Tíminn - 06.02.1960, Side 7

Tíminn - 06.02.1960, Side 7
T í MIN N< laugardaginn 6. febrúar 1960. 7 Þessi mynd var tekin í neðri deild Alþingis í gær. Eysteinn Jónsson flytur ræðu sína. Efnahagsmálafrumvarp rík- isstjórnarinnar var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Ólafur Tliors, forsætisráð- herra mælti fyrir frumvarp- inu, því næst kvaddi Eysteinn Jónsson sér hljóðs og fara hér á eftir helztu atriði úr ræðu hans. Eftir kosningarnar í haust, þeg- ar Ijóst var orðið hverjir mundu fara með völdin í landinu, leitaði ég fyrir hönd Framsóknarmanna eftir 'því að f-á upplýsingar um það, hvernig efnahagsmál þjóðarinnar stæðu og hverjar væru niðurstöður sérfræðinga þeirra, sem þessi mál hefðu verið að athuga. Mér var Framsóknarmenn sögðu einnig hvað fyrir stjórnarflokkunum vakti. Þeir ætluðu að koma á sam- dráttarstefnu og kveða niður byggðastefnuna og til þess að koma samdráttarstefnunni á þyrfti að magna dýrtíðina og minnka kaupgetu almennings. SnúiS vift blaðinu Ekki höfðu stjórnarflokkarnir fyrr lokið kosningabaráttu sinni, en blaðinu var algerlega snúið við: Þjóðin hefði lifað um efni fram Stórkostlegur halli væri á ríki -| sjóði og útflutningssjóði. Greiðslu lialli við útlönd hefð orðið 1000 milljónir ó 5 árum. Erlendar skuldir væru orðnar óviðráðanleg- ar og þjóðin væri að komast í fengjust. Afborganir og vaxta- byrðar væru orðnar svo þungar að undir þeim verði ekki risið og þjóðin hafi misst alla tiltrú erlendis vegna þessa. ALLT ÞETTA ER HREINN UPP- SPUNI! Það eðlilega er að lönd eins og ísland taki lán til uppbyggingar. OG HVER IIEFUR SAGT RÍKIS j STJÓRNINNI ÞAÐ, AÐ ÞJÓÐ IN GETI EKKI FENGIÐ FRAM KVÆMDALÁN ERLENDIS? VUÐVITAÐ ENGINN, ÞVÍ AÐ ETTA ER TILBÚNINGUR. Það verður aldrei metið til tulls það tjón, sem ríkisstjórnin er búin að vinna þjóðinni með þessum óhróðri. Ríkisstjórnin er áreiðanlega búin að stórspilla fjárfestingu“ svokölluðu. Fyrsti áfanginn var kjördæmabyltingin en nú kemur þetta nakið fram, svo að ekki verður lengur um villzt. Aft efla peningavaldií) Framkvæmdalánin samrýmast í em sé ekki samdrattarstefnunni. Ég sé glöggt að nokkur halli er á efnahagskerfinu eins og afkoma ríkissjóðs og útflutningssjóðs sýn- ir. Hættulegt ósamræmi minnkaði samt stórkostlegg við efnahagslög- gjöfina 1958, þegar 55% yfir- færslugjaldið var lögfest. Vandinn er hins vegar núna mun minni en oftast áður, en auðstéttin ætlar með hjálp Alþýðuflokksins að not þurfti að hafa fleira með en rétta og slétta gengislækkun. Stefnubreyting Við skulum skýra svolítið fyr- ir okkur myndina várðandi uppbyggingarstefnuna og f hverju hún er fólgin, en einn þáttur liennar er byggðastefnan. Meginþáttur hennar er að beina fjármagninu með opinberri íhlut un til þýðingarmestu atvinnu- greinanna. — Þau lán, sem tekin hafa verið erlendis, hafa verið í .mda uppbyggingarstefnunnar eins og Sogsvirkjunin, Sements- verksmiðjan, skipa- og bátakaup og ræktun og annað það, sem stuðlar að aukinni framleiðslu. Vaxtapólitíkin hefur einnig ver- Peningavaldið á að efla á kostnað almennings neitað um þessar upplýsingar af forsætisráðherra. Aftur var farið fram á þetta eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, en það var enn neitað um allar upplýsing- ar frá efnahagssérfræðingunum, sem þessi mál höfðu verið að rann saka, enda þótt þeir væru engir einkaþjónar stjórnarinnar, heldur launaðir starfsmenn ríkisins. Það hefur því gefist naumur tími til að rannsaka hvað stjórnin hyggst fyrir, en þó má sjá stærstu drættina. — Það er þó langt frá því að öll kuri séu komin til grafar ennþá. Það er rétt að minna á það undir hvaða kjörorðum núverandi stjórn arflokkar gengu til kosninga á síðastliðnu hausti, en þau voru: Stöðvun dýrtíðarinnar án nýrra skatta. Þetta var stutt með þeirri ársreynslu, sem komin var á sam- stjórn þessara flokka — útflutn- ingssjóður hefði aldrei staðið bet- ur og ríkisbúskapurinn í bezta horfi og það var ekki höfð nein tæpitunga um það, að eftir þessum anda ætti að starfa eftir kosning- ar og fólk beðið að efla þá til valda til þess að svo yrði gert. Þá var ekkert minnzt á að lifað væri um efni fram og því vígorði slegið ósleitilega fram, að leiðin til bættra lífskjara væri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar- menn bentu strax. á að hér væri um blekknigar að ræða og sögðu þjóðinni satt um þessi efni — stjórnarflokkarnir hefðu ekki stöðvað verðbólguna, þótt þeir héldu því leyndu í bili. Jafnframt bentu Framsóknarmenn á, að unnt væri að gera fullnægjandi ráðstaf- anir i efnahagsmálum með því að halda uppbyggingarstefnunni ífram — án þess þó að kaupmátt 'ímakaups þyrfti að skerða frá því sem hann var í okt. 1958 — sbr. tillögur Framsóknarmanna í vinstri stjórninni. gjaldþrot vegna þeirra. Ekkert væri þó eins liættulegt og lán til skamms tíma. Menn yrðu því að leggja mjög hart að sér til að forð ast það að þjóðin færi fram af hengifluginu og það yrði ao grynnka á erlendu skuldunum. Nú var skrattinn málaður á vegginn til þess að hræða þjóðina og beygja hana undir þá samdrátt- arstefnu, sem þegar vakti fyrir þessum flokkum við kjördæma- breytinguna. En hvað er þá hæft í því, sem verið er að segja mönnum núna um það, að leggja þurfi á stórfelld ari álögur en nokkru sinni fyrr til þess að bjarga við atvinnurekstr- inum innanlands og forða greiðslu þroti við útlönd? — Þetta er sams konar uppspuni og tröllasögur og fyrir síðustu kosningar um ,,stöðv- un dýrtíðarinnar án nýrra skatta“ og að leiðin til bættra lífskjara væri að kjósa með íhaldinu. Hvað er þá hæft í greiðslu- hallanum við útlönd? Þetta dæmi sem Ólafur Thors nefndi um 1000 milljón króna greiðsluhalla á s. I. 5 árum, er fengið þannig, að afborganir af föstum lánum og öll framkvæmdalánin, sem runn ið hafa til Sogsvirkjunarinnar, raforkuáætlunarinnar, Sements- verksmiðjunnar, til kaupa á heil um flota af kaupskipum og fiski- skipum, ræktun og útihúsabygg- inga, vinnslutækja, hafnargerða o. s. frv. — allt á þetta að vera greiðsluhalli við útlönd. Kannske er þetta boðskapur um það, að íslendingar eigi ekki að taka framar erlend lán til uppbygging ir í landinu, þar sem þau skapi vo mikinn greiðsluhalla við út- ;önd á reikningi, sem svona er ettur upp? f framhaldi af þessu er því svo haldið fram, að nú sé svo komið, að fslendingar geti eng'in lán fengið erlendis, enda stórhættulegt, þótt þau aðstöðu íslands erlendis með röngum frásögnum um greiðslu- hallann við útlönd. Hver trúir því, að sá maður hafi tapað, sem hefur tekið sér 100 þús. króna lán til kaupa á íbúð til eigin afnota eða keypti sér bát eða ann- að arðgefandi framleiðslutæki? Ekki framkvæmdalán heldur eytislulán Er það ásetningur ríkisstjórnar- innar að hætta lántöku? Ríkis- stjórnin ráðgerir töku 20 millj. dollara, 780 millj. kr-, lán til stutts tíma. En þetta lán á ekki að fara til uppbyggingar — það á að fara til vörukaupa — kramvörulán til stutts tíma. Það væri fróðlegt að vita, hvernig stjórnin hyggðist ætla sér að greiða þetta lán, þegar hún telur þjóðina ekki rísa undir þeim framkvæmdalánum, sem fyr- ir eru. í greinargerð frumvarpsins telur rikisstjónin, að það muni engum vandkvæðum verða bundið að endurgreiða þetta stórfellda lán. Hver sér heila brú í þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Framkvæmdalánin eru kölluð greiðsluhalli, en eyðslulánin — sjóður — gjaldeyrissjóður! Og hver er svo reynslan af þess um vörukaupalánum? Það hefur verði reynt fyrir nokkrum árum að taka slík lán til stutts tíma hjá E.U.P. Og hefur reynzt auðvelt að endurgreiða þau? Nei, það er ekki búið að greiða þau enn. Það eru þessi kramvörulán, sem eru hættuleg, því að þau draga úr möguleikum til að fá framkvæmda lán til nauðsynlegrar uppbygging- ar. En af hverju er ríkisstjórnin að söðla um í lánamálunum? Það er til þess að unnt sé að koma í samdráttarstefnunni. Það er einnig nauðsynlegt til þess að koma byggðastefnunni fyrir katt arnef og stöðva hina „pólitísku færa sér þennan vanda til að efla sjálfa sig, efla peningavaldið í land inu í öllum greinum. Þeim vanda, sem nú er fyrir höndum er unnt að mæta með tvennu móti, alveg eins og þegar einstaklingur velur á milli, þegar hann þarf að brúa bil í sínum bú- skap. Með áframhaldandi upp- byggingu, sem miðar að fullri at- vinnu allra og fyllstu notkun allra möguleika — djarfa stefnu — og þeir skakkar sem fyrir hendi eru, þá jafnaðir með þvi að draga úr þeirri fjárfestingu efti vali, sem helzt má missa sig eða bíða — miðað við almannaliag — og með því að skattleggja þá eyðslu, sem er uinfram nauðsyn og skatt- leggja þá, sem mest mega sín. Þetta er önnur leðin og hin eina rétta og þessi leið er vel fær. Það samrýmist einnig þeirri leið að halda uppi kaupgetu tíma- kaups eins og hún var í okt. 1958 og komast út úr uppbótarkerfinu í áföngum eins og byrjað var á 1958. Hin leiðin, sem stjórnarliðið hef ur valið er samdráttarleiðin. — Hún er fólgin í því að magna dýr- tíðna I landinu svo stórkostlega með öllu í senn — gengislækkun, álögum og vaxtahækkún — að al- menningur hafi ekki ráð á að leggja í framkvæmdir né kaupa vélar og áhöld og neyzluvörur eins og verið hefur. — Koma þannig á „jafnvægi" skulum við segja með því að draga stórlega úr fram- kvæmdum, atvinnu og neyzlu. Hún miðar að minni þjóðartekjum en vera þyrfti og rýrir lífskjörin. Höfuðástæðan fyrir því að þessi leið er valin, er sú, að hún færir peningavaldinu í landinu. sem stýr ir Sjálfstæðisflokknum. völdin í atvinnu- og efnahagslífi í vaxandi mæli. Og einmitt vegna þessa ið rekin í þessuin anda. Til þess að stuðla að uppbyggingunni hafa verið hafðir lágir vextir af stofnlánum og lánum til fram leiðsluatvinnuveganna og til íbúðabygginga. Þetta er snar þáttur af uppbyggingarstefnunni, sem leitasl viðað gera semflestum fært að vera sjálfstæðir • starfi, og lifa sjálfstætt í eigin húsnæði. Það hefur verið mjög veigamikið fyrir uppbygginguna í landinu, að liið opinbera hefur stuðlað að því, að vextir væru lágir á slík- um lánum, svo hinn almenni borg ari gæti lagt í nauðsynlegar framkvæmdir og orðið efnalega sjálfstæður. — Þá hefur ríkis- valdið stuðlað að uppbygging- unni með því að veita fjármagn til atvinnuaukningar á þeim stöð um þar sem atvinna er lítil en fjármagnsþörf rík. Ríkið hefur einnig tekið á sig ábyrgðir, eins og t. d. við hafnargerðir og aðrar þær frainkvæmdir, sem eru und irstaða undir atvinnulífi á hin- um ýmsu stöðum. Hver á svo að verða stefnan í þessum málum. Það á að fæla þjóðina frá því að taka framkvæmdalán, en taka ' staðinn evðslulán. Ein grein frumvarpsins kveður á um að ríkisstjórnin fái það vald í hendur að ákveða án íhlutunar Alþingis vexti og lánstíma srofnlánasjóða atvinnuveganna svo og íbúðafána og lána til verkamannabústaða. Með einni flagagrein upp á sex línui á að af nema heila lagabálka, sem unnið hefur verið að í áratugi á Alþingi. Það á að afnema þessa mikilvægu og fjölþættu löggjöf með einni lagagrein og ríkisstjórnin er ekk- ert að draga fjöður yfir það, að vcxtir eigi að hækka. í fjárlögunum er sama sagan, — verklegar framkvæmdir á að draga (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.