Tíminn - 06.02.1960, Side 14

Tíminn - 06.02.1960, Side 14
14 T í M I N N, laugardaginn 6. febrúar 1960. var enn þá í minni, hve illa hafði tiltekizt einu sinni áð- ur, þegar hún spurði hann sömu spurningar. Gerði hún sig ánægða með að fá að ganga við hlið hans einu sinni enn. — Jæja — þá, hvernig líð- ur kærastanum? spurði Mar teinn kersknislega. — Eg —■ ég veit það ekki, svaraði Rósamunda kafrjóð. — Vitið þér það ekki? Hvað er þetta — hvernig víkur því við? sagði hann, en tók þá eftir því að henni var brugð- ið, og lét því staðar numið. — Við höfum slitið trúlof- un okkar, sagði hún og leit undan, og sá því ekki, hvað glaðnaði yfir Marteini við þessa frétt. — Það gleður mig, sagði hann eftir stundarþögn. — Það gleður mig að þér hafið séð að þetta var misráðið af yður, áður en það var um seinan. — Það var nú Tom sem að- gætti það, en ekki ég, svaraði hún brosandi. — Það var mjög skynsam- legt af honum, sagði Mar- teinn. Ég veit að hann unni yður, og er hann maöur að meiri i mínum augum, að hann hafði kjark til þess að segja yður upp, þegar hann sá að þér munduð ekki verða farsæl í hjónabandi við sig. — Mér finnst nú samt ein- hvérn veginn að það sé allt mér að kenna, svaraði Rósa- munda iðrandi. — Hvaða vitleysa! sagöi hann. Eins og hann hlyti ekki að elska yður, og eins og þér gætuð gert að því að þér unn- uð hönum ekki? Þau voru nú komin góðan kipp frá þorpinu, og nálguð- ust skóginn, sem var milli herragarðsins gamla og bú- garðs Fieldings. Marteinn fleygði öskunni úr pipu sinni, stakk henni í vasann og greip skyndilega um hönd Rósa- mundu, en hún dró hana ekki að sér. Leiddi hann hana þá þegjandi inn í rjóðrið, sem þeim báðum var svo kært. Þar greip hann báðar hend- ur hennar og horfði í augu henni, en hún leit aftur feimnislega á hann. — Rósamunda, tók hann til máls. Ég hef ekkert annað að segja, en að ég elska þig af öllu hjarta mínu og öllu mínu hugskoti. Þú hlýtur að hafa orðið þess vör, hlýtur að hafa haft hugboð um það, hversu sárt mig tók að mega ekki snúa mér til þín og segja þér hvað mér bjó í brjósti. Hún hélt auðvitað að það [ — Elsku Rósamunda, hvísl- væri trúlofun þeirra Toms, [ aði hann. — Manstu eftir og ekki annað, sem hefði aftr- nálakoddanum, seni fylltur að honum. var með rósmarínum? — Ég hugsa að ég hafi elsk- að þig alla ævi, þó að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því, hélt hann áfram. Hefurðu nokkurn tíma heyrt það spak mæli, að í lífinu komi spurn- ingin oft löngu-löngu á eftir svarinu? Svona var það fyrir mér. Lífs-spurning mín gerði fyrst vart við sig, þegar ég sneri aftur til heimkynnis míns, og fann það autt og yf- irgefið, en svarið fékk ég dag- inn sem ég kvaddi þig í skóg- inum hérna, þegar ég var að 29 Hún hló við þegar hún minntist gjafar þeirrar, sem hún hafði gefið honum að skilnaði. — Hvað er þetta, Marteinn, sagði hún. — Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um ... — Að ég eigi hann enn þá? Hann kyssti hana á ný. — Jú, því máttu trúa, sagði hann. hann því til þeirra um avoiu- ið, og var ekki með einu orði minnst á hina nýju trúlofun Rósamundu, enda þótt Char- lotta þættist vita, að honum hlyti að vera kunnugt um það allt saman. Þegar Charlotta sagði frú Blair af samfundum þeirra Tom’s, leit gamla konan hálf- undrandi á hana. — Og fór hann að spyrja þig hvort hann mætti heim- sækja okkur? sagði hún. — Ég hefði varla getað ímynd- að mér að hann kærði sig um það eftir að hafa sagt frænku minni upp. — Ef satt skal segja, þá F ramhaldssagan Charles Garvice: • © OLI . ÉL BIRTIR UPF m Æ SÍÐIR leggja af stað til Ítalíu. Þá hefði ég átt að vefja þig örm- um og sleppa þér ekki upp frá því. Ég hefði þá átt að biðja þig að biða mín, eins og ég mundi hafa beðið þin, og þá mundi ég aldrei hafa rat- að í þessar hræðilegu raunir, sem árin hafa leitt yfir mig. Hann var nú orðinn mjög dapur aftur, en Rósamunda horfði framan í hann stað- föst og örugg. — Hjartans góðl Marteinn, sagði hún. — Við skulum ekki vera að ýfa upp undan- gengna harma, því að sú tíð er liðin og kemur ekki aftur, eins og þú veizt, fyrst leiðir okkar hafa nú mætzt, Fögnuðurinn skein út úr Marteini. — Er það nú áreiðanlegt, Rósamunda? spurði hann, — að þú elskir mig? ' — Já, svaraði hún hljótt og leit niður. Hann tók hana í fang sér, og fór að segja henni frá ást sinni og öllum þeim fögru framtíðarvonum, sem hann gerði sér með samveru hennar fyrir augum. Leidd- ust þau nú út úr skóginum og heim til hennar, en áður en þau lögðu af stað, kyssti hann hana fast og innilega. ★ Charlotta hafði getað graf- izt fyrir það, hvar Tom mundi eiga heima í Lundúnum, áður en hún lagði af stað með frú Blair, svo að það var ekki til- viljun ein, að hún hitti hann þriðja daginn sem hún var í borginni. Tom brá við þegar hann mætti henni, því að þá rifjuð- ust upp fyrir honum fremur leiðinlegar endurminningar, eins og eðlilegt var; samt heils aði hann henni alúðlega og allt að því hlýlega. — Komið þér sælar, ungfrú Sheldon, sagði hann. — Hvernig stendur á þvi að þér eruð hingað komin? — Ég er enn þá í för með frú Blair, svaraði hún bros- andi. — Við búum í Riddara- brúargistihúsinu, og ætlum að dvelja hér i tvær eða þrjár vikur, til þess að útvega okk- ur ýmislegt áður en við höld- um til Skotlands. Þér ættuð nú að heimsækja okkur í kvöld. Okkur þætti það svo dæmalaust skemmtilegt. Hann þáði boðið, því að bæði var Charlotta svo alúð- leg, og auk þess hafði hún sýnt honum samúð á þyngstu raunastundum hans. Fór hygg ég að hann hafi gert það vegna þess, að hann hafi hald ið að það hjónaband yrði Rósamundu aldrei neinn gæfu vegur. Það sýndi sig lika að henni þótti ekkert sérlega vænt um hann, fyrst hún trú- lofaðist Marteini strax á eftir. . — Það má vera að þú hafir rétt að mæla, sagði frú Blair, — og ekki vantar þig greind- ina. En hvaða erindi getur hann átt til mín, nema ef hann skyldi ætla sér að ... Hún deplaði augunum fram an í Charlottu, en hún svar- aði sakleysislega: — Hann ætlar sér auðvitað að fá fréttir af Rósamundu hjá okkur, og furðar mig það ekki, því að mér er næst að halda, að hann elski hana enn. — Jæja — það sýnir sig nú, sagði frú Blair efablandin, því að hún hafði enga trölla- trú á tryggð eða staðfestu karlmanna né annara. Tom Gregson kom þá til þeirra um kvöldið, og tóku þær honum svo vel, að hann fór að venja komur sínar þangað, og bauð þeim þá stundum í leikhús eða til kvöldverðar, Hann þarfnaðist hluttekningar annara, og Onarlotta sýndi honum ein- staka alúð cg hugulsemi. Þá var það einn daginn að hann heimsótti þær að venju, og var honum þá sagt að frú Blair væri ekki heima, en að ungfrú Sheldon væri til við- tals. — Ég var að vonast eftir yður, sagði hún um leið og hún heilsaði honum. — Ég var eitthvað svo einmana og angurvær. — Einmana og angurvær! tók hann upp eftir henni. — Hvað er þetta? — Ég hélt að það væri enginn nema ég. Þetta voru hin fyrstu orð hans, sem bentu til þess sem á undan var gengið, beinlínis eða óbeinlínis. — Það er nú eitthvað ann- að, sagði hún. — Ég hef líka um sárt að binda — þér vitið að faðir minn ... — Ó-já, ég var nú búinn að gleyma þvi, sagði hann blíð- lega og leiddi hana til sætis. — En þó hefur nú umgengn in við vini mína veitt mér hugsvölun í mótlætinu, og ekki sízt í seinni tíð. — Ég vona að ég megi telj- ast einn í vinahóp yðar, sagði hann. Honum fannst hún þó hafa lagt einkennilega þýðingu í orð sín, jafn einföld og þau voru og undirhyggjulaus. — Þér þurftuð nú ekki að spyrja þess, svaraði Charlotta og leit undan. Honum brá eitthvað kyn- lega við málróm hennar, og þótti honum vissast að kom- ast fyrir, hvað hér væri á seiði. •— Ungfrú Sheldon, sagði hann. — Var það meining yðar að ... ? — Getið þér ekki farið nærri um það — hefur yður ekki verið það ljóst allan þennan tíma? sagði hún og leit ekki upp. Hann stóð upp í skyndi og gekk til hennar. — Nei, svaraði hann svo stillilega sem honum var mögulegt. — Mér hefur ekki verið það Ijóst, og ég skil ekki ... Hún drap höfði, svo að ......gpaiið yður Waup á .Baiíli TOBigra- veraTana'- -AusbuistTðetá EIRIKUR víðförli Töfra- sveröiö 54 Eiríkur flýtir dér inn í herbergið til hins særða mongóla, sem aftur hefur fengið meðvitund. 'Á eftir íylgja þau "VVinonah drottning og Pum-Pum. „Hjarta mitt brennur af hatri til Tsacha", stynur maðurinn. „Við verðum að fara sem fyrst af stað til að reyna að ná honum". „Hvaðan komuð þið?" spyr Eirík- ur. „Við lögðum Ieið okkar gegnum þúsundsýkjalandið og jöklalandið. Leyfðu mér herra að fylgja þér þá leið til baka“. „Ekki segja „herra" við Eirik", skýtur Pum-Fum inn í. ,£>ú ert ekki maður til að segja það, þú ert morð- hundur". — „Hvað gat ég gert þegar hundurinn Tsaoha pýndi mig til að drepa".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.