Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1960, Blaðsíða 3
TÍMJN N, fimmtudaginn 14. apríl 1960. 3 BANDARISKA TILLAGAN FÉKK AÐEINS 43 ATKVÆÐI Þarf að fá 58 atkvæði til þess að ná samþykki í gær fór fram atkvæða- greiðsla í nefnd á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf um fram- komnar tillögur. „Atkvæði féllu þannig um aðaltillögur, sem lágu fyrir nefndinni, að tillaga Asíu- og Afríkuríkja um 12 mílna landhelgi var felld með 39:36, en 13 sátu hjá, en bræðingstillaga Banda- ríkjanna og Kanada var sam- þykkt með 43:33 atkv. en tólf sátu hjá. Tillaga íslands var samþykkt í nefndinni ’með 31 atkvæði gegn 11 en 46 ríki sátu hjá. í nefnd nægir einfaldur meirihluti til þess að tillaga sé samþykkt, en á sjálfri ráð- stefnunni, sem byrjar fundi sína á þriðjudaginn, þarf % hluta atkvæða til þess að til- laga nái samþykki. Bræðings- tillagan þarf því að bæta við sig 15 atkvæðum til þess að ná samþykki þar og virðast ekki neinar líkur til þess. Úrslitin í nefndinni hafa áreiðanlega orðið fylgismönnum hennar þar mikil vonbrigði, því að samkvæmt frásögn ,.The Tim- es“ á laugardaginn, þóttust Ingvar Gíslason formaður Framsóknarf. Akureyrar Aðalfundur Framsóknarfé- lags Akureyrar var haldinn s.l. þriðjuadg, 12. apríl, í Gildaskála Hótel KEA. Á fund inum gengu í félagið allmargir nýir fél'agar og hefur félaga- tala vaxið verulega síðast lið- ið ár. Fráfarandi stjórn var end- urkosin, en hana skipa: Ingv ar Gíslason, formaður; Arn- þór Þorsteinsson, varaform.; Guðmundur Blöndal gjaldk.; Richard Þórólfsson, ritari og Hallur Sigurbjörnsson með- stj órnandi. í blaðstjórn Dags var auk formanns kjörinn Guðmund- ur Guðlaugsson. Að lokum var kosið 12 manna fulltrúa ráð félagsins. Fundurinn ræddi sérstak- lega leiðir til aukinnar út- breiðslu Tímans og ríkti ein- hugur um að efla gengi blaðs ins að mun á Akureyri og var kjörinn sérstök nefnd til að vinna að útbreðslunni. — S.l. ár hefur kaupendatala blaðsins á Akureyri hækkað um rúmlega 100 og er tak- markið nú að fjölga kaupend u menn um a.m.k. þá tölu á þessu ári. þeir þá vera orðnir vissir um 55 atkv. með tillögunni, en hún fékk að þessu sinni aðeins 43 atkv. Eins og nú horfir, bendir því allt til þess, að engin nið- urstaða verði á ráðstefnunni. Áður en atkvæðagreiðslan hófst, tilkynntu fulltrúar Burma, að þeir hefðu dregið tillögu sína til baka, enda var hún í meginatriðum sam- hljóða tillögu Sovétríkjanna. Eins og áður segir, falla niður fundir á ráðstefnunni yfir hátíðarnar, en allsherjar- fundur ráðstefnunnar hefst á þriðjudaginn eftir páska, og er reiknað með. að hann standi fram á föstudag, en ráð stefnunni verður að ljúka í síðasta lagi á laugardag eða sunnudag, því að á mánudag hefst önnur ráðstefna á veg- um Sameinuðu þjóðanna í Þjóðahöllinni í Genf. Það er almennt talið að að- al áróðurmn hefjist á ráð- stefnunni eftir atkvæða- greiðsluna í nefnd og þá verði lagt ofurkapp á af báðum aðil- um að vinna einstök ríki, sem óvissa afstöðu hafa haft, á sitt hand. Dean aðalfulltrúi Bandaríkj- anna á ráðstefnunni lét þau orð falla eftir atkvæðagreiðsl- urnar í gær, að úrslitin væru mjög uppörvandi fyrir Banda- ríkjamenn og teldi hann nokkrar líkur á að tillagan næði % hluta atkvæða á ráð- stefnunni. Yfirlýsing Sungið djarft um holdlegar ástir Carmina Burana í Þjóftleikhúsinu 23. og 24 |j. m. Mjólkurbúshindurinn (Framh. af 1. síðu). ^ | í mjólkurflutninga fyrir allt svæði MBF. Var tilboðið frá 12 til 16% lægra en flutningsgjöld mjólkurbúsins eru nú, 12% lægra um sveitirnar og 16% lægra til Reykjavíkur. Því fylgdi þó það skammrif, að tilboðið átti að umreikna, ef ástæða þætti til, svo sem ef varahlutir. hækkuðu eða annar reksturskostn- aður yrði á einhvern hátt meiri en Landleiðir gerðu ráð fyrir. Stjórnin lagði fram frávísunartillögu við þessa tillögu, og var hún samþykkt með þremur mótatkvæðum. Helztu rök fyrir synjun tilboðsins voru þessi: Það er mjög ósennilegt, að hægt sé að bjóða betri þjónustu en félagið býður nú eftir 30 ára reynslu. Hætt er við því, að þegar hlutafélagið ætti allan bílaflotann yrði tregða á að teggja bíla og bílstjóra út í tvísýnt veður og illfæra vegi, svo sem nauðsynlegt er að gera og gert hefur verið, því allt stendur og fellur með því, að mjólkin komizt í tæka tíð til búsins. Það er aðalatriðið, og hætt við að það breyttist, ef hlufafé!rg, sem aðeins hugsaði um eigin hag, tæki við völdum. Ef svo til þess kæmi, að Landleiðir segðu upp samningum. sem ekki væri óhugsandi, er óvíst hvernig stæði á fyrir MBF að kaupa allan bílaflotann aftur og vafa- samt hverf ásigkomulag hans yrði þá. Landleiðir ætluðu sem sé að byrja á því að kaupa bílakost MBF, en það hefði kostað nokkrar milljónir, því bílarnir eru milli 30—40, allt saman nýlegir og stórir vagnar, meira að segja sumt tcnkbílar, sem eru miög dýrir. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna skipa nú: Egill Thorarensen, formaður, Sigurgrímur Jónsson, sr. Sveinbjörn Högnason, Eggert Ólafsson og Þorsteinn Sigurðsson. —s— Utaf forsíðugrein í Tíman um í dag, um frímerkjamálið óska ég að taka fram, að ekki er rétt farið með það sem ég er þar talinn hafa borið fyrir rétti. Einnig skal það tekið fram, að póst- og símamála- stjóra var ókunnugt um af- hendingu þessara frímerkja. Að öðru leyti er ekki ástæða til að ræða þetta mál, þar sem það nú fer til dóms. Þetta bið ég yður vinsam- legast að birta í næsta blaði Tímans. V'irðingarfyllst, Egill Sandholt. Málverkasýning Þorlákur B. Halldórsson hefur opnaS málverkasýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins og sýnir hann 28 olíumálverk og 12 teikningar. Myndirnar eru allar „nat- úralistískar", eða landslags- myndir af ýmsum stöðum, Sýningin verður opin frá kl. 2—10 í 10 daga. Nýr togari í dag er væntanlegur til Reykja- víkur hinn nýi togari Guðmundar Jörundssonar, útgerðarmanns „Narfi“ R.E. 13. Togarinn var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Nobiskrug G. m. b. H. í Redsburg i Vestur-Þýzkalandi og var afhent- ur eftir revnsluför s. 1. laugardag. r Ganghraði skipsins í reynsluför xeyndist 16 mílur. Skipið er mjög I iullkomið og búið öllum nýtízku | tækjum. Guðmundur Jörúndsson kc-mur sjálfur heim með skipinu. Skipstjóri ex Þorsteinn Auðuns- í son. Þjóðleikhússtjóri og dr. Ró- bert A. Ottóson ræddu við íréttamenn í gær um Carmina Burana, verk eftir þýzka tón- smiðinn Carl Orff, sem frum- flutt verður í Þjóðleikhúsinu laugardagínn 23. þ. m. Annar flutningur verður daginn eft- ir, sunnudag, en verkið verður aðeins flutt í tvö skipti. « Frumflutningur hefst kl. 8, en flutningur á sunnudag kl. 3 Nafnið Carmina Burana þýð ir Ijóð frá Bæjaralandi, en orðtextinn í þetta verk er tekinn úr handritum, sem fundust í klaustrinu Bene dictbeuren á 19. öld. Handrit þessi, afar merkileg, eru frá 13. öld, en þá ortu lærðir menn á latínu. Nokkuð af handritunum var þó skráð á fornfrönsku og fornþýzku, en það er aðeins minni hlutinn. Veraldlegt Tónskáldið valdi orðtexta úr þessum handritum, sem eru mjög veraldlegs eðlis. — Verður það sungið hér á frum málinu, en það er gert hvar vetna í heiminum, þar sem Carmina Burana eru flutt, en verkið hefur nú farið sigur- för um Evrópu og Bandaríkin. Sagði dr. Robert að gam- an væri að fá textann þýdd- ann til söngs, en kvaðst hræddur um, að siðferðis- vandlætarar myndu mót- mæla, þvj víða er skarpt og djarft kveðið um holdlegar ástir og þessa heims gæði. Ástin vex Verkið hefst með söng um örlagagyðjuna, drottning heims, sem hefur allt ráð mannanna í hendi sér, og end ar á sams konar söngv- um. Þess í milli er sung- ið um vorið, víndrykkj- una og ástina. Steiktur svan- ur liggjandi á fati syngur tenór í öðrum þætti og harm ar þar legu sína undir gín- andi tönnum þeirra, sem ætla að éta hann, sem eitt sinn synti á ánni. í þættinum um ástina ger ist það, að maður spyr hvað verði, þar sem tvö eru í klefa saman, og annar svarar, að þá vaxi ástin og jafnt fram úr miðju. Kór og hljóm sveit undirstrika þetta með stórmiklum tilþrifum. Þá er fluttur lofsöngur til Venusar, Ave Venus, en síð- ast lætur örlagakórinn til sín heyra. Söngfólk úr Þjóðleikhúss- kórnum og Fílharmóníu, um 70 manns, flytja þetta verk, og Sinfóníuhljómsveitin leik ur. Einsöngvarar eru Kristinn Hallsson, Þorsteinn Hannes- son og Þuríður Pálsdóttir og dr. Róbert A. Ottóson stjórn ar. Ýmis sjaldséð hljóðfæri verða tekin fram, m.a. hrossa brestur, en hann hefur enn ekki verið fenginn. Höfundurinn, Carl Orff, er talinn mjög athyglisvert nú- tímatónskáld. Þetta verk hans er eitt hið markverðasta frumstætt, hreinlegt og magn þrungið. Rekstur sendirátSa (Framh. af 1. síiiu). utanríkisþjónustuna innbyrð is, svo sem áður er að vikið. Hugmyndin er, að ríkin fimm sameinist um eitt sendiráð í hverju hinna Norðurland- anna. Þessi hugmynd mun oft hafa komið fram áður, en aldrei náð fram að ganga. Hitt atriðið varðar sam- starf um utanríkisþjónustu í hinum nýju ríkjum Afríku og Asíu. Þar skuli sá háttur á hafður, að ríkin sameinist um eitt sendiráð í viðkomandi ríki og skuli það Norðurlanda ríkið, sem kostnaðinn ber af sendiráðinu, jafnframt skipa sendiherra þann, sem þar gegnir störfum. — Aðils.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.