Tíminn - 14.02.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.02.1960, Blaðsíða 13
T í MIN N, snnnudagimn 14. febrúar 1960. 13 Leitið til vor með hvers konar vandamál um Rafmagnsmótora og rofa RitJstraumsmótora, einfasa og þrífasa Jafnstraumsmótora i skip, 32 og 110 volta ^ Orkuflutning MEÐ RENOLD - KEÐJUDRIFUM RENOLD - ÁSTENGJUM ^ Breytingar á snúningshraða MEÐ RENOLD - KEÐJUDRIFUM HOLROYD - GÍRUM THURM - GÍRMÓTORUM KOPP - HRAÐABREYTUM •fe Legubénað ☆ Ásþéttí MEÐ - KÚLU- OG RÚLLULEGUM INA - NÁLALEGUM R & M - ÞRÝSTILEGUM TIMKEN - KEILULEGUM POLLARD VATNSÞÉTTUM VELTILEGUM MEÐ LEÐRI, GÚMMÍ OG FLÓKA í VÉLAR, DÆLUR OG VÖKVALYFTUR 'iíf Flutningsbönd TIL FLUTNINGS Á FÖSTU OG FLJÓTANDI EFNi MEÐ RENOLD - FLUTNINGSKEÐJUM Hemlabúnað Á LYFTITÆKI, FLUTNINGSBÖND OG RENNIHURÐIR MEÐ D & P - SEGULHEMLUM OG ROFUM FROMSPRAG - EINSTEFNUHEMLUM Veitum verkfræ'ðilega aftstoft vitS val og notkun allra vélahluta og tækja, sem vér útvegum og seljum FÁLKINN H.F. VÉLADEILD SÍMI 1-86-70 (5 LÍNUR) - — REYKJAVÍK Rósht (Framhald aí 8. síðu). Dyrabjallan klingdi þegar ungi maðurinn lokaði á eftir sér og kapteinninn, sem rétt í þessu hrópaði — standið rétt, leit við. Hann mælti eitthvað við liðsforingjana og gaf fyrir- skipanir um æfingar. Og þegar ungi hermaðurinn hafði axlað bakpokann og spennt á sig skíðin, var fyrsti maður kom- inn langt framá veginn og hinir fylgdu honum í lest. Það var erfiður dagur og ungi maðurinn hugsaði oft um fallegu gulu appelsínuna, sem hann var með í bakpokanum en hann fékk ekki næði til að borða hana. Appelsínan komst lengra niðurí pokann þegar hann rótaði í honum til að ná í bitann sinn og íéll að lokum alveg iðurá botninn. Þar lá hún og fraus. Herdeildin varð fyrir stöðug- um „árásum" og svo voru „gagnáhlaup" og mikið brask að komast uppi fjöllin. Alltaf var verið að segja það væru bara nokkrir kílómetrar eftir og allir voru dauðlúnir. Það var kalt og ennþá vika þangað til sólin færi að skina á þess- um breiddargráðum. Aðeins daufur roði við sjóndeildar- hring um hádegið gaí til kynna að sólin væri til. Og hefði ungi maðurinn ekki hlakkað til að borða appelsín- una sina er vafasamt hann hefði haldið þetta út allan daginn. Hann var nokkuð svifa seinn og illa fallinn til her- mennsku en það var enginn leikur að sleppa við þetta. En þrátt fyrir allt voru nú í þessu Ijósir punktar einsog til dæmis appelsínan. Það var komið myrkur og bara nokkrir kílómetrar eftir þegar hann féll útaf veginum. Hann reyndi að komast á fæt- ur en hann verkjaði í hnéð. Sá sem var á bakvið hann stanzaði og kom til hans. Hon- um varð strax kalt. Foringinn kveikti á eldspýtu og leit á kortið. — Við eigum stutt eftir, sagði hann. Við berum þig þangað og komum þér til byggða á morgun. Það verður alltaf tuttugu stiga frost og þér yrði kalt að liggja í tjaldi í nótt. Þeir lögðu hann á sleða og héldu af stað, og það var hroll ur í honum og hann verkjaði í hnéð. Og snjórinn ýrðist í andlitið á honum. Þeir köstuðu teppi yfir hann og honum fannst tíminn lengi að líða og þeir sem drógu sleðann svitn- uðu undir derhúfunum. Það var hlýtt í stofunni. Fötin þornuðu yfir eldstónni og lyktin af þeim blandaðist lyktinni sem steig uppúr pott- inum. Húsbóndinn sat og tegldi og talaði við litla strákinn, sem vildi koma við beittan hnífinn. Hin börnin voru þæg og stillt. Þau sátu á rúmi sínu og pískr- uðu saman og störðu á her- manninn, sem sat á svefnpok- anum sínum með bakpokann fyrir aftan sig. Honum leið bet ur í fætinum, honum var hlýtt og konan færði honum heita súpu í skál. Hann lyfti undir hnéð og rétti sig upp en fann um leið fyrir appelsínunni í bakpokanum og hann mundi ekki í svipinn hvað þetta var. Hann setti skálina á gólfið og opnaði bakpokann. Börnin horfðu á hann þegar hann seildist ofaní pokann og náði í appelsínuna. Litli snáðinn sem var hálfs þriðja árs, sleit sig lausan úr fanginu á systur sinni og vag- aði til hans. Systkinin flissuðu. Þau voru ekki vön ókunnugum. Og þegar litli snáðinn var Ræningjadysir (Framhald af 9. síðu). grónar. Um 250 m norðar er Ræningjalaut ofan við götum- ar, en neðan við þær eru þrjár dysjar, og það eru einkanlega þær, sem kallaðar eru Ræningja dysjar. Syðsta dysin er stærst, 9 m að lengd og 4,5 m að breidd um miðjuna, sporöskjulöguð, á alveg sléttum mel, grasi gróin neðan til og nokkuð upp eftir, en öll ein breiða af smáhnull- ungum að ofan og alveg ógróin. Röskum 30 m norðan við syðstu dysina eru hinar tvær, og eru merkin milli Mannskaðahóls og Vatns milli hennar og þeirra, þannig, að raunar eru þær (nyrztu dysjarnar tvær) í Vatns landi, þótt allar séu þær yfirleitt kenndar við Mannskaðahól. Að- eins 1 m er milli þessara tveggja dysja, og er hin syðri og minni 2—3 m í þvm. og í henni nokk- uð stórir steinar, en lítið eitt af smælki ofan á. Hin er um 7 m í þvm. og mjög eins útlítandi og syðsta dysin, öll ein breiða af smásteinum ofan, en nokkuð gróin umhverfis. En nyrztu dysj amar tvær eru í nokkrum halla, og því er einkum sú stærri svo sem ekki óáþekk lítilli skriðu, er hannar vestur. Við rufum skurði gegnum þessar þrjár dysjar eins víða og okkur þótti þurfa til þess að ganga úr skugga um, hvort þær hefðu nokkuð markvert að geyma. Það höfðu ■ þær ekki. Grjótið í þeim öllum reyndist ekki vera annað en þunnt lag ofan á annars óhreyfðum jarð- vegi. Fyrstu áratugi og aldir eftir dráp Englendinga á Höfðaströnd hefur verið mikið umtal um at- burðinn þar í sveit. Eigi að síður hefur móða gleymskunnar fljót- lega lagzt yfir dysjastaðinn, þeg- ar gróið var yfir allt saman. En oft hafa ferðamenn á ströndinni borið þetta í tal sín á milli og jafnvel velt yfir þvi vöngum, hvar dysjamar væru. Óblásnar torfur á berum melum geta fljótt á litið verið einkennilega þess- legar, að mannaverk séu á. Það er líka mjög algengt enn þann dag í dag, að menn glepjist á slíkum mundunum og telji þær af mannahöndum gerðar og þó einkanlega að þær séu dysjar eða kuml. Ég hygg, að Ræningjadysj ar á Höfðaströnd séu á þennan hátt til komnar. Vegfarendur hafa séð þessar torfur, fundizt þær dysjarlegar, farið að kasta í þær steinum, ræningjarnir voru heygðir einhvers staðar á þessum slóðum, Mannskaðahóll er þarna næsti bær. Og smátt og smátt er allt fallið í fastar skorður: Dysjarnar orðnar þakt ar grjóti, sem ferðamenn kasta að þeim frá götunni, nú eru þarna óvéfengjanleg mannaverk á, það var einmitt þarna, sem ræningjarnir vom dysjaðir, enda heita dysjarnar Ræningjadysj- ar og Ræningjalaut fyrir ofan. Á einhvern þessu líkan hátt hafa munnmælin myndazt, því að í „dysjum" þessum hefur vissulega aldrei neinn verið dysj aður. Líku máli gegnir að líkind- um um þorra þeirra „dysja“. sem finnast við alfaraleiðir og ferðamenn hafa kastað saman smátt og smátt á löngum tíma. En vel má vera, að enn kunni að finnast fleiri bein fallinna Englfendinga á Höfðaströnd og það nær Mannskaðahóli en bein in við Höfðaá, því að bærinn er þó áreiðanlega kenndur við þessar óeirðir, Mannslagshóll. Kristján Elðjám. (Úr árbók Fornleifafélags- ins — lítið eitt stytt.) kominn hálfa leið yfir gólfið velti hermaðurinn appelsín- unni til hans. Snáðinn tók hana upp og skoðaði hana i (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.