Tíminn - 09.12.1959, Side 3
TÍMINN, miðvikudagiua 9. desember 1959..
Ástríðufullur vonbiðill
Elti sama kvenmaimiim í 24 ár
Francesco Ghizzoni
M
SóEbjartan ágústdag fyrir
rúmum 24 árum varð ung-
ur maður í Cremona, sem
hét Francesco Ghizzoni,
ástfanginn. Stúlkan var
sextán ára Ijóshærð, blá-
eygð og hláturmild. Franc-
esco, sem var 25 ára gam-
all og átti lítið kaffihús,
íbúðarhús og dálitla landar
eign, var fljótur að ákveða
sig: „Þessi stúlka verður
konan mín".
Áhiaup
Hann komst að því. að stúlk
an hét Angela Mondini og að
hún bjó i Cremona hinum meg-
in Póárinnar. Francesco hóf
þegar áhlaupið. Angela var
kurteis' eins og góðri signor-
inu sæmir. Þegar þau hittust,
sagði hún kurteisfega „Buon
giorno, signor Ghizzoni" en
neitaði kuldalega að kalla
hann Francesco. Hann bauð
henni út, en Angela ne'.taði.
Hann sendi henni gjafir, en
Angela send, þær til baka.
Francesco sneri sér til for-
eldra htnnar og. frændfólks.
,,Ég er efnaður", sagði hann,
„Angela verður hamingjusöm
hjá mer.“ Daprir í bragði
neyddust ættingjar Angelu til
að segja honum, að stúlkan
hefði lítinn áhuga á honum.
Henni félli alls ekki við von-
biðil sinn.“
Ástrííufullur
En ástin er blind og Franc-
esco hélt áfram tilraunum sín-
um. Þegar hann mætti Angelu
á götu var hann vanur að segja
ástríðufullur: „Ég bíð enn
eftir svari. Hvenær ætlarðu
að giftast mér?“ í fyrstu anz-
aði hún honum ekki, en seinna
fór hún að kalla hann heimsk-
ingja og aulabárð. Við vini
sína sagð, hún: „Ég v'.ðurkenni
að hann er myndarlegur, en
hvers vegna reynir hann við
mig, mér fellur alls ekki við
manninn."
í mörg ár stóð hann á hverju
kvöldi undir glugga hennar og
kallaði nafn hennar. Har.n stóð
tímunum saman í kaffihúsi í
nágrenninu og beið eftir að
sjá hana. Hann elti hana í bíó
og sat fyrir aftan hana.
Vinir hans urðu áhyggju-
fullir og tóku a^S óttast að
Frances'eo myndi taka upp á
einhverjum heimskupörum og
sárbáðu Angelu að giftast hon-
um. „Ég giftist þeim sem mér
sýnist", sagði hún.
Þegar brúin yfir Po var
sprengd 1 loft upp á stríðsár-
unum fékk Francesco sér bát
og reri yfir ána. Einu sánni
fyllti Angela veski sitt af
grjóti og danglaði í höfuð von-
b'ðils síns. Daginn eftir var
Francesco kominn aftur og sár
bað hana um fyrirgefningu.
Angela sneri sér til lögregl-
unnar. sem áminnti hinn
ástríðufulla vonbiðil um að láta
stúlkuna í friði. Árið 1947 fékk
hann þriggja mánaða skilorðs'-
bundinn dóm fyrir að raska al-
mannafriði.
Dómur
Hann var handtekinn aftur
ogsettur í sálfræðirannsókn, en
læknar gátu ekki fundið neitt
athugavert við heilsu hans, ann
iað en ástsýkjna. Fnancesco
hélt áfram ajð ásækja stúlk-
una sína og kallaði á eftir
henni: „Els'ku eiginkonan mín,
ástin mín. Þegar Angela svar-
aði: „Aulabárður" sagði hann
áhyggjufullur: „Hef ég móðg-
að þig. Það var ekki ætlunin.“
ítalska blaðið Oggi skrifaði
um hinar árangurslausu biðils-
farir Francesco í 24 ár. í síð-
ustu viku skrifaði Francesco,
sem nú er 49 ára, bréf til rit-
stjórans og játaði uppgjöf sína.
„Ég hef gefizt upp, af því að
það er ekki hægt að sigra
konur.“ Angela er nú fertug
piparmey og henni liggur það
-T "
• ' '■
Angela Mondini
í léttu rúmi hvorum megin
hryggjar Francesco liggur.
„Hann hafði engin áhrif á mig,
þegar liann var yngri“ og ekki
lízt mér betur á hann núna.“
Þegar hún frétti, að Francesco
hefði gerl hana að erfingja
sínum, sagði hún: Ég vil ekk-
ert hafa með hann að gera,
hvorki dauðan né lifandi.“
brot eru þar
Herferð hafin gegn hinum 10 þúsund giæpa*
Rssnnum Singapore-horgar
m E3E
KVIKMYNDIR
27c dagurinn
27. dagurinn. Bandarísk mynd.
Aðalhlutverk: Gene Barry, Vali-
erie French. Sýningarstaður:
Stjörnubíó.
SAGNIR u.’-n fljúgandi diska og ver-
ur frá öðrum hnöttum, sem vilja
•kássast upp á jarðarbúa, eru nú-
tímaæfintýri, í sjálfu sér eikkert
fjarskyldari raunveculeikanum
og hugmyndaheimi nútímamanna
en æfintýri Þúsund og einnar
nætur voru á fyrri tið.
KVIKMYND þessi er ein af mörgum
svipaðs eðlis, sem hafa verið til
sýnis í kviimyndahúsum hér und-
anfarin ár. Þessar myndir eru
sumar hverjar skemmtileg dægoa-
stytting á að horfa. Hitt er svo
annað mál, að þessi kvikmynda-
framleiðsla hefur verið notuð í
stórpólitízku áróðursskyni, og svo
,er um þá, sem nú er til sýnis í
Stjörnubíói.
FIMM persónur hafa verið numdar
brott frá jörðinni í fljúgandi
diski og þeim fengin vopn í hend-
ur, sem geta tortímt mannlífi á
stccum svæðum. Siðan er þeim
aftur skilað til jarðarinnar í þeim
tii'gangi að verða mannkyninu til
tortímingar með þessum vopnum
eða fá jarðarbúa til að fallast á
flutning geimbúa til jarðarinnar,
en þeir lif-a á örtkólnandi stjörnu.
EITT þeirra fcemur sjálfsmorð, ann-
að ksstar vopni sínu í hafið,
þriðja c.: í felum með því sem
þsnnig fór með vopnið, en fjórða
þýzkur vísindamaður, tekur sér
fari til Bandaríkjanna og lendir
i bídslysi. I-Iann er lagður inn í
sjúkrshús og honum hjúkrað.
Sjálfur er vísindaijiaðurinn treg-
ur til að opinbe.'a íeyndardóm
vopnsins fyrir herstjórn Banda-
ríkjanna af ótta við misbeitingu.
RÚSSNESKUR hermaður er fimmti
handhafi vopnsins. Hann er einn-
ig tregur til að opinbera yfirboð-
urum sínum leyndardóminn af
sömu ástæðum og vísindamaður-
inn þýzki, en meðan Þjóðverjinn
liggur í rúrni sínu í Band'aríkj-
um og etur búðing, ©r hermaður-
inn pynd3ðut' t:l sagna austan
járntjalds. „Ólíkt höfumst við að.
Ég diíla barni þínu, en þú berð
bónda minn.“
SÍÐAN gera bandarkki fiotinn og
vísindamaðurinn tilraun með
vopnið, og vísindamanninum tekst
á að tortíma öll-
i um ófriðarseggjunum á austur-
helmingi jarðar í sama bili og
auo.....,_'.ujaieim búast til að
eyða öllu lífi 1 Nccður-Ameríku.
Þar með er hægt að semja. yið
geimbúana um friðsamlegan inn-
flutning þeirra til jarðarinnar. Og
þar bíta framleiðendur myndar-
innar hcfuðið af skömminni með
því að nota húsakynni Sameinuðu
þjóðanna til friðmælingar-stefnu
móts við geimbúana. B.Ó.
Hin fimm mánaða gamla
stjórn í Singapore hefur farið
öfluga og árangursríka her-
ferð gegn undirheimalýð
borgarinanr, sem í sumum
borgarhverfum hefur ráðið
lögum og lofum. Fyrir mánuði
síðan gaf lögreglan út tilkynn-
ingu um eins mánaðar náðun-
artíma fyrir þá afbrotamenn,
sem gæfu sig fram og lofuðu
bót og betrun. Þessi náðunar-
tími er nú liðinn og aðeins 818
glæpamenn af hinum ótölu-
lega grúa slíkra nóta í borg-
inni gáfu sig fram.
Kjarni neðanjarðarhreyfingar-
innar er hinn svokallaði Triad-
félagsskapur, sem í eru mörg kín-
versk leynifélög, sem reka við-
tæka glæoastarfsemi. Og stjórnin
er þess' fuilviss að það mun kosta
stranga og langa baráttu að upp-
ræta þessi glæpafélög.
Herfer^in
Það var tekið til óspilltra Inál-
anna strax og náðunarfresturinn
var útrunninn. Sama kvöldið og
fresturinn rann út, fór hin fjöl-
menna lögregla borgarinnar í her-
ferð um helztu aðsetursstaði
glæpafélaganna. Samtímis setti
herinn upp vegartálmanir á allar
samgönguæðar frá borginni. Ár-
angur: 40 glæpaforingjar og mörg
hundruð grunsamlegir náungar
voru handteknir.
Triad-féiagsskapurinn hefur ver-
ið við lýði meðal Kínverja í Singa-
pore, síðan á miðöldum, er fyrstu
Kínverjarnir settust að í Malaja.
Nafnið Triad er dregið af hinum
þremur öfium, er ráða heiminum:
Himininn, jörðin og maðurinn.
10 {nisund glæpamenn
Það munu alls vera um 380
leynifélög í Triad-félagsskapnum
og í þeim eru um 10 þúsund fé-
lagsmenn. Sum þexsara félaga
standa á gömlum merg, geta rakið
sögu sína allt til ársins 1674. Og
þau fást við allar tegundir glæpa,
allt fr átollheimtu af verzlunar-
fólki til atvínnumorða.
Það er framið minnst eitt morð
á dag í Singapore, en hnífstung-
urnar eru mun fleiri, þótt þær
leiði ekki ætíð til dauöa fórnar-
dýrsins. Rán og innbrot þykja ekki
fréttir í þeirri borg.
Stjórnskipuð nefnd, S'em vann að
^rannsókn þessarar mála komst að
þeirri niðustöðu, að leynifélögin
hefðu áhrif á atkvæðagreiðslur við
kosningar — eða með öðrum orð-
um: það er ekki til einn eihastj
sæmilega stöndugur maður í
Singapore, sem leynifélögin hafa
ekki áhrif á á einn eða annan hátt.
Japanir Kéldu þeim
í skefjum
Stundum slettist upp á vinskap-
inn milli leynifélaganna og þá er
barizt heiftarlega með öllum þeim
vopnum, sem tiltæk eru allt frá
hnífum og hjólkeðjum upp í hríð-
skotariffla.
I Það er næstum því óleysandi
verkefni að uppræta að fullu þenn-
j an urmul leynifélaga í Singapore.
^Japönum tokst þó að halda félög-
unum niðri á meðan þeir hersátu
borgina. Ei það heppnaðist aðeins,
vegna þess að þeir notuðu aðferð-
ir, sem engin ábyrg stjórnarvöld í
nútíma lýöræðisþjóðfélagi geta
leyft sér aó nota.
Brezk skólabörn
til íslands
Brezka blaðlð „News Chron-
icle“ og fyrirtækið „Nestle Prod-
uets“ bjóða sex brezkum _ skóla-
börnum í ókeypis ferð til íslands'
til að heilsa upp á jólasveininn.
„News Chronicle“ birtir langa
gre'n um ferð þessa. Segir blaðið,
að jólasveinninn muni taka á
rnóti beim á flugvellinum í Reykja
vík og ferðast með beim um
iandið. Getur blaðið þess að_ í
augum br”zkra skólabarna sé ís'-
l.-nd heimkynni jólasveins'ns.
Blaðið birtir ferðaáætlunina.
Börnin nntnu koma hinn 17. sept-
cmber með Viscountflugvél Flug-
félagsins og dveijast hér til mánu
dagsins 21. desember. Ferð þes'si
verður hinum brezku skólabörnum
úlgerlega að kostnaðarlausu.