Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 2
T í MIN N, fimmtudaginn 14. aprfl 1960. Selfangarinn iaus úr ísnum ísafirði. 12. apríl. — Fjögur! norsk selveiðiskip komu hing að í dag og segja mjög vont veður út af Vestfjörðum. Afli þeirra var frá 1000 til 2.600 selir á skip. Selfangarinn Maiblamsten, sem sagt var frá í blaðinu nú fyrir skömmu, er nú laust úr ísnum, en vél skipsins er bil- uð og hjálparskipið Salvador er á leið með það til lands í togi. — í fréttinni um dag- inn var misprentað að Eskimo hefði fengið 17 seli — átti auð vtað að vera 1700. — Hér er nú gott veður — sól og blíða. G.S. Málarameistara- félagið Aðalfundur Málarameist- arafélags Reykjavikur var haldinn 29. marz s.l. Formað- ur félagsins Jón E. Ágústs- son flutti skýrslu stjórnar- innar frá liðnu starfsári. Starfsemi félagsins var mjög fjölþætt á árinu. Eins og undanfarin ár gaf félagið út tímaritið Málar- ann, sem lytur mjög fjöl- breytt og læsilegt efni varð- andi málarastéttina- Rit- stjóri Málarans er Jökull Pétursson. 3þúsundtunnur harpaðar á dag Feríaskrifstofa ríkisins gekkst fyrir námskeiði fyrir fararstjóra innanlands Fyrirtækið Ægisandur h.f.' bauð nýlega fréttamönnum og fleiri gestum að skoða fram- kvæmdir sínar í Hraunsvík, en þar hefur fyrirtækið starf- rækt í ár sand- og malar- vinnslu. Nýlega tók fyrirtækið í notkun nýjar hörpur og sand- og steypuefnisgeyma, sem auðvelda að mun alla afgreiðslu efnisins héðan í frá. Efnið er tekið úr fjörunni með jarðýtu og „scraper“ og flutt upp að sand-sílóun- um og er þar skilið í þrjár stærðir, steypusand, loftamöl og veggjamöl. Þrjú þúsund tunnur eru harpaðar á dag. Sílóin taka um þrettán hundr uð tunnur. Slgurður Pálsson, bygging- armeistari, segist hafa notað efnið með allt að helmingi minni sementsnotkun en venjulegt er með góðum ár- angri. Byggingarverkfr. Hafnar- fjarðar sagði, að hversu löng sem flutningaleiðin væri, borgaði sig að ná í þetta efni. Og luku fleiri lofsorði á efn- ið. Byggingu sílóanna önnuð- ust Sveinn Guðmundsson tré smiðameistari og Pétur Árna son, múrarameistari, eftir teikningu Stefáns Ólafssonar byggingaverkfræðings. Framkvæmdastjórar fyrir- tækisins eru Friðþjófur Karls son og Kristján Ómar Kristj ánsson. Um 100 manns á nám- skeiði íararstjóra Ægisandur h.f. tekur í notkun nýjar sand- hörpur — Á tímabilinu frá 21. janúar s.l. til 17. marz var haldið nám skeið fyrir fararstjóra á veg- um Ferðaskrifstofu ríkisins og var Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur forstöðumaður nám skeiðsins. Kennsla fór fram í fyrMestrum og enn fremur voru sýndar kvikmyndir og skuggamyndir, söfn skoðuð og farið í kynnisferð um bæ- inn og nágrennið. Fyrirlestrar Eftirtaldir menn fluttu fyrirlestra og önnuðust fræðslu á námskeiðinu, auk Björns Þorsteinssonar: Krist- Laugaveg 59 AIls konar karlmannafatn- aður. — Afgreiðum föt eftir máli eða eftir núm- erj með stuttum fyrirvara. Elltíma Látió Perlu létta störfin! ■ 'v .. ékkert gleppur ótiebfc í gego.! Helgitónleikar með tónsmíðum og raddsetmngum HALLGRÍMS HELGASONAR fara fram í Laugarneskirkju 2. páskadag, 18. apríl kl. 9. — Flytjendur eru: Alþýðukórinn, SVÍR Páll Kr. Pálsson; orgelleikur dr. Hallgrímur Helgason, kórstjórn og fiðluleikur séra Garðar Svavarsson, ritnmgarlestui og bæn Aðgangur er öllum heimill, en við útgöngu gefst tónleikagestum kostur á að gefa í sjóð til hljóð- færakaupa fyrir kórinn. Málverkasýning ÞORLÁKUR R. HALDORSEN opnar málverkasýn- ingu í Bogasal Þjóðminjasafnsíns í dag (skírdag) kl. 6. — Verður sýningin opin daglega kl. 2—10. Hjúkrunarkona óskast í Sjúkrahús Hvítabandsins frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur •V.V»V.V»V»‘V»V»V»V»V»->.»V»‘VV»V»V»V»' ján Eldjárn þjóðmlnjavörð- ur, Lárus Sigurbjörnsson safn vörður, Finnur Guðmundis- son, fuglafræðingur, Guðm. Kjartansson, jarðfræðingur, Björn Th. Björnsson listfræð ingur, Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, Guðmundur Þorláksson, kennari, Ingólfur Daviðsson grasafræðingur og Þórh. Vilmundarson mennta- skólakennari. Enn fremur fór Gísli Guð- mundsson með þátttakendur í kynnis- og fræðsluferð um Reykjavík, nágrenni og Suð- urnes. Námskeiðið sóttu að jafn- aði nær 100 manns. Að lokum fluttu 25 þátttakendur leiðar lýsingu á ýmsum málum. Þing og mót Mikið verður um ýmis kon ar þing og mót hér á landi í sumar. Hér má nefna land- fræðingaþing, hjúkrunar- kvennaþing, lögfræðingamót og auk þess munu starfsmenn tryggingastofnana halda hér þing. Þrjú skemmtiferðaskip munu koma hingað frá Banda ríkjunum og 2 frá Evrópu. Fræðskkvöld Garðyrkjufélags fslands Garðyrkjufélag íslands efn ir til nokkurra fræðslukvölda um garðyrkjumál í þessum mánuði. Fundirnir fara allir fram í Inðnskólanum á Skóla vörðuholti og hefjast klukkan 20,30. — Fyrsta fræðslukvöld- ið var 11. apríl, en hin verða 20., 23. og 27. apríl. Á mánudagskvöld talaði Aage Foged um blómaskreyt ingar. Annað fræðslukvöldið verð ur miðvikudaginn 20. apríl. Þá ræða Kristmann Guð- mundsson og Gunnar Hannes son um skrúðgarða við heima hús. Á þriðja fræðslukvöldl, mánudaginn 25. apríl, fjalla Axel Magnússon og Hafliði Jónsson um grænmetisrækt- un, og á fjórða og síðasta kvöldinu að þessu sinni, mlð- vikudaginn 27. apríl, talar talar Niels Dungal um orki- deur og Seefeld Wolf um þlóm í listaverkum. Aðgangur að kvöldunum öll um eir ókeypis. Af fyrri reynslu er óhætt að fullyrða., að margir muni vilja færa sér í nyt þá fræðslu, sem fæs*- með þessum hætti, og er það vilji forráðamanna Garðyrkju félagsins, að áhugamenn um garðyrkju geti á kvöldum þessum fengið hagnýtar leið beiningar um áhueamál sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.