Tíminn - 17.06.1960, Blaðsíða 8
8
TÍM I flJJ, föstudagum g. Jáni lOgft.
„Fiskveiðilandhelgi
Islands i hnotskurn"
SíSasta áratuginn hefur
ekkert mál legið þjóðinni eins
á hjarta og landhelgismálið.
Allt frá því að samningi Dana
og Breta frá 1901 um land-
helgi íslands var sagt upp ár-
ið 1949 hefur um fátt verið
meira ritað og rætt í blöðum
og útvarpi en landhelgismál-
ið og er það eðlilegt, því að
þjóðin veit hve mikið hún á
undir því að eiga stóra land-
helgi. Henni er það ljóst, að
landhelgin er það svið, sem
þjóðin hefur til þess að gera
þær ráðstafanir, sem nauösyn
legar eru til að sporna við því
að fiskstofninn við landið
verði eyðilagður með öllu.
Þann 17. marz n. k. hefst í
Genf ráðstefna um landhelgis
mál og er því tímabært fyrir
þjóðina að ri'fja upp aðal-
atriðl sögu fiskveiðiland-
helginnar og gera sér grein
fyrir réttstöðu sinni í því máli.
Skal hér í mjög stórum drátt-
um reynt að gera þessu mikil-
væga máli nokkur skil.
Frá upphafi þjóðveldisins
og fram á 17. öld er ekki um
landhelgi að ræða við ísland
i nútlmaskilningi. íslendingar
bjuggu aleinir að fiskimiðun-
um umhverfis landið fyrri
helming þess tímabils, eða allt
tímabilið, sem ísland var sjálf
stætt lýðveldi. Óhætt mun
vera að fullyrða, að íslending-
ar hafi þá þegar talið fiski-
miðin í hafinu við landið sína
eign sbr. ákvæð í Grágás varð
andi almenninga. í bók sinni
„Kongens Strömme" kemst
Amold Ræstad að svipaðri nið
urstöðu. Hins vegar er þess að
gæta, að þessi hlið málsins
hafði aldrei hagnýta þýðingu
á þjóðveldistímanum, því eins
og fyrr segir bjuggu lands-
menn einir að fiskimiðum sín-
um og því ekki ástæða til fyr-
ir löggjafarsamkomu þjóðar-
innar að setja lög um veiðirétt
útlendra manna við ísland.
Síðar komst ísland undir er-
lend yfirráð, fyrst Noregskon-
unga en síðar Danakonunga,
en þjóðhöfðingjar þeir gerðu
tilkall til forræöis yfir Norð-
urhöfum óskiptum, allt frá
Noregi, um ísland og Færeyj-
ar, til Grænlands, svo að fyrst
í stað komu ekki til greina
nein krafa um sérstakt land-
helgisbelti. Þjóðhöfðingjar
þessir töldu sig geta fyrir-
munað öðrum þjóðum að
stunda fiskveiðar og verzlun
á því hafsvæði, eða selt leyfi
til þessara veiða gegn ákveðnu
gjaldi, og virðist svo sem
þjóðhöfðingjar annarra ríkja
hafi jafnan virt þennan rétt
þeirra. í umræðum, sem fram
fóru í London í apríl 1621,
urðu Bretar að viðurkenna að
þeir máttu ekki (samkv. samn
ingi konunganna Hinriks VII.
og Hans frá árinu 1490)
stunda neins konar fiskveiðar
við ísland án leyfis konungs.
Umræðum þessum lauk án
þess að samkomulag tækist,
en segja má að þeir Bretakon-
ungar, sem tóku við af Elísa-
oetu drottningu, en hún lézt
árið 1603, hafi fyrst í stað
reynt að sýna meiri skilning
og við það slakaði Kristján
Eríndi eftir dr. Gunnlaug Þórðarson
fjórði nokkuð á kröfum sínum
og takmarkaði bann við fisk-
veiðum útlendinga við ísland
við sjálft hafsvæðið umhverfis
landið. En eftir að umræddar
samningaumleitanir fóru út
um þúfur, má ætla, segir próf.
Arnold Ræstad, að Kristján
fjórði hafi gripið til róttækari
aðgerða gagnvart erlendum
fiskimöjinum, t. d. bannað
þeim að stunda veiðar nær
landi en í landsýn, þ. e. „sjón
hendingarvíðáttan". En nán-
ari upplýsingar vantar. Þann-
ig verður ekki slegið föstu, hve
mikil sú víðátta var, en telja
má víst, að ráðgjafar konungs
hafi fljótlega komizt að raun
um nauðsyn þess að hún yrði
afmörkuð og því hafi fyrsta
tilskipunin um bann gegn
fiskveiðum erlendra manna
verið sett, sennilega á árunum
1621 til 1631 og þá hafi verið
miðað við 8 vikur sjávar. Próf.
Ræstad og einnig Stefán Ries-
enfeld í bók sinni „Protection
of Coastal Fisheries under
International Law“, sem út
kom í Washington 1942, telja
sennilegt að þá hafi verið
miðað við norska viku sjávar,
án þess þó að gera nánar
grein fyrir því, á hverju þeir
byggi þessa skoðun sína. Með
því að á þeim tíma heyrðu ís-
lenzk málefni undir norska
ríkisráðið, mun óhætt að full-
yrða, að skoðun þessara fræði
manna sé á rökum reist, en
það vill segja, að fiskveiði-
landhelgi íslands hafi í fyrstu
verið 48 sjómílur.
Á tímabilinu frá 1631 til
1682 var 6 mílna víðátta aðal-
reglan um stærð landhelginn-
ar, þ. e. a. s. 36 sjómílna land-
helgi miðað við norskar vikur
sjávar, samanber það er fyrr
segir. En frá því ári 1682 fram
til 1859 var jafnan miðað við
4 vikur sjávar eða 16 sjómílur,
því þá er tvímælalaust miðað
við danskar sjómílur.
Að vísu var landhelgisgæzl-
unni með því landhelgisbelti
ekki alltaf framfylgt jafn-
einarðlega, en ljóst er, að er-
lend ríki mótmæltu aldrei
gildi tilskipana þeirra og laga
boða, er kváðu á um víðáttu
landhelginnar. Þó tók dönsk
freigáta árið 1740 sjö hollenzk
skip, sem voru að veiðum við
ísland innan fjögurra mílna
takmarksins, þ. e. innan 16
sjómílna frá landi. Sex skip-
anna voru gerð upptæk og
flutt til Kaupmannahafnar og
seld þar á uppboði.
Út af þessu atviki risu deil
ur með Dönum og Hollending-
um og fóru fram mjög mikil-
væg og athyglisverð bréfa-
skipti af því tilefni. í grein-
argerð tilsmanns Hollendinga,
J. C. Maureiusar sendiherra
frá 13. sept. 1740, er því hald-
ið fram, aö veiðar í hafi úti
séu öllum frjálsar, en hitt sé
viðurkennt fyrir kurteisis sak
ir, að landeigandi hafi einka-
afnot af hafinu undan strönd
um sínum. Hvað íslandi viö-
vék, hélt hann bví fram, að
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
konungur þess gæti neitað
Hollendingum að veiða á því
svæði, sem mannleg sjón dreg
ur, því tillitssemin sé í því
fólgin, að ekki sé veitt í aug-
sýn landseigandans. Hann seg
ir síðan, að þótt landeigandi
njóti nú verulegs hags af upp
fyndingu púðursins, þá haldi
hann, að ekki sé til nein fall-
byssa, sem dragi fjórar mílur.
sem sagt af Hollands hálfu
var skot-helgiskenningunni
haldið fram til afmörkunar
landhelginni.
Danska utanríkisráðuneytið
hélt hins vegar einarðlega
fram fjögurra mílna þ. e. 16
sjómílna víðáttu landhelginni
og vitnaði til ýmissa tilskip-
anna því til stuðnings og er
fróðlegt að lesa hinar dönsku
orðsendingar, en bréfaskipti
þessi fóru öll fram á frönsku.
í þeim kemur fram, að danska
utanríkisráðuneytið skírskot-
aði ekki aðeins til forns rétt-
ar, heldur einnig til efnahags-
legra ástæðna, til fróðleiks
skal hér birtur kafli úr bréfi
danska utanríkisráðuneytis-
ins, dags. 26. okt. 1741.
„Lega íslands er alkunn.
Hið kalda loftslag gefur jarð
yrkjumanninum ekkert svig-
rúm og íbúarnir hafa ekkert
að grípa til sér til lífsviður-
væris, nema fiskveiðarnar.
Þeir hafa eingöngu litla báta
sem þeir hætta sér ekki á
langt út á hafið, og mættu
þeir ekki treysta því, að þeir
hefðu einir not þessa litla
fjögurra mílna svæðis, held-
ur yrðu þeir að vera þar inn-
an um útlendinga og jafnve)
sæta því að verða reknir það
an með valdi, eins og hol-
lenzku fiskimennirnir höfðu
mjög oft gert á hinn ómann
úðlegasta hátt, þá ættu lands
| menn á hættu að deyja úr
hungri. Af þeirri ástæðu hef
ur vciði með ströndum fram
verið bönnuð frá upphafi
vega og hafði Kristján kon-
ungur IV. ákveðið breidd
svæðisins átta mílur, því
næst sex mílur, og loks ákvað
Kristján V. árið 1682, að
breiddin skyldi vera fjórar
mílur“, (þ. e. 16 sjómílur).
í bók Charles de Martens
um þjóðarrétt, sem kom út í
París 1827, er vitnað til bréfs
þessa, en ég fann afrit af því
í Þjóðskjalasafninu danska s.
1. vetur og hefur Þjóðskjala-
safnið hér fengið Ijósrit af
i Því.
Svo virtist á tímabili, að
draga myndi til tíðinda milli
Dana og Hollendinga út af
landhelgi íslands, en svo varð
þó ekki. Deilan féll niður eft-
ir að Frakkar, Svíar og Bretar
höfðu skorizt í málið. Danir
urðu að falla frá sinni fornu
kröfu um „drottinvald yfir
Norðurhöfum“, sem þeir höfðu
jafnframt kröfu sinni um 16
sjómílna landhelgi, haldið
fram í orði kveðnu. Hins veg-
ar féllust Hollendingar á aö
I fiskiskip þeirra skyldu ekki
1 fara inn fyrir 16 sjómílna tak-
1 mörkin. Danir héldu skipun
um sex sem þeir höfðu gert
upptæk og báru þannig vissu-
lega hærri hlut í deilu þess-
ari. Ákvæði um fjögurra sjó-
mílna landhelgi við ísland
voru síðan endurnýjuð með
tilskipun frá 15. ágúst 1763.
16 sjómílna landhelgi
var orðin föst regla
árið 1859 um afmörk-
r
un landhelgi Islands
Árið 1859 var 16 sjómílna
víðátta orðin föst regla um
fiskveiðilandhelgi íslands og
ísland búið að vinna rétt til
þeirrar landhelgi samkvæmt
þjóðarrétti og auðvitað voru
firðir allir og flóar innan land
helgi. En á því ári urðu breyt-
ingar á dönsku landhelgisgæzl
unni og er nú eftirleiðis af
hálfu danskra stjórnarvalda
aðeins látin taka til fjögurra
sjómílna, þrátt fyrir áskoran-
ir Alþingis um að landhelgis-
gæzlan verði látin ná til
stærra svæðis, þ. e. 16 sjó-
mílna. í bréfi dómsmálastjórn
arinnar dönsku til sjóliðs-
stjórnarinnar segir svo orð-
rétt m. a.: — „að vísu hefur
að undanförnu verði gert ráð
fyrir því, að eftir eldri lögum
sé 4 mílna, þ. e. 16 sjómílna
fjarlægð frá landi, það tak-
mark, sem útlendum fiski-
mönnum er bannað að fara
inn fyrir á fiskveiðum við ís-
land, en samt sem áður álítur
dómsmálastjórnin, að það
muni samkvæmt skoðun
þeirri, sem nú tíðkast um yfir-
ráðin á sjónum, að takmörkin
séu sett á þann hátt, sem fyr-
ir er mælt í konungsúrskurði
22. febrúar 1812“, — með öðr-
um orðum bundin við eina
mílu, þ. e. 4 sjómílur.
Þótt stjórnarvöld hafi nú á
borði látið undan síga í land-
helgismálum íslands, verður
ekki annað sagt en að í bréf-
um þar að lútandi sé land-
helgin í raun og veru áfram,
eins og fram til þess tíma, tal-
in 4 mílur, enda þótt slakað
sé á um framkvæmd landhelg
isgæzlunnar. T. d. ber bréfið
frá 18 apríl 1859 þetta ljós-
lega með sér. Þega.r ákveðið
er í bréfum þessum, að miða
skuli við 1 mílu, er jafnan
óbeinn fyrirvari í orðalagi
ákvörðunarinnar, t. d. „álít-
ur“, „virðist svo sem“ í bréf-
inu frá 18. apríl 1859, og
„byggi að vísu á því“ í bréfi
frá 10. ágúst 1864. Fleiri dæmi
mætti nefna, er bera með sér,
að ekkert sé ákveðið um, að
landhelgin skuli teljast ein
dönsk míla.
Þ'að er undarlegt að nú
skyldi skyndilega vera horfið
að því ráði að láta tilskipun
frá 1812, sem einungis varðar
hlutleysislandhelgi Noregs og
Danmerkur, taka til fiskiveiði-
landhelgi íslands, og í sjálfu
sér breytti þessi ákvörðun
engu um réttarstöðu íslands
í þessu efni, sem nánar skal
gerð grein fyrir. — Hverri
þjóð hlýtur að vera í sjálfs-
vald sett að láta landhelgis-
gæzluna ná til takmarkaðs
svæðis landhelginnar í stað
hennar allrar, án þess að það
hafi þegar í stað þær afleið-
ingar að landhelgin minnki
að sama skapi, ef það er ekki
tilætlun stjórnarvaldanna né
vilji hlutaðeigandi þjóðar.
Um framkvæmd landhelgis-
gæzlunnar er það að segja, að
íslendingar gátu nær engin
Fullur sigur er nú unninn í baráttu Islendinga
fyrir 12 mílna fiskveiíilandhelgi, þar sem Bretar
hafa dregið herskip sín hat$an og munu áreiðan-
lega ekki se'nda þau þangatS aftur til aft beita Is-
kndinga ofbeldi. Tólf mílna fiskveitSilandhelgin
Sefur hins vegar aidrei verið hugsu<S sem neiH
’okatakmark, heldur áfangi í baráttu fyrir miklu
tærri fiskveitSiIandhelgi. Því þykir TÍMANUM
rétt í dag a‘S birta meSfylgjandi útvarpserindi
eftir dr. Gunnlaug Þór'Sarson, þar sem hann set-
ur tram skoðanir sínar um betta efni, en Guníi-
laugur er einn helzti frætiimatiur þjóíarinnar
á þessu sviði.