Tíminn - 28.04.1960, Page 8

Tíminn - 28.04.1960, Page 8
8 T í M I N N, finuntudaginn 28. apríl £860. ★ Jóhannes Helgi hefur ritað eftirfarandi i grein fyrir Tímann um Jón Engilberts listmálara ★ Ég biðst undan þvi verk- efni að reyna að lýsa list og verkum málarans, þau eru nefnilega fyrir augun en ekki eyrun, og verður ekki lýst með orðum frekar en ljóði, stílblæ þess og hljómi, með teikningu. Lýs ingar á breidd og dýpt pensilfara og annar álíka uppbyggiliegur fróðleikur virðist mér heyra undir „listfræðingana" — og Blindravinafélagið. En ég mun reyna að gera í stórum dráttum grein fyr ir manninum, uppruna hans og ævi. I. Hann er stór og sterkur eins og björn, hárið hvítt eins og bjarnarins, en aug- un kolsvört og bráðlifandi. Þegar ásýnd hans, hvítan hökutoppinn og rjóða vanga, ber við grænt tún eða trjálaufin og blómskrúð iö í Múiakoti, minnir hann mjög á postula, en sú postul lega mynd fölnar að sama við sig þrátt fyrir frægð og langvinna viðkynningu viö stórmenni. í viðmóti gerir málarinn engan greinar- mun á forstjóra og sendi- sveini; drukknum sjómanni heilsar hann og kveður með sömu virktum. Sagan segir að hann hafi drukkið það magn af koníaki sem dygði til að fleyta togara — af minni gerðinni, býst ég við, en ekki kann ég tölu á þeim konum sem hann hefur glatt með anda sín- um og þrótti um dagana. II. Svo sem að líkum lætur er persónuleiki, sem sam- einar með svo skemmtileg- um hætti, það sem hæst ber í evrópskri menningu og merg þeirrar íslenzku, kominn af íslenzkum aðli. í aðra ættina, ég veit ekki hvora, er hann kominn af Bergsætt eins og Ragnar í Smára. Sú staðreynd stend ur óhögguð, þótt málarinn hafi sagt sig úr ættinni Jón Engilberts ásamt konu sinni og dætrum. „En málarinn, hvar er hann. Hann er alls staðar, hann fyllir út í húsið með raust sinni og anda og gengur á koparslegnum klossum, svo að undir fekur í steinveggjunum alla leið uppá hanabjálka." skapi sem nær er komið; svo lifandi eru augun. Þá sézt áð maðurinn er stál- sleginn til sálarinnar, enda guðlaus eins og ljónið. Máðurinn hefur verið sakaður um óþjóðlega glæsi mennsku, og er það hittin líking. Raustin er breið og hljómmikil, svo hljómmik- il, að Ragnar í Smára, sem á það til að taka stórt upp í sig á friðlausum jeppa- akstri sínum um byggðina, segir að raddstyrkurinn gæti knúið tíu túrbínur. Eg þekki ekki það verkfæri, túrbínuna, en hitt veit ég, að höfðingsbraigur málar- ans, samfara viðræðuhæfni sem einkennist af stráks- legum gáska og viðsjálum hryssingi heimsmannsins, hefur opnað honum leið að veizlusölum fyrirmanna og þjóðhöfðingja víðs vegar í Evrópu, og í þeim mæli hef ur hann hrifið þá með verk um sínum, svo grimmilega skemmt þeim undir borð- um — og síðast en ekki sízt — svo sterklega stutt suma háættaða væskla, að af- stöðnum næturiöneum svallveizlum, að hann á merkilegar orður til minja um þessi kynni. Ég hef ekki séð hann bera þetta glingur, en ég gæti trúað honum til að stinga þvj í rassvasann og geyma það síðan í verk- færakistlinum. Fimmtugur er máiarinn jafn opinskár, hrekklaus og glaðbeittur og fyrir rúmum 30 árum þeg ar hann hélt af stað út í þann stóra heim. Mann- hyggja hans er einnig söm jafnoft og einhver afspreng ur hennar hefur gert hon um gramt j geði, svo sem skúrkurinn Ragnar, sem á það til — svo sem títt er um fjörmikia fola sem of- þyngt er með himinháum byrðum — að rása í vestur þótt vegprestar venjulegra raka bendi ótvírætt í aust- ur. Þegar svo ber undir, seg ist málarinn verða svo vondur út í ættina, að hann snúi sér til veggjar og kjökri. Úrsögnin fylgir venjulega strax á eftir. Faðir málarans var Sigur- jón Grímsson, harðskeytt- ur karl og svo gagnorður, að til var tekið. Það var hann sem sagði þessa setn- ingu við mektarmanninn forðum, nýkominn frá fínu námi erlendis og gekk með lonjettur: Það fór nú góð- ur smiður forgöröum í þér, Steini minn, því að þú varst alltaf svo lélegur til munns- ins. Sigurjón var kjarnakarl enda alinn upp á því blóma skeiði íslenzkra kjmbóta, þegar unglingar voru svo aðþrengdir, að þeir gerðu hvorttveggja þegar þeir rákust á hreiður; átu bæði eggin og ungana. Þá tórði það sterka, hinu glumdi moldin. Móðir málarans, Birgitta Jónsdóttir, var um margt lík manni sínum, nema hennar heimur var allra góðra mæðra, heimil- ið og börnin og önnur ver- öld ekki til, en svarkur ef hún reiddist og sást þá ekki fyrir frekar en föðuramma málarans, Þuríður sú, sem

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.