Tíminn - 14.02.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.02.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, sunnudaginn 14. febrúar 1960. Hann sneri sér frá glugg- anum, gekk til konu sinnar og horfði á hana örvænting- arfullur. — En í gærkvöldi, Rósa- munda, þegar fögnuður minn var sem mestur og ég heyrði alla lofa þig og dást að þér, þá fékk ég vitneskju um að Barbarossa væri enn á lífi. Hún kom sjálf til mín í gær- kvöldi — og það var sannar lega engin vofa eða svipurinn hennar eins og mér lá við að halda. Hún kvaðst hafa gert samtök við lögregluna um það að láta það berast út að hún væri dauð til þess að þeir af félagsmönnum sem kom- ist höfðu undan, skyldu held ur gefa færi á sér og falla þannig í gildru þá, sem þeim var búin. Henni hafði verið sýnt símskeyti það, sem ég sendi stjórninni, og verið spurð hvort ég væri einn sam særismaðurinn. Svaraði hún því neitandi, en óskaði þess jafnframt, að ég væri ekki lát- vita annað en hún væri dauð. Mér er það hulinn leyndar- dómur hver tilgangur hennar hefur verið með þessu, nema hafi hann verið sá, að hún vonaði, að það kæmi fram, sem komið er — að ég álíti mig lausan allra mála og gift- ist aftur og gæti hún þá kom- ið fram á sjónarsviðið einu sinni enn og kúgað af mér fé til þess að þegja yfir leyndar- máli sínu.“ „Ég hélt líka í fyrstunni, að þetta mundi verða þér fyrir beztu og lofaði henni pening- um. En svo sá ég mig um hönd og gat ekki hugsað til þess að draga þig þannig á tálar — að láta þig halda, að þú værir í raun og veru eiginkona mín þar sem — nei, mér var það ómögulegt, Rósamunda, alls- endis ómögulegt." „Og það var líka rétt af þér, Marteinn," sagði hún svo ró- lega, að hann hélt næstum að hún tæki sér þetta ekki mjög nærri. Hefði ég komizt að sannleikanum síðar, þá held ég að ég hefði aldrei getað fyrirgefið þér. Svipur hans bar vott um mikið sálarstrið og röddin var óstyrk, er hann tók aítur til máls. — Ég er staðráðinn 1 því, sagði hann, að losast einhvem veginn við þennan kvenmann, sem eitt sinn var kona mín. Heldurðu, að þú vildir þá taka við mér aftur, Rósamunda, ef mér tekst það? Hún spratt á fætur I skyndi. — Nei, nei, hrópaði hún — það væri mér alveg ómögu- legt. — Hvemig á ég að fara að þessu? kveinaði hann. Hvað get ég gert? — Ekki neitt, svaraði hún. Ég verð að fara heim aftur til föður míns og þú verður að fara eitthvað burtu, Marteinn, rétt eins og við hefðum aldrei haft þessi kynni hvort af öðru. Hann beit á vörina og reyndi að harka af sér, en honum fannst þessi rósemi hennar ætla að gera sig sturlaðan. — Mér er lífs-ómögulegt að láta þig fara frá mér, sagði hann. Ég held að guð sjálfur mundi ekki krefjast þess af eitthvað geti skyggt á ham- ingju okkar? Hún rak upp hljóð og féll 36 niður á gólfið meðvitundar- laus, en köld og grá morgun- skíman bar fölva birtu um brúðarherbergið hennar, sem einu sinni var. II. Klukkan fimm sama morg- uninn vaknaði Guy Pielding við það, að honum var fengið bréf frá systur hans. Hann — Hvar er húsmóðirin? spurði Guy. — í svefnherberginu sínu, herra, svaraði ráðskonan. Húsbóndinn vakti mig snemma í morgun og sagði mér að ganga upp til hennar, því að vel gæti verið að hún þyrfti min við. Hann sagðist þurfa að bregða sér burtu, og I bað mig að gæta hennar vel á meðan. Mér kom þetta hálf- kynlega fyrir, því að ég hélt að húsmóðirin væri í fasta svefni, en samt hitaði ég te- bolla og hélt á honum upp með mér. Barði ég svo að dyr- um hjá henni hvað eftir ann- að, en enginn gegndi. Ég lauk Framhaldssagan Charles Garvice: ÖLI . ÉL BIRTIR UPP m /[ SIÐÍR okkur.“ Hann breiddi út faðminn og gekk nokkur skref áfram, eins og hann ætlaði að vefja hana örmum að gömlum vanda, en hún hröklaðLst undan honum. — Eg held að þú sért ekki með sjálfum þér, Marteinn, sagði hún. Ég er nú ekki annað en gestur í húsi þínu, og þannig verður íramkoma þin að vera gagnvart mér. Við verðum að gleyma öllu sem á undan er gengið, og skilja í dag fyrir fullt og allt.“ Hann leit í augu henni, og sá að henni var bláköld al- vara. Þannig stóðu þau um stund og horfðu hvort á ann- að, áður en vegir þeirra skild- ust, og þau áttu enga von á að mætast, fyrr en dauðinn sameinaði þau aftur, en loks- ins gekk Marteinn þegjandi út úr herberginu, enda gat hann engu orði upp komið. Rósamunda starði á dyrn- ar sem hann hvarf út um, og henni flugu í hug orðin, sem hún hafði einu sinni sagt við Martein: — Enginn hlutur get ur nokkurn tíma varpað skugga á ást okkar, Marteinn, en er það ekki hugsanlegt aö reif bréfið upp í snatri, og var það aðeins fáein orð svo- hljóðandi: — Komdu undir eins. Ég á mjög bágt. Guy fór þegar að klæða sig, og var að hugsa um, hvað hefði getað komið fyrir. Skyldi Marteinn ekki vera kominn heim enn? Hann gerði sér hitt og þetta í hug- arlund, en fannst ekkert af því geta borið sig. Hann var fljótur að komast í fötin og gekk út, og var þá búið að leggja á hest hans, eins og hann hafði beðið þjón- inn um, sem færði honum bréfið. Bað Guy hann enn fremur að segja föður sínum, þegar hann vaknaði, að hann hefði bara skroppið á hestbak að gamni sínu, eins og hann gerði oft á morgnana, og skyldi hann því ekki undrast um sig. — Svo skal vera, sagði þjónninn. Ég skil. Guy sló í klárinn þegar hann var kominn á þjóðveg- inn. Veðrið var kalt og rosa- legt, og fannst honum einhver óhamingja bíða sín. Hann komst um síðir til herragarðsins, og beið ráðs- konan þar komu hans. þá upp hurðinni, og brá held- ur en ekki í brún að sjá hús- móðurina liggjandi þar á gólf- inu og meðvitundarlausa. — Jæja og hvað svo meira? spurði Guy, þvi að ráðskonan þagnaði eins <jg henni væri ekki um að halda áfram. — Hún Var í öngviti' eins og ég sagði, og I öllum fötunum. — Nú-nú? sagði Guy óþol- inmóður. — Ég kallaði á þernuna hennar — hana Jessie Morg- an, sem alltaf var hjá henni áður en hún giftist, og svo gát- um við reist hana upp í sam- einingu. Hún er nú háttuð of- an í rúm, og virðist líða betur. — En húsbóndinn? spurði Guy. Hvað voruð þér að segja um hann? — Hann þurfti að fara eitt- hvað í nauðsynjaerindum. — Jæja — það er bezt að þér fylgið mér upp til systur minnar. Hann gekk upp stigann með ráðskonunni, og mátti alls staðar enn sjá blómaskrautið frá því kvöldinu áður, en þó var þessi ótrúlega og afskap- lega breyting orðin á högum J húsbændanna. — Guy, sagði Rósamunda, þegar bróðir hennar kom inn til hennar, og þau voru orðin ein. Ég hef hræðileg tiðindi að segja þér. Honum hnykti við orð hennar, því að hann þekkti systur sína að því, að hún var ekki vön að vera að kvarta við aðra þó að eitthvað kæmi fyrir. — Það er svo skelíilegt, góði bróðir minn, hélt hún áfram, og gat varla stunið upp orðunum, að ég get naumast gert mér grein fyrir því enn. Marteinn kom til min í gærlcvöld og sagði mér — sagði mér — Guy beið óþreyjufullur eftir framhaldinu. — í gærkvöld kom kven- maður að finna hann — það var konan hans. — Konan hans!“ hrópaði Guy alveg íorviða. Þetta hlýt- ur að vera einhver misskiln- ingur, Rósamunda. Hvernig i ósköpunum getur hún verið konan hans þegar hann er giftur þér?“ — Taktu nú eftir, Guy, sagði hún rólega og reyndi að stilla sig. Marteinn giftist ein- hverjum kvenmanni á Ítalíu og yfirgaf hana; barst honuin svo dánarfregn hennar skömmu eftir að hann kom heim til Englands, og hélt þá auðvitað að sér væri heimilt að eiga mig. — Ég botna ekkert í þessu, svaraði Guy, og var sem steini lostinn. Rósamunda sagði honum þá upp alla söguna, sem Mar- teinn hafði sagt henni, og var bróðir hennar orðinn næsta þungbrýnn í sögulok. — Hvemig á að ráða fram úr þessu, Guy? spurði Rósa- munda náföl og titrandi. — Þú verður að leyfa mér að hugsa mig betur um það, góða mín, svaraði hann stillilega, og reyndi að hugga hana. — Fyrst og fremst verður þú að koma mér héðan, Guy, sagði hún. Ég get ekki verið hér stundu lengur. ......fSpaáb yður hlanp & .railli maigra verslana;' -Austurstiðetá EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 61 f böllinni býður Eirönir þau velkomin. Allir höfðingjar mínir eru nú komnir hingað. Hann hefur alitaf neitað að við- inkanna þifi seotn yfij.vnann sran. Ég er isjálf leið af því að ég ei ekki karlmaður, heldur hún áfram. í staðinn kem ég með duglegan stríðsmann, Rorik hinn unga. En hv.<w er Exwrn? Riddararnri eru komnir að höil- inni og þjénn Yarks hins þrjóska stekkur af hestinum. — Farðu inn í hesthúsið, þar sem þú átt heima, segir Yark, og allir fara að hlægja. Það >es'ður vandræðaleg þögn, en nú kemur þiótminn inn. Eiríkur kocungur. Þorkell er fyrir utan dyrnar og biður um að íá viðtal við þig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.