Tíminn - 21.09.1960, Síða 16

Tíminn - 21.09.1960, Síða 16
SLÁTURTÍÐ Á SKULAGÖTU Þessa dagana má heyra sár- an lambsiarm og skotdynki í bækistöSvum Sláturfélags Suð urlands við Skúlagötu. Þar stendur yfir sauðf járslátrun inni í miðri Reykjavík, og eru um 500 dilkar afgreiddir inn í eilífðina og á matborð Reyk- víkinga á dag. Þar er líka tekið við sláturafurðum af öllu Suðurlandsundirlendinu, en á því svæði öllu mun vera slátrað á sjötta þúsund fjár á dag þegar sláturtíð stendur sem hæst. Tínijnn skrapp í gær í örs'tutta heimsókn á þennan vígvöll. Erind- iö var að fá að fylgjas-t með för sláturfjárins um húsið frá því það kemur í fullu fjöri úr réttum og af heiðum og þar til það er af- greitt sem kræsingar í hendur hús- mæðra og í veiílanir. Vigfús Tóm- asson, yfirverkstjóri hjá Sláturfé- laginu tók þessari málaleitan Ijúf- mannlega, leiddi blaðamann og Ijósmyndara um húsið og skýrði það sem fyrír augu bar. 500 á dag Sláturféð er flutt á bifreiðum til Reykjavíkur og kemur þangað yfirleitt síðla nætur eða snemma morguns, og síðan er slátrað dag- langt. Féð er tekið af bílunum og geymt í stíum inni í húsinu — uppi á annarri hæð — þar til kem- ur að örlagastundinni. Þarna n.átti líta margan prúðan gimbil í gær þegar Timinn var þar á ferð- inni, og kvað Vigfús fé vera ó- venju vænt í ár, enda engin furða cftir fíðarfarið í sumar. — Dilkarnir lögðu sig að með- a'tali á 13 kg við sumarslátrun- ii.a, og væntanlega verður meðal- þunginn eitthvað svipaður núna, kannski 14—15 kg. — Og hvað er mörgu fé slátrað hér? — Það er um 500 á dag. Sumar- siátrun hófst hér 22. ágúsf, og var s’átrað eitthvað um sex þúsund fjár, en alls verður hér sennilega slátrað 15—20 þúsundum. Hér VIGFÚS TÓMASSON - slátursalan að hefjast slátrum við aðeins fé úr nærsveit- i m Reykjavíkur, en á öllu félags- svæðinu verður slátrað 130 þúsund fjár. Langmestu er slátrað á Sel- fossi, 1600—1700 á dag, en slátrun er einnig mikil á Hellu, Djúpa- dal, Vík og Klaustri. Og af öllu þessu svæði berast sláturafurðirn- ar hingað til vinnslu, það er slátr- r.ð eitthvað á sjötta þúsund fjár a dag þegar mest er umleikis. Ný slátrunaraSferö í þessum ieiðangri var þó ekki a-tlunin að kvnna sér kjötiðnað Siáturfélagsins, heldur einungis fylgjast með slátruninni. Og innan við innstu stíuna kveða við skot- hvellir, þar er skotmaður að verki, og grunlausir dilkarnir ljúka þar því lífi sem staðið hefur sumar- langt á afrétti. Þarna er gengið fljótt og hreinlega til verks. Not- uð er svonefnd rotunarbyssa, og hefur það verkfæri gefið mun betri i'aun en helgrímur og kúlu- byssur, tjáir Vigfús okkur. Slysa- hætta var ævinlega af þeim verk- færum, en er nú að mestu úr sög- unni. Hér er rekið sláturhús allt árið og slátrað bæði nautgripum og svínum auk sauðfjár. Sama vopn er .notað á svínin og féð, nema stærri og öflugri á svín og fcrgamla hrúta en hin venjulega Dilkarnir bíða þess grunlausir að skotmaöur finni þá í fjöru SkotiS riSur af og sláturiambiS kippist tii í dauSateygjum fjárbyssa. Spriklandi kindaskrokk unum er raðað á rekka, en þar fyrir innan eru fláningsmenn að vierki og viitna margir saman in-att og skipulega. — Við höfum tekið upp nýja aðferð, svonefnt félagsakkorð, v.’ð fláninguna, segir Vigfús. Fimm r.’enn vinna að- skepnunni sem fer milli þeirra á færibandi, og þarf hver maður aðeins að temja sér nokkur föst hnífsbrögð. Þess \egna verður meiri sérhæfing og hraði við verkið en áður var, þeg- ar einn maður fláði alla skepn- una, og auk þess er miklu meira hreinlæti við þessa aðferð. Það var líka orðið erfitt að fá góða fláningsmenn, og eru menn al- mennt að taka upp þessa starfs- hætti í sláturhúsunum. Það leynir sér heldur ekki að þessi vinnubrögð gefast vel. Ekki lrður nema lítil stund frá því skepnan var skotin og þar til að henni hefur verið unnið, haus, innmatur og gæra eru farin sína le.ð, en skrokkurinn er kominn upp í gálga þar sem ungur dreng- ur veitir honum s'íðasta umbúnað og fyrirbönd. Þaðan liggur svo leiðin í vinnslusali, í frystingu, í afgreiðslu, í verzlanir, í pottinn og ofan í maga á háttvirtum kjós- endum. Svo taldist til að átta n snns ynnu að skepnunni, fyrstur skotmaðurinn og siðastur drengur- inn við gálgann. Haus og innmatur Á fyrstu hæð í húsi Sláturfé- lagsins heimsóttum við þau salarkynni þar sem unnið er að sláturmat og sviðum. Þrír menn stóðu við svíðingu í iitlum klefa en við furðulítinn reyk, enda sviðið í sérlega gerð- um ofni við geysimikinn hita. Það er mikil list að svíða kindarhaus svo vel takist, en Vigfús kvað þá Sláturfélagsmenn hafa verið heppna með starfsmenn og hafa haft sömu svíðingameistara áxum saman, föður með tveimur sonum sínum. Þeir feðgar kipptu sér ekki upp við þessi tíðindi, en brugðu kindarhausum i ofninn af sömu (PYamhald á 15. síðu). Regn Suðaustan gola og siðan kaldi, dálitil rigning með kvöldinu. Hiti 6—9 stig. Þannig er spáin i dag. Gott er því að vera við öllu búinn og gleyma ekki regn hlífinni heima. Fláningsmenn að verki með skjótum og skipulegum vinnubrögðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.