Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 5
T f MIN N, miðvikudaginn 21. september 19G0. 5 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKORINN. Framlrvæmdastióri: Tómas Amason Rit- stjórar Þórannn Þórarmsson (áb.i Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Augiysingastj EgiU Bjamason Skrifstofur í Edduhúsinu — Slmar 18300- -18305. Augiysingaslmi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.f. „Sóknin ti! bættra lífskjara" Það eru nú senn liðin tvö ár síðaii núverandi stjórn- arflokkar tóku við völdum og langt liðið á fyrsta ár þeirra efnahagsráðstafana, sem núverandi ríkisstjórn gerði s. 1. vetur. Það var við setningu þeirra efnahags- laga, sem Ólafur Thórs flutti þann fagnaðarboðskap, að bótakerfið svonefnda væri dauðadæmt og dýrtíðin í landinu kveðin niður með varanlegum ráðstöfunum. en vöxtur og viðgangur atvinnuveganna tryggður, og mundu þeir hér eftir geta blómgazt bóta- og styrkialaust. ekki sízt sjáarútvegurinn. Þá lét Ólafur Thórs svo um mælt „Á öllu ríður, að þjóðin taki vel þessum ráðstöfun- um. Ef hún gerir það munu fórnirnar verðn tiltölulega skammar og sóknin til öryggis og bættra lífskjara ekki örðug eða löng.“ Svo langt er nú liðið frá því að ráðstafanir þessar hófust, að varla getur talizt ósanngjarnt að ætlast til þess, að fyrstu vormerki þessarar „sóknar til öryggis og bættra lífskjara11 færu að sjást. Þess er heldur ekki að dyljast, að nóg eru merki þessara ráðstafana, en það væru kaldhæðin öfugmæli að kenna þau við bætt lífs- kjör eða bætta afkomu atvinnuveganna. Fólk hefur fengið að kenna á lífskjaraskerðingunni, stórhækkuðu vöruverði, vaxtaokri og stórþyngdri skatta- byrði. En hefur þetta þá á einhvern hátt bjargað at- vinnuvegunum? Fyrstu svör þeirrar spurningar blasa nú við eftir sumarið, og þau eru óglæsileg. Aðalútflutnings- atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur, er nú í slíkri heljarkreppu, að þess munu varla ciæmi fyrr. Vaxta- okrið og gengislækkunin og söluskattabyrðm hafa aukið útgerðarkostnaðinn svo, að útgerðin rís ekki undir því. Eftir síldarvertíð, sem er vel í meðallagi miðað við afla- magn síðustu tíu ára, olasir við algert öngþveiti. Nú er ekki annað framundgn en opinber aðstoð — í formi einhverra lána eða styrkja, er gegna svipuðu hlutverki og „bótakerfið1'. sem átti að vera dauðadæmt. Talsmenn stjórnarinnar tala helzt um að ,.spýta“ fé í hlutatryggingasjóð, líklega með nýju, erlendu heng- ingarláni. En hvað er þá að segja um landbúnaðinn? Efnahags- aðgerðirnar stöðvuðu þar svo að segia í einu vetfangi alla eðlilega uppbyggingu til meiri framleiðslu. Þegar sjást merki þess að landbúnaðarframleiðslar. dragist sam- an og vöruskortur verði á næsta ári. Verð landbúnaðar- vara hefur rétt nýlega hækkað töluvert til neytenda, án þess að framleiðendurnir fái einn einasta eyri af þeirri hækkun. Slíkt er einn ljósasti vottur vaxandi dýrtíðar, og eitt dæmi af mörgum um það, að hér er skollin á ný verðbólgualda, sem þjakar þjóðina Myndin, sem við blasir er ömurleg. Almenn lífs- kjör þjóðarinnar hafa verið stórlega skert, uppbygging hennar að verulegu leyti stöðvuð, sjávarútvegurmn blátt afram lamaður á einu missiri, innient vöruverð stór- hækkar til neytenda, án þess að framieiðendur fái nokk- uð þeirrar hækkunar, ný verðbólgu-og dýrtíðaralda flæðir yfir, þjóðin safnar milljónahundruðum í nýjum heng- ingarskuldum erlendis og drápsklyfjar nýrra skatta eru . lagðar á þjóðina. Allt kerfið, sem áttí að bjarga, hefur gersamlega brugðizt. Samtímis er svo stórgróðamönnum stórlega ívilnað í sköttum og allar gáttir opnaðar til braskgróða. Sannleikurinn er líka sá, að það var ^Jdrei tilgangur stjórnarflokkanna að reyna að bjarga efnahagsmálum þjóðarinnar eða atvinnmegum, hvað þá að bæta lífskjör almennings, heldur að tryggja auðmönnum og brask- aralýð landsins nýtt svigrúm og stórgróða. Þetta er það, sem hefur tekizt — og tekizt vel. / ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? '? ? ? ? ? ? ? ? ? ? f ? ? ? ? Walter Lippmann ritar um alþióðamál: Skopmynd úr New York Herald Tribune. Erindi Krustjoffs á þing S.Þ. Washington, 17. sept. — Bið- in eftir Krustjoff, sem heldur hægt en markvisst til þessarar álfu, líkist ofurlítið biðinni eftir komu fellibylsins Donnu til Nýja Englands. í þeirri bið vissi enginn, hvers vænta mátti, nema það, að hvassviðri yrji allmikið. En hins vegar var öll- um hulið, hverjar afleiðingar yrðu. Allir vissu þó, að storm- urinn mundi ekkert gott færa með sér. Fólk setti aðeins hlera fyrir glugga sína og bjóst við því að öll ljós dæju. En sem betur fer er Krust- joff ekki fellibylur. Það er ekki nauðsynlegt — og heldur ekki nóg — að búast um, meðan hann fer hjá. Hann kemur í pólitískum tilgangi, og -sá til- gangur er alveg augljós. Hann er kominn til þess að sýna og sanna hið vaxandi vald Sovét- ríkjanna innan Sameinuðu þjóð- anna og til þess að beita því valdi og notfæra sér vöxt þess. Forsendur þessa aukna áhrifa valds eru að mestu leyti til- koma hinna nýju ríkisstjórna á landsvæðum, sem áður lutu brezkri, franskri, hollenzkri eða belgískri stjórn. Þessi nýju Asíu- og Afríkuríki hafa andúð á Evrópuríkjum og Norður- Ameríku, en dragast hins vegar að Sovétríkjunum. Hið aukna áhrifavald Sovétríkjanna á líka rætur sínar í þvi, sem er að ger ast í Kongó og á Kúbu. Á Kúbu hafa Sovétríkin með pólitískum áhrifum teygt sig yfir á þennan hnatthelming og alveg að bæj; ardyrum Bandaríkjanna. í Kongó taka Sovétríkin þátt í mjög hættulegu og tvísýnu tafli, sem virðist beinast að því að víkja Bandaríkjunum til hliðar, eða til þess að opna Sovétríkj- unum leið til meðalgöngu. Það er mjöj táknrænt, að meðan Krustjoff sígur sjóleið- ina í áttina til Bandaríkjanna, hefur Zorin fulltrúi Rússa hjá S. Þ. ekki beint geiri sínum beint að Bandarikjunum, held- ur að Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóra S. Þ. Þanna bregður hann raunar út af venj unni. Nú hamast hann gegn af- skiptum Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Gæti það verið, að þessar árásir vitni um þá ætlun Krustjoffs að gera að engu og láta hætta við það, sem Sam- einuðu þjóðirnar eru nú að gera í Kongó en ná sjálfur valdi á þessum aðgerðum? Það virðist satt að segja allt benda til þess, því að jafnframt því sem sovétstjórnin sam- þykkti það umboð, sem Hamm- arskjöld vinnur nú eftir i Kongó og þó einkum síðan Krustjoff Orkin hans Krúsa „Þegar við komum svolitið nær landi, sleppum við friðar- dúfunni.“ tilkynnti vesturför sína, hefur gagnrýni rússnesku sendinefnd arinnar hjá S.Þ. orðið æ hvass- ari gegn aðgerðum Sameinuðu þjóðanna. Augljóst er, að það hefur orðið Lumumba mikil hvatning til þrjózku gegn S. Þ. og á þann hátt torveldað að- gerðir S. Þ. stórlega og bein- línis komið í veg fyrir, að til friðsamlegrar lausnar drægi milli Kongómanna sjálfra. Þetta eru allt saman illir fyr- irboðar, sem sýna gerla, að Krustjoff vill ekki vinna að friðsamlegri lausn í Kongó né tryggja hlutlausa og friðvæn- lega sambúð landsins við ná- grannaþjóðir, né heldur firra Kongó og önnur Afríkuríki beinni hlutdeild í kalda stríð- inu og ekki stuðla að því, að Sameinuðu þjóðirnar verði virt ur og áhrifaríkur sáttasemjari milli Afríkuríkja eða annarra landa heims. Ef þetta er hinn raunveru- legi tilgangur Krustjoffs, gæti verið að hann væri kominn út á hálan ís, því að eina skynsam- lega og færa leið hinna nýju Afríku- og Asíuríkja er að ánetj ast ekki stórveldum til hvorugr ar handar í kalda stríðinu, en njóta aðstoðar frá báðum eða mörgum aðilum. Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir tengdar þeim, svo sem Alþjóðabankinn, eru einu samtökin, sem geta veitt þessum nýju ríkjum nauð synlega hjálp samfara því að tryggja pólitískt hlutleysi þeirra í kalda stríðinu og firra þau efnahagslegu- og tæknilegu áhrifavaldi stórveldanna. Það er á þessum grundvelli, sem við getum staðið og skír- skotað til vaknandi sjálfsvitund ar hinna nýju Afríku- og Asiu- ríkja. Og við Krustjoff getum við sagt þetta: — „Brýnasta vanda- málið er ef til vill ekki afvopn- un, sem — eins og allir vita — getur ekki hafizt að gagni fyrr en stjórnmálalegu samkomulagi er náð. Brýnasta vandamál dags ins er það, hvernig við getum stutt Sameinuðu þjóðirnar í því að halda Kongó og nágrönnum þess utan við átök kalda stríðs- ins. Og við nýju ríkin getum við sagt: — „Við getum vel komizt af án Sameinuðu þjóðanna, en þið getið það ekki. Það liggur í augum uppi, að þær eru líf- vörður sjálfs'tæðis ykkar og hlutleysis í kalda stríðinu og sambandsaðili ykkar til þess að hljóta efnahagslega og tækni- lega hjálp án skuldbind'nga frá sameinuðum lindum þjóða heimsins. Á almennum fundi á Höfn í' Hornafirði, 13. september, 1960, var einróma gerð eftir- farandi fundarsamþykkt: „Almennur fundur, haldinn á Höfn í Hornafirði þriðju- daginn 13. september 1960, um landhelgismálið, mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar innar að ganga til samninga við Breta um fiskveiðiland- helgi íslands. Fundurinn telur að Alþingi og þóðin hafi fastmótað þá stefnu í landhelgismálinu að I ....•' •,">r við einstakar þjóðl Fordæma samninga viö Breta um fiskveiðilandhelgina ir um málið komi ekki til1 greina og að frávik frá 12 mílna fiskveiðilandhelgi allt umhverfis landið, án undan- j tekningar komi ekki til mála. Þá vill fundumin mótmæla sérstaklega öllum tillögum um að heimila erlendum aðil um fríðindi innan fiskveiði- landhelginnar við Austur- og Norðurland og skorar á alla aðila í þessum landsfjórðung nm að mynda með sér öflug samtök um að koma í veg fyr ir slíka samninga." Höfn, 14. sept. 1960. Benedikt Þorsteinsson, (Fundarstjóri.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.