Tíminn - 07.02.1960, Síða 14
14
T í M I N N, sunnudaginn 7. febrúar 1960.
hann-gat ekki séð framan 1
hana.
— Æ, það kom mér sízt til
hugar að þér vissuð þetta
ekkf, og kennduð í briósti um
mig.
— Kenndi i brjósti um yð-
ur! tók hann upp eins og
utan við sig.
— Ég hélt að þér vissuð að
ég — þess vegna var ég að
reyna að varna yður þess að
komast eftir ...
Hann hélt að hún ætti við,
að hún hefði varnað honum
að komast eftir þvi að Rósa-
munda unni honum ekki —
allt þanað til daginn sem
hanp fann bréfmiðann í vagn
inum. Hann hélt að þetta, og
ekki annað, feldist í orðum
Charlottu.
— Viljið þér ekki skýra
þetta betur fyrir mér? spurði
hann vandræðalega. — Ég er
hræddur um að ég skilji ekki
enn við hvað þér eigið.
— Æ.'góði — hlifið þér mér
við því, veinaði hún. — Hafið
þér ekki rennt grun i það all-
an þenrian tima, að ég------
elska yður!
Nú varð honum fyrst fylli-
lega Ijóst, hvað hún hafði
verið aö reyna að láta hann
skilja á sér, og hrökklaðist
hann’ óSjálfrátt frá henni.
Honum hafði aö vísu þótt
gott að mega treysta á sam-
úð hennar og vináttu, en hon-
um' háfði aldrei komið til
húgar að sækjast eftir annari
konu, þar sem hann gat ó-
mögulega slitið Rósamundu
úr huga sér, og fann það
glöggt með sjálfum sér, að
hann mundi unna henni til
hinztu stundar.
—, En þér „vitið þó —sagði
hann og var í standandi vand-
ræðum.
— Að þér elskið mig ekki,
svaraði hún og leit upp til
hans. — Ó-já! Það hef ég vit-
að alltof vel frá því fyrsta, og
það hefur verið mér sannar-
leg sálarkvöl.
— En fyrst — fyrst þér fáið
ekki að njóta hennar — getur
yður þá ómögulega orðið hlýtt
til min?
Hún rétti að honum hend-
urnar, og leit á hann tárvot-
um augum, en Tom féll allur
ketill I eld, enda var hann
manna meinhægastur og
mátti ekki aumt sjá. Hann
greip um hendur hennar, dró
hana að sér, og lagði höfuð
hennar á öxl sér.
— Aumingja stúlkan —
vesalings stúlkan, sagði hann
i hálfum hljóðum. — Þetta
er undarlegt líf og fullt af
ráðgátum.
En svipurinn á andliti Char
loottu var ekkert sérlega við-
kvæmnislegur, þar sem hún
hvíldi höfuðið á öxl Tom’s.
Hún var að hugsa um, hvort
hann mundi nú ekki láta
verða úr þvi að biðja sín. En
eftir nokkra stund lyfti hann
upp höfði hennar og leit
framan í hana.
— Viljið þér verða konan
mín? spurði hann.
— Já, svaraði hún undur-
lágt.
★
Þrem vikum síðar voru þau
ungfrú Charlotta Sheldon og
Tom Gregson gefin saman í
heilagt hjónaband í Lundún-
— Og það efast ég stórlega
um, sagði hann.
30
XII.
Brúðkaup Rósamundu átti
að fara fram um vorið, þegar
náttúran skrýddist sinu feg-
ursta skrúði, iðjagrænu og
angandi. Allt haustið og all-
an veturinn naut Marteinn
sælu tilhugalífsins, og Rósa-
mundu fannst það vera þeir
sælustu dagar sem nokkurri
mannlegri ver.u væri auðið að
lifa.
sögðu; fylgdi hún manni sin-
um fast eftir, til þess að vera
viss um að hann gæti ekki
haft t.al af Rósamundu í ein-
rúmi, og var sú varögæzla að
vísu óþörf þar sem Charlotta
hafði nú fengið vilja sinum
framgengt.
Einu sinni hafði hún hitt
Guy Fielding, og hafði hann
tekið henni mjög fálega við
það tækifæri. Hafði hann
einsett sér að gleyma henni
með öllu, þegar hún giftist
Tom, og þó að honum veittist
það hálf-erfitt í fyrstu, þá
ætlaði hann ekki að gera sér
leik að því að verða á vegi
hennar.
F ramhaldssagan Charles Garvice:
ÖLL , ÉL BIRTIR
UPF Uís /l SÍÐIR
um, og þar af leiðandi fór frú
Blair ein til Skotlands, en frú
Gregson og maður hennar
brugðu sér til Ítalíu, og það-
an var ferðinni heitið til E-
gyftalands.
Þessi gifting Tom’s fékk
föður hans og Maríu systur
hans mikillar undrunar og
talsverðrar óánægju. Þau
gátu sízt skilið, hvers vegna
Tom sagði Rósamundu upp
allt í einu, en hún hafði fall-
ið þeim báðum vel í geð. En
Charlotta hafði nú fengið
sitt mál fram, og leizt þeim
ekki að andæfa því, þar sem
hún var kona hin glæsileg-
astao g af göfugum ættum að
auki.
Gharlotta skrifaði Rósa-
mundu fréttirnar og lét
drjúgt yfir, en þegar Rósa-
munda flutti Marteini þær,
mælti hún um leið:
— Þetta gleður mig sann-
arlega, og ég vona að það
verði Tom til gæfu.
— Og heldurðu þá að sam-
búð hans við Charlottu verði
honum nokkur gæfuvegur,
þar sem ég er sannfærður um
að hann ann henni ekki?
— Það vona ég, svaraði
hún.
Marteinn lét umfangsmikla
viðgerð og breytingar fara
fram á hinum gamla herra-
garði, og prýða hann og fága
á allar lundir, svo að hann
mætti vera boðlegur bústaður
og hugþekkur brúði sinni.
Rósamunda óskaði helzt að
brúðkaup þeirra færi fram í
kyrþey, en þar var Marteinn
á öðru máli, og þótti honum
ekki annað sæmandi en að
bjóða allri sveitinni. Þau ætl-
uðu sér að dvelja hveiti-
brauðsdagana í Tyról, og
halda þaðan heimleiðis um
Sviss. Hafði Rósamunda oft
ferðast um meginlandið í
æsku, og hlakkaði nú mjög til
þess að líta fegurð þess aftur
í samfélagi við elskhuga sinn.
Síðan Charlotta giftist,
hafði Rósamunda alls einu
sinni fengið fréttir af þeim
hjónum, því að ekki kærði
Charlotta sig um að maður
sinn og Rósamunda ættu
mikil mök saman, sem ekki
var við að búast. En nokkrum
vikum áður en brúðkaup
þeirra Marteins skyldi standa,
sýktist Gregson eldri, og var
þá jafnskjótt símað til Tom’s
að koma heim tafarlaust. Brá
hann skjótt við, og var kona
hans með honum að sjálf-
En það er af Tom að segja,
að honum fannst nú loksins
að hann mundi geta séð Rósa
mundu aftur með jafnaðar-
geði. Að vísu hafði hann ekki
mátt hugsa til þess þegar
hann fékk símskeytið frá
systur sinni, og var þá efst í
honum að fara hvergi; en eft-
ir nokkra baráttu við sjálfan
sig hélt hann að hann þyrfti
ekki að setja þetta fyrir sig,
og að sér mundi vera óhætt
að hverfa heim í átthagana
aftur.
Þá var það einn dag að
honum tókst að losa sig við
varðgæzlu konu sinnar og
fara einn sinna ferða. Mætti
hann þá Rósamundu án þess
að hann ætti nokkra von á
því, og fann þá glöggt að það
var harðari raun en hann
hafði ímyndað sér. Þó urðu
engin vandræði úr samfund-
um þeirra, því að Rósamunda
var svo alúðleg og hispurs-
laus að það gerði honum allt
léttara viðfangs.
— Jæja, Tom! Mikið þótti
mér vænt um að hitta þig,
sagði hún, og roðnaði við þeg-
ar hún minntist þess, að hún
hafði ekki séð hann síðan þau
fóru skemmtiförina til More-
worth-klaustursins. — Það
gleður mig að heyra að föður
þínum liður eitthvað betur,
bætti hún við, því að Sir
Ralph sendi nálega á hverjum
degi til hallarinnar til þess að
spyrjast fyrir um líðan
Gregsons eldra.
— Já, hann er miklu skárri,
sagði Tom, og var í vandræð-
um með að halda samtalinu
áfram. Þó tók hann kjark í
sig og sagði: — Má ég ganga
svolítið með yður, ungfrú
Fielding?
— Já, ég held það nú, svar-
aði hún og bætti við: — Heyrð
irðu ekki að ég kallaði þig
Tom?
— Jú, þakka þér fyrir, sagði
hann, en vissi ekki vel við
hvað hún átti.
Þau gengu þegjandi nokkra
stund, en loksins fór Tom að
stynja því upp, sem honum
hafði legið þyngst á hjarta
allt frá þeim tima að hann
giftist, og hann hafði aldrei
getað gleymt, þó að kona
hans gerði allt sitt ítrasta til
þess að leiða huga hans frá
því.
— Rósamunda, tók hann til
máls, og ávarpaði hana nú
eins og í fyrri daga. — Mér
hefur alltaf fundizt að ég ætti
að segja þér frá bréfinu.
— Hvaða bréfi? spurði hún
forviða, og datt í hug hvort
hann ætti við uppsagnarbréf-
ið, sem hann hafði skrifað
henni.
— Bréfinu, sem þú týndir,
daginn sem við fórum til
Moreworth-klaustursins, svar
aði Tom í stökustu vandræð-
um, og fannst það hálf-leið-
inlegt af sér að vera að minna
Rósamundu á þetta.
En honum til mikillar undr-
unar nam Rósamunda staðar
á miðri götunni og starði á
hann steinhissa.
— Bréf, sem ég týndi? hróp
aði hún. — Ég botna ekkert
í þessu, og hef aldrei týnt
neinu bréfi, það ég til veit.
Var það bréf til þín? Nei —
það getur ekki átt sér stað!
Hún bar svo ört á, og undr-
un hennar var svo auðsæ, að
Tom efaðist ekki um að hún
væri algjörlega saklaus af
......gparið yöur Waup
á ,míUi xnargra. verzlana1-
-Austurstxastá
Elrikui- skipuleggur ferð sína með
Svitjod, en þoð er hættulegasta ferð.
sem harm enn hefur tekizt á hend-
ur. Tsacha liefur farið yfir land
hreindýranna til að komast til land.s
hinna norðlægu snjóslétta.
En þegar veturinn hindrar okkur
að ferðast á landi ætla ég að ferð-
búa skip. Sjóferð er einnig hættuleg,
segir Svitjod. Ég á einskis úrkosta.
Ég skal fará, segir Eiríkur ákveðinn.
Ég tek beztu menn mína með, en
þú Svitjod verður að gæta kastalans
í fjarveru minni. Og við verðam
burtu nokkurn tima.
Erwin prins kemur inn, hann lítur
mjög dapurlega út.