Tíminn - 07.02.1960, Side 3

Tíminn - 07.02.1960, Side 3
TÍM IN N, sunnudaginn 7. febrúar 1960. 3 Óspektir á Akureyri flnuntudagskvöldið í síð- ustu viku urðu nokkrar ó- spekktir í miðbænum á Akur- eyrL Þar voru nokkrir drukknir menn saman komn- ir í veitingahúsi, og kastaðist eitthvað í kekki milli þeirra, svo lögreglan var kvödd á staðnn til þess að skakka leikinn. Gerðu hinir drukknu þá aðsúg að lögregluþjónun- um, sem voru aðeins tveir, og varð af allhörð senna. Harki þessu lyktaði svo, að lögregl- unni tókst að handsama öl- kerana alla og fanga utan einn, sem barg sér á flótta, en það mun verða honum skammgóður vermir, því hann þekktist og er hægt að ganga að honum eftir hentugleik- um. ED. Ekki lausir við ugg (Framh. af 1. síðu). Framsóknarflokksins svohljððandi viðaukatillögu: „Enda verði þá bæjarfélögum ekki íþyngt frekar af hálfu Al- þingis og rfkisstjórnarinnar með nýjum Iögboðnum álögum í þágu þess opinbera“. Samþykktu Forseti bæjarstjórnarinnar, sem er Sjálfstaeðismaður, bar tillöguna upp í tvénnu lagi. Var fyrri hlut- inn samþykktur af Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksmönnum með 5 | atkvæðum, en síðari hlutinn samþ. ■ af sömu aðilum auk flutnings-; manns. Eftir þessu að dæma virðist svo sem fleiri en fulltrúar Framsókn- arflokksins í bæjarstjórn Siglu- fjarðar búi það í grun, að bögg- ull kunni að fylgja skammrifi hjá ríkisstjórninni, og sé því örugg- ara, að setja undir þann leka í tíma. Segja má að yflrvöldin í astrup í Kaupmannahöfn vllji hafa vaðið fyrir neðan sig. Þarna hafa þau sett upp sklltl sem bannar mönnum að tjalda. Það er sennilega engin hætta á því að Danir leggist I útilegur meðan veðrið er þannig að þörf er á loðkápu. En Danir hugsa sem svo að allur sé var- inn góður. Soustelle borubrattur og aðvarar de Gaulle Linkind viS kommúnista og ofbeldismenn, en kúgun franskra man'na, stórhættuleg NTB—París, 5. febr. Jaques Soustelle sagði í dag, að brott rekstur sinn úr ráðuneyti de Gaulle hefði orðið þeim mönn um til mestrar gleði, sem aldrei fyrirgáfu honum þann þátt er hann hefði átt í því að koma de Gaulle til valda og byggja upp fimmta lýð- veldið. SousteKLe gaf út skriflega yfii- lýsingu til blaðamanna skömmu eftir að opinberlega var tilkynnt um brottviikningu hans úr sfjórn- in-ni. rr-?nskt Alsír Soustelle segir, að æðsta yfir- vald Frakklands ,de Gaulle fox- seti, hafi orðið að viðurkenna, að hann hafi ekki tekið þáltt í, né ber ábyrgð á þeim songlegu at- burðum, sem urðu fyrir skömmu í Alsír. Brottrekstur sinn ætti því eingön-gu rætur ag rekja til hollustu sinnar við málefni hins fra-nska Alsírs, en í því máli gæti en-ginn fengið hann til að breyta gegn samvizku sinni. Þá lét Sou- stelle þess gatið, að sér hefði verið vikið úr stjórn de Gaulle nákvæmlega 19 árum, 7 mánuðum og 8 dögum eftir að hann ákvað að verða við skorun de Gaulle hershöfðingja, hinn 18. júní 1940, um að berjast áfram fyrir mál- stað Frakklands. Aðvörun Soustelle Þá kvaðst Soustelle vilja end- urtaka opinberlega þí aðvörun sem hann hefði hvað eftir annað lagt áherzlu á inman stjómarinn- ar: Enginn árangur, sem okkurs virði er, mun nást í Alsír meðan lög lýðveldisins er-u ekki látin ganga með fullil hörku yfir kommúnista og serkneska upp- reisnarforingja og hermdarverka menn. Að þeir h-afa verið látnir gamga lausir, hefur hrakið sak- laus fórnarlömb ofbeldismanna á harm orvæntingar, og þessi nið- urlæging þeilrra hefur eyðilagt baráttuvilja hersi-ns. Þar ag auki tel ég sé-rhverja undirokun og hefndaraðgerðir gegn frönskum mönnum stórhættulega, jaflnvel þeim, sem lent hafa á villigöt- um, einkum þegar ofbeldismenn, sem sekir eru urn hin hryllileg- ustu hryðjuverk, eru látnir sleppa. Frakkland á aðeins einn óvin í Alsír og það eru serknesku upp- reisnarmennirnir og gegn þessum óvini á að sameina alia kraflta ríkisns. Sök Gyðinga: Þeir krossfesta Krist Tveir þýzkir nazistar dæmdir í Köln NTB—Köln, 5. febr. Tveir menn báðir 25 ára voru dæmd ir í fangelsi í Köln í dag fyrir að hafa vanhelgað bænahús Gyðinga þar í horg, en á það máluðu þeir ýmis svívirðing- arorð um Gyðinga og haka- krossa. Dómarmn taldi, að ekki stæði að baki þeirra skipulögð samtök. Menn þessir hlutu 2 ára fang- elsi og þrjá mánuði annar, en hinn 1 árs og þrjá mánuði. Taldi dómarinn það vera þeim til af- sökunar, að þeir hefðu sennilega verið undir áhrifum frá sér eldri mönnum. Þeir krossfestu Krist Menn þessir heita Schöner og Strunk. Sá síðannefndi sagði að nazistinn Horst Wessel væri sín mannsshúgsjón og fundust hjá honum myndir bæði af honum og Hitler. í tyrstu ætluðu þeir fé- lagar aðeins að mála svívixðingar um Gyðinga á bænahúsið, en síð an gerðist Strunk svo æstur að hann málaði líka hakakrossa. — Báðir voru áður í þýzka ríkis flokknum, en voru reknir þaðan er upp komst um bænahússför þeirra. Strunk kvaðst ekki samþykkur drápi nazista á Gyðingum, en ekk- ert vit væri í þvi að láta þá gegna ábyrgðarstöðum. Þá væri sú hætta að þeir spilltu hinum germanska kynstofni með blóð- blöndun. Er hann var spurður hvað hann hefði á móti Gyðingum svaraði hann: Þeir eru hættulegir fyrir Þýzkaland. í skólanum var mér kennt, að þeir hefðu krott- fest Krist. Kína kveðst óbundið af afvopnunarsamningum NTB—Peking, 5. febr Kín- j verska alþýðulýðveldið mun ^kki telja sig bundið af nein- 'im alþjóðlegum samningi um ’ -ifvopnun, þótt gerður verði, 'f ríkið er ekki beinn þátttak- andi í þeirri samningagerð. Þessa yfirlýsingu gaf fulltrúi Kína á ráðstefnu Varsjár- handalagsins. Fréttastofa Nýja Kina birti yfirlýsingu þessa áður en frá henni var skýrt í Moskvu- útvarpinu. Fulltrúi Kína var Kang Cheng. í ræðu sinni réðst hann harkalega á Bandaríkin. Kvað þar ríkjandi sömu yfir- gangsstefnu og verið hefði. Þar réðu heimsveldissinnar öllu og þeir létu ekki af fyrir- ætlunum sínum. Þeir tækju nú líklegar í tilraunir Sovét- rikjanna um friðsamlega sambúð vegna þess, að þeir hefðu ekki lengur bolmagn til að fara með beinum hót- unum og ofbeldi. Þá vildi hann kenna Bandaríkjunum um landamæradeiluna við Ind- land. Kvað Japan vera í sömu aðstöðu og V-Þýzkaland, bæði væru leppríki Bandaríkjanna. Stjornmála- namskeioio Næsti fundur stjórnmála- námskeiSsins verður í Fram- sóknarhúsinu n. k. þriðjudags kvöld, kl, 8,30. Umræðuefni: Samvinnumál. — Framsögu- menn: Óskar Einarsson og Jóakim Arason. Álmennir stjórnmálafundir Framsóknarmanna í dag SELFOSS Framsóknarmenn halda almennan stjórnmálafund á Selfossi í dag og hefst hann kl. 4 þegar lokið er aðal- fundi Framsóknarfélags Árnessýslu sem hefst kl. 2 e.h. Á fundinum mæta alþingismennirnir Ágúst Þorvalds- - son og Helgi Bergs og munu þeir ræða efnahagstillög- ur ríkisstjórnarinnar. KÓPAVOGUR Fundurinn í Kópavogi verður í Félagsheimili Kópa- vogs og hefst hann kl. 8,30 í kvöld. Frummælendur verða alþingismennirnir Jón Skafta- son, Björn Pálsson og Sigurvin Einarsson. AKRANES Fundurinn á Akranesi hefst í Templarahúsinu kl. 3 í dag. Frummælendur verða alþm. Ásgeir Bj. og Halldór E. Sigurðsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.