Tíminn - 28.04.1960, Page 14

Tíminn - 28.04.1960, Page 14
14 T f MI N N, fimmtudaginn 28. apríl 1960. sinna þeim m&lum, sem ég hafði vanrækt um morgunin. Mér var margt í huga, auk viðskiptavinanna, sem komu til mín. Jean Paget varð að ráða það við sig sjálf, þegar hún hitti þenna pilt og hvort hún vildi giftast honum, en mér þótti ekki ósennilegt að hún gerði það. Hvort sem manni þótti það jafnræði eða ekki, þá varð því ekki neitað, að Joe Harman hafði marga mjög góða eiginleika. Hann virtist vera starfssam ur, og að frádregnu þessu eyðslukasti hans að ferðast um hálfan hnöttinn til að leita að stúlkunni, sem hann elskaði, þá var hann sparsam ur, að allar líkur voru til þess að hann kæmist vel áfram. Hann var tvímælalaust góð menni og yrði henni góður eiginmaður. Svo var önnur hlið á mál inu, sem var líka athyglis- verð. Hvo'rt sem Jean Paget vissi það sjálf eða ekki, þá á\ti hún Ástralíumann í ætt sinni. Hún hafði aldrei nefnt James Macfadden afa sinn við mig, sennilega lítið um hann hugsað. En þó var hin eiginlega uppspretta arfsins sem hún fékk, frá honum. Hann hafði greinilega efnast í Ástralíu, áður en hann kom heim til Englands, þar sem hann hálsbraut sig í kapp- reiðum. Mér datt 1 hug að gaman vær iað grenslast ögn eftir ævi James Macfadden. Skyldi hann líka hafa efnast á nautgriparækt í strjálbýl- inu? Skyldi hann hafa verið sams konar maður og Joe Harman? Eg sendi skrifstofustúlku eftir kassanum með Mac- fadden-skjölunum og þegar síðasti viðskiptavinurinn var farinn, fór ég að athuga þessi gömlu skjöl. Eina vís- bendingin, sem ég fann, var erfðaskrá James Macfadden, dagsett 18. september 1903, sem byrjaði svona. — Eg und irritaður, James Macfadden, eigandi Lowdale Manor, Kirk by Moorside, í Yorkshirehér aði og Halls Creek í Vestur- Ástralíu, ógildi hér með allar fyrri erfðaskrár, o.s.frv. Þá hafði ég enga hugmynd um Halls Creek, en ég skrif aði nafnið hjá mér til frek- ari athugunar. Annað var þar ekki að finna. Eg hringdi í Marcus Ferne hjá útvarpinu og spurði hvort hann gæti látið mig' hafa aðgöngumiða þegar út varpað yrði þættinum, sem Joe hafði nefnt. Eg varð að segja honum fyrir hvern það væri, því aðsóknin virtist vera mikil og hann stakk strax upp á því, að Harmanj kæmi fram í dagskránni „Staddur í borginni". Eg lof- aði að ræða það við Joe ogi Marcus lofaði að senda að- ^ göngumiðann. Næst hringdi ég í Sir Dennis gamla Framp ton, sem átti úrvals kúakyn á búgarði sínum j Taunton, sagði honum frá Joe, og gamli maðurinn bauð honum ast þú við stað, sem heltir Halls Creek? — Þar sem gullið var? Hjá Wyndham í Vestur-Ástralíu? — Það hlýtur að vera stað urinn, sagði ég. — Eru gull- j námur þar? — Eg held ekki, að neltt, sé unnið þar nú, sagði hann.1 — Þar fannst mikið gull rétt fyrir aldamótin, eins og í Queensland og á Ströndinni. j Eg hef aldrei komið til Halls j Creek, en ég hef alltaf hugs j að mér, að það væri svipaður Framhaldssaga útur um Midhurst og land- ið sem liggur að Carpentaria ( flóa, og sem hann kallaði j ströndina. Marcus Fernie gerði sér það ómak að hringja til mín næsta dag til að segja mér hve vel við talið hefði tekizt. — Eg vildi j óska, að við næðum í fleiri, náunga eins og hann. Það breytir öllu þegar sagt er frá staðreyndum. Á sunnudag fylgdi ég Joe í lest, sem fór til Taunton, svo hann gæti skoðað kýrn- ar hjá Sir Dennis. Þá fór að styttast í dvöl hans, því næsta föstudag féll skips- ^Öfí flevil £luitís strax að heimsækja sig. Eg kom heim um sjöleytið og var búinn að undirbúa, að við gætum borðað þar. Joe Harman var þar fyrir, var búinn að fara í banka og sækja farangur sinn á gisti húsið. Eg spurði hvort hann hefði funclið fæðngarstað föður síns í Hammersmith. — Jú, ég fann kofann, sagði hann. — Ætli ekki það. — Var heldur ófrýnilegt þar? Hann glotti. — Vægast sagt. Það eru til fátækra- hverfi í Ástralíu, en engin, sem líkjast þessu. Pabbi gamli var ekki svo galinn þegar hann fór til Queens- land úr þessu umhverfi. Eg bauð honum sherryglas en hann vildi heldur bjór. — Hvenær fór faðir þinn héðan? spurði ég. — Árið 1904 svaraði hann. — Hann fór til Curry til Cobb og félaga, sem starfræktu hestvagna í áætlunarferðum, áður en bílarnir komu. Hann hefur verið eitthvað fimmtán ára gamall þá. Hann barðist í fyrra stríðinu, var með Ástralíumönnum við Galli- poli. ' — Er hann dáinn? — Já, hann dó 1940, rétt eftir að ég fór í herinn. Hann hikaði. — Mamma lifir enn. Hún er hjá Alice systur minni í Curry. — Segðu mér eitt — kann Sigríður Thorlacius þýddi 34. staður og Croydon. Það fannst hellingur af gulli í Croydon, en sú dýrð stóð ekki nema í tíu ár. Þá var orðið svo djúpt á því, að það j borgaði sig ekki lengur að, , vinna það. Þá voru um þrjá-j j tíu þúsundmanns í Croydon,! j segja þeir. Nú eru þar tvö , hundruð. Eins var um Nor- ‘ mantown, Burketown og Willstown. Þetta voru allt gullgrafarshorgir fyrir eiga; tíð. — Hefurðu nokkurn tíma heyrt minnzt á mann, sem hét Macfadden, og var í Halls Creek? i Hann hristi höfuðið. — Nei, ég hef aldrei heyrt það nafn. Eg sagði honum að ég' fengi aðgöngumiða að útvarps- þættinum og að útvarpið vildi fá hann til að eiga við- tal í útvarp á laugardags- kvöld. Hann tók því létt og þegar þar að kom, þá hlust- aði ég á hann og fannst hann standa sig merkilega vel. Útvarpsmaðurinn spurði, hann skynsamlega og Har- man talaði í sex eða sjö mín i ferð um Nýja Sjáland til Ástralíu og mér tókst að fá ódýrt far handa honum með þeirri ferð. Á miðvikudag kom hann aftur, fullur áhuga á því, sem hann hafði séð. — Það eru engar beyglur, sem gamli maðurinn á, mað ur lifandi, sagði hann. — Eg lærði meira um kynbætur á þessum tveimur dögum, en ég hefði lært á tíu árum á Ströndinni. Auðvitað er ekki hægt að fara eins að á búi eins og Midhurst, en ég hef þó nóg um að hugsa. — Áttu við kynbætur á nautgripahjörðinni? — Við sinnum þeim yfir- leitt ekki á ströndinni, sagði hann. — Ekkert svipað því sem gert er hér í Englandi. Það eina, sem við gerum, er að við förum og skjótum lé- legustu tarfana, þegar við sjáum þá, svo að þeir skárstu verði eftir. En gaman væri að eiga heima svona úrvals hjörð, eins og er hjá gamla manninum. Svoleiðis gripi hef ég aldrei séð nema á sýn ingum. Eftir matinn spjallaði ég ögn við hann um ungfrú Paget. — Eg ætla að skrifa henni eftir einn eða tvo daga og gefa henni upp heim ilisfang þitt, sagði ég. — Eg veit að henni fellur illa að hafa ekki hitt þgi og ég býst við að þín bíði bréf frá henni heima á Midhurst. Já, ég er viss um það, því ég skrifa henni með flugpósti og hún sendir sitt bréf áreiðanlega lika flugleiðis. Það birti greinilega yfir honum við þessa tilhugsun. — Eg held ekki að ég skrifi henni héðan, sagði hann. — Fyrst þú skrifar henni, þá ætla ég að bíða og skrifa henni þegar ég heyri frá henni. Að sumu leyti er ég feginn, að ég skyldi ekki hitta hana hér. Þetta er lík lega okkur allt fyrir beztu. Það var komið að mér að segja, að hún væri í Ástra- líu, en hætti við það. Eg hafði skrlfað henni til Alice Springs daginn áður en Joe Harman kom til mín og bjóst við svarbréfi einhvern næstu daga, því hún var vön að skrifa mér vikulega. Ef nauð syn krefði, þá gat ég sent henni heimilisfang hans sím leiðis, svo að hún færi ekki frá Ástralíu án þess að hitta hann. En á þessu stigi máls ins sá ég ekki ástæðu til að gefa honum öll spilin á hendina. Tveimur dögum síðar kvaddi ég hann á bryggj- unni þar sem ég hafði kvatt Jean Paget nokkrum mánuð um áður. Þegar ég sneri mér við til að fara í land, sagði Joe dálítið rámur: — Þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig, herra Strac- han. Eg skrifa þér frá Mid- hurst. Og svo tók hann fast í hend ina á mér, að ég kveinkaði mér, þrátt fyrir áverkann, sem höndin hafði hlotið. — Ekkert að þakka, Joe Það bíður þín áreiðanlega bréf frá ungfrú Paget þeg- ar þú kemur heim — ef ekki meira. Eg sagði ekki síðustu setn inguna út í bláinn. í vasan- um var ég með bréf, sem ég hafði fengið frá henni þennan dag og það var stimplað í Willstown. ......epEunð yður Klanp á .roiili inaigra veralanöJ EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 119 — Við drepum ekki konungs- soninn strax, heldur Tsacha áfram. — Ef við geymum hann hér, getum við lokkað hann hing- að. Hann .starir undrandi á Chu Chandra, sem lítur undan hinu hvassa augnaráði hans. — Talaðu, þorparinn þinn!, hrópar hann og hristir Erwin ákaft. — Er við handtókum þig, fylgdir þú sporum föður þíns. Hvar er hann nú? — Ég neita að svara þér, Tsacha. Þú átt sök á þessu öllu saman. Þú stalst .... Hönd Tsacha læsist um munn drengsins og hindrar hann í því að halda áfram. Bor Khan rís á fætur. — í hvaða átt liggja sporin, Tsacha? Tsacha lítur á Chu Ohandra. — Þau liggja að tjaldbúðunum. — Finndu hann og komdu með hann, Tsacha. Laun þín munu verða mikil.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.