Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, fimmtudaginn 14. apríl 1960. Hann svaraði: , Guð ræður lífi kvenna, engu síður en karla.“ Hún brosti örlítið. „Mat Am- in, þarf ég að minna þig á, að skrifað stendur: „Sálir manna eru í eðli sínu ágjarn- ar, en ef þér eruð konum góð- ir og óttizt að gera á þeirra hluta, þá eru Guði vel kunn- ar gerðir yðar.“ Hann hló og skellti á lærið. „Þú sagðir þetta oft við mig þegar þú bjóst hér og vildir fá einhverju framgengt. Síð- an hef ég ekki heyrt þessa setningu." ,Það væri góðverk að leyfa konunum að fá brunn“, sagði Jean. Hann svaraði og hló enn: „Ég skal segja þér eitt, Si- Jean. Þegar konur girnast einhvern hlut eins ákaft og þær girnast þennan brunn, þá fá þær venjulega vilja sín- um framgengt. En þetta er mál, sem snertir allt þorpið og ég verð að ráðgast um það við bræður mína.“ Næsta morgun settust karl- mennirnir á ráðstefnu, sátu á hækjum sínum í skuggan- um við hrísgeymsluna. Eftir stutta stund sendu þeir eftir Jean og hún tyllti sér til hlið ar við þá, eins og konu sæm- ir. Þeir spurðu hana hvar brunnurinn ætti að vera og þvottaskálinn. Hún svaraði, að það væri allt í þeirra hendi, en það myndi vera þægilegt fyrir konurnar ef brunnurinn gæti verið á svæð inu framan við sölubúð Chai Sán, en þvottaskýlið þar vest- uraf í átt að húsi Ahmeds. Þeir risu á fætur og fóru að skoða staðinn og ræða hann frá öllum sjónarmiðum. Allar konur þorpsins stóðu umhverf is og horfðu á herra sína taka þessa miklu ákvörðun og þarna stóð Djeen og tal- aði við þá, næstum eins og hún væri þeirra jafni. Jean rak ekki á eftir. Hún hafði búið í þessu þorpí í þrjú ár og vissi hve andleg starfsemi þeirra var hæggeng og hve varlega var tekið öll- um nýjungum. Það tók þá tvo daga að komast að þeirri niðurstöðu að brunnurinn gæti orðið þarfaþing og að reiði Guðs myndi ekki koma yfir höfuð þeirra, þó ráðizt yrði í þessar framkvæmdir. Það þarf sérstaka kunnáttu til brunngerðar og á allri ströndinni var aðeins ein fjölskylda, sem trúa mátti fyrir því og sú fjölskylda bjó um fimm mílur frá Kuantan. Mat Amin las skrifaranum | fyrir bréf, sem hann ritaði (með Jawiletri, og svo var það jpóstlagt í Kuala Rakit. Jean sendi eftir fimm sementspok- um til Kota Bahru og bjó sig undir að bíða nokkrar vikur, þar til skriður kæmist á málið. Hún dvaldi langdvölum á sjó með fiskimönnunum, eða lék við börnin í fjörunni. Hún kenndi þeim að byggja sandvirki og fara í leiki Hún synti mikið og vann eina viku á hrísökrunum um uppsker- una. Svo lengi var hún búin að búa hjá þessu fólki, að hún æðraðist ekki, þó tíminn 1 ang. Heimili okkar er þar, en við íerðumst mikið.“ j Hún þagnaði stundarkorn og sagði svo: .Manstu eftir japanska yfirmanninum, sem var fyrstu stríðsárin í Kuant- ang, Sugamo kapteini?" „Vissulega", anzaði gamli maðurinn. „Hann var mjög vondur maður, við urðum fegin þegar hann fór. Ichino kapteinn, sem kom á eftir honum var betri.“ Jean varð hissa að hann virtíst ekki vita, að Sugamo Framhaldssaga 1 og börðu hann í hel.“ „Ég man eftir því“, anzaði gamli maðurinn. , Hann var á sjúkrahúsinu í Kuantan." Jean glápti á hann: „Hve- nær var hann á sjúkrahúsi, gamli maður? Hann dó.“ „Kannski þeir hafi verið tveir“. Hann kallaði niður í brunninn til Yacobs. „Manstu eftir enska hermanninum, sem var krossfestur og lam- inn í Kuantan fyrsta stríðs- árið? Enska frúin þekkti hann. Segðu okkur, dó mað- urinn?“ Hussein greip fram í. „Sá sem var laminn, var ástralsk ú’Jí f/evnl Síuífc; þætti ekki mikils virði. Þar að auki þurfti hún næði til að hugsa hvað gera skyldi, fyrst henni var ekki nauðsyn- legt að vinna fyrir sér fram- ar. Þrjár vikur beið hún iðju- laus og fann ekki til leiðinda. Brunngerðarmennirnir og sementið komu um svipað leyti. Það voru þrír feðgar, sem grafa áttu brunninn, grá- skeggjaður faðir, Suleiman gamli og synir hans Yakob og Hussein. Þeir tóku sér dag til að athuga brunnstæðið og þá varð að endurtaka öll rökin fyrir staðarvalinu en þegar þeir hófust handa, þá unnu þeir fljótt og vel. Þeir störf- uðu að greftrinum myrkranna á milli, einn var niðri í hol- unni, hinir tveir tóku við moldinni. Svo múruðu þeir brunninn ofanfrá og niður og settu jafnóðum stoðir und- ir hleðsluna. Suleiman gamli var þorp- inu hrein fréttalind. Hann hafði ferðazt fram og aftur um ströndina við brunngerð og því komið einhvern tíma í flest sjávarþorpin. íbúar Ku- ala Telang voru vanir að tylla sér kringum brunninn og horfa á hvernig verkinu mið- aði áfram, samtímis því sem þeir skröfuðu við gamla mann inn og spurðu frétta af frænd um og kunningjum í öðrum sveitum. Einn daginn sat Jean hjá honum og sagði þá: „Þú ert frá Kuantan?" „Frá Batu Sawah", svar- aði gamli maðurinn. „Það er 2ja tíma gangur frá Kuant- Sigríður Thorlacius þýddi 27. var dauður, hún hafði haldið, að herrétturinn hefði látið fara fram vitnaleiðslur í Ku- antang. Hún sagði því: ,Sug- amo kapteinn er dáinn. Hann var sendur að Burma-Slam járnbrautinni og framdi þar marga stríðsglæpi. Banda- menn tóku hahn til fanga, þegar stríðinu lauk, hann var ákærður fyrir morð og tekinn af lífi í Penang.“ „Ég er feginn að heyra það“, sagði gamli maðurinn, „þetta verð ég að segja son- um mínum.“ Hann kallaði fréttirnar niður í brunninn til þeirra, þeir spjölluðu um það litla stund og héldu svo áfram vinnu sinni. Jean spurði: „Gerði hann margt illt af sér í Kuantan?" Henni var einn glæpur hans of ferskur í minni til að hún gæti nefnt hann beinlínis. Suleiman svaraði: , Margir voru píndir.“ Hún kinkaði kolli. „Ég sá einn“. Hún varð að tala um þetta og það skipti engu máli hvað hún sagði við þennan gamla mann. „Þegar við vor- um veik og soltin, þá hjálp- aði okkur hermaður, sem var fangi. Japanarnir tóku hann og krossfestu hann, ráku nagla gegnum hendur hans ur, ekki enskur, Hann var laminn af því að hann stal hænsnum." „Alveg rétt“, sagði gamli maðurinn. „Hann stal svörtu hænsnunum. En dó hann eða lifði?“ Yacob kallaði neðan úr brunninum: „Sugamö kapt- einn lét aka hann niður um kvöldið, þeir kipptu nöglunum úr höndum 'hans. Hann lifði.“ 5. Júlíkvöldið í Kuanan 1942 kom sendimaður til Sugamo kapteins og sagði honum, að ! Ástraliumaðurinn væri enn með lífsmarki. Það þótti Sugamo furðulegt og þar sem I enn var hálftími til kvöld- ( verðar, tók hann sér skemmti göngu niður að íþróttasvæð- inu til að athuga fyrirbærið. Maðurinn hékk enn á hönd unum með andlitið að trjá- stofninum. Bakið var ein blóðstorka og storknaðir blóðtaumar lágu niður fæt- urna. Á jörðinni hafði mynd ast svört skorpa af blóði. Flugnamergð huldi næstum þvi líkamann og blóðstork- una. En maðurinn var greini lega lifandi. Þegar Sugamo gekk að honum, opnaði hann augun og horfði á hann með fullri rænu. Það er vafasamt að vest- rænir menn skilji nokkurn tíma Japani til fulls. Þegar Sugamo sá, að Ástralíumað- urinn þekkti hann, þó hann væri við dauðans dyr, þá hneigði hann sig fyrir þess- um sundurkramda líkama og sagði í fullri einlægni. — Get ég veitt yður eitthvað áður en þér deyið? Nautasmalinn svaraði skýr um rómi. — Gefðu mér einn hanann þinn og bjórflösku, skíthællinn þinn. Sugamo kapteinn stóð og starði á þessa mannveru sem negld var á tré og sá engin svipbrigði á honum. Svo sneri hann sér frá og fór .heim. Hann kallaði á þjón sinn og skipaði honum að sækja bjór flösku og glas, en bannaði honum að opna flöskuna. Þjónninn sagði, að það væri enginn bjór til. Suganio vissi það vel, en skipaði hon- um að fara í alla kinversku matstaðina í borginni og vita hvort hvergi fengist bjór- flaska í allri Kuantan. Klukku stund síðar kom maðurinn aftur. Sugamo sat í sömu skorðum og þegar hann fór. Skelfdur tilkynnti þjónninn, að enginn bjór væri til í borg inni. Þá var honum sagt að fara og varð hann harla feg- inn. í augum Sugamo kapteins var dauðinn hátíðleg athöfn. Hann hafði ávarpað Ástra- líumanninn af trúarlegum á- stæðum og fyrst í áheyrn manna sinna hafði hann boð izt til að uppfylla síðustu ósk hans, taldi hann sig persónu lega ábyrgan því. Hefði verið mögulegt að fá bjórflösku, hefði hann fórnað einum af svörtu hönunum sínum og sent hænsnakjöt og bjór til hins deyjandi manns, hefði jafnvel verið til með að færa honum það sjálfur. Með því hefði hann gefið undirmönn um sínum gott fordæmi i ridd aramennsku. Því miður reynd ist bjórflaskan ófáanleg og því ástæðulaust að fórna han anum, fyrst ekki var hægt að uppfylla til fullnustu ósk hins deyjandi manns. Þá gat hann ekki framkvæmt sinn þátt helgiathafnarinnar og þá var ekki hægt að leyfa Ástralíu- búanum að deyja, þar sem það hefði varpað rýrð á mann orð kapteinsins. ......$parið yður Wanp & .roiUi œaxgra. verzlana! OÓkUOðl í* tííttJM! -Austurstxðeti EIRÍKUR víðförli Töfra- sverðið 112 Með tárin í augunum beygir Er- win sig yfir hinn meðvitundarlausa föður sinn. — Vertu hér, Rolf. Ég ætla að sækja hjálp. Hundurinn leggst fyrir framan Eirík, sem liggur hreyfingarlaus í snjónum. Á meðan hleypur Erwin af stað til félaga sinna. Storminn hefur lægt, en það snjóar stöðugt, og snjórinn hefur máð út öll spor. Að lokum sér hann framundan mjóa reykjasúlu, og hjarta hans berst af gleði. En í sama bili stanzar hann og hlustar spenntur. Hann heyrði margar raddir, en það var hvorki ödd Orms eða Roriks eða hin djúpa bassarödd Halfra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.