Tíminn - 31.01.1960, Síða 9

Tíminn - 31.01.1960, Síða 9
íirtH 4€ /utQMfuratuie y. f. % *fi t 1 TÍMINN, sunnudaginn 31. janúar 1960. * Charles Garvice: ÖLL ÉL BIRTIR UPP UM SÍÐIR 24 einhverja yfirburði yfir unn usta si'nn. Henni virtist lítið koma til glaðiyndis Toms í samanburði við alvörugefni hins, er hafði ratað í svo þungar raunir að hann hafði verið að því kom:nn að stytta sér aldur. Fannst henni' nú unggæðingsháttur Gregsons vera ólikt tilkomuminni en þroski og lífsþreyta Mar- teins. Hins vegar var Marteinn að hugsa um, að það væri einstaklega eðlilegt að Rösa- munda vildi e"ga Tom Greg- son, hvað sem auðæfum hans iiði, þar sem hann var fríð- leiksmaður og i blóma lífsins, en hann sjálfur — jæja, það var nú orðið of seint að hugsa um það. — Meðal annarra orða, Dungal, hóf Guy Fielding máJs, — hafið þér lesið blöð- in nýlega? Um uppistandið á Ítalíu á ég við? Rósamunda tók eftir því, að Marteinn varð þungur á brúnina þegar minnst var á Ítalíu, en allt um það svar- aði hann stillilega: — Nei, ég hef ekki' séö blöð in nýlega. — Þetta er afar tilkomu- mikið málefni, sagði Guy og tók ekki eft4r, hversu Mar- teini hafði' brugðið, — og sýn ir vel hvað uppreisnarandinn er rikur með ítölum. Eg held jafnvel að þeir fari fram úr Rússum að því leyti. Blöðin hafa varla á annað minnst núna seinustu vikuna, en í gær virðist það þó hafa náð hámarkinu. Hafið þér nokkurn tima heyrt getið um fé’ag sem Morgunstjarnan nefnist meðan þér dvölduð á Ítalíu? Það viröist vera al- þékkt þar, jafnvel af lögregl unni. Rósamunda hafði gætur á Marteini', og tók nú eftir því áð hann beit á vörina og brá fyrir glampa í augum hans. — Já, svaraði hann rólega. — Eg hef heyrt sitt af hverju úr ýmsum áttum um þennan félagsskap. Hann er mjög við tækur, og eru jafnvel hátt- settir menn riðnir við hann. Sýnir það, eilrs og þér sögðuð, hve pólitískar æsingar eru samgrónar ítölum. Er nokkuð nýtt að frétta þessu viðvíkj- andi. — Svo er að sjá, sagði Guy. -— Þeir virðast hafa ætlað sér að ráða Gambotti af dögum, en hann er sá ráðherrann, sem þeir þykjast eiga mest sökótt vi'ð, og eiga sín í að hefna á honum fyrir það, að hann hefur reynt að uppræta þennan félagsskap með öllu. Voru tveir menn kosnir til að koma fjörráðunum í fram- kvæmd, en annar þeirra skor aðist annaðhvort undan þvi, . eða að hann brast hug þegar á hó’minn var komið. Hinum tókst að varpa sprengikúlu inn í vagn ráðherrans, þar sem hann ók um borgi'na, og varð það honum auðvitað að bráðum bana, en múgurinn h'.mdsama'ði illræðismanninn og fékk hann lögreglunni í hendur, því að Gambotti naut mikillar almenningshylli', eins og þér sjálfsagt vitið. Marteinn var nú orðinn lit- verpur, en ekki gerði hann neinar athugasemdir við frá- sögn Guy Fieldings. — Er þetta allt og sumt? spurði Char.'Otta. -— Eg held að slíkt og annað eins sé ekki miklar nýjungar. — Hér kennir ýmisra at- riða, sem ekki líkjast hinum venjulegu ofbeldisverkum stjórnleysingja, sagði Guy, — en það yrði of langt mál að fara út i þá sálma að þessu sinni. Þó lítur út fyrir að kvenmaður e’nn, Della Bar- barossa að nafni og forkunn- arfríð kona, sem félagiö hafði í þjónustu sinni, hafi vakið eftirtekt Gambottis á sér. Félagið var nú þeirrar skoð- unar, að hún gæfi honum und ir fóti'nn aðeins með hags- muni þess fyrir augum, enda hafði hún ávallt gefið félags mönnum þær uppiýsingar um hann, sem heimtaðar voru af henni. En jafnskjótt sem hann var af dögum ráðinn, snerist hún gegn félagihu full fjandskapar og sveik það í i hendur lögreglunni. Getið þið ímyndað ykkur til hvers það hafi leitt, og lá við sjálft að í bardaga slægi milli' lög- reglunnar og samsæris- manna, en lögreglan mátti sín betur, og voru hundrað menn eða fleiri settir i varð- hald í gær; þó er þess getio til, að Barbarossa hafi hald- ið nokkrum nöfnum leyndum, sem lögreglan er nú ennþá að reyna að veiða upp úr henni. Þegar hér var komið var Rósamunda að bera Marteini fullan tebolla, og þegar hann rétti höndina eftir boilanum tók hún eftir því að dreyfði úr lófanum, eins og hann hefði kreppt hnefann svo fast í geðshrær'ngunni, að negl- urnar hefðu sært hann til blóðs. Hún hafði vitanlega eVWi orð á þessu, því að hún hafði þegar áður komist að raun um, að Marteinn bjó yfir ein- hverjum hræðilegum duimál um, sem hann leyfði engum að skyggnast i, jafnvel þótt vinir hans væru. Þegar tedrykkjunni var lok ið gengu menn út í garðinn, en Guy bar það fyrir sig að hann þyrfti að skrifa áríð- andi bréf, sökum þess að hann sá það glöggt, að Char- lotta vildi alls ekki með hon- um ganga, en frú Bla-'r og Sir Ralph gamli héldu kyrru fyrir inni í húsiriu. Charlottu var ef til vill kunnugast um hvernig á því stóð, að þau Marteirin og Rósamunda urðu saman út af fyrir s:g, svo að hún fékk hið æskilegasta tækifæri til þess að gefa sig á tal við unnusta Rósamundu, en hann var kurteisari maður en svo, að hann færi að gera nokkrar athugasemdir v'ið þessa til- högun. — Svo að þér viljið þá ekki trúa því að stúlkur giftist til fjár? sagði Charlotta við hann, ei'ns og þaö tal þeirra hefði ekki verið falliö niður. — Nei, þvi trúi ég ekki, svaraði Tom hálf styggilega, og furðaði sig á því, hvers || vegna hún vék talinu aftur að þessu efni. — Jæja — bíöið þér við þangað til þér eruð sjálfur gengin í gildruna, sag'ði hún með mesta einlægnissiúp, sem Tom átti raunar bágt með a'ð gera sér grein fyrir. Allt i einu lét hún sem hún rankað við því, aö Tom væri þegar ! á leiði'nni á brúðarbekkinn, og sagði þá vandræðalega: — Eg á við — ég held — j — Þér haldið að snaran sé ! þegar komin um háls mér, sagði Tom og brosti all ein- kennilega. Charlotta hrökk við og lézt ' ekki skilja hvað hann ætti við með þessu. ■ — Nei — sussu nei, herra Gregson — það var náttúr- lega ekki meining mín, svar aði hún í skyndi. — Mér kom ekki shkt til hugar, þó að mér væri' hins vegar kunnugt um, að Sir Ralph er i kröggum, og að Rósamunda hefur lof- a'ð að hjálpa honum, en ég veit fyrir víst, að þér gerið henni rangt til að þessu leyti. Tom Gregson nam allt i einu staðar á göngunni og virti hana nákvæmlega fyrir sér. — Getið þér ekki sagt mér hreint og beint við hvað þér eigið? ungfrú Sheldon, spurði hann þurrlega. ! — Eg er hrædd um a'ð við misskiljum hvort ann&ð, hr. Gregson, svaraði hún svo hreinskílnislega, að Tom varö .að láta þar við sitja. Hann gekk áfram við hlið hennar steinþegjandi, svo aö Charlotta hafði ástæðu tii áð ætla aö eiturskeyti' sitt væri þegar tekiö aö grafa um sig. Þó kom henni það hálfvegis á óvart, að hann hvatti spor ið skyndilega og kom þvi svo fyrir að þau gengu í veg fyrir þau Martein og Rósamundu. i — Hvað ég vildi segja — get um við ekki farið eitthvað á morgun okkur til skemmtun- ar, Rósamunda? spurði hann. — Marteinn var einmitt aö tala um hvort þú mundir ekki vilja koma með okkur á veiöar á morgun, svaraði húri og lét sér mjög annt um að koma þeim í nánari kynni. l En orðið „okkur“ smaug inn : ’ ' —ti" ' ' á Tojr>, og hreim ur'nn i rödd hennar þegar ‘ú ' ' ' ’’"ð, virtist gera það að einhverjum leyni- þræði, sem tengdi þau Mar- tein og Rósamundu saman, en Jéti hann standa utan gátta. Vaknaði nú skyndilega emhver tilfirminig í brjósti Toms, sem ekki virtist hafa átt sér þar bústað áður ■— og þessi tilfinni'ng var afbrýði. — Æ, það er ekkert gaman áð því, sagði hanri hálfhrana lega og það var ekki laust við að Rósamunda þykktist við hann af einhverjum óskiljan legum ástæðúm. Marteínp leit Jíka til hans hornauga, og Tom lá við aö reiöast, en gætti þess þó áð stilla sig. Lög og réttur handbók um lögfræðileg efni eftir Ólaf Jóhaimer son nrófessor. Önnur útgáfa, endurskoðuð. Verð kr. 165,00 í bandi. Tækniorðasafn eftir Sigurð Guðmundsson, arkitekt. Halldór Ha.. dórsson prófessor, bjó til prentunar. Verð kr. 150,00 í bandi. Nýyrði I—IV .... ípanó yóur hiaup a «iXUa majgm verzlaua! 4>ÖIUJ0ÖL Á ÖUUM eftir dr. Svein Bergsveinsson og prófessor Halldór Halldórsson. Verð kr. 150 í bandi. Einstök hefti fást einnig óbundin. Leikritasafn Menningar- sjóðs 17. og 18. hefti Komin eru út í Leikritasafni Menningarsjóðs þessi Ieikrit: 17. Spretthlauparinn, eftir Agnar Þórðarson. 18. Páskar, eftir August Strindberg. — Bjaiiii Benediktsson þýddi. Enn er fáanlegt allt leikritasafnið frá upphafi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.