Tíminn - 31.01.1960, Qupperneq 7

Tíminn - 31.01.1960, Qupperneq 7
T í siinnudaginn 31. Janúar 1960. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Stefna kjaraskerðingar og samdráttar í framkvæmdum - Stórfelfd gengislækkun og nýjar álögur til viðbótar - Miktu meiri álögur en hægt er að réttlæta - Loforð um stöðvun verð- bólgunnar efnt með óðaverðbólgu - Illa farið með Jónas Haralz - Nýjar blekkingar - Há- launamenn fá kjaraskerðinguna bætta - I þágu auðkónga og braskara - Þótt ríkisstjórnin hafi enn ekki lagt tiliögur sínar um efnahags- málin fyrir Alþingi í frumvarps formi, sést það nokkurn veginn á íhinu nýja fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram á fimmtudaginn, Ihverjar tillögur hennar verða, þar sem frumvarpið markast mjög af þeim. Það fyr.sta, sem menn veita .at- hygli í sambandi við nýja frurn varpið, er það, að þar er gert ráð fyrir urn 400 millj. kr. hærri álög- um e.n í fjárlagafrumvarpi því, sem lagt var fram í haust. Út- gjöldin eru einnig áætluð 400 millj. kr. hærri. Af þessu má strax nokkuð marka í hvaða átt st.iórnarstefnan beinist. Að öðru leyti má svo ráða það af fj árl agafrumvarpinu og ýmsu, er hefur komið fram í sambandi við ,það,. að stjórnarstefnan muni birtast í eftirtöldum ráðstöfunum: 1) Gengi ísienzkrar krónu er fellt svo stórlega, að erlendur gjaldeyrir hækkar um 132—135%. Til samanburðar má geta þess, að yfirfærslu- og mnflutningsgjöld, sem renna nú í útfiutningssjóð, hækka erlendan gjaldeyri um 69% til jafnaðar (samkv. upplýs- ingum viðskiptamálaráðherra i haust). Hér er því um mikla geng isfellingu að ræða, er mun hækka verð alira innfluttra vara stórlega og þó verð nauðsynjavara mest, þar sem á þeim hefur verið lægst yíirfærslugjald. 2) Auk gengislækkunarinnar ei'ii álögur þær, sem almenningur greiðir ríkinu, hækkaðar um 350— 400 millj. kr. eftir að búið er að draga frá hina ráðgerðu tekju- skattslækkun. Hæstu nýju álögurn ar eru: Söluskattur hækkar um 230 millj. kr., verðtollur hækkar um 100 millj. 'kr., og auk þess hækkar benzinskatturinn stórlega og ýmsar álögur aðrar. 3) Útgjöld ríkisins eru áætluð um 400 millj. kr. hærri á þessu ári en í fjárlögum síðasta árs, en flsst framlög til opinberra fram- kvæmda standa í stað. Þetta þýðir 'raunyerulega, að opinberar fram- .kvæmdir dragast stórlega saman á sama tima og rikisútgjöldin vaxa _um hundruð millj. króna. 4) Kaupgjaldi er ætlað að standa í stað, en það þýðir, að 'dýrtíðaruppbætur verða felldar miður, en þær hefðu orðið mjög miklar vegna hinna gífurlegu verð hækkana. 5) Ráðgerð ej- taka stórfellds erlends láns, en því má ekki verja tii fraimkvæmda, heldur á það allt að fara til venjuJegra vörukaupa, svo að hægt verði að gefa frjálsan innflutnmg á jafnt óþörfum vörurn og nauðsynjum. 6) Loks er svo ráðgert að hækka stórlega alla útlánsvexti, -en það bæði hækkar voruverðið og dreg ur úr framkvæmdum. Óðinn hinni nýi kom í vikunni sem leið og var vel fagnað, enda rnikil þörf á að auka og bæta strandgaezlu- flotann. Það var ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, vinstri stjórnin, sem aflaði fjár til smiðis skipsins og samdi um smíði þess. Ríkisstjórn Ólafs Thórs næsta á undan gerði ekkert i málinu allt frá 1953 til 1956 nema að bera fram á Alþingi sýndartillögu i þann mund sem hún var að fara frá. Vinstri sjórnin varð hins vegar að hrinda málinu fram, og án framtaks hennar væri skipið ekki komið enn. Eru þessar ráðstafanir nauðsyniegar? Það liggur í augum uppi, að ráðstafanir þessar munu hafa í för með sér stórkostlegan sam- drátt framkvæmda og stórfeilda kjaraskerð'ngu. Hins vegar er aug Ijóst. að margir •hraDkarar og slór gróðamenn munu slórhagnast á þessu. Það fyrsta, ,sem menn hljóta að jspyrja um, þegar -ráðizt er í ráð- stafanir eins og þessar: Er þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt? Er ekki um annað að velja en þetta eða einhverjar hliðstæðar neyðarráðstafanir. ef hér á ekki að verða algert hrun? Sem 'betur fer má svara þessum spurningum hi-klaust neitandi. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum í desember 1958, lá fyrir sú úttekt hagfræðinga, þar á meðal hagfræðinga Sjálfstæðisflokksiiis, að ekki þyrfti nema 6%1 launa- skerðingu — eða sem svaraði kauphækkuninni, sem varð sumar ið 1958 að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins cg fylgifiska hans, — til að tryggja áfram hallalausan rekstur ríkisins og atvinnuveg- anna, án nýrra álaga. Þessi launa- skerðing var framkvæmd á síðast liðnum vetri. Sú ráðstöfun ætti að nægja til þess að tryggja halla- lausan rekstur, ef ríkisstjórn Em- iis Jónssonar hefði ekki aukið upp- hæturnar frá þvf, sem áætlað hafði verið. Af því hlaut að leiða halla, er síðar kæmi frarn, eins og Framsóknarmenn bentu á fyrir kosningarnar. Fyrir tvéimur inán- uðum síðan birti hinn nýorðni for sætisráðherra, Ólafur Thors, út- reikn'.nga um, að þessi halli myndi verða um 250 millj. kr. og var þar bersýnilegá mjög rí'flega reikn að. Gengislækkunin. sem nú er ákveðin, og nýju álö-gurnar, sem eru lagðar á t:l viðbótar, nema margfaldri þeirri upphæð. Hér er því gengið mörgum sinnum lengra i álögunum en nokkur þörf er fyrir. Sem betur fer er þessara gífur- Iegu álaga ekki þörf, ef rétt er á hald'ð. En hvers vegna vill stjórn- in þá knýja þær fram? Megin- ásíæðan er sú, að þau öfl, sem meshi ráða í Sjálfstæðisflokknum, auðmennimir og braskararnir, vilja fá hér fram samdráttar- og kjaraskerðingarstefnu- því að það skapar þeim á margan hátt betri aðstöðu. Nýít dýrtíðarflóð Tillögur ríkisstjórnarinnar segja vissulega skýrt til um það, hvaða flokkar hafa sagt þjóðinni réttast til fvrir þingkosningarnar I á síðastliðnu hausti. Stjórnarflokkarnir héldu þvíj þá fram, að þeir væru raunveru-j J©ga búnir að stöðva vei'ðöólguna og það yrði aðaltakmark þeirra, eí þeir færu áfram með völd, að viðhalda stöðvun verðbólgunnar og forðast allar hækkanir. Alveg sérstaklega var Alþýðuflokkurinn óspar á fyrirheit um þetta. Framsóknarmenn vöruðu menn við að trúa þessu. Þeir bentu á, að takmark stjórnarflokkanna með kjördæma'byltingunni væri aðj taka upp nýja samdráttarstefnu í; efnahagsmálum og draga úr upp- byggingu og framkvæmdum. Of fáir menn hlýddu þessum varnaðarorðum Framsóknarflokks ins, en lögðu hins vegar trúnað á stöðvunartal stjórnarflokkanna. Nú fá þeir, sem létu glepjast, uppskeruna- Fyrsta verk stjórnar- flokkanna eftir 'kosningarnah verð ur að steypa yfir þjóðina meira dýrtíðarflóði en nokkru sinni fyrr eí undan er skilið dýrtíð- arflóðið, sem átti sér stað undir flokksstjórn Ólafs Thors sumarið 1942, Þö er ekki útséð, aiema Ólafi tr.ikkt nú að hnekkja þessu gamla meti sínu- Afleiðing þeirra ráðstafana, sem nú er verið að gera, verður sú, að allar vörur stórhækka í verði og sumar nauðsynjavörur al- veg gífurlsga. Þá er boðað i fjár- lagafrumvarpinu nýja, að öll opin ber þjónusta eigi að hækka, eins cg fargjcld á ríkisskipum, dag- penin.gar á ríkisspítölunum, síma- gjöld, póstgjöld o. s. frv. Illa farið með ráðu- neyfisstjórann Það mun hafa verið 1. desember síðastl., að ráðuneytisstjórinn í nýja ráðuneytinu, sem ríkisstjórn- in hleýpti af stokkunum, — efna- hagsmálaráðuneytið mun það kall- að — hélt ræðu í útvarpið. Þar taldi hann tvennt nauðsynlegt í efnahagsimálunum. Annað var að forðast allar lántökur, hitt var að stöðva alveg verðbólguna. Það, sem hann varaði alveg sérstaklega við, var þetta tvennt: Erlendar lántökur og 'óðaverðbólgu. Ríkisstjórnin he'fur bersýnilega lagt meira en Iítið upp úr þessum tillögum ráðuneytisstjórans í nýja ráðuiieytinu. Hún hagar sér a. m. k. alveg öfugt við aðvaranir hans. í stað þess að íorðast lántökur, ráðgerir hún að taka stórt lán, ekki til framkvæmda, theldur til almennra vörukaupa. í stað 'þess að stöðva verðbólguna, efnir hún 'til 'hinna stórfelldustu óðaverð- bólgu, þar sem eru hinar gífurlegu verðhæk'kanir, er munu hljótast af gengislækikunmni, nýja sölu- skattinum og öðrum nýjum álög- um. Bíekkingunum haldið áfram Stjórnarblöðin sýna það vel þsssa dagana, að forustumenn stjórnarfl'Okkanna standa í þeirri trú, að hægt sé að hlekkja almenn- ing endalaust. Fyrir einu og hálifu ári síðan sagði Mbl., að það væri hið mesta bjargráð fyrir launafólk að he:,mta hærra kaup. Þetta bjargráð fékkst svo fram fyrir atheina Sjálfstæðis- flokik'siiis og fyl'giifiska hans. Fyrir einu ári síðan sagði Mhl., að það væri nauðsynlegt fyrir .al- menning að taka aftur kauphækk unina, sem það hafði hálíu ári áður talið helzta bjargráðið að fá samþykkta! Fyrir kosningarnar í haust var- aði Mbl. mjöig við vaxandi verð bólgu og taldi það helzta bjargráð- ið að reyna að stöðva hana, eins og stjórn Emils Jónssonar hefði líka tekizt að verulegu leyti með jstuðn- ingi Sjálfstæðisf 1 okksins. Um áramótin seinustu varaði Mbl. alveg sérstaklega við erlend- v.m lánum og taldi þjóðinni nauð- synlegt að forðast meiri skulda- söfnun. I f gær ka'Uar Mbl. það svo við- reisnarstefnu að hleypa af stokkun. um nýju dýrtíðarflóði og óðaverð- bólgu og ta'ka stórt vörukaupalán erlendis! I Alveg sérstaklega nú mun al- menningi sebl'að að trúa, þótt það stangist við það, sem blaðið hefur áður sagt og það boðaði kappsam- iegast fyrir kosningarnar. Meðan stór hluti þjóðarinnar lætur glepjast af slí'kum blekldnig- um silt á hvað, er vitanlega ekJtt von á 'góðu. Ráðherrarnir hafa ekki gleymí sjálíum sér í stjórnarblöðunum er því mjög hampað, að Mglaunastéttirnar fái verðhækkanirnar, sem hlj'ótast af hinum nýju ráðstöfunum, upp- bættar að verulegu leyti eða öllu 'leyti. í því sarmbandi vitna þeir t:l tekjuskattslækkunarinnar og aukinna fjölsikyldubóta. Sannleikurlnn er *á, að lág- launa'fólk mun njóta mjög lítilla 'hlunninda af tekjuskattslækkun- inni. Meiri hluti láglaunafólka mun Jika einskis njóta af auknu'm' fjölskyldubótum. Kjör þessa fólks verða því stórlega skert. Hins vegar munu hálaunamenni njóta mikils hagnaðar af tekju- skattslækkunlnni og þeir mumi fá fjölskyldubætur til' jafns vlð aöra. Það má t- d. hklau-t fuiiyrða, að ráð'lierrarnir muni 'iiagm.t an tugi þúsúnda af þessum ráðstöfun- um og fá verðhækkanirnar þannig uppbættar. Hjá þeim og mörguim öðrum hálaunamönnum verður því engin kjaraskerðine. þótt kjör almennings verði yfirleitt stórlega skert. í þágu auðkónga og braskara Hér er þá komið að kjarna þeirra ráðstafana, sem ríkisstjórn in hyggst að gera. Takmark þeirra er að tryggja hag hálauna- manna og stór'gróða:manna þjóöfé'- lagsins. Til þess að gera þetta, er samdráttar- og kjaraskerðingar stefnan talin nauðsynleg. Fram- kvæmd'r þess opinbera og hinna minniháttar einstaklinga munu þá minnka cg aðstaða þeirra versna á allan hátt. H'.nir fjársterku ein- staklingar eða þeir, sem eru í sér- stakri náð hjá bönikunum, munu hins vegar geta bætt aðstöðu sina. Liklegasta afleiðingin er sú, að fjármagn og yfirráð dragist i vax- andi mæli á færri hendur en áður. Hætt er við, að þessar ráðstaf- anir geti' leitt t:l þess, að margt efnaiítið fóik, sem hefur ráðizt í framkvæmdir, t. d. hús’byg>gimgair. verði að gefast upp við þær, og' braskarar og stórgróðamenn geti notað sér neyð þess. Vi'Ssar atvinnugreinar oiimu hagnast óeðlitega á gengisfallinu vegna þess, hve stórfellt það er, cg getur þar skapazt mikill gróði. sem ekki á rétt á sér. Samdráttar- og kjaraskerðingar stefna, sem gengur langt úr 'hófi fram, er í þágu hinna ríku og fáu á kostnað aJls fjöldans. Sjálfstæðis f'lobkurinn hefur sýnt þa® með því að taka nú þessa stefnu upp á arma sina, að hann er •flofckur auðmanna og braskara fyrst og (Framhald á 11. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.