sem allt eld-
ist unz það fer allrar veraldar veg.
En Stephan G. vissi að þetta var
rétt, þar sem um ræktun landsins
er að ræða, því að ræktunin verð-
ur bví betri sem hún verður eldri
og ræktunai'menningin lætur öll
þjóðfélög e'ldast til bóta, þótt kyn-
slóðirnar eldist út lir öllum heimi.
Stephan G. vissi hvað hann var
að segia og það er víðar en á
einu svjiði sem það sannast að
þetta skád'ega hugtak St. G. hittir
naglann á höfuðið.
Eftir því sem tímar líða talar
Æagan hærra og er virðulegri um
sín v'iðhorf; heimildirnar verða
þeim mun dýrmætari, sem þær eru
.gleggri og fágætari, og sprengja
að lokum allt verðmat á sjálfum
sér, þær tilheyra lífinu sjálfu, eru
hluti _af bví sem kallað er líf.
Það er nokkuð í samræmi við
þetta, sem er að gerast með Bust
írfellsbæinn. Ilann er hvort
tveggja, heimild urn lífið í landinu
og hluti af því lífi ^em. er lifað
í landinu. Þess vegna verður
mönnum svo nýstárlegt að koma í
Bustarfell. Menn finna að þessi
bær eldist til bóta. Þjóðin hefur
á síðustu tímum lagt sig fram um
það a.ð vernda í minjaskyni
r.okkra bæi úr byggingarsögu lið-
inna alda. Þetta virðist vera þarft
\erk og nauðsvnlegt en þarfnast
lika framkvæmda, sem gerir þá
lifandi í sínu sögulega tákni. Ekki
skal hér eitt lastað en annað
hafið í samanburði, cn það er
Ijóst mál, að hér hefur misjafn-
lega tekizt, bæirnir hafa veriö
lagðir í eyði og.allt tákn þeirra
minnir á gröfina, og skal það
minningatákn ekki heldur lastað,
svo rí-ka heimild sem gröfin á á
lífi- manna.
Það, sem s'kilur á milli Bustar-
fells og þessara bæja, er það, að
Bustarfellsbærinn er íbúð heima-
fólks'. Hann verður með því lif-
andi tákn þess lífs, sem hann var
gerður 11 að þjóna, og hann fell-
i«r svo vel að nútímalífinu, að
það er engum óþægindi að nota
hann til venjulegs heimilishalds.
Það er skýringin á því hvað menn
hafa séð á Bustarfellr og þykir
minningarvert að hafa komið
þangað.
Eins og fvrr segir er Bustarfell
flú á tímum annað elzta óðalsset-
ur í landinu. Síðan 1532 hefur
sama ættin búið þar lið eftir lið,
svo að segja bláþráðalaust. Árni,
Á Bustarfelli hafa tólf ættliðir
búið á fjögurra alda óðalssetu
S'onur Brands prests á Hofi í
Vopnafirði, Hrafnssonar, lög-
manns, Brandssonar, kvæntist Úlf-
heiði dóttur Þorsteins sýslumanns
i Hafrafellstungu í Öxarfirði,
Finnbogasonar lögmanns' í Ási í
Kelduhverfi, og litlu síðar settu
þau bú sitt á Bustarfelli. Langsr
ættin í Axarfirði, sem kennd er
við Ás, var rík ætt og voldug lang
an tíma í lanöinu, og jarðeignir
hennar lágu eigi sízt á Austur-
landi og_ virðist glöggt samband
a milli Áss-auðs og hins gamla
Hofverjaauðs í Vopnafirði. Af
þessu augljosa eignasambandi Áss-
auðs og hins gamla Hofverjaauðs
má óhætt álykta að Bustarfell
hafi ætíð verið í eigu sömu ættar-
innar, landnáms'ættarinnar á Hofi
í Vopnafiröi, eða Þorsteins hvíta
a Hofi, sem fyrst bjó á Tóftavelli,
sem ég ætla örugglega að hafi
sjtaðið i Bustarfellslöndum. Þau
Árni og Úlfheiður bjuggu langa
stund á Bustarfeli. Er enn til leg-
steinn, sem settur var á gröf Úlf-
heiðar í Hofs'garði. Er hann nú á
þjóðminjasafninu. Árna getur enn
á Bustarfelli um 1580. Urðu þau
hjón mjög kvnsæl og ætt frá þeim
nefnd Bustarfellsætt. Guðlaug;
dóttir þeirra, bjó á Bustarfelli, j
gift Þórði syni Björns lögréttu-!
manns á Eyvindará, Jónssonar. Ó-j
hætt má telja hann af Langsætt
í Axarfirði. Dóttir þeirra, Ragn-j
hildur, átti Biörn sýs'lumann Gunn
arsson á Bustarfelli. Var hann af
Langsætt. Dóttir þeirra. Þórunn, I
átti Biarna sýslumann á Bustar-
felli, Oddsson. Voru þau að 3. og
4. að frændsemi af Langsætt. Son-
ur þeirra var Pétur. yngri, á Bust-
arfelli, sem átti ..Hollenzku hús-
freyjuna á Bustarfelli“. Eísabetu
Jochumsdóttur Mum frá Keldunesi,
Jóhánnssonar hins hollenzka, sem
Kristján IV. leigði Hvítá í Borg-
arfirði til laxveiði 1648. Það stend
ur í gömlu landafræðinni að Hol-
ler.d'ngar séu ,,f.jarskalega þrifn-
ir“. Ég hef stundum hugs'að um
það, hvort það stæði í sambandi
við þessa konu, að Bustarfells-
menn hafa um langa sögu verið
miklir þrifnaðarmenn. Sonur Pét-
urs og Elísabetar var Björn sýslu-
maður á Bustarfelii, sem mest orð
hefur farið af allra Bustarfells-
manna. Má seg.ia það um Bustar-
fellssýslumenn, að yfirleitt voru
þeir hófsamir gagnvart því heljar
sakferliskerfi, sem þióðin var
undir lögð á Stóradómstíma. Björn
var orðiögð kernpa að kröftum og
ríklundaður. Fer af honum merki-
legum þjóðsögum og gerðist hann
hinn mesti auðmaður. Hann virð-
ist hafa e.ignazt mestallar jarð-
eignir í Vopnafirði, sem sjálfs-
e:gnarbændur þar höfðu selt
Brynjúlfi biskupi um miðja 17.
öld, en Bjórn var f. 1662 og dó
1.744. Börn átti hann mörg og
auður hans dreifðist víða, en eftir
hann bjó á Bustarfelli Marteinn
iOnur hans. Var hann allríkur mað
ur að jarðeignum, sáralæknir og
vinsæll maður. Börn átti hann
nokkur og giftist Kristín dóttir
hans Sigurði syni Jóns hrepps-
stjóra á Hámundarstöðum. Magnús
sonar, og bjuggu þau á Bustarfelli.
En Kristín dó bárnlaus' og ekki
virðast önnur börn Marteins hafa
verið í beim ástæðum að taka Bust
arfell. Martginn hugsaði ráð sitt,
og fannst ráð, að láta ekki jörð-
ina ganga úr ættinni. Þá bjuggu í
Hjarðarhaga á Jökuldal Árni Sig-
urðsson frá Ilaugsstöðum á Jökul-
c:al, Sveinssenar, og kona hans
Ragnheiður Einarsdóttir prests á
Skinnastað, Jónssonar, en Einar
prestur átti Guðrúnu, yngri,
Björnsdóttur sýslumanns á Bus't-
arfelli, Péturssonar. Þessi hjón
virðist Marteinn velja til að taka
\;'ð ættaróðalinu og selur hann
Árna 17 buhdr. í Bustarfelli árið
1776, en Sigurður Jónsson selur
Árna 5 hundr. í jörðinni sama
sinn, sem nefur verið skiptahluti
hans eftir Kristínu konu sína.
Virðist þá Marteinn enn eiga eftir
2. hundr. i jörðinnL Marteinn dó
árið eftir, 1777, og jafnskjótt ger-
ir tengdasonur MarteLns. Hannes'
Scheving á Möðruvollum, ráðstáf-
Benedikt Gislason frá Hofteigi ritar um
Metósalem Metnsalemsson á Bustarfelli
Jakobina Soffía Grímsdóttir
anir til að rifta kaupi Árna, en
eigi náði það fram að ganga. Með
dvöl þessara hjóna færist búseta
á jörðinni meira í það horf, sem
kalla mætti nútímalegt. Þau eru
eigi auðug af jörðum, en eiga
þó Bustarfellslönd óskorað, en|
það var allur dalurinn norðan Hofs J
ár frá Teigará og inn í Möðrudals1-1
fjallgarð, en i því landi standa bæ-1
irnir Foss og Brúnahvammur, og
eftir að Heiði byggðist, Kinn og
Gestreiðarstaðir og síðan Kálffell,
sem bvggt.var úr landi Foss. I
Árið 1786 gekk mannskæð bóla
í landinu og dó Árni bóndi á Bust
arfelli úr'.Jienni og einnig dóttir
þeir.ra hjóna Aðalbjörg, 11 á!ra
gömul. Liföu þá tve'r synir þeirra
hjóna, Friðik og Metúsalem, en
eft lát Ána fæddst Aðalbjög, sem
síðan varð merkiskona í Möðrudal.
Árni var 46 ára gamall er hann
andaðist og bú þeirra hjóna var
talið vel stætt, þótt nú væri móðu-
harðindadauðinn á ferðinni. Ragn
heiður hélt áfram búskapnum á
Bustarfelli og gekk hagur búsins
vel fram, svo að 1791 var hún tal-
in „rik“ ekkja og gi'ftis't þá dönsk-
um manni, sem var á vegum verzl
unar á Vopnafirð'j Gerði hi.S
sama önnur ,,rík“ ekkja í Vopna-
firði. Ingveldur Jónsdóttir í Leið-
arhöfn, og stóð brúðkaup þeirra
saman á Hofi 11. sept. 1791. Á
þetta er merkilegt að horfa í sög-
unni, því ekki eru hér flysjungs-
kvenmenn á ferð og Ragnheiður
42 ára. Emokunin var úr sögunni.
Það er bjartara framundan í mál-
efnum landsins. Kirkjubókin á
Metúsalem Metúsalemsson
Hofi eins' og skiptir um svip. Þess
ar konur hafa sjálfsagt ætlað þess
um dönsku mönnum sínum það
hlutverk að gera nýjan og betri
tíma í viðskiptamálum Vopnfirð-
inga. Hér fór á aðra leið. Þessir
dönsku menn sneru engum efnum
til vegar í Vopnafirði en höfðu
þessar konur sínar til fjár og
hurfu í brott. Ragnheiður lét ekki
bugast í búskapnum og 1799 er
þessi maður hennar úr sögunni.
Er þó fátt fólk á Bustarfelli í
manntalinu 1801. Ragnheiður dó
1805. Vav þá Metúsalem sonur
hennar 21 árs gamall, f. 26. ágúst
1784. Hann hóf nú búskap á Bus't
arfelli en Friðrik fékk Foss og
bjó þar síðan. Metúsalem gerðist
fljótt góður bóndi á Bustarfelli.
Varð hreppstjóri og að lokum
dannebrogsmaður. Átti hann fyrst
Þórunni dóttur Jóns prests' á Hálsi
i Fnjóskadal, Þorgrimssonar. Voru
þau barnlaus. í annað sinn kvænt
ist Metúsalem Ölveigu Arngríms-
dóttur frá Veisu í Fnjóskadal og
áttu bau eina dóttur barna, Sal-
ínu. í þriðja sirm kvæntist Metú-
salem Þórunni, dóttur séra Gutt-
orms Pálssonar í Vallanesi. Var
hann þá 60 ára að aldri. Lifði
bann aðeins mánuð eftir það
hjónaband og dó 1. ági'rt 1844.
Gekk búið mjög saman við sk’rt-
in en Bustarfell féll bó í hlut
Salínu dóttur hans, er eigi miklu
siðar gekk að eiga E:nar gull-
smið Einarsson frá Syðrivik og
hófu þau búskan á Busta'-felli
1851. Var he'mili þeirra Einars
cg Salinu annálað fyrir snyrti-
mennsku, bú þeirra jafnan með
stærstu búum í sveitinni, og bjó
þó Einar ekki nema á hálflend-
unni. Af börnum þeirra komust
i'pp Metús'alem og tók hann við
búsforráðum á Bustarfelli og
kvæntist 5. júlí 1876 Elínu Ólafs-
dóttur, alþm. á Sveinsstöðum í
Þingi. Var Elín bróðurdóttir séra
Halldórs á Hofi og ólst mikið upp
hjá lionum. Bjuggu þau alla stund
vel á Bustarfeli, þótt hagur þeirra
hallaðist iens og annarra bænda er
sauðasalan brást 1897 og sæta
varð hraklágu markaðsverði fyrir
sauðfjárafurðir, unz nokkuð rætt-
ist úr með díilkakjötsmarkaðinn;
1905. Elín var mikilhæf kona og
enn brást ekki hin gamla einkunn
Bustarfellsheimilis' um þrifnaðinn,
gamlir munir úr ættarbúsetu voru
varðveittir með mikilli nákvæmni,
þar á meðal skjöl og bækur, og
nú fór það að verða ljóst mál að
þessi svipur á Bustarfellsheimili
fór að verða nokkuð einstakur í
sveitum. Og þar sem nú fóru í
nönd umrótstímar, þar sem gamla
sagan fékk sitt að heyra, þá var
það Ijóst mál, að hér bar til á-
taka við nýjan hugsunarhátt að
vernda það, sem gamla sagan
hafði að segja á Bustarfelli. Við
þeirri erfð og því starfi tók sonur
þeirra hjóna,
Metúsalem Metúsalemsson
Metúsalem er fæddur á Bustat-
felli h. 27. apríl 1889. Voru börn
þeirra hjóna, Metúsalems og El-
ínar, er til þroska komust, 5 synir,
og var Metúsalem yngs'tur, og 2
dætur og var önnur yngri en
Metúsalem, Oddný húsfreyja í
Ytri-Hlíð. Bustarfellssystkin urðu'
þroskafólk og Bustarfellsbræður
voru ungir menn á aldamótunum.
Aldamótin, með sínum vonum og
sinni bjartsýni, snertu þá eins og
aðra unga menn í landinu, en nú
var svo ástatt á þessari bjartsýnis-
tíð, að þröngt var um ástæður
þjóðarinnar, einkum í mai’kaðs-
iuálum landbúnaðarins, og Am-
. eríka var, með sína bjartsýni, á
næsta leiti við íslenzkar aldamóta-
vonir. Þetta máttu Vopnfirðingar
sáran rryna og nú fóru tveir Bust-
arfellsbræður, Halldór og Björn,
lil Ameríku. Aðrir tveir. Einar og
Ólafur, gengu í verzlunarþjónustu
cg héldu slíkum störfum til ævi-
loka, og bjó þó Ólafur nokkur ár
a Bustarfelli áður en hann tók
við forstöðu Kaupfélags Vopnfrið-
inga. Metúsalem dvaldi heima á
Eustarfelli. Þar beið hans hlut-
verk. Það gat ekki komið til mála
að selja Bustarfell, svo að hann
1 v ar vígður því hutverki að halda
I þar áfram 400 ára gamalli óðals-
l setu. Þetta var náttúrlega góður
í Framhald á 10. síðu.
VörugæSin eru fólgin *
Jjolgóftum verkamanna
skóm úr nautaleSri
I::::
og þeim munuð þVr kvnnast
með því a8 kaupa skcna frá út-
fiutningsfyrirtæki voru:
DIE VOLKSEIGENE SCHUHINDUSTRIE I>EH DEITSCHEN
DEMOKRATISCHEN REPUBLIK
Útflytjendur: DEUTSCHER IN'NEN- UND Al SSENHANDEL
TEXTIL — BERLIN W 8