Tíminn - 21.09.1960, Qupperneq 1
Slippgjöld hækka
um allt aö helmingi
Þessa dagana stendur slátrun
sem hæst hjá Sláturfélagi SuSur-
lands. Timinn heimsótti slátur-
hús og vinnslustöS félagsins við
Skúlagötu í gær, og var þá þessi
mynd tekin af fláningsmanni aS
verki. Nánar er sagt frá heim-
sókninni á ló. siðu blaðsins. (Ljós
mynd, Tíminn, K.M.).
Ein þeirra ráðstafana, sem
í sumar hafa verið gerðar af
hálfu stjórnarvalda, líklega til
þess að létta undir með út-
gerð fiski- og flutningaskipa,
er að leyfa 40—50% hækkun
á svonefndum slippgjöldum.
Stærsti bleiklaxinn
veiddist í Fnjóská
Stærsti bleiklax sem veiðzt
hefur hér á landi fékkst í
Fnjóská síðast liðinn miðviku-
dag. Vó hann 5 pund og var
öO sm langur. Var hér um að
ræða fullþroska hæng og
veiddist hann á maðk.
Nýtt skip
í gær kom nýtt fiskiskip til
Reyðarfjarðar, nefnist það
Katrín. Katrín er 157 lesta
stálskip, smíðað j Leirvík í
Noregi. Skipið reyndist hið
bezta á heimleið. Skipstjóri
var Viktor Jakobsson. Skipið
mun fara á veiðar innan tíð
ar
Smjörleysi fyrirsjá-
anlegt eftir áramót
Fiskur þessi var miklum mun
stærri en fræðimenn telja venju-
legt um fullorðna bleiklaxa.
Veiðimaðurinn sem fékk þenn-
;.n metfisk á öngulinn, heitir Vig-
íús Ólafsson frá Akureyri. Stofn-
iiði hann til veizlu og var laxinn
matreiddur á margan hátt, bæði
soðinn og steiktur. Urðu margir
til að bragða á honum og luku
upp einum munni um að hann
væri ljúffengur og bragðgóður.
hótti hann ekki ósvipaður bleikju
á bragðið.
Að undanförnu hafa einnig
veiðzt bleiklaxar í Ólafsfjarðar-
vatni og Ilofsá í Vopnafirði. Blað-
ið hefur og haft þær fregnir að
tveir Kyrrahafslaxar hafi veiðzt
við Hornafjörð. Ekki veit blaðið
hvort þar er um bleiklax eða aðra
Kyrrahafstegund að ræða, en þessi
veiði við Hornafjörð virðist benda
til þess að Kyrrahafslaxinn sé að
taka sér bólfestu landið um kri-ng.
Þessi hækkun er gerð með
fullu samþykki verðlagsyfir-
valda, þótt margsinnis hafi
verið boðað, að vinna og þjón
usta, sem ekki stafar bein-
línis af hækkun erlendrar
efnivöru, skyldi standa í stað.
Óskiljanleg ráðstöfun
Gjöld þau, sem hér um ræð
ir, eru uppsátursgjöld og dag
gjöld fyrir skip og báta í drátt
arbrautum. Vinnulaun við
þessa þjónustu hafa an sjálf-
sögðu ekki hækkað, og þarf
heldur ekki til erlent efni að
neinu ráði. Þaö er mönnum
því hulin ráðgáta, hvernig
slík hækkun verður réttlætt
af opinberri hálfu eða talin
í samræmi við boðskap stjórn
arvalda. Ekki mun þessi kostn
aðarliður vera svo lítill eða
léttbær, ag óhætt sé aö
þyngja hann, og ekki hafa
skipaviögerðir eða skipasmíð
ar verið svo ódýrar hér á
landi að bæta megi á. Hér
er víst aðeins um að ræða
eitt „bjargráða“ þeirra, sem
ríkisstjórnin réttir íslenzkum
útvegi og skiþaútgerð.
Slys á Akureyri
Drengur á skellinöðru rakst
á jeppa og fótbrotnaði
í gær varð það slys á Akureyri,
að piltur á skellinöðru rakst á
jeppabíl og brotnaði pilturinn á
fæti. Var það opið beinbrot, en
piltinum mun hafa liðið eftir at-
vikum vel í gær. ED.
— og ostalaust líka, uema veríhækkanir stjórn-
arinnar valdi stórfelldum samdrætti í sölu osta
Allt virðist nú benda til
þess aS smjörlaust verSi í land
inu í febrúarmánuSi n.k, en
smjörbirgSir eru nú litlar í
iandinu, um 280 tonn, en þaS
svarar til innanlandsneyzlu í
þrjá mánuSi eSa svo. Þá eru
ostabirgSir miklu minni en í
fyrra og má gera ráð fyrir
skorti á þeirri vöru þegar kem
ur fram á veturinn, nema verð
hækkanir ríkisstjórnarinnar
vérSi til þess að minna seljist
af ostum en verið hefur til
þessa.
Blaðiö átti í gær tal við!
Gunnar Jónsson, verkstjóraí
í Mjólkurbúi Flóamanna, um
þetta mál. Skýrði Gunnar
svo frá að 1. sept. s.l. hefðu
smjörbirgðir búsins verið 125
tonn. Ostabirgðir nú eru 120
tonn en á sama tíma í fyrra
námu þær 206 tonnum.
SmjöriS seldist jafnharðan
Skýringuna á þessum sam-
drætti smjörbirgðanna kvað
Gunnar vera þá að á s.l. vori
hefði smjörlaust orðið í land
(Framh. á bls. 15.)
„Reykjavíkurf lug-
völlur Danmerkur^
Kaupmannahöfn. EINKASKEYTI tll TÍMANS —
Hávaði í flugvélum á Kastrupflugvelli í Danmörku eyðileggur
næturfrið 800 fjölskyldna, sem búa í nánd við flugvöllinn. Mörgum
liggur við sturlun vegna þess arna og síðustu daga hafa íbúarnir
safnazt saman á hverju kvöldi fii þess að mótmæla þessum hávaða.
Kvartanir hafa verið sendar flugmálaráðherranum danska og flug-
málastjórninni. Spyrjast íbúarnir við Kastrupflugvöli fyrir um, hvort
ekki eigi að gera eitthvað tii þess að bjarga þeim frá þessum
ósköpum.
íbúarnir krefjast þess, að rikið kaupi af þeim húsin og þeir
leggja fram með kröfum sínum skýrslur frá læknum þar sem sagt
er, að hávaðinn frá flugvélunum geti valdið alvarlegum taugasjúk-
dómum.