Alþýðublaðið - 09.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ sér í ginið á og brenna þar til dauðs í heilögum eldi. Ef hann hefir svo möglað, reynt að benda hinum “heldri mönnum* á það, að hann búi við aum Iífskjör, sem myrði hann og börn hans, borin og óborin, brosa þeir „heldri" og Ijúga að honum, að hann geti skki krafist alls, hann megi ekki hrinda um koll hinum gullvæga Babelsturni, sem þeir nefna þjóð- félag, hann skuli fá bita. — En hann hefir rétt til að krefjast alls — hann hefir jafnan rétt til að Iifa. »Öreiginn á ekkert /öðurlanda, sagði Márx og átti hann þar við ríkið. Því hvað hefir ríkið eða föðurlandið veitt honum? Eymd og bölvun og sex fet jarðarl Eg get ekki séð annað. Nú eru samt öreigarnir farnir að hrista hlekki sfna. Úr þeim undirdjúpum tilverunnar, þar sem sem þeim hefir verið markaður staður, heyrast nú óp. Ekki leng- ur bænir til hinna „heldri*, heldur heróp — óp um hefnd og bglt- mgu. Þeim hefir verið kent, að þeir eigi að vinna — þeir eigi að fæðast þrælar og deyja í þræl- dómsfjötrunum. En svo hafa kom- ið menn, sem hafa fundið til með þessum þrælum — Marx, Lieb- knecht, Bakunin, Krapotkin, Len- in, Trotskij o. fl. Þeir hafa reynt að kenna þeim, að þeir séu gerð- ir af sama efni og hinir, sem sitja við krásirnar og lifa í glaumi og gjálífi. Þessir menn hafa verið of- sóttir. Eltir land úr landi, kvalist í fangelsum og verið myrtir, því lögin refsa þeim, sem gerir upp- reist gegn Mammon og föðurland- inu, Molok. Loks kom stundin í nóvember 19 iS, að tugir miljóna af þessum þrælum tóku sér stöðu á stræta- vígjum og héidu áfram að fórna blóði sinu, þar til þeir höfðu feng- *ð sigur. Rússland varpaði fyrst þessum guðum fyrir borð! Þjónar hins gamla og úrelta, þeir sem kalla sig „betri borgara*, gátu ekki náð til þessara fífldjörfu manna, með lögunum, því þeir sögðu sig úr lögum við þá. Þeir tóku því það ráð, að rægja þá Og ófrægja við félaga þeirra í 'öðrum löndum. Miskunnnarlaust hafa þeir logið. Þeir menn, sem sjálfir löghelga morð og aðra glæpi lugu á þá sögum um hryðjuverk, er þeir hefðu framið. (Gott dæmi þess er að finna í „Pressens Maga- sin, í grein sem nefnd er „Bar- átta boisivikanna gegn menta- stéttunum" •— sem er um það, að Djenikinl) hershöfðingi hafi látið myrða frægan lækni, fyrir það, að hann var bolsivikil) Nú hefir afturhaldinu og auð- valdinu samt ekki tekist að halda svo luktum dyrum Rússlands, að þau gætu Iogið áfram. Sannleik- urinn hefir komist út og hann er allur annar, en blöð enskra og þó einkum franskra þjóðernissinna hafa viljað vera láta. Og sam kvæmt því eru dauð og ómerk öll ummæli þeirra blaða hér, sem sem sett eru til höfuðs framsókn- ar fólksins, Vísis og Morgunblaðs- ins, um rússnesku byltingamenn- ina. Þau hafa farið með fleipur eitt og staðleysur — hrein ósann- indi, og geta þvi talist þar af minni og auvirðilegri, er þautaka undir stefnu slíkra manna, sem þeir eru Clemenceau, Foch mar- skálkur og Wilson. (Framh.) H. Um daginn og veginn. Nýtt ættarnafn. Sigurjón Skarp- héðinsson nm. Klapparstíg 7, hefir tekið sér ættarnafnið „Svanberg". Fiskiskipin. Belgaum kom í fyrra dag af fiskiveiðum með 100 lifrarföt. Nýr togari. Leifur heppni, eign Geirs Thorsieinsson 0. fl., kom í gær. Fallegasta skip að sjá. í gær voru 5Í farþegar úr ís- landi, þeir er heilbrigðir voru, fluttir í Kennaraskólann, og réðu þeir sér varla fyrir gleði, að fá að stíga á land, þó nokkuð skygði prísundin á gleðina. í Sóttvörn eru nú allir á bata- vegi. Hefir veiki sú, er þeir höfðu, x) Djenikin var stækur bolsi- víkafjandi, svo hér er sannleikan- snúið algerlega við, eins hver mað- í ur getur séð. H. reynst verri en sú, er hér var fyrir. Island lagðist í gær við Ing- ólfsgarðinn og var þá póstinum loks skilað í land. Verður skipið afgreitt þannig, að skipverjar verða lokaðir niðri, en menn úr landi sjá um ferming og afferming þess,. Gramall harnaskapnr. G. Sv., langlokusmiður, segir í gær í, vatnsgrautargaspursgrein sinni, að jafnaðarmenn hafl „t. d. um allan heim getað haldið uppi öflugum samtökum, með afnám eignarrétt- ar einstaklinganna m. m. fyrir augum.* Hver skyldi halda það, að mað- ur, sem þannig ritar á 20. öldinni, skuli ímynda sér að hann standi framarlega í röð framfaramanna þjóðarinnar? En það er eftir öðru, að hann noti margtuggið þvaður andstæðinga jafnaðarmanna, sem þeir þó nú orðið eru hættir að láta kveða við fyrir löngu. Jafn- aðarmenn vilja láta hið opinbera eiga framleiðslutækin, en um afnám eignarréttar einstaklingsins er alls ekki að ræða. Haldi G. Sv. svoúa áfram, má hann reiða sig á það,. að hann stehst ekki stjórnmála- ritstjóraprófið hjá Morgunblaðinu.. Fallnir eru þegar tveir Sigurðar og einn Einar. i. Veðrid í dag. Reykjavík . . . . . N, -í- 6,2.. ísafjörður ..... N, -5- 7,1. Akureyri ..........NNV, -f- 8,0. Seyðisfjörður ... Vantar. Grimsstaðir .... N, -5-10,0. Þórsh., Færeyjar . . Vantar. flafís á reki úti fyrir ísafjarðar- djúpi. Loftvog óstöðug, lægst fyrir austan land; norðanstormur með talsverðu frosti; hríð á Norðaust- urlandi. Karliamfit blá og mislit, saumuð á vinnustofu minni, seljast nú óclýrt Siuém„ Sigurðsson klœðskeri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.