Tíminn - 14.02.1960, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, sunnudaginn 14. febrúar 1960.
Fulltrúar úr ölum lands-
fjórðungum sitja nú á rökstól-
um og fjalla um málefni sjáv-
arútvegsins á fundum yfir-
standandi Fiskiþings. Einn
þeirra er Friðgeir Þorsteins-
son, oddviti á Stöðvarfirði.
Friðgeir er fimmtugur á morg-
un, og á þessu ári eru tuttugu
ár liðin síðan hann tók að sér
forystu í sveitarmálum þeirra
Stöðvfirðinga. Afmæli hans er
því í raun og veru tvöfalt.
Fréttamaður blaðsins hitti Frið-
geir á Hótel Vík á föstudaginn og
átti við hann stuttlegt rabb um
dægurmál Stöðvfirðinga.
Friðgeir er fæddur og uppalinn
á Óseyri í Stöðvarfirði. Faðir hans
var Þorstemn Mýrmann, ættaður
úr Hornafirði og móðir Guðríður
Guttormsdóttir, prests í Stöð. Frá
Óseyri fluttist hann ú í þorpið og
hefur átt þar heima síðan. Þorps-
búar og aðrir stunduðu þá sjó-
vinnu og landbúskap við þau skil-
yrði, sem algengust voru í þá tíð,
fiskurinn var sóttur á opnum smá-
bátum og heyjanna aflað með orf-
um og hrífum. Stöðvfirðingar voru
þa vegasambandslausir. öll ferða-
lög á landi voru farin á hestum,
en áhugi Friðgeirs beindist
snemma að sjónum enda hefur
hann lagt störf sín af mörkum
lengst af við fiskidrátt úr greip-
um gis.
í Kambaröst
•— Við fórum oft með pabba og
fiskuðum okkur í soðið, sagði
Friðgeir. — Eg minnist þess sér-
staklega einu sinni, þá fórum við
strákarnir þrír til að ná okkur í
fisk meðan hann var á sýslufundi.
Við kunnum þó lítið að hand-
fjatla veiðarfæri, en þegar við
komum út á svonefnda Kambaröst,
lentum við þar í straumbandi og
misstum ún árar.
— Lá þa ekki við slysi hjá
yjckur?
— Ja, ekki held ég það, en við
Áramissir í Kambaröst
höfðum ekki gott vit á því hvern-
ig við áttum að haga okkur þar.
Eg hef áttað mig á því síðan.
— Gátuð þið náð árunum?
— Við náðum árunum og sner-
um við og börðum norðurúr band-
inu og sluppum til lands
Búsílag
— Fenguö þið mikinn fisk í
þessari ferð?
— Við söituðum í tvær steinolíu
tunnur af óflöttum fiski eftir
þennan róður, það kölluðum við
bútung.
— Svo þetta hefur verið heil-
mikið búsílag.
— Við vorum ansi montnir,
þegar við komum aftur. sögðum
auðvitað ekkert frá því við hefð-
um orðið hræddir.
— Þú hefur kannske aldrei
sagt frá því fyrr, að þið hafið
mis’st árarnar?
— Ja, ég man nú ekki það, ég
hef nú sagt mínum strákum ýms-
ar sögur, þegar þeir voru litlir.
— Eftir þetta -diefurðu kynnzt
sjónum þarna í kring?
— Já, ég hef stundað sjóinn
eftir 16 ára aldur árlega síðan, og
undantekningarlítið á litlum bát,
hef að vís'i róið á þilfarsbát, en
það er minna um það. Svoleiðis
bát hef ég átt frá því um 1930,
þrjár lestir að stærð.
Nú er ég að mestu leyti hættur
að stunda, það er aðeins um sum-
armánuðina.
Tveir stórir bátar
— Hvað hafa menn þarna af
bátum?
— Það eru þessir opnu bátar af
svipaðfi stærð, svo eru tveir 75
lesta bátar, sem eru fyrir stuttu
komnir og þeir hafa tekið meiri
hlutann af sjómönnum. — í byggð-
arlaginu eru nú bara 200 manns
með börnum og gamalmennum,
Spjallað við Friðgeir Þorsteinsson,
oddvita á Stöðvarfirði
— En hvað um landbúnað?
— Það hefur verið fram til síð-
i ustu ára, að flestir hafa átt kýr
| og kindur þannig að beir hafa
getað lagt sjálfir til heimilis það
nauðsynlegasta af búfjárafurðum,
en síðan stærri bátarnir komu og
heimilisfeðurnir fóru að veiða
sfld, hafa þeir ekki ástæður til
þess.
Framkvaemdir
— Hvaða framkvæmdir hafið
þið lagt í á síðari árum?
— Það er til dæmis samkomu-
hús, sem byggt var 1932 og þótti
á sínum tíma myndarlegt. Það
hefur verið notað jöfnum höndum
sem skóli og samkomuhús'. Það
hafa verið lagðir vegir um þorpið
og svo hefur verið lögð stein-
bryggja, sem nokkuð erfitt var að
fást við, hún kostaði 2,3 millj-
ónir og að henni er mikil bót.
Nú koma upp að öll skip, sem
taka afurðir og strandferðaskipin
undantekningarlítið. Áður máttum
við skipa öllu út á trillum með
upps'kipunarbáta aftaní. Það var
leiðindabras í vondum veðrum.
Eg man eftir landsynningsroki,
þegar við vorum að skipa upp
timburfarmi, og hann tætti spýt-
urnar úr bátnum og feykti þeim
í sjóinn. Eins var nú oft rekið
hart á eftir því skipin voru ekki
góð að bíða á þessum litlu höfn-
um. Manni þótti stundum skrýtið
að þeir lágu alveg yfir helgar á
sumum höfnum, en hvenær sem
þeir komu til okkar, vildu þeir
lóta afgreiða sig strax.
— Svo þetta hefur verið hörku-
verk.
Friðgeir Þorsteinsson, oddviti.
svo þarna er náttúrlega engin stór
útgerð, en allir hafa þó lífsviður-
væri af sjónum að undanteknum
þrem til fjórum bændum, sem þó
eru í fiskivinnu í ígripum.
— Manni fannst það nú ekki þá;
mundi fannast það meiri óþæg-
irdi núna, ef maður ætti að fara
að byrja á því aftur.
Góð afkoma
— Hvað um afkomu manna á
Siöðvarfirði?
— Afkoman hefur verið ágæt,
ég vil segja frá því að ég byrj-
aði að skipta mér af opinberum
piálum, og í minni oddvitatíð hef-
u- enginn maður þegið sveitar-
styrk. En sérstaklega hefur af-
koman bat-.iað síðan stærri bát-
atnir komu. áður var þetta dauða
tímabil yfir veturinn.
— Hyggið þið á meiri bátakaup?
—• Ekki hefur neitt verið fast-
ráðið um það. En mönnum dettur
nú oft sitt af hverju í hug, og
ungir menn vilja nú gjarnan eiga
sína báta. En ég held það sé ekki
í ráði nú um sinn. Enda er nú
ekki á þessum stað mannafli til
að reka fleiri báta, en það ber
?.ð athuga, að það þarf að vanta
fólk, ef plássin eiga að byggjast
upp. Þá þarf að sækja fólkið að.
Fólksf jölgun
— Hefur fólk ekki tollað vel
heimavið?
— Það er nokkuð misjafnt.
Margt af bvi fólki, sem ólst upp
með mér, er nú komið hingað til
Reykjavíkur En á síðustu árum
hafa menn lítið gert að því að
flytja burt. Og fólksfjöldinn í
hreppnum er mestur nú, 200 rúm,
hann hefur aldrei komizt í þá tölu
fyrr.
Að svo mæltu kvaddi undirrit-
aður Friðgcir. Hann mun trúlega
halda sjóveg austur á Stöðvarfjörð,
þegar Fiskiþingi lýkur og sigla á
öðrum hættuminni farkosti yfir
Kambaröstina, þar sem hann
missti árarnar af skekktunni, sem
hann hratt á flot til að ná í bút-
ung, þegar hann var drengur.
Kvæntur er Friðgeir Elsu Sveins
dóttur og eiga þau fimm syni og
eina dóttur. Fjögur þeirra systkina
eru heima á Stöðvarfirði.
B.Ó.
LlFIÐ í KRINGUM OKKUR
Fiskar, sem anda með lungum
Fyrir mörgum, mörgum
milljónum ára voru uppi
margar tegundir af fiskum,
sem gátu verið jöfnum
höndum í sjó og á þurru
landi — já, meira að segja
köfnuðu, er þeir komu í
djúpt vatn. Þess háttar
fiskar voru nefndir lungna-
fiskar. Nú er svo komið, að
flestir þessir fiskar eru að-
eins sögulogar staðreyndir,
og fjallar steingervinga-
fræðin um ýmsa þeirra.
Þær sárafáu tegundir, sem
enn fyrirfinnast af lungna-
fiskum, lifa eingöngu í ó-
söltu vatni. Heimkynni
þeirra er Afríka, Suður-
Ameríka og Ástralía. Ég
ræði hér fyrst uin ástralska
lungnafiskinn; hann telst
til Ceratodus-ættkvíslar-
innar, og nefna vísinda-
menn hann Ceratodus for-
steri, en í heimalandi sínu
er hann kallaður Djelleh.
Hann er einna klunnaleg-
astur af öllum nútíma
lungnafiskum. Hann er svo
að segja allur jafn breiður,
eins og hann er langur til;
hann er svo sem ekkert
rennilegur, greyið. Og
hausinn og sporðurinn á
honum greina sig ekki frá
bolnum. Hreistrið er mjög
grófgerðar, kringluleitar
plötur. Heimkynni fisksins
er í ánum Burnett og Mary
í Queensland í Austur-
Ástralíu.
Þýzki náttúrufræðingur-
inn Semon, sem dvaldi um
tíma á þessum slóðum, seg-
ir frá lungnafiskinum á
þessa leið: Ég hélt til við
Burnettána og beitti ýms-
um aðferðum til að ná í
f iskinn. Svertingj arnir
þarna hafa smá net sem
þeir ríða, og er það með
hálfmánalagaðri opgrind.
Þeir halda á svona neti sitt
í hvorri hendi og smella
því utan um fiskinn, sem
venjulega liggur hreyfing-
arlaus á botni árinnar.
Fiskurinn er oft á allmiklu
dýpi, og verða þá svert-
ingjarnir að kafa fyrst til
þess að komast að raun um,
hvernig hann liggur í
botneðjunni. Síðan þarf
kafarinn að koma upp til
að anda, en hann stingur
sér aftur að vörmu spori
með netið og smellir því ut-
an um fiskinn. Þetta virð-
ist fremur ótrúleg veiðiað-
ferð, en hún heppnast bara
vegna þess, að fiskurinn er
svo rólyndur; það er jafn-
vel hægt að kjassa hann
niðri í vatninu án þess að
hann sýni á sér fararsnið.
Þegar hann hreyfir sig eitt-
hvað, þá fer hann aðeins
stuttan spöl í einu og synd-
ir þá með hnykkjum og
rykkjum. Á þurru landi er
hann alveg ósjálfbjarga.
Ég veiddi stundum fiskinn
á nögul með beitu á, segir
Semon, og hann hagaði sér
svipað, hvort heldur var á
nóttu eða degi. Þó gat hann
verið þannig mislyndur, að
hann tæki ekki beituna
dögum saman, en svo gat
ég líka fengið 5 fiska á dag.
Sumir hafa trúað því, að
þessi lungnafiskur geti
skriðið á land og jafnvel
klifrað upp í tré en það
geta þeir ekki. Uggar fisks-
ins eru þannig skapaðir, að
hann hefur augsýnilega
enga möguleika til að fara
um á landi. Hann fer aðeins
endur og eins upp á yfir-
borð vatnsins til að losa sig
við óhreina loftið, sem
safnast hefur fyrir í lung-
unum og til þess1 að fá
ferskt loft í staðinn. Heyr-
ist þá í fiskinum ekki ó-
svipað því að svín væri að
hrína. Þegar ég athugaði
hann í fiskabúri, segir Sem-
on enn fremur, reiknaðist
mér svo til, að hann kæmi
upp á yfirborðið sem næst
því á hálftíma fresti. En
fiskurinn er einnig útbú-
inn með tálknum, sem hann
notar á venjulegan hátt,
þegar hann ligur á botn-
inum. Ef hann er lagður
upp á þurrt, þorna tálknin
og hann sálast á tiltölulega
skömmum tíma. Lungna-
öndun fisksins er honum
lífsnauðsyn um þurrkatím-
ann, þá koma tálknin ekki
að gagni. Þá þorna árnar,
svo að eftir verða aðeins
pollar á stöku stað i far-
veginum. Þar safnast
lungnafiskarnir saman og
hringa sig niður í eðjuna,
og þannig bíða þeir unz
vatn kemur í ána. í þessum
vatnsbásum eru aðrar teg-
undir vatnafiska, sem
deyja hrönnum saman. Á
svona stöðum er lungna-
fiskurinn oft sá eini, sem
lifir af þennan hættulega
tíma.
Lungnafiskurinn verður
1—2 metrar að lengd. Hér
áður fyrr, að minnsta kosti,
var hann mikið veiddur, og
nefndu menn hann Burn-
ett-lax, enda holdlitur
fisksins líkur því sem er á
laxinum.
Miðað við venjulega
hegðun lungnafisksins
mætti ætla, að hann væri
hinn mesti daufingi gegn-
um þykkt og þunnt. En
hann á röskleika til. Ef
(Framhaid á 10. síðu).
Lungnafiskur.
/
>
>
>
>
>
>
>
>
>
/
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>