Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, fimmtudagintt 14. apcfl Jón Pétursson 10,08 í þríst. án atr. Frá innanfélagsmóti K. R. Jón Pétursson er hér í Þrístökki án atrennu. í þetfa skipti stökk hann 9.90. Lokaumferðirmar í bikar- keppninni voru spilaðar í Tígultvístinum um síðustu helgi. Þetta er útsláttar- keppni, og tóku upphaflega 26 sveitir, víðsvegar að af land- inu, þátt í henni, en nú spil- uðu 4 sveitir til úrslita: Sveit Einars Arnasonar, Reykjavík. Sveit Einars Þorfinnssonar, Reykjavík. Sveit Halls Símonarsonar, Reykjavík, og Sveit Mikaels Jónssonar, Akureyri. í undanrás kepptu fyrst sveitir Einar Ámasonar og Halls Símonarsonar, en sveit Halls vann með 110 stigum á móti 65, og sveit Einars Þor finnssonar við sveit Mikaels Jónssonar, og vann sveit Ein ars með 123 stigum á móti 60. Þá kepptu sveitir Einars Þorfinnssonar og Halls Sím onarsonar um 1. sætið, og voru spiluð 96 spil. Sveit Ein ars sigraði með 146 stigum á móti 54 stigum. í keppninni um 3. og 4. sæti vann sveit Einars Árnasonar sveit Mikaels Jónssonar með 120 stigum móti 54, og voru spiluð 64 spil. Bikar sá, sem keppt var um, er farandbikar, sem gefinn var af Stefáni Óla Stefánssyni, Akureyri, og er þetta í fyrsta sinn, sem um um bikarinn er keppt. í sveit sigurvegaranna eru, auk Einars Þorfinnssonar: Gunnar Guðmundsson. Lár- us Karlsson, Kristinn Berg- þórsson og Örn Guðmunds- son. Á innanfélagsmóti KR um síSustu helgi bætti Jón Pét- ursson KR íslandsmef Vil- hjálms Einarssonar í þrístökki án atrennu úr 10,03 í 10,08 m. Jón reyndi einnig við tvo metrana í hástökki, en mis- tókst að þessu sinni. Segja má um Jón!i að hann sé í stöþugri framför, ekki eingöngu í ánatrennustökk-! unum, svo og í aðalgrein hans hástökkinu. Um daginn bætti hann íslendsmetið í hástökki innanhúss, með 1,98 m. Nokkr um dögum seinna urðu það svo 2,02 m. á æfingu og er það hæsta stökk íslendings. Það síðasta skeði svo um síðustu helgi, þá átti Jón | mjög jöfn og góð stökk í þrí stökki án atr., 9,89—10,00— 9,99—10,02—10,08 og ógilt. í öðru sæti varð Brynjar Jensson 9,14 m. Auk þess var keppt í hástökki með atr. og Jón P. sigraði þar einnig með 1,90 m. og Jón Þ. Ólafsson ÍR varð annar með 1,80 m. Jón' Vegna þess að ekki var rúm varp, um daginn, gab þessi Þ. ól. sigraði svo í 'langstökki a síðunni þegar spjallað var mynd ekki þirzt þá. Nú hafa án atr. með 3,07 m. I við Gunnar Husebý um kúlu nV afrek náðst i U.S.A., ' og segja má að orð Gunnars, þar sem hann spáir þvi að O’Brien fari að láta til sín heyra, hafi rœtzt. Á fyrsta rriótix sem hann tók þátt í komst hann fram úr hinu við urkennda heimsmeti sinu, 19,25 m. með því að kasta 19,33 m. Dallas Long gerði þó enn betur, lengdi sig um 10 cm. frá þvi áður, og kastaði 19,77 m. Þannig standa þá málin í dag. Hvað skeður á morgun? Eitt stærsta augnabiik í íslenzkri íþróttasögu: Gunnar stendur á palli slgurvegara á EM-mótinu í Brussel 1950; verið er aS leika þjóðsönginn og draga íslenzka fánann að hún. Cordiali, Ítalíu, varð nr. 2 og Grigolka, Rússlandi, nr. 3. Enn frá kúluvarpi Heimsmeistarakeppnin Úr dagbók atSsto'ðarmaims Aðalbaráttan í einvíginu Bot-| vinnik — Tal fer að mestu leyti fram hjá athygli fjöldans. Margir taka ekki eftir því, að þessir tveir miklu persónuleikar líta á skákina frá tveimur ólíkum — algjörlega1 andstæðum sjónarmiðum. Nýlega hafði Botvinnik orð á því í ræðu, sem hann hélt á minningarkvöldi Capablanca hefði verið algerlega mótfallinn allri æfintýramennsku- í skákinni. Þar sem minningar- kvöld þetta var haldið skömmu fyrir einvígi þeirra Botvinniks og Tals, litu ýmsir svo á, að með þess- um orðum hefði Botvinnik kastaðl steini í garð Tals. Það er og ,svo, j að þessi „skoðanabarátta" hefuri gengið eins og rauður þráður í| gegnum hverja skák einvígisins til þessa. Botvinnik gerir allt sem hann getur til þess að baráttan fái á sig rólegt yfirbragð hægfara stöðubaráttu, á meðan Tal .stiklar á barmi glötunar og reynir sem fast ast að neyða Botvinnik út í flækj- ur, sem ekki falla heimsmeistaran-1 um í geð. Fram að þessu hefur það | verið Tal, sem hefur náð fram vilja sínum — Botvinnik situr í tímaþröng við hverja skák, og Tal1 hefur líka náð forystunni í einvíg-j inu. I í áttundu skákinni tókst Tal enn einu sinni að flækja hinn volduga andstæðing sinn út í stöðu, semj virtist vonlaus, en þegar Tal átti kost á að koma með úrslitahöggið, ’ lék hann einum veikum leik, og þegar lokið var hinni gagnkvæmu tímaþröng, kom í ljós, að staða heimsmeistarans var unnin. Þannig tefldist áttunda skákin: Hví'tt: Botvinnik — Svart: Tal. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4.1 d5 exd5 5. cxd5 g6 Þessi leikjaröð er ný af nálinni. Venjulega er hér leikið 5. —d6, en þá getur skák af biskupi á b5 eða drottningu á a4 valdið óþægindum í sumum afbrigðum. 6. Rc3 Bg7 7. Bg5 0—0 8. e3 He8 9. Rd2 d6 10. Be2 a6 11. a4 Rbd7 12. 0—0 Dc7 13. Dc2 Rb6 Tal byrjar nú að „grugga vatnið“ — Raunverulega leiðir þetta til tímataps og peðsfórnar- 14. Bf3 Það er áberandi, hvemig heims- meistarinn forðast flækjur. Hér var hægt að leika 14. e4 Rfxd5 15. exd5 Bxc3 16. Dxc3 Hxe2 17. Bh6 f5 o. s. f. 14. — c4 Djarfleg peðsfórn. Afleiðingarn- ar eru að sjálfsögðu ófyrirsjáan- legar. 15. Bxf6 Bxf6 16. a5 Rd7 17. Rce4 Be5 18. Dvc4 Dd8 19. Da2 f5 20. Rc3 g5!? Uphafið að tvíeggjaðri áætlun. 21. Rc4 g4 22. Be2 Df6 23. Ra4 Kh8 Undirbýr að leika við tækifæri Hg8—g6 24. g3 h5 25. f4 Tal álítur, að sterkara hefði verið 25. f3, og hefði þá framhaldið get- að orðið 25. — h4 26. fxg4 hxg3 27. Hxf5 Dg6 28. hxg3 Rf6, með flóknu tafli. 25. — Bd4 26. Da3 Hb8 27. Rab6 Nokkru betra var 27.Hadl, en heimsmeistarinn var hér í mikilli tímaþröng. 72. — h4 28. Hadl Bxb6 29. axb6 Rc5 30. gxh4 Bd7 31. Dc3 Nauð'synlegt er að skipta upp á drottningum, að öðrum kosti leik- ur svartur við tækifæri Dxh4 og nær kóngssókn. 31. — Dxc3 32. bxc3 Bb5 33. Hfel Re4 34. Hdcl Hbc8?? (Eramhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.