Tíminn - 02.04.1960, Blaðsíða 2
2
T í MI N N, laugardaginn 2. apríl 1960.
Vistheimili Bláa bandsins í Víðinesi. ForstöSumaSur þess er Steinar
GuSmundsson.
1000 drykkjusjúkl-
ingar á fimm árum
Fjáröflunardagur
Á morgun er fjáröflunar-
dagur Bláa bandsins og er þaS
í fyrsta sinn sem samtökin
efna til fjársöfnunar opinber-
lega. Seld verða merki til
ágóða fynr starfsemina, er það
biá svala, næla úr plastí. Enn
iremur verður árbók samtak-
anna seld.
FLmm ár eru liðin frá því síarf-
semi Bláa bandsins hófst og hafa
samtökin stöðugt fært út kvíarnar
og starf þeirra gefið Bóða raun.
1000 einstaklingar
Blaðamenn ræddu við stjórn
Bláa bandsins fyrir skesnmstu og
skýrði Jónas Guðmundsson formað
ur svo frá, að á fimm árum hefðu
samtökin liðsinnt 1000 einstakling-
um til að sigrast á drykkjuskap.
Jónas sagði, að á Bláa bandinu
væri einungis reynt að lækna þá,
sem sjálfir vildu lækningu. Hann
sagði reynsla sú, sem fengizt hefði
af starfsemi Bláa bandsins hér
kæmi heim og saman við niðurstöð
ur á rannsókn, sem Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin hefur látið fram-
kvæma víða erlendis.
Þrír hópar
Sagði hann, að þriðjungur þeirra
sem leituðu til Bláa bandsins,
fengju fullan bata, hættu algerlega
drykkjuskap eða drykkju ef til vill
einu sinni á ári, einn til tvo daga.
Annar þriðjungur fengi verulega
bót, kæmi aftur og aftur á hæli
stofnunarinnar í 1—2 ár og yrðu
sumir að nýtum þjóðfélagsþegnum
þegar frá liði. I síðasta hópnum
eru þeir, sem engan bata fá, þrátt
fyrir endurtekna dvöl á hressing-
arhælum Bláa bandsins. Væri von-
laust að ætla sér að lækna ,þá
menn með þeim aðferðum, sem
kunnar eru.
Dvalarheimili í Víðinesi
Bláa bandið rekur sjúkrastöð á
Flókagötu 29 og fá drykkjumenn
Bláa bandsins er á morgun
þar líkamlega og andlega aðhlynn
ingu í nokkrar vikur. Verða þeir
að hlýða þeim réglum, sem stofn
unin setur.
Jónas kvað erfitt að eiga við
tvo hópa drykkjumanna, þá, sem
hvergi eiga athvarf né heimili og
þá, sem þurfa langan tíma til að
ná sér upp. Fyrir þá fyrrnefndu
er rekið dvalarheimili á Flókagötu
31, fá þeir þar fæði og húsnæði
en stunda atvinnu sína út í bæ.
Þar er hægt að veita viðtöku 15
mönnum og er þar alltaf hvert
sæti skipað.
Þeir síðastnefndu dvelja í Víði-
nesi á Kjalarnesi og stunda þar
ymis störf. Eru þeir undir eftir-
liti og njóta læknishjálpar. Þar
geta verið 8 vistmenn eins og sak
ir standa.
Þess er að vænta, að Reykvík-
ingar bregðist vel við og hlaupi
undir bagga með Bláa bandinu á
morgun. Samtökin eru í fjárþröng,
þrátt fyrir óeigingjarnt framlag
félagsmanna og styrk frá ríkinu.
Stjórn Bláa bandsins skipa þess-
ir menn: Jónas Guðmundsson, Guð
mundur Jóhannsson, Jónas Thor-
oddsen og Vilhjálmur Heiðdal.
Ný gerS flökunar-
véla
Frétzt hefur, að bráðlega muni
koma á markaðinn ný, norsk flök-
unarvél, sem geti valdið hreinni
byltingu fyrir frystihúsin. Vél
þessi er sögð vera jafngóð og Baad-
er vélarnai. en mun ekki kosta
nema brot af verði þeirra. Ef þetta
reynist ré;t, gæti hér verið komin
fiökunarvé'.in, sem smærri frysti-
húsin þurfa á að halda og ráða við
að kaupa. Nanari fregna hefur ekki
tekizt að afia af þessari vél.
ASalfundur Framsóknarfélags
Kjósarsýslu
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hlégarði I Mos-
fellsveit sunnudaginn 3. apríl kl. 1.30 e. m.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Frumvarp að lögum fyrir félagið.
3. Venjuleg aðalfundarstört
4. Önnur mál.
Jón Skaftason alþingismaður mætir á fundinum.
STJÓRNIN
Verkfaianu a togurum aflýst:
Aðeins um bráðabirgða-
samkomulag að ræða
Þegar samkomulagið var undir-: bátaverð, sem verið hefur heldur
ritað, hafði verkfallið staðið rúm- hærra en verð til togarasjómanna,
lega hálfan sólarhring. j greitt til togaraháseta, en nú fyrst
fá yfirmenn hliðstæða hækkun.
í fyrramorgun leystist deil-
an milli yfirmanna á togurum
og togaraeigenda. Heildar-
samningum um kjör togara-
sjómanna hefur þó enn verið
slegið á frest, en fiskverð sam-
ræmt við þann hlut, sem há-
setar fengu áður fyrr.
40% hækkun
Hækkumn á fiskverðinu nemur
um 40 af hundraði. Verð á karfa
hækkar úr kr. 1.01 í 1,40, hækkar
um 38,61%. sú hækkun er 7 aurum
hærri en bátaverðið. Þorskverð
hefur verið 1.17 en verður 1.66 kr.
Hækkunin er 41.88%. í vetur var
Einstökatriði
Útgerðarr.ienn féllus't á að greiða
yfirmönnum uppbót á laun þeirra
fyrir síðast liðið ár, 8,4%. Greitt
verður dagkaup þegar skip eru
ekki við veiðar, heldur einhver
önnur störf, og þegar togarar sigla
á erlendan markað fá þeir verðlaun
af öllu aflaverðmæti, svo hinn nýji
5% útflutmngsskattur kemur ekki
til frádráttar.
I l-ausir samningar
Samkvæmt þessu bráðabirgðasam-
komulagi, sem er uppsegjanlegt
bvenær sem er með 7 daga fyrir-
vara, fá yfirmenn nokkra breyt-
ingu á s'kiptaverði, sem mun þýða
sama og nokkur kauphækkun.
Yfirmen.n á togurum eru því enn
með lausa samninga.
15 myndir á
sýningu
Jón Sigurðsson flóð-
lýstur I „Ijósaviku"
Ljóstæknifélag Islands gengst fyrir „ljósviku“
dagana 3.—9. apríl og ver'ður þá stytta Jóns
Sigurðssonar og byggingar við Austurvöll flóð-
lýstar
Ársfunaur Ljóstækftifélags
íslands verður haldinn þriðju-
, daginn 5. apríl n. k. Mjög er
til fundarins vandað, m. a.
kemur hingað formaður
sænska ljóstæknifélagsins,
Ivar Folcker, en hann er jafn-
framt nýkjörinn forseti al-
þjóðaljóstæknisambandsins C.
I. E. (Commission Internation-
ale de I'Eclairage). Folcker
mun flytja aðalerindi fundar-
ins og sýnir hann Ljóstækni-
félaginu mikinn heiður með
þessari heimsókn.
Auk erindis hins sænska fyrir
jlesara munu verða flutt fjögur
styttri erindi, íslenzk, síðar um
daginn. Flytjendur eru Jón Á.
Bjamason, rafmagnsverkfræð-
ingur, Jón Sætran, raffræðingur,
Skúli Norðdahl, arkitekt, og Þórð
ur Rúnólfsson, öryggismálastjóri.
Gert er ráð fyrir umræðum um
hvert erindi.
Þá verða farnar ýmsar skoðun
arferðir.Skoðað verður lýsing inn
anhúss, kennslustofa í lýsingar-
tækni, framleiðsla lampabúnað-
ar og ýmis útilýsing. Sýnd verð
ur kvikmynd um lýsingu. Fund-
urinn fer fram í Leikhúskjall-
aranum og lýkur honum þar með
hófi um kvöldið.
Ljósvika
Auk ársfundarins beitir Ljós-
tæknifélagið sér fyrir eins kon
ar „ljósviku" vikuna 3.—9. apríl.
Er það ætlunin með henni að
örva sem flesta til átaka á sviði
bættrar lýsingar og aukinnar
fræðslu um fyrirkomulag og með
ferð lampa.
Félagið beitir sér fyrir flóðlýs-
ingu nokkurra bygginga, einkum
við Austurvöll. Einnig verður
stytta Jóns Sigurðssonar lýst
með bráðabirgðaljóskösturum, en
j vonandi verður unnt að lýsa
I hana varanlega síðar. Rafmagns
veita Reykjavíkur sér um fram
kvæmdir.
Þá væntir félagið þess, að eig
endur verzlana í miðbænum
vandi gluggalýsingu sína sérstak
lega þessa viku, og hyggst það
veita verðlaun fyrir bezt lýsta
gluggann.
Kennslustofa
1 lok ijósvikunnar, þ.e. laugar
daginn 9. apríl, verður kennslu-
stofa í lýsingartækni, sem Ljós
tæknifélagið og rafmagnsdeild
Vélskólans starfrækja, opin al-
menningi kl. 14—17. Þar eru sýn
ishorn alls konar lampa og verða
þar veittar ýmsar upplýsingar
um ljós og lýsingu. Kennslustofa
þessi er í húsnæði Vélskólans í
Sjómannaskólanum.
Almennur áróður fyrir bættri
lýsingu verður hertur þessa viku,
m.a. með sérstakri skreytingu í
sýningarglugga Málarans við
Bankastræti.
Stofnað 1954
Ljóstæknifélag Islands var
stofnað haustið 1954. Félagar eru
nú milli 150 og 160, þar af all-
margar stofnanir og ýmis fyrir-
tæki. Flestir meðlima eru raf-
virkjar, rafmagnsverkfræðingar
og raffræðingar, nokkrir arki-
tektar, læknar, kennarar o.fl. —
Félagið beitir sér fyrir aukinni
þekkingu á öllu því er ljós varð-
ar, s.s. starfsemi augans, áhrif-
um ljóss og lita, notkun allra
tegunda lampa, fyrirkomulagi
lýsingar innanhúss og utan. Það
stendur í sambandi við erlend
ljóstæknifélög og fylgist með nýj
ungum á sviði ljóstækninnar.
sem er ört vaxandi tæknigrein
og mjög yfirgripsmikil.
Félagið væntir stuðnings allra
landsmanna i þeirri viðleitni
sinni að bæta lýsingu hér á landi
til verndar sjóninni, aukins ör-
yggis, bættra vinnuafkasta, auk-
ins hreinlætis, meiri fegurðar í
híbýlum og á vinnustöðum.
Kjörorðið er: Meira Ijós —
betra ljós!
Um þessar mundir heldur Jó-
hannes Jóhannpsson, listmálari, mál
verkasýningu að Týsgötu 1, í mál-
verkaverzlun Guðmundar Árnason-
ar. Á sýningunni eru 15 vatnslita-
myndir allar nýjar. Jóhannes, sem
er fylgjandi óhlutbundinnar llstar,
hefur ekki haldið sýningu hér síðast
liðin þrjú ár, en kemur nú á ný
fram á sjónarsviðið með athyglis-
verð verk. Sýningin er opin á venju-
legum verzlunartíma.
r