Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, miðvikudaginn 21. september 1960. Launþegar verða að vera á verði um hagsmuni sína Yfirlýsing frá stjórn „Framherja“, félags Framsóknarmanna í launþegasamtökunum Þar sem fulltrúakjör til Alþýðusambandsbings fer nú í hönd, vlll stjórn „Framherja", félag Framsóknarmanna I launþegasamtök- unum, taka þetta fram: Ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar hafa nú þegar leitt til stór- versnandi lífskjara almennings í landlnu, en eiga þó eftir að hafa meiri áhrif í þá átt en orðið er. Meðal annars vegna eftirfarandi: 1. Afturhaldsstefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til stöðvunar þeirrar uppbyggingar í almanna þágu, sem átt hefur sér stað á síðari tímum undir forystu Framsóknarflokksins, þeirrar upp- byggingar, sem skapaði þróttmikið atvinnulíf og eðlilega og stöðuga framleiðsluaukningu í landinu. Þessi stefna ríkisstjórnarinnar leiðir af sér samdrátt í fram- leiðslu og atvinnulífi þjóðarinnar almennt, samhliða ört minnk- andi kaupgetu fólks. 2. Efnahagsráðstafanir stjórnarflokkanna hafa ekki enn lagxt á af fullum þunga, þar sem vörur með verðlagi þvi, sem glltl, áður en þær komu til framkvæmda hafa verlð á markaðinum og eru jafnvel enn. 3. Atvlnnuöryggi er nú minna en nokkru sinni fyrr, meðal annars vegna þess, að afkoma höfuðatvinnuveganna er nú verri vegna ráðstafana stjórnarinnar en áður var. 4. Viljayfirlýsingar stéttafélaga hafa verið hafðar að engu og rétt- Indi þeirra skert. Af framansögðu er það Ijóst að fólk innan launþegasamtakanna verður að vera á verði um hagsmuni sína og þjóðarlnnar. Stjórn „Framherja" telur eðlilegt að Framsóknarfólk innan launþegasam- takanna sé reiðubúið til samstarfs — án tillits til stjórnmálaskoð- ana — vlð þá meðlimi í verkalýðshreyfingunni, sem eru andvígir stefnu núverandi ríkisstjórnar, eins og hún kemur fram gagnvart málefnum launastéttanna og að framan hefur verið lýst.' STJÓRN FRAMHERJA Glæsileg samkoma Fram sóknarm. í Rangárþingi Framsóknarmenn í Rangár- þingi héldu héraðsmót í hinu nýja og stórglæsilega féiags- heimili aS Hvolsvelli síðast liðinn laugardag. Grétar Björnsson, Hvcnls- velli, setti og stjómaði sam- komunni. RæSumenn voru Björn Börnsson alþ.m., Jón Skaftason alþm., og Helgi Bergs/ verkfræðingur. Var máli ræðumanna mjög vel tekið. — Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona söng einsöng við undirleik Fritz Weishapp- el, Hjálmar Gíslason skammti með gamanvísum og eftir- hermum. Echo-quintettinn lék fyrir dansinum. — Um 500 manns sóttu samkomuna, sem fór hið bezta fram i alla Fjöldamorð Framhald af 3. síðu. svipað leyti og Lumumba og árétt- aði þar, að hann hefði öll völd í sínum höndum. Hann hefði sett hermenn á vörð við alla mikil- \æga staði m.a. væri flugvallarins í Leopoldville vel gætt og ef Lumumba reyndi að komast vest- ur um haf yrði hann handtekinn og leiddur fyrir rétt. Mobutu sagðist einnig hafa skip- að hermönnum þeim frá Lumumba sem sótt hafa fram í Katanga og rnunu hafa verið orðnir um 2000 að tölu, að snúa til Stanleyville og hefðu þeir gert það. Svo virð- ist þrátt fyrir völdin í hernum eins og nú stendur, að Mobutu ofursti eigi öfgafulla hatursmenn, því honum hafa verið sýnd þrjú banatilræði s.l. þrjá daga — hið siðasta í eær. staði. í lok skemmtunarinnar var almennur söngur, sem Óskar Jónsson fyrrum alþm. í Vík, stjórnaði. Jón Leifs kosinn til formennsku Á þingi Alþjóðasambands höfunda, sem lauk með mót- töku dómsmálaráðherra Sviss lands í gær, var Jón Leifs kjörinn förmaður tíu manna nefndar til að undirbúa sam eiginlegar aðgerðir vegna höf undaréttarbrota Bandaríkja- hers í löndum Atlantshafs- bandalagsins og víðar. Einnig var Jón Leifs kjörinn formað ur nefndar til að ganga frá stefnuskrá um sæmdarrétt höfunda „DROIT MORAL“ fyrir alþjóðasambandið. Engin rekneta- •Cb* veioi Þrír bátar hafa verið á rek- netaveiðum frá Akranesi und i anfarið. Leituðu þeir víða og lögðu, en afli þeirra hefur ver ið lítill sem enginn. Bátarnir eru nú hættir þessum veið- um — a.m.k. { bili. Ekki lítur vel út með rek- netavertiðina hér sunnan- lands í ár, en ekki er þó á- stæða til að örvænta ennþá. í fyrra veiddist svo til eng- in síld fyrr en 12.—13. nóv. Heigi Tómasson fær ókeypis skólavist Mun nema dans vi8 „School oí America'n Ballet“ HELGI TÓMASSON Danska blaðið BT skýrir frá því fyrir nokkru að Helgi Tóm Gilfersmótið: Friðrik og Ingi efstir Friðrik Ólafsson vann skák sína vig Ingvar Ásmundsson úr 3. umferð Gilfermótsins og var því staða ef>tu manna eftir fjórar umferðir þessi: v. 1.—2. Friðrik og Ingi 3yz 3.—4. Arinbjöm og Johannesen 3 5. Ingvar 2 bið 6. Benóný 2 Fimmta umferð var tefld í gærkveldi en úrslit lágu ekki fyrir er blaðið fór i pressuna. Sjötta umferð verður tefld í Sjómannaskólanum í kvöld kl. 19.30 og eigast við: Friðrik —Kári; Ólafur—Arinbjörn; Ingvar—Benóný; Gunnar— Johannesen; Jónas—Guðm. Ágústsson; og Ingi—Guðm. Lárusson. — Biðskákir eru á fimmtudagskvöld en sjöunda umferð á sama stað kl. 19,30 á föstudag og teflir þá Friðrik með svörtu við Johannesen. asson hafi fengið tilboð um ó- keypis skólavist á balletskóla í Bandaríkjunum og telur blaðið þetta mikla virðingu tyrir Helga sem vel er kunn- ur hér heima frá því hann dansaði í Þjóðleikhúsinu. Segir blaðið að Helgi hafi dans að fyrir Jerome Robbins er hann kom með dansflobk sinn til Reykja víkur, og nú liggi árangurinn fyr- ir: Ókeypis skólavist á skóla, sem stórir hópar vildu borga fyrir að komast á. Dvalizt í Höfn Helgi hefur dvalizt á dansskóla í Kaupmannahöfn síðustu misser- in, en er nú hingað kominn á leið sinni vestur um haf, þar sem hann mun nema dans við hin kunna skóla „Sohool of America Ballet“. Er þetta mikil viðurkenning fyrir Helga. Auk námsins í Kaupmannahöfn hefur Helgi dansað þar víða, svo sem í Tívólí, en þar er Bisted ball- ettmeistari. Hafa dönsk blöð farið lofsamlegum orðum um dans Helga. Hljómplötugjöf Fyrir nokkrum árum gaf bandaríski fiðlusnillingurinn Isaac Stern Háskóla íslands vönduð hljómplötútæki, á- samt góðum stofni að hljóm- plötusafni. Siðan hefur safn- ið aukizt með árlegum fjár- framlögum háskólans og rausnarlegum gjöfum ýmissa aðila, svo sem Fálkans h.f. í Reykjavík og nokkurra er- lendra sendiráða. — Nýlega hefur háskólanum borizt mesta hljómplötugjöfin til þessa, rúmlega 430 stórar (16 þumlunga) hæggengis- plötur með hinni margvísleg ustu tónlist, ásamt spjald- skrám og skýringum á tón- verkunum. Kann Háskólinn Upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna miklar þakkir fyrir þessa veglegu og kærkomnu gjöf. Minnisvarði um Jónas Kristjáns- son, afhjúpaður í Hveragerði í gær var afhjúpaður við heilsuhæli Náttúrulækninga- félags íslands í Hveragerði minnisvarði af Jónasi Sveins- syni lækni. í gær voru liðin 90 ár frá fæðingu Jónasar, en hann lézt á þessu ári eins og kunnugt er. Minnisrvarðann hefur Einar heit- inn Jónsson myndhöggvari gert fyiir 12 árum. Rannveig dóttir Jónasar afhjúpaði varðann og hin dóttirin Guðbjörg Birkis minntist föður síns. Margar ræður voru f.uttar m.a. flutti dr. phil. Sigurð- ur Nor'dal fyrrum sendiherra minningarræðu um Jónas Krist- jánsson. Mikið fjölmenni var við athöfnina'. Frábærar við- tökur Gumundur Jónsson óperu- söngvari hélt söngskemmtun í Gamla Bíó í gærkvöldi fyr- ir fullu húsi, og við fráhærar viðtökur áheyrenda- Vegna þess að færri komust i hús- ið en vildu, endurtekur hann söngskemmtunina á sama stað annað kvöld, en aðeins það eina sinn. Hættir aft reykia Haganesvík, 19. sept. - Seinni partinn í sumar hefur verið unnið með tveimur stórvirk um ýtum í Strákavegi og hef ur verkið sótzt sæmilega. — Lítil.sjósókn hefur verið héð an frá Haganesvík í sumar og afli tregur. Lax og silungs veiði hefur verið með ágæt um. Bezt hefur veiðin verið í Miklavatni og Flókadals- vatni. Litið sem ekkert hef- ur verið reykt af aflanum — Honum komið ferskum á markað. H.R.T. UTAU UR HEIMI K Kúba mótmælir Það gekk ekki átakalaust að koma kúbanska forsætis- ráðherranum, Fidel Castro fyrir á hóteli i Bandaríkjun- um. Sem kunnugt er hefur Bandaríkjastjóm takmarkað ferðafrelsi Castros við Man- hattaneyju en Castro vildi ekki sætta sig við það hótel sem honum var ætlað og býr nú í Harlem, sem er blökku- mannahverfi á Manhattan. Forseti Kúbu hélt ræðu í dag, þar sem hann veittist harðlega að Bandaríkjunum vegna meðferðarinnar á Castro og kvas hana ekki mundi bæta sambúð ríkj- anna. Sagði forsetinn, að 20 milljónir kúgaðra negra í Bandaríkjitinum hefðu gert málstað Kúbu að sínum með afstöðu sinni við Castro. AlIsherjarþingiS sett 14 ný ríki Kl. 7 í gærkveldi eftir ís- lenzkum tíma var allsherjar þing Sameinuðu þjóðanna, hið 15. í röðinni, sett í aðal- stöðvum samtakanna í New York. Ekki var vitað hvort Krustjoff sat setningarfund- inn eða hvort hann komi þá fyrst til þingsins, er hann flytur ræðu sína, Fyrsta verk allsherjarþings ins er að velja sér forseta. Fleiri ríki en nokkru sinni eru nú j tölu samtakanna og hafa 14 ný bætzt við frá því síðasta þing var haldið. Eru það 13 ríki í Afríku, sem fengið hafa sjálfstæði á þessu ári svo og Kýpur. Krústjoff hitti Castro Nikita Krustjoff hefur kom ið að máli við Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu en þeir félagar dvelja nú báðir vestan hafs á þingi s.Þ. Fór Krustjoff til fundar við Castro þar sem hann býr á hóteli í blökkumannahvnrfi í New York, og er þetta í fyrsta sinn, sem þeir hittast. Castro mun ávarpa allsherjar þingið eins og Krustjoff og er gert ráð fyrir að „ávarpið" verði í Iengra lagi. Tító Júgóslavíuforseti kom til New York í gær og vorn næstum jafn margir lögreglu menn settir til að gæta hans og Krustjoffs. Eru nú annir miklar hjá bandarísku lög- reglunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.