Tíminn - 06.09.1960, Page 12
12
T í MIN N, þriðjudagimi 6. september 1960,
ítallnn Berutti slgrar t 200 m. hlauplnu, en jafnar heimsmetið 20.5 sek., sem einnig er nýtt Ólympíumet. Lengst
til vinstrl er Carney, Bandaríkjunum, sem varð annar á 20.6 sék. Frakkinn Seye er þriðji á 20.7 sek. Pólverjinn
Foik var fjórði á 20.8 sek. Johnston, Bandaríkjunum, fimmti á 20.8 sek. og Ray Norton, Bandaríkjunum, sjötti á
20.9 sek.
Berutti var fagnað sem þjóö-
hetju, er hann sigraði í 200 m.
— og var bar metS fyrsti EvrópumatSurinn. sem
sigratS hefur í 200 m hlaupi á Ólympíuleikum
Tugþúsundir áhorfenda
æptu sig hása á laugardaginn
á Ólympíuleikvanginum í
Róm, þegar ítalinn Berutti
sigraSi í 200 m hlaupinu á
heimsmettíma, 20,5 sek „Ber-
utti, medaglia d'oro — Berutti
gullverðlaunin". Og hinn
granni ítali meS svörtu gler-
augun sigraði svertingjana
þrjá frá Bandaríkjunum Pól-
verjann Foik og Frakkann
Seye í mjög hörðu úrslita-
hlaupi 200 metranna, þar sem
bæði Berutti og Bandaríkja-
maðurinn Carney duttu, þegar
þeir höfðu hlaupið yfir mark-
línuna.
Tlmi Berutti í hlaupinu
var 20.5 sek. nýtt Bvrópu- og
Ólympíumet og jafnt heims
metinu. Sigur hans í hlaup-
inu eru ein óvæntustu úr-
slit á Ólympíuleikunum hing
að til og mjög fáir reiknuðu
með sigri hans, en hins veg
ar að annar' hvor Bandarikja
mannanna Norton eða John
ston færi með sigur af hólmi.
Honum var fagnað ákaft á
leikvanginum — og enginn
■sigurvegari hefur verið hyllt
ur jafn mikið og innilega af
áhorfendum, enda ítalir þar
í miklum meirihluta.
Komst ekki í úrslit
Bandaríkin urðu fyrir
öðru áfalli á laugardaginn,
þegar heimsmethafinn í
sleggjukasti, Harold Conolly
komst ekki í sex manna úr-
slit. Conolly sigraði i Mel-
bourne 1956 og þess var fast
lega vænzt að hann myndi
sigra aftur í Róm — sérstak
lega eftir að hann kastaði
70.33 metra nýlega, og er
eini maðurinn í heiminum
sem kastað hefur yfir 70 m.
í sleggjukasti.
En þó Conolly kastaði nú
40 sentimetrum lengra en í
Melbourne dugði það honum
ekki til að komast í úrslit.
Aðeins sex menn af þeim 15,
sem tóku þátt í aðalkeppn-
inni á laugardaginn, fengu
sex tilraunir. Conolly var
lengi í sjötta sæti og hafði
því von um útslitasæti, þeg-
ar aðeins tveir menn áttu
eftir að kasta, írinn Lawlor
og Rússinn Samotsvetov. Al-
ger þögn var á vellinum, þeg
ar Lawlor sneri sér í hringn
um og þeytti sleggjunni
64.09 metra — eða lengra en
Cololly — og þar með var
hann sleginn út i keppninni,
en hann er sannur íþrótta-
maður og fór strax til írans
og óskaði honum til ham-
ingju með árangitrinn. Og
síðan kastaði Rússinn sleggj
unni 63.60 m., einum senti-
metra lengra en Conolly. Það
hefði þó verið gremjulegra
að komast ekki í úrslita-
keppnina, aðeins á einum
sentimetra.
í forkeppninni setti Rúss
inn Rudenkov nýtt ólympískt
met, kastaði 67.03 metra —
eða um fjórum metrum
lengra en gamla Ólympíu-
metið var, en það átti Con-
olly. Rudenkov hlaut gull-
verðlaunin, kastaði 67 10 í að
alkeppninni. Þar var Ungverj
inn og Evrópumethafinn
Zsivisky í öðru sæti með
65.79 metra. Þriðji varð Pól
verjinn Rut með 64.95 metra.
Á laugardaginn var einnig
keppt til úrslita í 3000 m.
hindrunarhlaúpi — og sigur
vegari þar var Pólverjinn
Krzyszkowiak, hinn tvöfaldi
Evrópumeistari 1958, en hann
sigraði bæði í 5000 og 10000
metrum í Stokkhólmi. Keppni
milli hans og Rússans Soko-
lov var mjög hörð, en Pól-
verjinn tók forustuna, þegar
300 metrar voru eftir og hélt
henni til loka. Tími hans var
nýtt Ólympíumet 8:34,0 mín.
— eða aðeins lakara en heims
met hans. Sokolov fékk tím-
ann 8:36,4 mín. Þriðji varð
Rzhitchin, Rússlandi á 8:42,2
mín. Tveir fyrstu menn náðu
þvj betri tíma en Englend-
ingurinn Brasher, sem sigr-
aði í þessari grein í Mel-
boume. Pjórði í hlaupinu var
Roelants, Belgíu á 8:47,6 mín.
Pimmti Tjörnebo Svíþjóð á
8:58,6 mín. og sjötti var Mull
er, Þýzkalandi á 9:01,6.
Þrir Bandaríkjamenn
fyrstir í 110 m. grhl.
Úrslitahlaupið i 110 m
grindahlaupi var mjög spenn-
andi og þurfti nokkurn tíma
til að skera úr hvor hefði
sigrað heimsmethafinn og ól-
ympíumeistari 1956, Calhoun,
Bandaríkjúnum, eða landi
hans May. Calhoun var dæmd-
ur sigur, en báðir fengu sama
tíma, 13,8 sek.
Baráttan um þriðja og fjórða
sætið var ekki síður spennandi, en
þar börðust Bandaríkjamaðurinn
Jones og Lauer, Þýzkalandi, sem
á heimsmetið, 13.2 sek. ásamt Cal-
houn. Jones sigraði, var sjónar-
mun á undan, en tíminn var hinn
sami 14.0 sek. á báðum.
Lauer, sem var bezti grinda-
hlauparinn í fyrra og sigraði þá
meðal annars Calhoun gekk ekki
heill til skógar í vor og gat þá
lítið stundað æfingar.
1. riðill: 1. Lee Calhoun, Banda-
ríkin 14,1. 2. Okello, Uganda, 14,3
3. Berezuckiy, Sovét, 14,4. 4. Corn-
acchia, ftalia, 14,5. 5. Hildreth,
England. 14,6. 6. Schotes, Þýzka-
land, 14,6.
2. riðill: 1. Lauer, Þýzkaland,
13,9. 2. Gardner, Antillaeyjar,
14,3. 3. Raziq, Pakistan, 14,4. 4.
Roudnitska, Frakkland, 14,5. 5.
Petrusic, Júgóslavía, 14,6. 6. Zam-
boni, ítalía, 14,9.
3. riðill: 1. Willie May, Bandar.,
13.8. 2. Mikbailov, Sovét, 13,9. 3.
Lorger, Júgóslavía, 14,4. 4. Awori,
Uganda, 14,8. 5. Gerbig, Þýzkal.,
14.8. 6. Maíthews, England, 15,0.
4. riðiil: 1. Haves Jones, Banda-
ríkin, 14,1. 2 Christiakov, Sovét,
14,3. 3. Svaia, ftalía, 14,4. 4. Muz-
yk, Pólland 14,5. 5. Birrel, Eng-
land, 14,6. 6. Duriez, Frakkland,
15,0.
Landsliðið í frjálsum
íþróttum fer utan í dag
í dag fer íslenzka landsliðið
í frjálsum iþróftum áleiðis til
Austur-Þýzkalands, þar sem
það mun heyja landskeppni
við B-lið Austur-Þjóðverja. ís-
lenzku frjálsiþróttamennirnir,
sem tekið hafa þátt í Ólympíu
leikunum í Róm munu koma
til móts við aðra landsliðs-
menn í Berlín.
Austur-Þjóðverjar eiga mjög
sterku liði á að skipa — og þótt
þeir stilli aðeins upp B-liði gegn
okkar mönnum, munu þeir sigra
með miklum yfirburðum í keppn-
inni.
Allir Ölympíukeppendurnir
munu koma beint heim að keppn-
inni lokinni við Austur-Þjóðverja,
en nokkrir aðrir frjálsíþróttamenn
munu taka þátt í fleiri mótum
ytra.
Aðalfararstjóri með landsliðinu,
Belgíumaðurinn Roger Moens féll alveg saman, þegar hann varð aðeins
annar í 800 m. hlaupinu. Heimsmethafinn leii um öxl þegar nokkrir metrai
voru eftir, en þá skauzt Ný-Sjálendingurinn Snell framúr honum og sigr-
aði í hiaupinu.
sem fer utan í dag, er Jóhannes j
Sölvason, ritari Frj álsíþróttasam- >
bands fsíands.
Úrslitaleik-
urinn 25.
sept.
Aðeins einn leikur er nú eftir f
íslandsmótinu, 1. deild, og er
það hreinn úrslitaleikur milli Akra
ness og KR. Leikurinn verður
ckki háður fyrr en 25. september
vegna þess að landsliðið fer bráð-
lega tii frlands og mun leika þar
landsleik og tvo aðra leiki, eins
og áður hefur verið skýrt frá í
blaðinu.
Staðan í deildinni fyrir þennan
síðasta leik er þannig:
1. KR 9 6 1 2 41-14 13
2. Akranes 9 5 3 1 31-15 13
3. Fram 10 4 3 3 21-24 11
4. Valur 10 3 4 3 14-25 10
5 Ak.eyri 10 3 0 7 24-35 6
6. Keflav. 10 2 1 7 13-31 5
400 m hlaup:
1. Riðill: 1. Kaufmann, Þýzka-
land, 46,5. 2. Singh, Indland, 46,5.
3. Spence, Antillaeyjar, 46,9. 4.
Tobacco, Kanada, 47,5. 5. Davis,
Suður-Afrika, 48,0.
2. riðili: 1. Yerman, Bandarík-
in, 46,4. 2. Godser, Ástralía, 46,5.
3. Kinder, Þýzkaland 46,7. 4. Wedd
erburn, Antillaeyjar. 47,0. 5. Gu-
enard, Puerto Rico, 47,2.
3. riðill: i Young. Bandaríkin,
46,1. 2. Bngntwell, England, 46,2.
3 Day, Suður-Afríka, 46,3. 4.
Reske, Þýzicaland, 47,3. 5. Swat-
kowski, Póliand, 47,4.
4. riðili: 1. Davis, Bandaríkin,
45,9. 2. Spence, Suður-Afríka, 46,1,
3 Amu. Nigeria, 46,4 4. Kówalski,
Pólland, 46,7. 5. Bommarito, ftal-
ía, 47,5.