Tíminn - 17.06.1960, Blaðsíða 9
9
Hugmynd höfundar um takmörk landgrunnsins viS ísland, landgrunnshelgi íslands. Miðaö verðl við línu, sem
dregin er 50 siómílum utan yitu nesja og skerja, en vlð 200 metra dýptarlínuna, þar sem hún nær út fyrlr 50
sjómílna línuna. — Samfellda línan sýnlr 50 sjémílna línuna, en punktalínan 200 metra dýptarlínuna.
áhrif haft á þau mál, enda
höfðu þeir enga aðstöðu til að
takast það á hendur, bæði
vegna fátæktar og fámennis.
Ef framkvæmd landhelgisgæzl
xmnar ein saman, ætti að
skera úr um víðáttu landhelg
Innar, án þess að tekið yrði
tillit til annarra atriða, mætti
spyrja: Hefði ísland átt að
vera landhelgislaust árið 1901,
ef Danir hefðu ekki haft neina
landhelgisgæzlu við ísland,
árin 1859—1901, svo sem vel
hefði getað átt sér stað. Allir
hljóta að sjá, hversu fráleit
slík niðurstaða væri. Enda fór
það svo, að Alþingi áleit eftir
sem áður að ísland ætti rétt
á 16 sjómílna landhelgi, sem
bænaskrá Alþingis til konungs
frá 1869 ber Ijósast vitni, en
þar segir svo: „Þingið verður
að álíta, að hið eina ráð til
að verja landið því tjóni, sem
yfir vofir í þessu efni, sé það,
að hinum útlendu fiskimönn-
um verði haldið til að hegða
sér eftir lögum þeim, sem
giida um þetta efni, þannig
samkv. opnu bréfi 13. maí
1682, o. s. frv. verði strang-
lega bannað að fiska nær
landi en 4 mílur þ. e. 16 sjó-
mílur“. Síðan kemur fram í
bréfinu að þeim verði jafn-
íramt bannað að fara inn á
alla firði og flóa. Seinna varð
nokkur breyting á hinni ein-
arðlegu framkomu Alþingis,
og olli þar mestu áróður
danskra stjómarvalda fyrir
þvi að teija íslendingum trú
,um að þeir ættu minni rétt
en raun bar vitni, og að sam-
kvæmt þjóðarétti skyldi land-
helgin iniðuð við skothelgi eða
í mesta lagi fjórar mílur.
Áróðri þessum beittu Danir
augsýnilega í þeim tilgangi að
fá ísiendinga tii þess að sætta
sig frekar við hiutskipti sitt
og tU þess að kveða niður ailt
nöldur 1 fsiendingum.
Alþingi ísiendtnga hafði
enga aðstöðu til að afla sér
neínnar vitnaskju um þessi
efnl og hiaut að treysta þeim
uppiýsingum, sem dönsk
(rtjcmarvöld iétu i té. — Með
þá viðtwkji og reyndu utan-
rlkisþjónustu. sem Danir
höfðu, befðl þeim átt að vera
I lófa JnsriS sð afla upplýsinga,
ef eir.h’et hefði á því ver
Ið. En tll silks kcm ekki, því
að vafalaust hafa dönsk stjórn
arvöld gert sér ljóst, að engar
alþjóðareglur voru til um víð-
áttu landhelginnar og sízt
skothelgi, sem ekki einu sinni
þau fylgdu i framkvæmd. Það
væri óréttmætt, ef íslenzka
þjóðin ætti nú að gjalda þess
að Alþingi hélt ekki til streitu
hintrni foma rétti til 16 sjó-
mílna landhelgi og lét það við-
gangast að Danir gerðu samn
ing við Breta árið 1901 um
þriggja sjómílna landhelgi við
ísland.
Af þessum athugunum má
ljóst verða, að engin ný regla
hafi skapazt um landhelgi ís-
lands á árunum 1859— 1901 og
að gamla sögulega reglan
hlaut því að halda gildi sínu.
Landgrunnið
Skal hér með fáum orðum
vikið að samningsgerð þessari,
sem gerð var í skugga fyrr-
greinds áróðurs og ekki síður
vegna hótana Breta.
Vissulega hefði verið æski-
legt að fjalla hér um aðdrag-
anda að samningsgerðinni, en
tíminn leyfir það ekki. —
Samningurinn var gerður í
London 1901 og undirritaður
24. júní það ár. Fyrirsögn
samningsins er nógu sakleysis
leg, en hún er svohljóðandi:
Samningur milli hans hátign-
ar konungsins í Danmörku og
hans hátignar konungsins I
hinu sameinaða konungsríki
Bretlandi hinu mikla um til-
högun á fiskveiðum þegna
hvors þeirra um sig fyrir utan
landhelgi í hafinu umhverf-
is Pæreyjar og ísland.
Samningurinn var fyrst birt
ur hér á landi trveimur árum
eftir undirrituri hans. Hann
var sem slíkur aldrei lagður
fyrir þjóðþingið danska, en
var sem fylgiskjal með frum-
varpi til laga „um tilhögun á
löggæzlu fiskveiðar fyrir ut-
an landhelgi á hafinu um-
hverfis Færeyjar og ísland“.
Samhljóðandi frumvarp var
lagt fyri" Alþingi íslendinga í
júlí 1901, og hefði samningur-
inn beinlínis átt að fylgja
einnig þar sem fylgiskjal, þar
eð til hans er lauslega vitnað
í lokagrein frumvarpsins, en
ólíklegt er að hann hafi verið
látinn fylgja, ella hefði tvi-
mælalaust verið til hans vitn-
að í umræðum um málið, svo
sem varð í danska þjóðþing-
inu. Stjórnarfrumvarp þetta
fyrirfinnst nefnilega ekki í
Alþingistíðindum, nema í
þeirri mynd, sem það var eft-
ir II. umræðu í neðri deild,
og ekki hefur tekizt að hafa
upp á því í danska þjóðskjala-
safninu.
Umrætt frumvarp virðist
einungis hafa verið lagt fram
í þeim tilgangi að láta AI-
þingi óbeinlínis fallast á samn
nginn frá 1901 en eins og fyrr
segir var vitnað til hans í
lokagrein frumvarpsins á eft-
irfarandi hátt: „Lög þessi
skulu vera í gildi meðan samn
ingur sá stendur óhaggaður,
er gerður var í London 24.
júní 1901“. Danska stjórnin
hugðist þarna beinlínis láta
Alþingi kaupa köttinn í sekkn
um í þeim tilgangi, að hægt
væri að vísa til þess, að það
hefði með samþykkt nefnds
frúmvarps fallizt á samnings-
gerðina, ef til þess kæmi að
honum yrði mótmælt síðar,
svo sem telja mátti líklegt. Að
minnsta kosti vekur hið glat-
aða stjórnarfrumvarp og
dráttur á birtingu samnings-
ins vissar grunsemdir. — Það
er athyglisvert við samninginn
frá 1901, að með honum voru
Bretar að tryggja sér rétt,
sem þeir áttu ekki fyrir og að
hann er og beinlínis gerður
vegna þess að engar alþjóða-
reglur voru þá né eru til um
víðáttu landhelginnar. Ella
hefðu þeir ekki þurft að semja
um þetta mál. Landhelgis-
samningnum hefur verið hall-
mælt mjög af hálfu íslend-
inga og hann kallaður nauð-
ungarsamningur, án þess að
færð væru fyllilega rök fyrir
þeim staðhæfingum. Þá hefur
Dönum verið álasað fyrir að
hafa gert samninginn og
heyrzt hefur, að þeir hafi um
leið sairiið um sölu landbún-
aöarafurða sinna, semér hæp
in fullyrðing. Hitt er rétt, að
samningurinn var þyrnir í
augum íslenzku þjóðarinnar
og henni til mikils baga, en
það verður þó að segja, sem
satt er, að samningurinn hef-
ur einnig haft sínar góðu hlið
ar, því að hann kom beinlínis
í veg fyrir að ný regla skapað-
ist um fiskveiðilandhelgi ts-
lands á árunum 1901—1951,
því að uppsegjanlegur samn-
ingur skapar ekki hefð og við
brottfall hans hlaut að skap-
ast sama réttarástand og fyrir
gildistökuna, það er ísland gat
gert tilkall til 16 sjómílna
landhelgi eins og það áður
hafði.
Á því tímabili, sem samn-
ingurinn var í gildi komu fram
raddir innan Alþingis og ut-
an um nauðsyn þess að land-
helgin yrði stækkuð. Var Pét-
ur Ottesen alþm. einn helzti
hvatamaður þess, en málaleit
un þessi strandaði jafnan á
andstöðu Breta. Árið 1931 var
haldinn alþjóðaráðstefna í
Haag til þess að semja og skrá
setja alþjóðalög, þar á meðal
alþjóðareglu um landhelgi. ís-
land átti sinn sérstaka full-
trúa á þeirri ráðstefnu, sem
sat þá fundi, er snérust um
landhelgismál, en hann var
Sveinn heitinn Bjömsson for
seti, þáverandi sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn. í
ræðu, sem hann hélt á ráð-
stefnunni, kom fram, að hann
taldi 16 sjómílna regluna vera
hina sögulegu reglu fyrir ís-
land og að sú regla hafi verið
í gildi frá því á 17. öld, að vísu
var ræða fulltrúans _ í þessu
efni ekki alveg Ijós. í einka-
bréfi til mín gerði hann nán-
ar grein fyrir þessu og árétt-
aði gildi 16 sjómílna reglunn-
ar.
Nokkru eftir að síðustu
heimsstyrjöld var lokið og ís-
lenzka þjóðin hafði sjálf tekið
utanríkismálin í sínar hend-
ur, kom fram á Alþingi tillaga
til ályktunar um uppsögn
samningsins frá 1901, eða ár-
ið 1947. Þáverandi ríkisstjórn
taldi málið þurfa frekari at-
hugana við og enda þótt ein-
róma vilji væri til uppsagnar
samningsins frá 1901, var hon
um ekki sagt upp fyrr en að
tveimur árum síðar, í október
1949, og skyldi hann ganga úr
gildi að liðnum tveimur árum.
Við uppsögn samningsins frá
1901 skapaðist sami réttur og
var fyrir gildistöku hans, það
er íslenzka þjóðin gat gert
kröfu til 16 sjómílna landhelgi,
ákvæði þar að lútandi höfðu
aldrei verið úr gildi numin og
ný regla hafði ekki myndazt
fyrir hefð.
Alþjóðalög mæltu ekki gegn
því, að ísland við brottfall
samningsins héldi fram rétti
sínum til 16 sjómílna land-
helgi. ísland hefur og hafði
sérstöðu meðal þjóða heims í
því tilliti að það hafði búið við
16 sjómílna landhelgi öldum
saman og er sú landhelgi út
af fyrir sig ein sú elzta, sem
um getur. Enda þótt ísland
hefði haldið fram þessum
foma rétti sínum, gat það
ekki orðið fordæmi fyrir
stækkun landhelgi annarra
þjóða. En svo sem kunnugt er
fór þetta á annan veg. Land-
helgin var í fyrstu færð út í
fjórar sjómílur og virtist allt
benda til þess að það yrði
lokasporið í málinu, en svo
varð þó ekki, því að fyrir hálfu
öðru ári voru gerðar ráðstaf-
anir til að heimta hinn forna
rétt aftur að % hlutum með
útfærslu landhelginnar í 12
sjómílur. — Hér hefur f stór-
ém dráttum verið rakin saga
íslenzku landhelginnar, e’-
iekki hefur verið fjallað u
landgrunnskenninguna svo-
kölluðu, sem byggist á því að
hver þjóð geti gert kröfu til
eignarréttar yfir landgrunni
sínu.
Kenning þessi kom fyrst
fram í Madrid 1916 og var það
Spánverjinn Odon de Bureu
sem setti hana fram. Hefði
þessi kenning verið komin
fram t. d. 1901, er líklegt að
ísland hefði þá þegar tileink-
að sér hana.
Það er ekki fyllilega ljóst
við hvað beri að miða tak-
mörk landgrunnsins og er það
út af fyrir sig rannsóknarefni.
í lögum nr. 5/1948 um vísindv*
lega verndun landgrunnsins
er miðað við 20U m. dýptar-
línuna, en sú lína fer sum?
staðar inn fyrir 3 sjómílna
mörkin gömlu og því ekkl
heppileg lausn. Æskilegra
hefði verið að taka bæði tillit
til dýptar og fjarlægðar frá
strönd hlutaðeigandi ríkis og
með tilliti til þess væri eðli-
legt að miða við ca. 50 sjó-
mílu víðáttu.
Þjóðir heims eru nú orðnar
ásáttar um að landgrunnið
skuli tilheyra hlutaðeigandi
ríki, hins vegar ekki að auð-
legðin í hafinu yfir landgrunn
inu sjálfu skuli einnig ein-
ungis vera eign sama ríkis,
enda þótt tilvera þeirrar þjóð
ar, sem hlut á að máli bygg-
ist að verulegu leyti á því, að
fá að búa ein að þeim auð-
lindum og sér hver heilvita
maður hvílík sanngimi slíkt
er, — enda þótt hinar stóru
þjóðir vilji ekki viðurkenna
það réttlætismál.
Freistandi hefði verið að
gera þessu efni miklu ræki-
legri skil, en til þess er hvorki
staður né stund. En fyrir þá,
sem hefðu hug á að kynna sér
málið betur skal vísað til dok-
torsritgerðar minnar um land-
helgi íslands með tilliti til
fiskveiðanna, sem varin var
vö Sorbonneháskólann í París
1952. Ritgerðin kom út hjá
Hlaðbúð sama ár á íslenzku
og er 123 bls. í Skírnisbroti, og
hún kom út á frönsku 1958.
Auk þess hafa greinar eftir
mig um þessi efni birzt í f jölda
blaða og tímarita.
Fyrsta greinin um landhelg-
ina birtist í Alþýðublaðinu 19.
sept. 1951 og var þar í fyrsta
sinn vakin athygli á mikil-
vægi hins sögulega réttar, sér-
staklega kröfunni til a. m. k.
16 sjómílna fiskveiðilandhelgi
við ísland. Að sjálfsögðu hafa
margir aðrir ritað um þetta
mál eins og fyrr segir, og rík-
isstjórnir íslands hafa á und-
anförnum áratug gefið út 4
hvítar bækur um málið, en
ekki skulu þessi skrif tekin til
athugunar hér.
Að endingu skal aðeins
þetta áréttað: Alþjóðaráð-
stefna um landhelgismál fer
í hönd_ og væri ekki athugandi
fyrir íslendinga að vekja til
lífs hinn forna og skýlausa
rétt sinn í þessu máli og
byggja sókn og vörn fyrir 12
sjómilna landhelgisvíðáttu
því, að samkvæmt alþjóðaíog*
um eigi ísland tilkall til a. m.
k. 16 sjómílna landhelgi, en
láti sér nægja um sinn að taka
ekki aftur allan hinn forna
rétt.
Ekki getur það spillt fyrir
tslands að sýnt sé
Framhald á 5. síðu).