Tíminn - 02.04.1960, Qupperneq 1
TÍAWNN flytor daglega
j n»elra af innlendum frétt-
vm en önnur b!ö3. Fylglzf
meS og kaupiS TÍMANN.
BMÍÉMIÍÚiÉjÉíijÉiÉiAÍÉNÍijÉjÉÍijáííÍÍÍÍÍÍÉÉÉÍÉÍIÍÉÉÍÉÉjÉjÉðÍÉÍÍIÍÍÉÍÍÍÉÍfeÍH
44. árgangnr — 76. tbl.
Laugardagur 2. apríl 1960.
f tekjuskattsfrumvarpi rikisstjórnarinnar eru ákvæSi um a3 afnema skattfrelsi á yfirvinnu í þágu útflutnings-
framleiSslunnar, nú rétt á8ur en skattfrelsl þetta á a3 koma til framkvæmda í fyrsta sinn. — Myndin sýnir
starfsmenn í frystihúsi vera a3 stafla frystum fiski á bíl, sem aka mun honum að skipshlið.
ÍVILNA ÞEIM MINNST, SEM
HARÐAST VERÐA ÚTI
VEGNA DÝRTÍÐARINNAR
í framsöguræðu sinni fyrir tekjuskatts-
frumvarpinu sagði Gunnar Thoroddsen m.
a., að nauðsynlegt væri að breyta skattalög-
unum vegna þess að öllum almenningi
þættu þau orðin svo ranglát, að flestum
þætti eðlilegt að draga undan tekjur í
skattaframtölum. Einnig væri innheimtan
svo dýr. — Þannig mælti „söluskattsmeist-
arinn“ þegar hann mælti fyrir frumvarpinu
um „afnám tekjuskatts af almennum launa-
tekjum“.
En það er ekki fólkið með almennar
launatekjur, sem svikið hefur undan skatti,
því að hver króna, sem það innVinnur er
gefin upp til skatts. — Það eru hálauna-
mennirnir, sem hafa svikið undan skatti og
þeir munu halda áfram að gera það og frum-
varpið þætir á engan hátt þar úr, þótt per-
sónufrádráttur sé aukinn.
Varðandi kostnaðinn við innheimtuna er
það að segja, að allt innheimtukerfið stend-
ur óhaggað og mun áreiðanlega stóraukast
vegna söluskattsins, sem nú er tekinn upp í
staðinn fyrir tekjuskattslækkunina, en sölu-
skatturinn var einmitt lagður niður á sínum
tíma vegna þess hve hann var erfiður í
framkvæmd.
Forystumenn Alþýðuflokksins hafa lýst
því manna bezt, hve söluskattur er ranglátur
nefskattur og hafa fram á síðustu ár talið
beina skatta æskilegra form skattheimtu;
beinir skattar væru lagðir á eftir burðarþoli,
en neyzluskattar legðust með jafn miklum
þunga á þá ríku og fátæku.
í frumvarpinu er fyrst og fremst tekið til-
lit til hinna efnameiri í þjóðfélaginu og
mönnum ívilnað því meir, sem þeir eru
tekjuhærri. — Það er boðskapur stóru fyrir-
sagnanna um að „afnema eigi tekjuskatt af
almennum launatekjum“ sem nú er verið að
framkvæma. — Þannig á hún að verða þessi
lækkun á tekjuskattinum, sem dregin hefur
verið frá sérhverjum þætti álaganna, sem
lögfestur hefur verið.
Dagsbrúnarverkamaður, sem hefur rúma
klst. í eftirvinnu á dag hefur 60 þúsund
króna árslaun. Hann fær 1232 kr. lækkun á
tekjuskatti hafi hann konu og tvö börn á
framfæri. Hann fær ekki meiri ívilnun til
að mæta söluskattshækkuninni að öllu hinu
ógleymdu. — En maður, sem hefur 150 þús-
und króna árslaun og hefur jafn stórri f jöl-
skyldu fyrir að sjá og Dagsbrúnarmaðurinn,
hann fær hvorki meira né minna en 15 þús-
und króna lækkun á tekjuskatti. Hann fær
13 þúsundum meiri ívilnun til að mæta
tekjuskattshækkuninni — Þannig er þetta
í pottinn búið eins og allt annað athæfi
stjórnarflokkanna.
Útsvarsf rumvarpið:
FARGANID UC-
FEST OG AUKIÐ!
Stjórnin ætlar a<S Iáta þessar álögur ná til félags-
mannaviðskipta samvinínufélaga og hella þar
me'ð nýju flóÖi veltuútsvara yfir almenning
Stjórnarliðið ætlar að lögfesta veltuútsvarafarganið allt að
3% á umsetningu og veltuútsvarið getur komið marg oft á
sömu vöruna á hinum ýmsu stigum viðskipta og framleiðslu,
jafnvel 5 til 6 sinnum.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögfestir verði nokkrir
útsvarsstigar fyrir bæjar- og sveitarfélög, en með fyrirvörum
og eftir vali. í frumvarpinu er þó hrapað mjög að þessum
málum og niðujöfnunarnefndir hafa gott olnbogarúm til að
hnika frá útsvarsstiga t. d. er niðurjefnunarnefndum veitt
heimild til að lækka útsvör, „óhöpp skerða gjaldgetu þeirra
(þ. e. gjaldenda) verulega“, eins og í frumvarpinu segir.
Niðurjöfnunarnefndum er ekki gert skylt að birta þær
reglur, sem hún fer eftir, þegar meta skal „óhöpp“ og álagn-
ingarhneyksli eins og hér í Reykjavík í vor geta því vel endur-
tekið sig.
Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að heimilaður verði frá-
dráttur á útsvari ársins 1959 fá nettótekjum við álagningu
útsvara 1960 og þessi heimild mun fyrst og fremst lækka út-
svör hátekjumanna þ. e. þeirra, sem greitr hafa hæst útsvörin.
Þannig mun maður, sem hefur 60 þús. kr. árstekjur og konu
og barn á framfæri, fá aðeins 1200 kr. lækkun, en maður, sem
hefur 160 þus. kr. árslaun og jafnstóra fjölskyldu, fær 10.000
þús. kr. lækkun.
VERÐHÆKKANIR
Nú er af nógu að taka með verðhækkanirnar. Benzín
hefur nú hækkað í annað sinn, og er nú komið i kr. 4.00
hver benzínlítri á bíl. Eins og menn rekur minni til,
hækkaði benzínið í vetur úr kr. 3.02 hver lítri ( kr. 3.36,
og enn var það hækkað um 64 aura. Alls nemur því
hækkunin kr. 0,98, eða hér um bil einni krónu á lítr-
ann. Hráolía hækkaði einnig, en sú hækkun var í einu
lagi. Sú hækkun nemur 17 aurum á iítrann, sem hækk-
ar úr kr. 1.18 í kr. 1.35.
Haframjöl (Davre) hefur hækkað úr kr. 6.00 pr. kg. í
kr. 8.35, með söluskatti. Svo mætti lengi telja allar
haékkanir vegna söluskatts, svo sem tannkrem, úr 15.25
í 15.75, ávaxtasafi í flöskum úr kr. 22.90 í 23.60 og
þannig mætti lengi telja.