Tíminn - 02.04.1960, Síða 11

Tíminn - 02.04.1960, Síða 11
T1M IN N, laugardaglnn 2. apríl 1960. 11 Upp í sveit meö DISKÖ í R-5584 DISKÓ-kvintettinn er ný hljóm sveit, sem nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir, — og , ekki að ástæðulausu, því hljóm- sveitin er ljómandi góð. Okkur lék hugur á að kynnast henni og leik hennar svolítið, og tókum við okkur því far með strákunum austur að Laugarvatni um sein- .ustu heígi. í hópinn slógust svo nokkrar ungar stúlkur, en rúm • var nóg, þar sem heill langferða- bíll var annars vegar, R-5584, gömul en góð „kerra“. Mikið var raulað á leiðinni, og allir kátir og fjörugir, eins og vera ber í svona ferðalögum. ■ Að vísu var rigning, og þar að auki mjög tekið að dimma, en . það var kannski bara skemmti- legra, að minnsta kosti lét eng- inn það neitt á sig fá. Ætlunin var að Diskó-kvintett- inn spilaði á árshátíð Héraðs- skólans á Laugarvatni, en eins og nafnið bendir til, er hún haldin árlega, og er þá mikið um dýrðir, ýmis skemmtiatriði, .svo sem gítarsöngur og fleira, en síð- an dansað fram á rauða nótt. Nokkuð var liðið á kvöldið, er við . ókum í hlað. Skólastjórinn tók á - móti okkur, og við ræddum við hann stundarkorn. Hann heitir Benedikt Sigvaldason, og er þetta fyrsti veturinn hans sem skólastjóri þarna. Hann var ánægður með skemmtunina, og kvað ágóðann af henni renna í ferðasjóð þrðja bekkjar skólans. Skemmtiatriðunum var nú lok- ið, og Diskó-kvintettinn byrjaði að spila af fullum krafti. Salur- inn, sem er frekar stór og rúm- góður, var þétt skipaður ungu fólki, sem þegar dreif sig í dans- inn, og klappaði hljómsveitinni óspart lof í lófa, sérstaklega söngvurUnum, Haraldi G. Har- alds og Bertnam Möller, sem ■sungu öll nýjustu lögin, sérlega skemmtilega útsett og áheyrileg. Og tíminn leið óðfluga hjá, fyrr en varði var klukkan orðin fjögur, annars eru böll yfirleitt ekki höffj svo lengi, nema við sérstök tækifæri eins og t. d. í þetta sinn. Ekki bar þó mikið á þreytu hjá krökkunum, en ein- staka ungmey sást þó geispa svo lítið bæri á. Greinilegt var samt, að flestir hefðu viljað dansa miklu lengur, en nú var ekki lengur til setunnar boðið, og hljómsveitin fór að taka sarnan föggur sínar. Texti vlkunnar BANJÓ - DRENGURINN (Lag: Banjo boy — textíi Völundur) Ég veit að þið þekkið öll þennan banjó-dreng, banjó-dreng, banjó-dreng. Því hann leikur svo vel á sinn litla streng, litla banjó-streng. Og allir kraklíar eru hrifnir, og þeir hlusta kátir á, þegar hljómar líða banjóinu frá. Ég veit að þið elskið öll þennan banjó-dreng, banjó-dreng, banjó-dreng. Því hann leikur svo vel á sinn litla streng, litla banjó-streng. Við vorum ánægéir með kynni okkar af Diskó-kvintettinum, hann hefur greinilega æft mikið, og þótt hann sé nýr, og hljóm- sveitarmenn séu enn í skóla, próflestri og öðru slíku, er hann vafalaust í flokki beztu hljóm- sveita bæjarins, og söngvararnir báðir fyrsta flokks, fjörugir og skemmtilegir á sviði. Við notuðum tímann á heim- leiðinni til að, rabba svolítð við aðalsöngvara hljómsveitarinnar, Harald G. Haralds: — Hvenær byrjaðir þú að syngja opinberlega, Harald? — Ég söng fyrst með hljóm- sveit fyrir tveimur árum, var þá 14 ára, og seinna í Gúttó með Skafta Ólafssyni. Síðar um vorið var ég með Gunnari Ormslev á hljómleikum í Austurbæjarbíói. Eftir það gerði ég hlé á söngnum, þar til nú eftir seinustu jól, að ég byrjaði með Diskó. — Hvaða lög syngurðu helzt þessa dagana? — Lonely blueboy, Danny boy, Lucky devil, Way down younder og mörg fleiri vinsæl lög, sem mikið eru leikin í Ríkisútvarpinu og í Keflavík. — Uppáhaldssöngvarar? — Af þeim íslenzku held ég einna mest upp á Ellý Vilhjálms S Ö N G-V A R l'N-N- B O B B Y D A R I N er stundum ósnyrtilegur Haraldur G. Haralds. og Ragnar Bjarnason. En af amerísku söngvurunum finnst mér skemmtilegastir þeir: Elvis Presley, Lloyd Price, Conway Twitly og Fats Domino, — og jazz-söngkonan Ella Fitzgerald. — Fellur þér betur að syngja íslenzka eða ameríska texta? — Það er nú misjafnt, en mér finnst amerískir textar yfirleitt vera betur sniðnir eftir lögun- um, og svo eru þeir líka þekktari. Þá má segja að lítið fyrirfinnist af nýjum, íslenzkum textum við vinsælustu lögin. — Ert þú ekki í skóla? — Jú. ég er í landsprófinu, og fellur það alveg ngætlega. . Við vonum að Harald standi sig ems vel : prófunum eins og hann gerir á sviðinu, og þökk- um Diskó-kvintettinum fyrir skemmtilega ferð — og hljómlist. sem ætti að vera frambærileg hvar sem er. B. Margir hafa beðið okkur að segja svolítið frá Bobby Darin. Hann er um tvítugt, 177 ém á hæð og veg- ur 70 kg. Hann reykir, en er á móti áfengi. Hvað mataræði snertir er hann mjög nægjusam- ur og er nokkurn veginn sama um hvað hann lætur oní sig. Grænt ku vera uppáhaldslitur hans. Honum geðjast vel bæði að jazz og „æðri“ tónlist og leikur hvort tveggja jöfnum höndum á píanóið sitt. Bobby hefur gert samning við Paramount um leik í kvikmyndum á vegum félgasins, og segist fremur vilja leika en syngja. Af kvikmyndastjörnum dáir hann mest Sinátra, Brando, Joan Crawford og Anna Mang- ani, en af söngvurum þau Frank Sinaxtra og Peggi Lee. Boby seg- ist hafa sungið alveg síðan hann man fyrst eftir sér, og alltaf hafa haft mikla ánægju af að syngja. Hann segir að ánægjulegasta at- vikið í lífi sinu hafi verið þegar Sammy Davis jr. hringdi til hans eftir sýningu og þakkaði honum innilega fyrir góða skemmtun, en sorglegasti atburðurinn í lífi Bobbys var þegar móðir hans dó. Bobby Darin er ekki hið rétta nafn hans: skírnarnafnið er Wal- don Robert Cassotto. Bobby, eins og við munum þó eftir sem áður kalla hann, segir að sú gjöf, sem mest hafi glatt sig um dagana, sé taktstokkur, sem hann fékk í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Hann segist elska Hollywood, og vilja dvelja þar langdvölum, en geðjast einnig að New York, en hingað til hefur hann aðallega búið í Cast Bronx og Manhattan Þá hefur Bobby einnig látið það uppi, að hann sé stundum ósnyrti lega til fara, en kveðst reyna að vera það ekki Uppáhalds tóm- stundaiðkanir hans eru golf, sund, siglingar og veiðar. Hann kann að búa til mat, og segir þnð stundum koma í góðar Geta má þess, að hann á bíl; þó aðeins einn. Hann segist vel geta hugsað sér að fara út með aðdá- endum sínum, ef það séu stúlkur að hans smekk, og er hrifnastur, 'a. m. k. yfirleitt, af jafnöldrum sínum. Hann fær mörg þúsund bréf á viku, og reynir að svara eins mörgum þeirra og hann get- ur, og að lokum skulum við klykkja út með því að hann yrði ábyggilega glaður, ef hann fengi bréf frá íslenzkum aðdáendum sínum. Heimilisfang hans er: Bobby Darin, 101 West 55th Street, New York 19 NY Tíu vinsælustu lögin á íslandi 1. Einu sinni á ágústkveldi. 2. Við gefumst aldrei upp. 3. Komdu niður. 4. Oft er fjör í Eeyjum. 5. Einsi kaldi úr Eyjunum. 1. Running bear. 2. Turn mee loose. 3. Be my guest. 4. Banjo boy. 5. Summerset. FIMM VINSÆLUSTU LÖGIN f BANDARÍKJUNUM: 1. Teen angel. 2. Handy man. 3. Summerset. 4. Where or when. 5. Theme from a summer place.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.