Tíminn - 17.12.1959, Síða 1

Tíminn - 17.12.1959, Síða 1
Indverjar gætu framleitt kjamasprengju NTB—Nýju Dehli, 16. des. Iiidverjar geta framleitt kjarnasprengju en munu ekki gera það. Yfirmaður kjarnorkurannsókna á Indlandi skýrði frá því í gær, itð Indverjar gætu af eigin ramm- leik framleitt kjarnorkusprengju. Þetta vakti nokkra athygli og gaf Indlafidsstjórn út tiflkynningu í dag, þar sem þessi ummæli eru frekar skýrð. Segir þar, að rétt sé að Indverjar geti af eigin efn- um og án aðstoðar erlendra vís- indamanna framleitt sína kjarn- orkusprengju. Þetta sé þó alls ekki ætlunin, enda í algerri mót- sögn við yfirlýsta stefnu stjórnar- innar. Drapgur komst ekki iuu Ólafsfirði, 15. des. — Nú er komin norðaustnátt með mi'killi snjókomu, og eru vegir sem óðast að fyllast. Lágheiðin var fær alveg til skamims tíma, en tpptist nú í fyrrakvöld. Svo mikill sjór fylgir veðrinu, að Drangur varð að fara hér framhjá og komst ekki inn, í áæílunarferð sinni i dag. BS Hér er hún komin litla stúlkan, sem heyrSist gráta í útvarpiS á laugardagskvöldið. Pabbi hennar er Jón Múli útvarpsþulur, og hann hafSi lofað henni að koma með sér þegar hann las fréttirn- ar. Litla stúlkan varð fyrir smá- slysi frammi á fréttastofu og fór að hágráta. Hendrik Ottósson reyndi að hugga hana, en það kom fyrir ekki og gráturinn barst inn í þularherbergið, gegn- um vegg, sem á að heita hljóð- Grænlenzkir full trúarvorusendir vonsviknir heim Leituðu samninga um hækkun fiskverðs við Grænlandsnefnd danska þingsins. Síðan hefur danska stjórnin tekið upp fréttaeinokun frá Grænlandi Danska blaðið Information skýrir nýlegá frá því, að græn- ienzka landsráðið hafi fyrir skömmu sent framkvæmda- nefnd sína til Kanpmanna- hafnar til þess að leita samn- inga við Grænlandsnefnd danska þingsins um hækkun á fiskverði. Þetta á einkum vig á þeim stöð um, þar sem mest berst að af fiski, og kostnaðurinn við mót- töku, verkun og útflutning fisks- ins er lægstur, svo og um ýmis- legt varðandi uppbyggingu a't- vinnuveganna í Grænlandi, sem nú er hafin og ætla mætti: að staðkunnugir menn á Grænlandi væru dómbærari um en d-anskir skrifstofumenn í Kaupmannahöfn. Vill ekki semja. En Grænlandsnefndin danska hefur hingað til ekki verið fáan- leg 'til þess að semja, O'g það reyndist heldur ekki unnt nú. Að Framhald á 2. síðu. nn þriðji skólans tekinn í notkun Dansi dtlkkan mín einangroður. Og þannig vildi til að tlestir landsbúar heyrðu litiu stúlkuna gráta. Daginn eftir fór Tíminn heldur ómaklegum orðum um hljóðin í telpunni , en pabbi hennar skrif- aði blaðinu og gerði grein fyrir öllu saman. Svo Tíminn reyndi að bæta fyrir umyrði sín og sendi litlu stúlkunni brúðu í jóla- gjöf. Þessi mynd er tekin þegar Ragnheiður Gyða fékk brúðuna sína, og hún varð harla glöð cins og sjá má. Þetta er mesta mynd- arbrúða, sem getur opnað augun og lolcað þeim á víxl, Ragnheiður Gyða gaf henni nafnið Stína. Ragnheiður Gyða er falleg og tápmiki! stúlka, tveggja ára að aldri. Tíminn óskar henni og for- eldrum hennar gleðilegra jóia og vonar að hún megi lengi njóta brúðunnar sinnar. Smmingshraði jarðar hefir lengst nokkuð NTB—París, 16. des. Snún- ingshraði jarðar hefur minnk að lítið eitt síðustu mánuð- ina. Afleiðing þess er sú, að hver sólarhringur hefur lengst sem svarar 1/1000 úr sek- nndu. Forstöðilmaður stjörnu athugunarstöðvarinnar í Par- ís skýrði frá þessu í dag á fundi í frönsku vísindaaka- demíunni. Prófessor Danjon, en svo heit iir forstöðumaðurinn, uppgötvaði þessa breytingu meg því að bera saman snúningstíma jarðar við tímamælinigu tveggja kjarnaknú- inna klukkna, sem eru isvo ná- kvæmar, að ekki kemur fram meiri skekkja í gangl þeirra en sem svarar einni sekundu á 100 árum. Prófessorinn varð fyrst var við þessa seinkun í snúningshraða jarðar á tímabilinu 15. júlí til 1. sept. Seinkun þessi heldur enn áfram og hefur prófessorinn ekki getað fundið neina skýringu á þessu fyrirbæri'. Hugsanlegt er þó aö seinkunin stafi frá sprenging- um í sólinni. á íerð og fhigi hjá F.í. Miklar annir eru nú hjá Flug- félagi ís'lands, bæði í innanlands og utanlandsf'lugi. Sölfaxi kom frá Thule í 'gærmorgun fullskip- aður farþegum. Höfðu þeir klukku stundar viðdvöl hér og héldu síð- an 'til Kaupmannahafnar með Gull faxa. Klukku'stundu síðar fór Hrímfaxi fulls'kipaður farþegum í áætulnarflug til Glasgow og Kaupmannahafnar og litlu tíðar lagði Sólfaxi upp að nýju til Meist aravíkur. Hann kom aftur til Rvkjavíkur í gærkveldi og hél't síðan eftír ö.rstutta viðdvöl til Kaupmannahafnar. Akranesi, 12. des. — S. 1. íöstudag var tekinn í notkun hluti af nýju gagnfræðaskóla- húsi hér á staðnum. Gamla gagnfræðaskólahúsið, sem var byggt sem barnaskóli 1912, verður nú nýtt undir Iðnskól- ann. Það er þrlð.ii hluti hinnar nýju þyggingar, sem þarna var tekinn í notkun, en áætlað er. að bygg- ingin verði fuilgerð árið 1961, en næsti hluti rkal verða fullger á næsta ári. Húsið á samkvæmt á- ætlun að kosta alls 6 milljónir króna. Skrúðganga Nemendur eru 240 í 11 bekkjar- deildum, og gengu þeir í skrúð- göngu frá gamla gagnfræðaskóla- húsinu til hins nýja, undir s'tjórn kennara og skólastjórans, Ólafs Hauks Árnaronar. Þar voru fyrir nokkrir gestir. Ræður fluttu Sveinn Guðmundsson, kfstj. for- maður fræðsluráðs', Hálfdán Sveinsson, kennari, forseti bæjar- stjórnar, Daníel Ágústínusson, bæj arstjóri, sr. Jón Guðjónsson og skólastjórinn Ólafur Haukur Árna son. Af hálfu nemenda talaði Bragi Torfason, umsjónarmaður. Síðan var almennur söngur undir stjórn Geirlaugs Árnasonar. A I Gjafir Tvær gjafir bárust skólanum á þessum degi. Var önnur forkunn- ar vönduð klukka frá Helga Júlíus syni, kaupmanni og hitt eftirprent un á einu verka Kjarvals, frá Kaupfélaginu. Mikill fögnuður er meðal nemenda yfir þessum nýja áfanga, enda aðbúnaður orðinn slæmur í gamla skólanum. GB * A skotspónum ★ ★ ★ Bæjarráð hefur sam- þykkt staðsetningu nýs og stórs gistihúss í Aldamótagörðunum, en lóðarstærð ákvðin síðar. ★ ★ ★ í janúar verður hald- ið á vegum Evrópuráðsins þing sveitiarstjóirnarmanna í Strassborg, og sækja það nokkrir fslendingar, m. a. ritari. orstad vili að Nato verði „fjorða kjamorloistórveldið’:9 NTB—París, 16. des. Nor- stad yfirhershöfðingi A-banda lagsins sagði á ráðherrafund- inum í dag, að hann teldi heppilegt, að Nato yrði „fjórða kjarnorkustórveldið", þannig að yfirherstjórn þess réði sjálf yfir eigin birgðum af kjarnavopnum og gæti not- að þau fyrirvaralaust, ef um skyndiárás yrði að ræða. Ó- hjákvæmilegt væri, að setja flugher allra ríkjanna undir eina yfirstjórn. Hershöfðinginn lagði mikla á- herzlu á eina yfirherstjórn fyrir flugher allra bandalagsríkjanna, að öðrum kosti væri ómögulegt að verja V-Evrópu að nokkru gagni, eins og nú væri háttað her styrk Sovétrikjanna. Einnig sé Framhald á 2. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.