Tíminn - 17.12.1959, Síða 12

Tíminn - 17.12.1959, Síða 12
 Hvass norðaustan, úrkomulítið. TogskipiS Bjarnarey við bryggju á Akureyri igldi heim í stórsjó Á mánudaginn var kom hið nýja austurþýzka tog- skip, Bjarnarey, til Akur- eyrar, en þar átti að fara fram athugun á stýrisvél skipsins, en eins og kunn- ugt er bilaði hún, er ofsa- veður mikið skall á Bjarn- arey í hafi á heimleið. Hólmsteinn Helgason, odd- viti Raufarhafnariirepps og frainkvæmdastóri togskip- anna tv-eigigja austur !þar, fór utan með áhöfn skipsins, er það var sótt, og kom með því í jómfrúrför þess hingað til lands. Fréttamaður Tímans á Akureyri hitti Hólmstein að máli, er Bjarnarey lagðist að bryggju á Akureyri, og fókk hjá honum eftirfarandi upp- lýsingar: Bjarnarey lagði af stað frá Kaupmannahöfn föstudaginn 4. des. Um kl. 1.30 á sunnu- deginum bilaði stýrisvélin, en skipið var þá statt vestur af Noregi, austarlega í Norð- ursjó, með stefnu fyrir norð- an Hebridseyjar. Veðrið var hið 'versta, rok og stórsjór á eftir. „Náðum við þá sam- bandi við Bergen og báðum um aðstoð,“ sagði Hólni- steinn, „en þar var okkur sagt, að enginn næ.gilega stór bátur væri þar fyrir hendi, er komið gæti til að- stoðar í þessu veðri. Þá var leitað til Ósióar með milli- göngu frá Bergen, og mun björgunarfélagið þar hafa sent bát eða skip af stað. En um þetta leyti náðu-m við sam- bandi við Hvassafell, er var á svipuðum slóðum, og það veitti okkur aðstoð. Afturköll- uðum við því beiðni okkar um hjálp frá frændum okkar, Norðmönnum." HvaS'Safell kom á vetlvang og dældi olíu í sjóinn, svo eigi kom áfall á Bjarnarey eftir það. Og á rneðan fór fram aðgerð á stýrisvélinni. Þar lá svo Hvassafell á mánudags- nóttina og fytgdi í humátt á eftir Bjarnarey, er lag var kcmið á stýrisvélina, svo hægt var að halda áfram til Fær- eyja, þar sem betur var gert að stýrisvélarbiluninni. Á Bjarnarey eiga að vera lagfærðir nokkrir galiar, sem ■fram hafa komið á þessum togskipum. Kjalfestan var gerð léttari og betur frá henni gengið, borðstokkar hækkað- ir og akkersspil tekið af bakk anum. Skipstjóri á heimleið var Bagnús Bjarnason, Jóns- sonar frá Vogi, en stýrimaður Stefán Stefánsson frá Dalvík. Hann mun nú taka við skips- stjórn, en Bjarnarey hefur togveiðar eftir áramótin. Frakkar munu sæta gagnrýni á Natofundi Hólmsteinn Helgason Ben Gurion myndar nýja stjórn NTB—Jerúsalem, 16. des. Ben Gurion forsætisráðherra ísrael myndaði nýja sam- steypustjórn í dag. Flökkur Ben Gurions, Verka- mannaflokkurinn, vann talsvert á í ný afstöðnum þingkosiiingum, á líka níu af þeim sextán ráðherr- am, sem eru í hinni nýju stjórn. Alls oiga fimm flokkar aðild að ibinni nýju rí'kisstjórn. Rvík 0 st„ annast staðar á. landinu 0 til — 7 st Fimmtudagur 17. desember 1959 rezk börn í eimsókn hér Brezku börnin, sem ætla sér að hitta „Jólasveininn á íslandi1 koma til Reykjavíkur með ,,Hrímfaxa“ Flugfélags íslands í dag. Upphaflega var ákveðið að sex börn yrðu í ferðinni, en nú hefur það sjö- unda bætzt við. Þegar „HRÍMFAXI“ lendir á Reykjavíkurflugvelli íkl. 16:10, mun jólasv’einninn Kertasníkir verða þar til þess að heilsa upp á börnin. Brezku börnin munu dvelja á gistihúsi í Reykjavík ásamt fylgd- arliði sínu. Þau fá tækifæri til þess að hitta ísienzk skólabörn, jafnaldra sína, við „litlu jól“' í ein- um barnaskólanna í Reykjavík og þau heimsækja sjúkrahús, þar sem mörg börn dveljast veik yfir jólin og færa þeim gjafir og jóla- mat. Ennfremur munu þau fara í nokkur heimboð, synda í Sundhöll Reykjavíkur, og á iaugardaginn fara þau ásamt jólasveininum Rertasníki til Sauðárkróks í boði Flugfélags íslands. í sjónvarpi. Með í ferðinni er m. a. ljós- myndari, en ferðasagan verður sýnd í sjónvarpi eflir 'heimkomuna til Bret'lands. Tekið á móti gjöfum NTB—París, 14. des. Frétta ritarar í París telja, að ráð- herrafundur Natos sem hefst í fyrramálið, muni verða all- sögulegur og einn sá mikil- vægasti um langt skeið. At- hyglin beinist fyrst og fremst að þeirri gagnrýni, sem Bandaríkjastjórn hefur uppi gagnvart Frökkum, en hún tel ur frönsku stiórnina ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar. Forseti á þessum ráðherrafundi verður Halvard Lange utanríkis'- ráðherra Noregs. Frakkar taka óstinnt upp Stjórnmálaviðræður og umleit- anir eru þegar í algleymingi og ná hámarki, er hefst fundur æðstu manna fjórveldanna í vikulokin. Þá koma þeir saman til funda Eisenhower, Macmiilan, de Gaulle og dr. Adenauer. í kvöld munu utanríkis- og landvarnaráðherrar allra 15 aðildarríkjanna hafa verið mættir til funda. Af Fraikka hálfu er gagnrýni sú, sem fram er komin á hendur þeim, tekin óstinnt upp. Telja þeir sig ekki geta gengið að kröf- um um algsran samruna herja bandalagsrík.ianna undir einni her- stjórn eins' og Bandaríkjamenn krefjast vegna skuldbindinga við nýlendur þeirra í Afríku. Þá hafa Frakkar einnig neitað að eldflauga stöðvar væru settar upp á fránskri grund, en betta telja hershöfð- mgjar bandalagsins óhjákvæmi- legt. Frá kl. 5 til 7 er veiltt móttaka á fatagjöfum í söfnun til Frejus í Frakklandi, í prestssetri Landa kots. Frú I'rma Jónsdóttir Börnin, sem 'hingað koma, vom valin úr miklum fjölda umsækj. víðsvegar að úr Bretlandi. Þau eru á aldrinum átta til tólf ára. Þetta ævintýralega ferðalag á fund Jólasveinsins, hefur vakið umt.al og eftirtekt í Bretlandi, og undanfarið hefur mikið verið skrif að um hina væntanlegu íslands- ferð barnanna í brezk blöð. Lúcía í ÞjóSleik- húskjallaranum Lúcíuhátíð var haldin á vegum íslenzk-sænska íélagsins í Þjóð- ’leikhúskjallaranum 13. des. og var húsfyllir. Guðiaugur Rósinkranz formaður bauð gesti velkomna. Sigurbjörn Einarsson biskup flu'tti ræðu, Árni Jónsson söng einsöng og Bo Almquist sýndi kvikmynd um Selmu Lagerlöf. —■ Lúcía var afj þessu sinni Anna Geirsdóttir en systir hennar Sig- ríður söng með hljómsveitinni. Ensk messa í Hallgríms- kirkju Eins og á undanförnum árum mun ens'k guðsþjónusta verða iflutt í H'allgrímskirkju og verður hún að þessu sinni haldin sunnu daginn 20. desember kl. 4 e.h. —• Tve> prestar framkvæma messu 'gjörðina, þeir sr. Bragi Friðriks son og sér. Lárus Halldór.sson. —• Allir eru velkomnir. Lífið í fílabeinshöll agalíns í Kópavogi Nýft bindi ævisögimnar komið út h|á Noröra Bókaútgáfan Norðri hefur sent frá sér nýtt bindi í sjálfs- ævisögu Guðmundar G. Haga- líns, og neínist það Fílabeins- höllin — saga um hjónaband, ritstörf og bræðralag dýra og manna. í bók þessari segir höfundur írá því skeiöi ævi hinnar, er hann eyddi fvrir nokkrum árum í Kópa- vogi. Hann segir frá síðara hjóna- bandi sínu, búskap í Voginum, starfi sem bókafulltrúi ríkisins og ýmislegu öðru, sem á daga drífur. Þarna^koma við sögu ýmsir menn og málefni sem enn eru svo nærri, að flestir muna þau. Bókin er alls'tór eða á fimmta m sem hvarf Út er komin skáldsagan, Myndin sem hvarf, eftir Jakob Jónasson. Útgefandi er ísa- fold. Bókin er 179 bls. að stærð og smekklega gefin út. Myndin sem hvarf er nútíðar- saga, gerist í sveit og fjallar um heimkomið skáld, ástir og baráttu gamla og nýja tímans. Höfundi er efnið sýnilega hugleikið og er iiann kunnugur því til hlýtar. Þetta ei þriðja bók höfundar, en áður hafa komið út frá hans hendi, Börn framtíðarinnar og Ógróin spor, sem birt var undir dulnefni. Báðar fyrri bækur höfundar fengu góða dóma. hundráð blaðsíður, og frásögnin er öll með fyrra marki Hagalíns, íjörleig, opinská og krydduð gam- rnsögum. Bókin er rituð í skáld- sögustíl, þar sem höfundur, köna hans og ýmsir aðrir eru söguper- sónur. í þes'sari bók sést t. d. glöggt, hve Hagalín segir skemmti lega frá dýrum — engu síður en mönnum. Bókin er hin vandaðasta og smekklegasta í allri útgáfu og búningi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.