Tíminn - 06.02.1960, Blaðsíða 16
Laugardaginn 6. fcbrúar 1960.
29. blað. Áskriftarverð kr. 35.00.
Vanskil annarra
snerta ekki LÍÚ
Fráleitt að Fiskimannafélagið geti lögsótt
LÍÚ fyrir skuldir einstakra útgerða
Kristján Ragnarsson, fulltrúi LÍÚ hringdi til blaðsins í
gær, og kvaðst mjög hissa á þeirri frétt, að_ Föroya Fiski-
mannafélag hyggðist höfða mál á hendur LÍÚ vegna van-
greiddra launa til færeyskra sjómanna Við birtum hér út-
drátt úr ummælum hans.
— ÞaS er fráleitt að halda því frarrt, að Föroya Fiski-
mannafélag geti sótt Landssambandið til saka vegna van-
greiddra launa. Auðvitað er hvert einstakt útgerðarfélag
ábyrgt fyrir skuldum sínum, en ekki þau samtök sem þau
stofna sín á milli til þess að létta sér sameiginleg störf.
Óánægt met$ vanskil
Þess má einnig geta, að LÍÚ er mjög óánægt með van-
skil hinna ýmsu útgerða, og hefur gert allt sem í þess valdi
stendur til þess að hjálpa þeim aðilum, sem illa hefur
gengið að fá laun sín fullgreidd. Samstarf LÍÚ og danska
sendiráðsins hefur alltaf verið með ágætum, og LÍÚ verið
boðið og búið til þess að veita því allar upplýsingar. sem
það hefur yfir að ráða.
Blaðið hefur einnig orðið vart við það, að mönnum þykir nokk-,,
urrar tvísagnar gæta í því, að við komu færeysku sendinefndarinn-
ar lét hún svo ummælt, að markmiðið væri að tryggja Færeyingum
sömu kjör og íslenzkum fiskimönnum, en við brottför, að markmiðið
hefði verið að tryggja Færeyingum sömu kjö- hér og þeir fá heima
Um þetta mál sagði Kristján Ragnarsson.
Ekki ráínir fyrir betri kjör
— Það sem færeyska sendinefndin hafði í huga, var að færeyskir
sjómenn fengju sambærileg kjör hér við þao sem þeir fá í heima-
landinu. Það er náttúrlega ekki okkar að dæma um lífskjör Fær-
eyinga, en við neituðum ákveðið, að Færeyingarnir yrðu ráðnir
fyrir betri kjör en íslendingar. Færeyska sendinefndin hélt fast við
það, að færeyskir sjómenn fengju 1500 krónui danskar í lágmarks-
laun á mánuði, og var aldrei rætt um annað. og hlýtur því að vera
um misskilning að ræða í gær, þegar haft er eftir Friðrik Hansen,
að réttlát kjör færeyskra sjómanna hér væru tryggð með 800 krón-
um döns'kum á mánuði.
í gærkvöldi barst blaðinu afrit af eftirfarandi skeyti, sem fær-
eysku sendinefndinni var sent héðan.
800 kr. efta 1500 kr.
Erlendur Patursson
Fridrik Hansen
M/S Tjaldur XPPP
Via Torshavn Radio
TM
Eftirfarandi er haft eftir Friðrik Hansen í dagblaðinu Tím-
inn í dag: Að það hefði verið markmið nefndarinnar að
tryggja færeyskum sjómönnum sömu kjör hér á landi sem
þeir njóta í heimalandi sínu, þar hefðu sjómenn 800 dansk-
ar krónur í lágmarkslaun á mánuði LÍÚ hefði ekki viljað
fallast á þessar tillögur og því hefði samkomulag ekki tekizt.
Vegna þessara ummæla viljum vér fá staðfest hvort hér
sé rétt eftir haft, þar sem í samningsviðræðum yðar við
LÍÚ var staðið fast á, af yðar hálfu, lágmarkslaunum dansk-
ar krónur 1500 per mánuð.
Fiskiskip
Milt var það þorraregn, sem féll á höfuð mahna hér í Reykja-
vík í gær, það var regnhlífaveður eins og þau gerast bezt á
sumrin. —
Thorkil Kristensen fer
úr vinstri-flokknum
skýra svo frá í dag, að hinn
þekkti stjórnmálamaður þing-
maður og fyrrv. fjármálaráð-
herra Thorkil Kristensen hafi,
ákveðið að segja sig úr flokki j
Vinstri manna.
j
Muni hann í næstu viku
segja af sér öllum störfum i
þeim mörgu og mikilvægu
nefndum, sem hann situr í
fyrir Vinstri-flokkinn. Það
sem eftir er kjörtímabilsins
hyggst hann vera utanflokka.
Ekki er þó víst að Kristen-
sen, sem nýtur mjög mikils
álits í Danmörku, verði lengi
utanflokka. Þann 21. febr.
n. k. koma nefnilega saman í
Danmörku fulltrúar ýmissa
hópa innan Vistri-flokksins,
sem verið hafa óánægðir með
stefnu flokksins. Hyggja þeir
á nýja flokksstofnun
Eiukaskeyti til Tímans
frá Kaupmannahöfn
Blöðin í Kaupmannahöfn
Afmælis-
hóf FUF
Afmælishóf F.U.F. í Reykja
vík verður haidið í Framsókn-
arhúsinu (neðri sal) laugard.
6. febr. n.k. og hefst með borð
haldi kl, 7 e.h. Framreiddur
verður kaldur matur og verð-
ur borðað á lausum borðum.
Dagskrá: Ávarp: Formaður
F.U.F. Einar Sverrisson, Gísli
Guðmundsson, alþm., fyrsti
form. F.U.F., flytur ræðu.
Árni Jónsson syngur einsöng
og Ómar Ragnarsson skemmt-
ir. Dansað verður til kl. 2 eff-
ir miðnætti.
Aðgöngumiðar fást á flokks
skrifstofunni í Edduhúsinu til
hádegis og í Framsóknarhús-
inu frá kl. 1 e. h. Verð að-
göngumiða er aðeins kr. 110
og er matarverðið innifalið.
Stjórnin
Ólafsfirðingar
sækja á FljátainiS
Olafsfirði, 5. febrúar. Hér
er þvílíkt blíðviðri að menn
muna ekki annað eins. Hríð
hefur ekki komið síðan
snemma í janúar. Þótt fyrir
komi að eitthvað syrti að þá
verður aldrei neitt úr því.
Snjólaust er að kalla en jörð
mjög svellrunnin. Nýlega var
farið fram á Lágheiði. Þar
hefur ekki verið minni snjór
á þessum tíma í herrans mörg
ár.
Fremur er tregt um afla-
brögð. Er vestanátt úti fyrir
og er það bátunum til baga,
því þeir sækja vestur á Fljóta-
mið og jafnvel lengra. Af þess-
um sökum hefur ekki reynst
unnt að fara nema einn róð-
ur í þessari viku. Ef við hefð-
um stærri báta mundi þó
’engra sótt,
Óskar Einarsson
Stjórnmála-
námskeiðiö
Næsti tundur stjórnmála-
námskeiðsins verður í Fram-
sóknarhúsinu n.k. þriðjudags-
kvöld kl. 8.30 Llmræðue*ni:
Samvir.tvjmá) — Framt-m|.
menn: Ó-^kar Fir.arsson og
Jóakim Arason.