Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 6
6 T f M I N N, sunnudaginn 7. febrúar 1960. Glæsilegur geslur Á þessum ægilegu umbrota- tímum, þegar maðurinn hefur aldrei stundlegan frið fyrir uppfinningunum úr sjálfum sér, þá væri áreiðanlega tauga róandi að renna huganum endur og eins til hinna ynd- islegu lifvera, sem við nefn- um fiðrildi. Hér er ekki ein- ungis um að ræða heillandi litfegurð þeirra, heldur einn- ig dásamlegan léttleika þeirra og hin gagnkvæmu viðskipti þeirra við blómin. Pæða þeirra er ódáinsveigar úr hinum ilmandi blómum, og fyrir þeirra tilstilli öðlast hið minnsta frjókorn nýtt líf. Fyrir tugmilljónum ára flugu verur þessar um með sama létleikanum og þær hafa enn þann dag í dag. Fjölbreytni þeirra er líka orðin mikil, þvi að meira en 80 þúsund tegundir af þeim eru dreifðar um víða veröld. Fiðrildin hafa snemma vakið athygli manna. Á hinum ævafornu, egypzku freskó- málverkum getum við séð myndir af fiðrildum, sem leika sér með sama léttleik- anum og áður yfir landi Nassers. Hér á landi eru um 60 teg- undir fiðrilda, ef með eru tai in þau fiðrildi, sem koma hingað sem gestir, en þær tegundir eru fáar, sumar þeirra eru litfegurri og stærri en þær, sem alinn- lendar eru. Gestir þessir ber- ast með suðlægum loft- straumum frá hlýrri löndum, og koma þá margir saman. Eitt af þessum stóru og skrautlegu fiðrildum, sem við íslendingar höfum séð koma svifandi á vængjum vind- anna sunnan úr heimi er hið svokallaða Aðmírálsfiðrildi (Pyrameis atlanta). Aðallitur fiðrildisins er dökkur og er áferð þess eins og flauel á að líta; en svo eru breiðar, Ijós- rauðar rákir yfir framvæng- ina þvera, og báðir jaörar afturvængjanna eru líka rauðir, en með fáeinum svört um doppum. Þá eru báðir framvængjanna settir nokkr um hvítum skellum og dopp- um. Mörgum finnst aðmíráls- heitið á fiðrildi þessu ekki hæfa sem bezt, því að litir fiðrildisins koma illa heim við liti þá, sem einkennis- búningar flotaforingja eru skreyttir með. Enda var fiðr- ildið í fyrstu kallað á ensku: „The admirable" þ. e. fiðr- ildið aðdáunarverða. í með- förunum hefur orðið admir- able ranglega breytzit í að- mírál, og þannig hefur orðið komizt inn í íslenzkuna. Heimkynni aðmírálsfiðrild- isins er í Norður-Afríku. Á hverju vori, þegar fiðrildið kemur alskapað úr púpunni, en það skeður í marzmán- uði, þá grípur það einhver ferðaþrá og það leggur af stað norður á bóginn, yfir Miðjarðarhaf og inn yfir Frakkland og er þar í apríl- mánuði. Síðast í maí og í júní eru hópar af firðildinu komnir alla leið til Skand- inavíu. Jafnvel svona norð- arlega fæða fiðrildin egg sín, sem ungast út á þeim stöð- um, sem aðeins sæmir tígu- legum gestum. Lirfurnar geta náð þroska og púpa sig. í ágústmánuði koma svo fiðr- ildin út, þá bætist mikið í hópinn af nýjum gestum, sem koma að sunnan. Allur Aðmírálsfiðrildi skarinn fer svo inn í blóma- garðana og lifir þar i alsælu þangað til fer að hausta að. Nú verða fiðrildin að fara að hugsa fyrir framtíðinni. Það er ekki nema um tvennt að velja fyrir þau: annað- hvort að deyja drottni sín- um norður við Dumbshaf eða fara sem skjótast heim. Mörg þeirra velja síðari kost inn. Aðmírálsfiðrildið er raunverulega dagfiðrildi; en það furðulega er, að það fer bæði dagfari og náttfari á heimleiðinni á haustin. En svo er annað: Hvernig fer hin unga kynslóð að rata alla leið frá Skandinavíu og suður til Afríku, þegar for- eldrar þeirra, er að sunnan komu eru ekki lengur á lífi til að vísa veginn? Og hví fara sum fiðrildin til heim- kynna sinna en önnur ekki? Og í þriðja lagi: Hvað eru síðsumargestimir að flækj- ast lengst norður í lönd og eiga þar afkvæmi, sem öll eru dauðadæmd? En hver veit nema fiðr- ildin hafi skilningarvit, sem við vitum ekki deili á, og aö það skilningarvit vísi þeim veginn á þessum löngu ferð- um. Við mennirnir erum svo vanir þvi að hafa stöðvar skilningarvita okkar í koll- inum, að við eigum bágt með að trúa því að skilningarvit, sem er að nokkru gagni, sé öðruvísi staðsett. En það er nú samt svo, að smekkur að- mírálsfiðrildisins er í fram- fótunum, hefur það verið ör- ugglega sannað. Og bragð- næmi fiðrildisins virðist vera í góðu lagi, því að það eru sætindi fyrir það, þó að 8 millígrömm af sykri séu leyst upp í 1000 lítrum af vatni! Við mannskepnurnar státum af okkar bragðnæmi, þó mundum við ekki finna sætubragð að vatninu nema að hafa upplausnina 2400 sinnum sterkari. Lyktnæmi fiðrildisins er líka með ein- dæmum gott. Karldýrið get- ur t. d. fundið lykt af kven- dýri í 8 km. fjarlægð. Og er lyktarskynjun þeirra í fálm- urunum. Lesendur góðir, hvað segið þið um svona skynnæmi? Sjálfsagt eftir- sóknarvert fyrir afbrýði- sama eiginmenn, munuð þið segja. Fiðrildið hefur og geysi- næma tilfinningu; er hún tengd sérstökum hárum, sem eru á víð og dreif um allan líkamann. Er skynjunar- fruma staðsett við rótina á hverju einstöku hári. Með líku móti er heyrnarkerfið byggt upp. Þá er gerð augn- anna ekki síður furðuleg, því að hvort auga er skapað úr 6000 6-strendum frumum. En sjón aðmírálsfiðrildisins og annarra fiðrilda virðist ekki vera hliðstæð okkar sjón nema að nokkru leyti. Þau eru t. d. afar nærsýn og litskynjun er nokkuð önnur en við eigum að venjast. Rauði liturinn virðist ganga mest í augun á þeim, sér í lagi sá dökkrauði. Fiðrildin eru því alls ekki litblind eins og sumir vis- indamenn hafa álitið. Og meira en það, þau geta jafn- vel greint liti, sem liggja ut- an við sjónarsvið venjulges manns. Það hefur sannazt með tilraunum, að þau sjá greinilega útfjólubláu geisl. ana. Ég hef nú drepið á hin venjulegu 5 skilnnigarvit, en aðmírálsfiðrildið hefur að minnsta kosti eitt skilning- arvit enn, svo vitað sé. Skyn færi þetta er kennt við mann þann, sem uppgötvaði það og er kallað Jordans- skynfæri; það liggur sín hvoru megin við fálmarana og er í sambandi við heila fiðrildisins. En til hvers fiðr- ildið notar þetta skilningar- vit, veit enginn enn þann dag í dag. Ingimar Óskarsson. Byggingafélag alþýöu HAFNARFIRÐI Ein þriggja herbergja íbúð í 1. byggingaflokki (Selvogsgata) er til sölu. — Félagsmenn sendi um- sóknir sínar til gjaldkera, Sunnuvegi 7, fyrir 20. þ. m. Stjórnin 58 dóu, barnið slapp NTB—La Paz, 5. febr. — Mikið flugslys varð í Bolivíu í dag. Misstu 58 manns lífið og var smábarn einasta manveran' um borð í vél- inni, sem slapp lifandi. Vélin steyptist í stöðuvatn um 260 km frá höfuðborginni La Paz Ekki er enn fullvíst um orsök slyssins, en heyrzt hefur að einn af fjórum hreyflum vél- arinnar hafi sprungið í tætlur á Hurrinu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarð- arför sonar míns og bróður okkar Leifs Grétars Guðjónssonar Jóna Guðmundsdóttir Jóhanna Guðjónsdóttir Þórður Guðjónsson Sigurður Guðjónsson Guðni Guðjónsson Guðrún Guðjónsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir Kristján Guðjónsson Eggert Guðjónsson Ingimundur Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afl Helgi S. Hannesson, blikksmiður, Sörlaskjóll 68, sem lézt miðvikudaginn 3. febr., verður jarðsunginn þrtðjuda. 9. febr. frá Fríkirkjunni. Athöfnin i kirkjunni hefst kl. 2 sfðdegis. Gíslína Jónsdóttir Jón H. Helgason Auðbjörg Helgadóttir Hörður Sævaldsson Hörður Helgason Maria E. Gröndal og barnabörn. \ Útför föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar Rósmundssonar, Karfavog 11, verður gerð frá Fossvogskapellu kl. 1.30, þriðjudaginn 9. þ. m. At- höfðinni verður útvarpað. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þehn sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðs fólks é Hvammstanga. Rósmundur Guðmundsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir,' Sigrún Guðmundsdóttir, Ágúst Hróbjartsson, og barnabörn. rÞáttur kirkjunnar: „IVIeðan fólkið svaf“ Þetta eru látlaus og hvers- og þessi dásvefn, sem illar dagsleg orð, en sú hugsun, nornir valda, birtist í vinnu- sem 1 þeim felst kemur oft svikum, sérdrægni, sjóð- fram hjá spekingum og spá- þurrðum, bitlingum, rangind- mönnum. Og þeir telja það um, ásæklni, aðgerðaleysi, alltaf mikl ahættu. Það er taumleysi æskunnar og ó- líkt og þeir séu alltaf með skammfeilni stjómmálanna. ræningja og óvini fyrir aug- Lítið á skemmtistaðina, um, óvini, sem eru viðbúnlr skrifstofurnar, sjóðina, sendi að nota tækifærið, opna hlið nefndir, félög, fyrirtæki og jafn in, stökkva yfir múrana, læð vel sjáíft Alþingi. Það verður ast inn í garðinn. tæki verkstæði og jafnvel En samt er svo gott að sjálft Alþingi. Það verður so'fa. Og hvernig í ósköpun- naumast nokkurs staðar um ættum við alltaf að komið, sem svefninn hefur vaka? ekki meiri eða minni tök, Auðvitað skiljum við öll, þessi svefn kæruleysisins, að hér er líkingamál um sem um er rætt í líkingamáli svefn, en ekki beinlínis okk- Krists. ar lífsnauðsynlegi nætur- Og ekki er það betra úti svefn. Og jafnvel hann getur á vegum og strætum. Spyrj- samt orðið um of. ið slysavarnir og tryggingar, Svefninn, sem hér um ræð sjúkrahús og lækna um alla ir táknar hugsunarleysi, tóm- árekstrana og slysin, sem læti og aðgerðaleysi, þetta ráð- þessi sami svefn veldur. Það lausa, síruglaða mók þess, sem eru háar tölur, og enn þá ,,flýtur sofandi að feigðarósi“, þyngri sorgir, áhyggjur og án þess að hugsa né starfa. örkuml. Og sá svefn ríkir víða. „Meðan fólkið sefur“ lædd Kannske er hann algengasta ist óvinurinn að og vann synd einstaklinga og heilla hljóðlega sitt ódæðisverk. Og þjóða jafnvel mnnkyns alls. óvinurinn er ekki nein sér- Það er svo víða, sem farið er stök persóna, þótt svo gæti að, eins og sagt er í orðun- verið, heldur afleiðing svefns um: „Flýtur á meðan ekki ins, hönd örlaganna eða sekkur.‘ fingur hins eilífa réttlætis- Þessi svefn, þetta sinnu- Hvergi kemur þó svefninn leysi er ógæfa mannsbarns skýrar fram og afleiðingar I á jörð. hans á alla vegu en i áfengis Eitt ógætnisandartak, og kaupum, eiturnautnum og unglingurinn verður að taka lyfjaáti fólksins. Þar gildir afleiðingum af svefni sínum aðeins eitt: Spyrnið við fót- í klóm Bakkusar í faðmi log- um eða flest sem unnið er til inna ásta. frelsis og dáða er unnið fyrir Og sama gildir i fjármál- gýg. um, viðskiptum og samskipt- Stephan G. segir einhvers um manns. Dofi hins and- staðar: lega svefns kæruleysisins „Hann hlustar með tekur völdin, kannske að- lokuðum augunum á eins augnablik, en samt að óvinir læðast að sér.“ múrar heiðarleika og vel- Sú mynd einliðans hjá sæmis eru brotnir niður og tröllunum læðist í hugann, svo berst leikurinn lengra og þegar hugsað er um svefn lengra út í svaðið, unz fátt fólksins, já, þjóða og mann- er eftir af sönnu manngildi. kyns, og ef það ekki vaknar, Lítið á umhverfið þar sem þá kemur ræninginn loks dofi og svefn andvaraleysis allri hendinni að í gervi ! og eigingirni, ágirndar og þriðju heimsstyrjaldar á auðnuleysis hefur náð að þessari öld svefnsins. Tökum ieyfa og slæva. þar öll áminningu meistar- i Um hvað er takað mest nú ans, sem hann felur i orð- i dögum: Það er svo auðvelt. unum: ,Meðan fólkið svaf“ að varpa steini að öðrum. En enda segir hann á öðrum við erum öll á einhvern hátt stað: Það sem ég segi yður. j flækt í málið. Þjóðfélagið segi ég öllum: Vakið. okkar litla er sjúkt af svefni Árelíus Níelsson. I f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.