Tíminn - 02.04.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1960, Blaðsíða 5
IÍMINN, laugardaginn 2. aprfl 1960. r*-----------------------------------------------------'s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Fiamkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórairinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingasíj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Miklar oftúlkanir Af hálfu stjórnarliðsins er það nú mjög haft til rétt- lætingar hinni stórfelldu kjaraskerðingu, sem hlýzt af svokölluðum efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. að hún verði bætt upp með auknum almannatryggingum, og með lækkun á tekjuskattinum. í umræðum, sem hafa orðið á Alþingi um frumvarp um almannatryggingarnar, sem nú er orðið að lögum, hefur það verið rækilega sannað, að hér er um „miklar oftúlkanir að ræða“, hvað snertir það mál, eins og Karl Kristjánsson komst svo hógværlega að orði í nefndar- áliti sínu. Gengislækkunin mikla, viðbótarmnflutningssöluskatt- urinn, sem nemur 8,8%, almenni söluskatturinn, sem nemur 3%, framlenging ýmsra tekjustofna útflutnings- sjóðs, sem áttu að falla niður við gengislækkuniná, og ýmsar aðrar skattahækkanir, munu fljótt éta upp hinar auknu tryggingarbætur og miklu meira til. Hér er því ekki að ræða um neinar raunverulegar tryggingarbætur, heldur sárabætur sem hih mikla óða- verðbólga, er ríkisstjórnin hefur stoínað til, gerir strax að engu og miklu meira en það. Þess er svo að gæta. að fjölmargir, sem hafa hinar érfiðustu aðstæður njóta þess ara tryggingarbóta alls ekki, eins og t.d. margt eldra fólk, sem ekki hefur lengur börn á framfæri. Þá er það atriðið. að tekjuskattslækkunin. sem felst í hinu nýja stjórnarfrumvarpi, muni verða til að bæta almenningi kjaraskerðinguna af völdum óðaverð- bólgu ríkisstjórnarinnar. Það dæmi lítur þannig út, að maður. sem hefur Dags- brúnarlaun, og konu og tvö börn á framfæri, mun hagn- ast um 1000—1500 kr. við þessa lækkun, og segir það vissulega lítið til að vega gegn óðaverðbólgunni Maður, sem hefur enn stærri fjölskyldu, hagnast þó enn minna. Hins vegar munu hátekjumenn, sem hafa laun á borð við ráðherrana, hagnast um 15—20 þús. kr. á tekjuskatts lækkuninni. Fyrir þá skiptir hún verulegu máli. Það sést bezt á því, sem hér er rakið, að fyrir al- menning allan vega sárabætur ríkisstjórnarinnar. þ e. hinar auknu almannatryggingar og íekjuskattslækkunin, ekki nema sáralítið gegn kjaraskerðingu óðaverðbólg- unnar, sem ríkisstjórnin er að skella yfir. Um hátekjumennina. sem fá hina miklu tekjuskatts- lækkun, gildir þetta öðru máli. Þeirra sárabætur eru miklu meiri. Það sýnir bezt, hvaða aðilar það eru, sem íorystumenn stjórnarflokkanna bera mest fyrir brjósti. Breiðu bökin sleppa í ræðu eftir Ásgeir Bjarnason, sem birtist hér i blað- inu í gær, sagði m. a. á þessa leið: „Á þeim 10 árum, sem ég hef setið hér á hv. Alþingi og efnahagsmál hafa komið til endurskoðunar og um- ræðna, þá hefur ávallt verið lagður sérstakur skattur á hm breiðari bök í þjóðfélaginu, þar til nú 1950 þegar genginu var breytt og 1958, þegar yfirfæslugjaldið var tekið upp í staðinn fyrir bátagjaldeyrinn, þá var í bæði skiptin lagður á sérstakur skattur á þá menn. sem um- íram aðra höfðu hagnazi á dýrtíðinni í landinu og þessu fjármagni var varið til þess að gera hinum efnaminni þegnum í þjóðfélaginu kleift að byggja upp sína starfsemi og koma sér upp sómasamlegum heimilum. En nú er stefnt í1 þveröfuga átt Um leið og íslenzka krónan er felld, þá er ekkert gert ti) þess að iáta þá, sem breiðari hafa bökin bera þyngri bvrðar nema síður sé, en hina, sem minna mega sín í þjóðiélaginu.“ VíNARPISTILL t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) >. / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Dansleik V ínaróperunnar var sjónvarpað um alla Evrópu NU ER VORIÐ gengið í garð samkvæmt almannaki, en eitt hvað virðist vetur gamli ófús að sleppa kuldakrumlu sinni af veðrinu hér í borg enn sem komið er. En sól hækkar óðum á lofti, og þess mun ekki langt að bíða, að unnt verði að spóka' sig yfirhafnarlaus á götum úti undir ljósgrænum blaðskrúði trjánna, sem sum hver hafa þegar skotið út brumhnöppum sínum á örfáum blíðviðrisdög- um fyrr í mánuðinum. Þá hverfur andstyggilega, ísmeygi legt kolarykið úr lofti, lungum og fatnaði, götusalar koma sót- ugum „mar'oni“-pöiínum sínum í geymslu (,,maroni“ eru rist- aðar kastaníuhnetur, seidar heitar á götum úti að vetrar- lagi) en setja þess í stað upp hvít söluborð, hlaðin gosdrykkj um og ávöxtum. Skautasvell breytast í tennisvelli, ‘— það var verið að bera rauðamöl of an í völlinn, sem er stærsta útiskautasvell borgarinnar á vetrum, þegar ég gekk þar hjá fyrir helgi. JÁ, VÍÐAR er um véðrið rætt en meðal Breta, vina vorra! Ekki get ég reyndar dæmt þar um af eigin raun, en segja mætti mér, að Vínarbúar standi þeim ekki langt að baki, hvað úthald og tryggð við það umrieðuefni snertir. Þó getur borið svo við, að annað verði ofar á baugi, og varð sú reynd in, meðan á' vetrarólympíuleik- un-um í Squaw Valley stóð. Löngum hafa Austurríkis- menn ver’ið frægir fyrir íþrótta áhuga sinn. Þegar landsleikir í knattspyrnu fara fram, standa kvikmyndahús og aðrir skemmtistaðir mikið til auð, og þeir sem verða af aðgöngu- miðum, flykkja sér á sjón- og útvarpandi kaffihús. Enn út breiddari virðist samt áhuginn á skíðaíþróttinni vera. Er þátt taka í henni svo almenn og ofsa leg, að talað er um „gips-tízku“ seinni part vetrar, þegar tíundi hver vegfarandi ber a.m.k. einn útlim í slíkum umbúðum. Ekki þykir sá maður með mönnum, sem lætur heilan vetur svo hjá líða, að hann hafi ekki á skíði komið, enda þykja hér vetrarleyfi jafn sjálfsögð og sumarfrí. Viku til 10 daga skíðanámskeið er innifalið í leikfimikennslu sérhvers fram haldsskóla ár hvert, svo sem eins og sundkennsla heima á Fróni. Það er því í sjálfu sér eng- in furða, þótt svo virðist sem ekker't anað rúmist í hugum fólks en afdrif þjóðarfulltrú- anna, þegar vetrar-Ólympíu- gull og -silfur eru í veði, og 12 síðna dagblöð fylli 5—6 heil síður ólympískum fréttum. — Virðist bannfæring Toni Sail- ers hörmuð mjög, enda mun hann vera ókrýndur en óum- deilanlegur konungur skíða- íþróttarinnar a'llt til þessa. En hann sneri sér sem kunnugt er að kvikmyndaleik og missti keppnisréttindi, er honum varð það á að standa á skíðum í einni kvikmynd sinni. Til munu þó þeir, sem láta sér fátt um finnast dýrkun kappanna og hafa jafnvel andúð á, finnst að vonum heiður og orðstír and- legrar menntunar þjóðarinnar í hættu, þegar þess er gætt, hve hljótt er um afreksmenn hennar á þvi sviði. Ekki virðist þó „sport- idiótið" bundið stéttum, eins og svo • margt annað: Fyrir nokkru gekk ég fram á tvo hempuklædda, kaþólska, þar semt þeir sátu á bekk við „Ring“, niðursokknir í alvar- legar og ákafar rökræður um, hvort stíll Traudl Hecher eða enny Pitou sé líklegri til sig- UI’S .... EINN DAGINN í febrúarlok varð þó hlé á ólympíuskrafinu. Þann dag fór fram dansleikur Vínaróperunnar, en það telst hátindur „faschings“ins. kjöt- kveðjuhátíðarinnar. Þangað, flykkjast, auk alþjóða óperu- stjarna, mestu auðkýfingar landsins og þótt víðar sé leitað, þar mæla diplómatar hvaðan- æfa að, sér mót. Þar heyja gest irnir 7000 kalt, en kO'Stnaðar- samt stríð — um glæsilegustu kvöldkjólana,, dýrustu vínföng in og_ óvenjulegustu greiðslurn ar. Úr sviði og áhorfendasal er gerf eitt samfellt, víðáttu- mikið dansgólf, salurinn allur skreyttur fagurlega, og fóru m.a. í þá skreytingu 13.000 nellikur í ár. Þjónar og annað star'fslið voru á annað þúsund, og margar töl.ur mætti nefna fleiri. Daginn, sem dansleikurinn fór fram" var óbreyttum borg- urum seldur aðgangur til að fá að skoða dásemdirnar. Stóðu margfaldar biðraðir forvitinna utan við óperuhúsið þann dag, til þess að fá að líta á salar- kynnin, sem þeim myndi ekki auðnast sjálfum að dansa í. Ekki var hún heldur fámenn mannþyrpingin, sem safnaðist -að eftirlætisbyggingu borgar- búa í rigningunni um kvöldið, til að sjá glytta í eftt og eitt frægt andlit, geislandi kjólfald eða þó ekki væri nema gyllta borða og hnappa einkennis- klæddra bifreiðastjóra, þegar gestina bar að garði. Svo sem venja er á dans leikjum í „fasching“, „opnaði“ vel æfð sveit ungmenna sam- komuna, en þá sveit skipa dæt ur sendiherra og stjórnmála- leiðtoga og annarra stórmenna. og bera þær „debutanta“-kór ónu, sem í fyrsta skipfi sækja óperudansleik. En auk þess dansaði ballett Vínaróperunn- ar Vínarvals, og er ekki ofsög- um sagt, að það geri engir bet ur. Dansleiknum var sjónvarp- að um alla Evrópu, og nokkrir útvaldir gátu þó fylgst með hon um berutri augum eða í leik: húskíki, en það voru dansges't ir „litla óperuballsins“, sem haldið er á efstu svölum óper- unnar. Þar nægja hálfsíðir kvöldkjólar og smókingar . . , JÁ, MIKIL var viðhöfnin, og mikið um þennan atburð rætt. A.m.k. nreðal Austurríkis- manna. Það var nokkuð annars eðlis, sem helzt bar á góma meðal íslendinga hér þá dag- ana, og er enn aðalumræðu- efni þeirra og vandamál, eins og sennilega í öllum náms- mannanýlendum öðrum. En það er spurningin: Hvernig eigum við að geta haldið áfram námi, eftir aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum? Vín, 21. marz 1960. S.U. Vínaróperan / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f . ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) r) ) '• ) i) ) ) h) 'V ) '7 ) ) ) ' ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.