Tíminn - 07.02.1960, Síða 8
8
T í M I N N, sunnudaginn 7. febrúar 1960.
★
Herbergjaþjónninn í gistihús-
inu staðnæmdist frammi við
dyrnar, er frú Vernay ávarpaði
hánn. Sækið bakkann aftur eftir
svo sem tíu mínútur, ef þér
viljið vera svo góður.
— Sjálfsagt frú.
— Þetta er sama svarið og í
gær, en þó leið meira en klukku
stund þangað til þér sóttuð bakk-
ann. Ég þoli ekki að hafa matar-
leifar og óhrein ílát hér í her-
berginu hjá mér, sagði hún.
— Látið bakkann þá bara
fram í gan'ginn.
Frúin hrökk við, því að henni
fannst svarið hvatskeytlegt. Slíku
var hún ekki vön. Hún horfði
undrandi á unga manninn o.g
eftir litla stund gat hún ekki
varizt brosi.
— Ég skal hlýða skipuninni,
sagði hún hálfglettnislega.
Ungi maðurinn leit niður og
eldroðnaði. — Þér — þér verð-
ið að fyrirgefa, frú, ég er orðinn
þreyttur og gleymdi mér andar-
tak.
— Já, ég sá það, sagði frú
Vernay og var orðin alvarleg
aftur. En hvers vegna eruð þér
þreyfctur? Starfið getur varla ver
ið svo erfitt, að þróttmikill mað-
ur eins og þér þolið það ekki.
Þér eyðið kannske fristundunum
ranglega — sækið veitingahús og
krár?
— Krár? Nei, ég les hverja
mínútu, sem ég á frjálsa, sagði
hann ákafur. Svo sá hann að sér
og bað enn afsökunar á fram-
hleypninni. — Ég veit, að ég á
ekki að ræða einkaástæður
mínar við gesti gistihússins.
— Lesið þér? endurtók frúin
undrandi. — Þér eruð þá einn
stúdentanna, sem unnið hafa hér
f sumar?
— Já, ég vinn hvaða störf
sem er, til þess að geta haldið
náminu áfram. En við skulum
ekki tala meira um það. Ég bið
afsökunar, og þetta skal ekki
koma fyrir aftur.
Þannig hófst kunningsskapur
þeirra Tom Rivers og Ethel
Vernay. Hann var nítján ára
en hún hálffertug, en hún virt-
ist töluvert yngri. Þau urðu
brátt vel málkunnug, og þessari
auðugu ekkju var það góð dægra
dvöl að ræða við hann eins og
jafnaldra félaga. Aðdáun hans á
henni hreyfði meira við hégóma-
girni hennar en hún vildi viður-
kenna fyrir sjálfri sér.
Tom Rivers hafði ekki lokið
stúdentsprófi, er faðir hans lézt
skyndilega án þess að láta hon-
um nokkra fjármuni eftir. Tom
var ákafur námsmaður og hafði
strengt þess heit að verða lög-
fræðingur eins og faðir hans
Hann hafði fengið lága náms
styrki, en þeir hrukku skammt
Hann gekk því að ýrnsum störf-
um, og nú síðsumars hafði hann
verið þjónn hér í gistihúsinu við
vatnið-
Ethel Vernay hefði fúslega
viljað veita honum fjárhagsað
stoð til námsins, en hann neit-
aði henni. Hann vildi ekki þiggja
af ókunnugum, allra sízt konu.
Loks tókst henni þó að fá
hann til þess að koma í nokk-
urra daga heimsókn til sín til
hvíldar og lestrar.
— Það getið þér þó gert mér
til þægðar, Tom, sagði hún. —
Eg skal segja yður, að ég á von
á frænku minni í heimsókn um
sama leyti. Hún á heima úti í
sveit og mundi fagna því að fá
ungan mann sér til leiðsagnar í
borginni ásamt mér.
— Auðvitað vil ég þiggja
boðið, en hvað skeði, ef einhver
héðan af gistihúsinu sæi mig í
fylgd með ykkur og þekkt mig.
— Það skiptir engu máli. Þér
gerið mér ánægju og greiða með
þessu.
Hann hugsaði sig um andaita.k
— Eg kem, ef mér tekst að herða
nægilega upp hugann til þess,
sagði hann svo.
— Þetta er reglulega aðlað-
andi piltur, sagði Jane Hapgood,
frænka Ethelar nokkrum dögum
eftir að hún kom í heimsókn til
hennar í borgina. — Hvar hitt-
irðu þennan mann?
Ethel sagði henni frá atvikum
að kunningsskap þeirra, og Jane
hló að.
— Já, það er allt annað en
gaman að vera ungur, fátækur,
stoltur og framgjarn. En (þú
hjálpar honum auðvitað meðan
á námi stendur.
— Hann vill ekki þiggja hjálp
af mér. Vill ekki einu sinni
þiggja lán.
— Það er virðingarvert sjón-
armið, og það er hressandi að
kynnast slíku fólki. Þú ert von-
andi ekki hrifin af honum?
Nei, ekki á þann hátt, að
hætta stafi af. Ég gæti verið
móðir hans. Ég vil gjarnan að
hann hitti einhverja jafnaldra
sína. Þess vegna hef ég boðið
Henry Chase heim á morgun
ásamt dóttur sinni.
— En Ellen er aðeins setán
ára.
— Það gerir ekkert til. Hún
verður orðin nítján ára þegar
Tom lýkur lögfræðiprófinu, og
þá getur faðir hennar kannske
útvegað honum einhverja at-
vinnu.
En Ellen Chase vakti enga að-
dáun Toms. Hún horfði með hálf-
gerðri lítilsvirðingu á slitnu sam
kvæmisfötin hans.
— Hún er krakki, sagði Tom,
þegar Ethel spurði hann síðar
um álit hans á henni. — En faðir
hennar er viðfelldinn maður.
Hann leikur golf eins og ég og
spurði mig, hvort ég vildi koma
með sér til Palm Beach og vera
þjálfari hans í sumar. Hann bauð
mér fría vist og góð mánaðar-
lun. Á ég að taka boðinu?
— Ég óska þér til hamingju,
svaraði hún glöð. Og ég skal
segja yður það. að Ellen er
indæl stú'lka við nánari kynn-
ingu.
— Þótt hún væri indælasta
og ríkasta stúlka á jörðu, mundi
hún ekki falla mér í geð, sagði
Tom ákveðinn.
Ethel fór líi.a til Palm Beach
þetta sumar, og hún hafði aldrei
lagt sig eins fram um að vera
ungleg og falleg. Og raunar hafði
hún aldrei verið fallegri en þetta
sumar. Enn drógust þau Tom og
hún nær hvort öðru.
Jane kom þangað líka og var
hjá henni eina viku, og hún var
harla undrandi. — Nú skil ég,
hvers vegna þú lagðir svona
mikla áherzlu á að fara hingað,
hafði fengið ríflegri námsstyrk
og gat helgað sig náminu.
Þegar hann lauk prófi, fór
Ethel til háskólabæjarins, þar
sem hann dvaldi, en áður hafði
hún fengið Henry Chase til að
heita honum starfi.
Tom langaði til að faðma hana
að sér, þegar hann tók á móti
henni á járnbrautarstöðinni, og
hann átti varla nógu sterk orð
til að lýsa því, hve vel hún liti
út. Hann hafði blómskreytt gisti-
húsherbergi hennar. Efchel huldi
andlitið blómum til þess að leyna
tárum sínum. Hún sá, að hann
meðeigandi trausts lögfræðifyrir-
tækis.
Þau áttu marga kunningja,
sem minntust blaðafregnanna,
sem birzt höfðu fyrir ári, þegar
fertug ekkja gekk að eiga tví-
tugan stúdent, og hinn ungi lög-
fræðingur, sem reyndist dugandi
málafærslumaður. þurfti ekki að
kvarta um atvinnuleýsi.
Ethel var öfunduð, því að sjald
an hefur kona átt eins umhyggju
saman og ásfúðlegan mann. Tom
Rivers hugsaði ekki um aðrar
konur en hana.
Þannig liðu tvö ár. Þau höfðu
farið út í sveit, og Tom fór í
golfklúbb að fyrri sið. Eitt sinn,
er hann var á golfvellinum, var
kallað glaðlega til hans. Þegar
hann leit við, sá hann unga og
fallega stúlku standa skammt frá
sér, og honum fannst, að hann
hefði ekk' lengi séð svona að-
laðandi stúlku. Hann þekkti
hana ekki strax, en sá svo, að
þarna var Ellen komin — ung-
lingsstúlkan, sem hann hafði kall
að heimskan krakka fyrir nokkr-
um árum. Hún hafði verið í ferða
lagi og var nýkomin heim til föð-
ur síns.
Og eftir það stefndi allt að
einu marki. Tom og Ellen urðu
brátt samrýnd og leituðu æ oft-
ar til funda. Enginn minntist á
þetta við Ethel, en þó tók hún
eftir samdrættinum öllum öðrum
fyrr, og hún skildi, hvert stefndi
og að það varð ekki lengur um-
flúið, að hún drægi sig í hlé af
vettvangi hamingjunnar og lífs-
ins. Spádómur Jane var kominn
fram.
Tom sat einn sér við borð í
klúbbnum, er hann heyrði ein-
MUNUR
sagði hún. — Ertu gengin í
barndóm, eða hvað?
— Sé svo, getur þú að
minnsta kosti ekki læknað mig,
svaraði Ethel.
— En þú verður að hugsa um
mannorð þitt, kona.
— Jane, ég bað þig að koma
hingað til þess að ég gæti spurt
þig ráða. Hvað á ég að gera?
Jane hristi hugsandi höfuðið
— Ég held, að honum þyki vænt
um þig, en mér finnst það frá-
leitt, að kona á þínum aldri geti
gifzt svona ungum manni.
— Því ekki það? Ég er eins
ung í anda og hann. Ég ætti að
mega njóta hamingjunnar stutta
stund enn.
Það stríðir gegn öHu réttu
eðli og velsæmi, Ethel. Fyrr eða
síðar hlýtur hann að hitta unga
stúlku, sem hann fellir ást til-
Og hvað verður þá um þig? En
gerðu annars sem þú vilt.
— Ég veit ekki einu sinni,
hvort hann vill giftast mér, sagði
Ethel. — En vilji hann það, þá
get ég ekki neitað mér um þá
hamingju.
— Nokkur ár í hamingju eru
það sem eftir er ævinnar.
— Hver segir, að það verði
aðeins nokkur ár? Og það skiptir
ekki mestu, hve lengi það varir
Hamingjustundir eru jafn mikil
virði fyrir því.
Jane yppti ölum, en sagði ekk
fleira. Hún þóttist sjá að Ethei
kynni ekki að taka forföHum
eins og á stóð. -
Ethel sá Tom sjaldan síðasta
árið. sem hann var við nám. en
hann skrifaði henni oft. Hann
Smásaga eftir REX BEACH
var þreytulegur og föt hans
slitin.
— Ég hef góðar fréttir að
færa þér, sagði hún. — Henry
Chase ætlar að veita þér gott
starf.
— Þú ert verndarengill minn,
Ethel, sagði hann.
Hann fékk símskeyti næsta
dag — ágætt tilboð Tom átti að
verða lögfræðilegur fulltrúi fyrir
tækis Chase í Costa Rica.
Ethel fölnaði, þegar hún sá
skeytið. — Tom, hvað ætlarðu
að gera?
Hann horfði á hana, og virtist
dapur. — Ég verð að taka þessu
Góð störf liggja ekki á lausu.
— Þú mátt ekki fara svona
iangt bur* — ekki til hitabeltis-
ins á ég við.
— Það skiptir minnstu sagði
hann. — Ég hef hugsað um það
sýknt og heilagt síðasta árið
hvernig ég ætti að afla mér svo
mikilla tekna, að ég gæti beðið
þig að giftast mér án þess að
týna sjálfsvirðingu minni. És
er ungur og snauður en ég gætj
þó verið þér góðut •'erndari.
— Góði Tom. ég er nærri því
'uttugu árum eldri en þú.
— Hver.iu skiptir það, sagð;
'tann ákafur - Ástin spyr ekki
unt aldur Þ’ ert vngri í anda
an ég.
Ethel var allri lokið — Ég
fer með bér, Tom. sagði hún
lágt. Eg "erð hjá þér meðan þú
vilt hafa mip nálægt þér
En það «arð úr, að Tom tók
ekki þetta starf í Costa Rica. t
tað þess for hann í brúðkaup?
ferð umh"erfis törðina og þegar
heim kom hóf hann starf sem
hvern úti á svölunum nefna Ell-
en.
— Maður getur varla trúað
því, að steipan viti, hvað hún er
að gera, sogði annar mannanna,
sem þar voru að ræðast við
— Ætli hún viti það ekki full-
vel, svaraði hinn.
— Ég kenni i brjósti um frú
Rivers. Strákurinn ætti líka að
skilja það. að annað eins og
þetta má hann ekki gera henni.
— Við hverju er að búast af
slíkum náurga’ Hann hefur ætíð
hugsað um það eitt að komast
áfram Hanr. giftis-t henni til fjár.
og nú hikar hann ekki við að
kasta henm frá sér, þegar hún
er búin að hjálpa honum nóg.
þótt hann eyðileggi líf hennar.
Nei. slíkn menn eru ekki að
mínu skapi
Svo gengu mennirnir brott. en
Tom sat eítir með eigin hugs-
anir. Honum var þungt fyrir
brjósti Þannig leit fólk þá á
hann og hjónaband hans. En
það var ekki rétt að hann hefði
gifzt Ethe) til fjár Hann hafði
elskað hana af heilum hug, en
nú virtisr allt breytt.
Hann vildi ekki fórna heiðri
únum fynr ástina Hann varð
að hætta að hugsa um Ellen og
hún hlaui að geta skilið það.
Þau höfðu oft rætt um þetta en
Ellen hafð' fullyrt, að það væri
betra, að "in manneskja yrði ó-
hamingjusöm en þ"jár
— Ethe, hefur tapað leiknum,
hafði Ellen sagt. — Hún hlýtur
að hala rert sér Ijóst. að þetta
hjónabanr gæti ekki staðið til
'angframs
Hann nafði þagað við þessari
(Framhald á 15. síðuj.